Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN Framhaldsgrein 2. Fyrir dsí konungsíns Pétur Jugoslava-konungur missti ríki sitt 1945. Síðan hefir oltið á ýmsu fyrir honum og Alexöndru drottningu hans, og mesta basl hefir verið á þeim. Loks skildu þau, en hafa þó tekið saman aftur. Skrifuðu heimsblöðin mikið um þetta, og lugu mörgu. — Þess vegna tók drottningin sig til og skrifaði ævi- sögu sína og hrakningasögu. Þessi saga byrjar hér á eftir og verður birt í næstu blöðum Fálkans. FYRSTI DANSLEIKURINN. Þegar ég var nýlega orðin seytján ára átti ég að byrja að taka þátt i samkvæmislifinu i París. Áhrifamiklir og ríkir vinir móður minnar afréðu að hafa „frumsýninguna" á mér sem virðulegasta. Ég hafði gaman af fal- legum fötum, en sárkveiS alltaf fyrir þegar ég átti að sýna mig i þeim. Ég fékk fallegar afmælisgjafir í þaS sinn. Mamma gaf mér tvöfalda perlu- festi og samstæSa eyrnahringi úr perl- um, tvö armbönd meS gimsteinum, annaS meS demöntum og hitt meS safírum, og ég fékk fyrsta gullúriS mitt, fyrstu loðkápuna ... Og auk þess hafði mamma pantaS handa mér indælan danskjól hjá tískuversluninni Chanel. ViS fengum sérstakan mann frá London til þess aS búa til umgerðina um samkvæmið. Það átti að verSa í einkahúsi i París, sem ameriskur vin- ur móSur minnar átti. Skrautið var allt með griskum litum, bláu og hvítu, og stofurnar eins og blómagarSar en öll blómin voru blá og favit. Þetta var svo fallegt aS ég gleymdi alveg að María ekkjudrottning af Jugoslaviu. Hún gekk að jafnaði svona klædd eftir að hún var orðin ekkja. vera feimin. Þetta var ævintýraheim- ur og ég fann á mér að ég mundi ekki gera neinar skyssur um kvöldiS. Ég þurfti á öllu minu sjálfstrausti að halda, því að ég át'ti aS heilsa tvö hundruS manns, eintómu hefðarfólki hins franska útlenda samkvæmislífs. Ég talaSi, hló og dansaSi hvildar- laust frá þvi klukkan ellefu um kvöld- ið til klukkan sex um morguninn. Fyrst i stað kveiS ég fyrir hverjum dansi, en mér óx hugur þegar hertog- inn af Windsor bauð mér í dans. Hann var staddur þarna ásamt her- togafrúnni, frú Simpson fyrrverandi. ÞaS var ekki nema ár liSið síðan hann sagði af sér til aS giftast faenni. Þegar ég hafði dansaS hálfan hring við hertogann, fann ég aS hann var jafnvel enn meiri klaufi á dansgólfinu en ég. Við reyndum eins og við gát- um aS stiga ekki á hvors annars tær, svo aS hvorugt okkar hafSi rænu á aS segja nokkurt orð. Hann varð eig- inlega sá mótdansari sem mér hæfSi best þarna um kvöldið. Eftir þessa eldvígslu samkvæmis- lífsins lenti ég í hringiðu þess allt sumarið, en ég verð aS játa, aS móður minni urðu vonbrigði aS mér. Ég fann ekki aftur það sjálfs- traust, sem ég hafSi haft þarna fyrsta kvöldiS. Ég var óframfærin og mér leiddist með öllum ungu piltunum, sem buðu mér á dansleiki og í leikhús. Ég var skíthrædd viS allar þessar voldugu og málugu frúr, sem buSu mér heim, og ég varS veik af öllum þessum undirstöðumat sem ég fékk í veislunum. Einn daginn þegar ég kom heim úr samkvæmi í London fór ég aS gráta og baS móSur mína innilega um aS fá að sleppa við að fara i fleiri sam- kvæmi. Mamma yppti öxlum. — Jæja, Poozhee, sagði hún blítt. — Þú skalt haga því eins og þú vilt, væna mín. En mundu að allt í kringum þig er stór hamingjusamur heimur, og þér fer aS þykja gaman að honum undir eins og þú þorir að kanna hann. Hún hafði vitanlega rétt aS mæla. Og meS tímanum fór ég að hafa á- nægju af veröldinni kringum mig. Én hvorki mamma né ég vissum hvenær eða hvernig mér tókst að losna viS óframfærnina. Áður en aS þvi kæmi átti ég eftir að upplifa stríð — flótta — og ástina miklu. PRINSESSA ÁN UMHVERFIS. SumariS 1938 fórum við mamma heim til Venezia. Mér þótti afar vænt um húsið okkar þar. Alla bernsku mina hafði ég þráð aS eiga heimili, og sú ósk varS rik í mér mörg ókom- in ár. Þetta varS fyrsta sumarið mitt eftir aS ég var orSinn ung stúlka. Skóla- árin voru aS baki — ég var orSin þátttakandi í samkvæmislífinu, og all- ir töluðu um yndislegu árin, sem færi í hönd hjá „laglegri, 17 ára prins- essu". En skuggi Hitlers hvíldi eins og þrumuský yfir Evrópu, og andrúms- loftið var þykkt af hatri. Úr þvi að hann gat veriS svona hatursfullur í tali og háttum, hvernig mundi þá fara þegar hann fengi áhangendum sínum byssustingi og sprengjur til að leika sér að. Þess varS ekki langt að bíða að viS fengum að upplifa það. ViS áttum heima i Venezia þegar stríSið skall á, og mamma, sem hafði verið hjúkrunarkona i fyrri styrj- öldinni, vildi að ég lærði hjúkrun. Mér þótti ekki nema gott aS fá eitthvaS að gera ,og ég reyndi alls ekki að láta sem ég léti stjórnast af ættjarðarást eða liknarhug. Þegar ég var orðin nitján ára fór ég loks að skilja hvar ég var á vegi stödd i veröldinni, að þaS var styrjöldin, sem opnaSi augu mín fyrir því. Persónuleiki minn þroskaðist hægt. Hann var eins og fiðrildi, sem ekki vill skríða út úr púpunni. En upp- eldið hafði ekki miðað að neinu öðru en aS gera mig aS fiSrildi. Og þetta var undirrót allra erfiðleika minna. Ég var fædd til þess að vera konung- leg prinsessa i veröld, sem ekkert hafði við þess hátar fólk að gera. Auðæfin voru fokin út í veður og vind áður en ég fæddist — engar hall- ir, engar eignir og engin framtíð fyrir prinsessur af konungsættinni okkar. En móðir mín og öll fjölskyldan hafði gleymt aS taka þetta með i reikning- inn, því að trú þeirra á „konungsins guSdómlega rétt" var svo rótgróin i þeim. Ég hafði fengið uppeldi og menntun, sem átti að gera mig hæfa til að vera meðlimur konunglegrar fjölskyldu. Þeim datt ekki í hug að ala mig upp öðru vísi, þetta varð ó- sjálfrátt hjá þeim. Hvernig átti að ala upp prinsessur nema svona? Það er spurning, sem ég veit ekki glöggt svar við ennþá. Ég hafði verið alin upp til að gift- ast og umgangast samborgara mina og skilja þá. En hvernig átti ég að skilja þá þegar ég var sífellt höfð utanveltu — eins og goð á stalli — og þegar fólkið sem ég átti að um- gangast var eintómir höfðingjar og konungboriS fólk. ÞaS var ekki svo að skilja að mér félli ekki vel tilhugsunin um hjóna- band, sem eins konar „frama". Þvert á móti. Ég var fús til að giftast. Mig hafði alltaf dreymt um að giftast og eignast heimili og börn sjálf. En ég var altekin af draumum og þrám nítján ára stúlku, og oft var ég að brjóta heilann um hvort ég mundi nökkurn tima geta orðið ham- ingjusöm, ef ég fengi ekki tækifæri til að verða ástfangin af og giftast „venjulegum" manni, sem ekki dreymdi neina hefSardrauma, en gerSi sig ánægSan meS aS eiga heimili, börn og mig. í þá daga var hjónabandiS ekki annaS, í mínum augum. Ég gleymdi alltaf aS taka það með i reikninginn, að ef ég giftist þessum heimakæra, venjulega manni, mundi hvorki verða um þjóna, barnfóstrur og bíla að ræða. Alexandra sem ung stúlka, er hún dvaldist hjá Aspasíu móður sinni i útlegð í Venezia. FramtíSardraumar mínir náSu ekki til peninganna. Ég hafSi yfirleitt ekkert vit á pen- ingum. Ég hafSi aldrei haft peninga handa á milli — hafði aldrei átt buddu og hafði ekki hugmynd um hvað hlut- irnir kostuSu. Ef þaS var eitthvaS, sem mig langaSi aS kaupa, bað ég mömmu um leyfi, kvittaði fyrir út- tektinni i versluninni og bað um aS senda mömmu reikninginn. Tilhugsunin, sem gerSi mörgum frækum minum lífiS svo svart — aS þurfa aS giftast til fjár — ásótti mig aldrei. Ég vissi aS ég mundi aldrei láta tæla mig til að giftast manni, sem mér þætti ekki verulega vænt um. Ég fór að gera mér ljóst hvað þaS væri, sem ég óskaði mér i lífinu, en tækifærið til að geta gert drauma mína að veruleika, var óralangt frá mér. FLÓTTINN TIL AÞENU. Svo hófst önnur heimsstyrjöldin og innan skamms sagði Mussolini vestur- veldunum strið á hendur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.