Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Side 7

Fálkinn - 31.08.1956, Side 7
FÁLKINN 7 Við fengum fyrsta skarþefinn af ósköpunum þegar Macdoodle, skoska vinnukonan okkar var liandtekin af ítölsku öryggislögreglunni. Hún var flutt i fangabúðir fyrir utan Yenezia, og ég komst brátt að raun um, að það var litill vandi að smygla mat til hennar, og jafnvel að smygla henni sjálfri úr fangelsinu og inn í borgina heilan dag. Og þó var bráðlega skotið loku fyrir það. Siðdegis 28. október 1940 var hringt i símann lieima. Ég tók eftir að mamma kreysti höndina utan um sím- tólið meðan hún hlustaði á það sem sagt var í símanum. Það var gríski sendiherrann sem talaði. ítalir höfðu ráðist á Ilellas. Okkur var sagt að ganga frá helsta dótinu okkar strax og vera viðbúnar að stiga inn i sendi- iherraleslina, sem var á förum lil Aþenu. Macdoodle var látin laus og fékk að fara með okkur. Næstu klukkutimana var allt á tjá og tundri. Við höfðum engan tíma til að sortera fötin okkar eða ganga al- mennilega frá kofforlunum. Það sein- asta sem ég gerði eftir að við vorum komnar út og mamma og Macdoodle stóðu við dyrnar, var að hlaupa upp og kveðja herbergið mitt. Ég fór út á svalirnar og horfði yfir garðinn. Sólin skein og mér fannst óskiljan- legt, að kannske mundi ég aldrei sjá þennan stað aftur. — Vertu sæll! hvíslaði ég. — Ég kem aftur, ein- hvern tíma! Svo hljóp ég út til hinna, og við lögðum af stað í þá fyrstu af okkar hræðilegu ferðum áleiðis til frelsisins. Margir úr griska sendiráðinu og Minnie, gömUl frænka mín, voru sam- ferða okkur i lestinni. Minnie heimt- aði að fá að spila við mig, alla löngu leiðina til Beograd i Jugoslaviu. í Beograd fórum við í griska lest, þar voru engin þægindi, og þá fjóra daga sem við vorum á leiðinni fengum við hvorki mat né vatn. Við vormn alveg eins og flóttafólk þegar við komum til Aþenu, og sjaldan hefir mér fund- ist jafn gott að koma í bað eins og i gistihúsinu, sem við fengum dvöl í þegar til Aþenu kom. Fyrst um sinn var svo að sjá, sem við mundum geta lifað nokkurn veg- inn eðlilegu lífi. Mamma leigði sér luis i Aþenu, og við fórum báðar að starfa að hjúkrun í einum spítalanum. Mamma hélt því til streitu að ég væri aldrei minna en þrjá tima á dag undir beru lofti, og venjulega borð- uðum við hádegisverð í golfklúbbnum og fórum í golf á eftir. Fjölskyldan liittist á hverju kvöldi — ýmist í höllinni, hjá Georg II., eða heima hjá einhverjum okkar. Um það leyti voru margir ættingjar okkar heima í Áþenu. Stríðið liafði rekið þá heim þaðan sem þeir vorn, hér og hvar um Evrópu. Philip, þremenningur minn, núver- andi hertogi af Edinburgh, sem var sjóliðsmaður i breska flotanum og var á orrustuskipinu „Valiant“, var hjá okkur fáeina daga. Aldrei hefi ég vitað mann sem var jafn áfjáður i að berj- ast. „Við skulum binda enda á þetta strið á tólf mánuðum," sagði hann. Fjölskyldan taldi þetta full mikla bjartsýni, en mér fannst tólf mánuðir vera heil eilífð. NÝR FLÓTTI í SPRENGJUREGNI. Vorið 1941, þegar við mamma liöfð- um verið í Aþenu fjóra mánuði, var okkur tilkynnt að bráðum yrðum við að flýja. Aðvörunin kom hálfum mán- uði áður en við urðum að fara, og þess vegna vorum við betur undir Uóttann búnar núna cn í fyrra skiptið. Við höfðum gengið frá öllum okkar fötum og dóti í koffort og sendum það ásamt tryggðartröllinú Macdoodle um borð í grískan tundurspilli, sem átti að fara lil Kritar. Sifelldar sprengjuárásir voru gerðar á borgina og síðustu næturnar sváfum við með handtöskurnar okkar við rúmstokkinn, svo að við gætum flúið fyrirvaralaust. Og eina nóttina í apríl hringdi sím- inn. — Það kemur bíll og sækir ykkur eftir tiu mínútur, var sagt með karl- mannsrödd. — Þjóðverjar verða komnir í borgina eftir 24 tíma! Við klæddum okkur i flýti, tókum handtöskurnar okkar og fálmuðum okkur út úr húsinu, en þegar út kom var stjörnubjart. Billinn stóð fyrir utan og bilstjórinn ók eins og hund- eltur niður að höfn, en þar lá bresk sjóflugvél og beið okkar. Öll höfnin var eitt eld.haf. Hafði skipalest orðið fyrir sprengjum og drundi i loftinu af sprengingunum. Fjölskyldan stóð í hnapp og beið eftir að komast um borð í flugvélina. Við vorum þar öll, Frederika krón- prinsessa með börnin sín tvö, Sophiu tveggja ára og Konstantín fimm mán- aða, ásamt barnfóstrunni. Auk þess var þarna Katherine, yngsta systir föður mins, prins Georg afabróðir minn, sem við kölluðum Gamla Georg lil aðgreiningar frá konunginum, og María frænka, hin franska kona lians. Konungurinn og Páll krónprins ætl- uðu að verða eftir í Aþenu. Ég trúði varla mínum eigin augum þegar ég sá Mariu frænku. Hún hafði ferðbúið sig i skrautlegan, rósóttan silkikjól og var með feikna barða- stóran hatt á höfðinu. Og i ól um hálsinn á henni var ljó'smyndavélin. sem hún skildi aldrei við sig. Óþolinmóð liönd dró mig inn i flug- vélina, hreyflarnir drunuðu, og eftir augnablik vorum við komin á loft áleiðis til Krítar og frelsisins. Klukkan var fimm, er við rákum tærnar i bryggjuna í Soudaflóa og önduðum að okkur sjávarloftinu. Litlu krakkarnir orguðu og Fredika var að svipast um eftir stað þar sem hún gæti skipt á þeim og gefið þeim. María frænka rétti mér hattinn sinn. — Ilaltu á þessu, Sandra. Ég verð að taka mynd af þessu. Þetta er viðburður i veraldarsögunni. Á næsta augnabliki sáum við þýsku fiugvélarnar nálgast. Sprengjunum rigndi niður kringum okkur, og grjót og mold gekk i gusum. Og gegnum sprengjuhvellina heyrðum við óp særðra manna er við flýttum okkur i næsta loftvarnabyrgi. Þar lögðumst við fyrir og sungum „Blindu mýsnar þrjár“ á milli sprenginganna, til þess að reyna að róa börnin. Loks lauk þessum ósköpum. Óhrein og með hellu fyrir eyrunum eftir allan gauraganginn fórum við upp í bifreið- ar, sem fluttu okkur inn i land. Þetta varð hræðileg átta tínia ferð, og við urðum í sífellu að vera hlaupa út úr bilnum og leggjast niður í skurðina meðfram veginum. Ég heyri enn grátinn i börnunum og ég sé enn Mariu frænku i silki- kjólnum sinum, sem nú var orðinn illa útleikinn. Hún var alllaf að biðja mig um að halda á liattinum sinmn, þvi að hún þurfti að Ijósmynda svo mikla „veraldarsögu“. VEGGJALÚSABARÁTTAN. Um kvöldið komum við á ákvörð- unarstaðinn — litið gistihús i jaðri á þorpi. Þar var vatn — og rúm. Við skriðum upp i og steinsofnuðum. Ég vaknaði eftir tveggja tima full- komið meðvitundarleysi. Mér var heitt og klæjaði í allan kroppinn. Ég kveikti á kerti —- og kvaldi niðri í mér óp. Allt rúmið var lifandi. Nú var hafin ný orrusta, sem stóð þá átta daga sem við vorum í gisti- húsinu: baráttan við veggjalýsnar! Morguninn eftir vorum við öll með rauða dila á andlitinu, böndunum og fótunum. Við klóruðum, okkur sjálf- um og við klóruðum hvert öðru og mösuðum um hvað við ættum’að gera við þennan ófögnuð. — Sápu! sagði cin. — Sápan er best, lnin dregur úr kláðanum. — Terpentínu! rumdi í Gamla Georg. — Við verðum að ná í terpen- tínu! Við setjum skál með terpentínu undir hvern rúmfót. — En livar eigum við að ná í þetta? spurði ég. Gamli Georg barði hnefanum í borðið. — Sandra! öskraði hann. — Þú verður að koma með mér inn í þorpið. Við verðum að ná i sápu og terpentínu. María frænka varð líka samferða inn í þorpið. Hún tók út bómullar- dúk í einu vefnaðarvöruvérsluninni i þorpinu og fékk saumakonuna á staðnum til þess að sauma handa sér eftirmynd Parisarkjólsins sem hún hafði verið í, en nú voru ekki nema MJÓLK í RÚMIÐ. — Þegar þessi frú hefir drukkið moii'xunkaffið sitt í rúminu, fær uppáhaldið hennar — sex vikna gaamll Ijónsungi — mjólkurpel1- ann sinn. Konan stundar þá atvinnu að temja ljón, og þess vegna vön að umgangast hættulegri skepnur en þetta. tætlur eftir af honum. Þessi kjóll varð mjög einkennilegur, og gerði þó saumakonan sitt besta. ÁSTFANGIN AF PHILIP. Á áttunda degi fengum við boð um að verða ferðbúin á ný. Nú áttum við að fljúga til Egyptalands. í Alexandríu áttum við manmia heima hjá góðu fólki, sem lijálpaði okkur um föt og peninga. Ég fór mjög gætilega með þann litla fatnað sem ég fékk. Ég hafði lært að meta hvers virði fatnaðurinn er. Ég hitti Philip prins og David Mil- ford Haven frænda hans i Alexandríu. Þeir liöfðu fengið leyfi og ég var hrif- in af að sjá þá aftur. Ég gleymdi því alveg nokkra daga að nokkurt stríð væri til og sprengju- regnið á næstu grösum. Ég var með allan hugann við að skemmta mér með þessum frændum minum. Oft var ég að velta því fyrir mér hvorn þeirra mér likaði betur við. David hafði ansi fallegt nef, en nefið á PIiilip var fal- legra. Brosið á David var töfrandi, en þegar Philip brosti til mín dáleidd- ist ég. Og svo var Philip hærri. Við ókum oft langar leiðir í litlum sportbíl, sem Philip hafði náð í. Við fórum i sjó og spiluðum tennis og dönsuðum langar, heitar nætur. Þeg- ar gengið liafði á þessu nokkra daga var ég orðin talsvert ástfangin af Philip, það verð ég að játa. Mér þótti skelfing leiðinlegt að þurfa að skilja við hann þegar við mamma fengum boð um að flytja til Cairo, en mikið varð ég glöð þegar ég sá brosandi, sólbakað andlitið á honum á gistihúsinu í Cairo nokkr- um dögum eftir að við vorum komnar þangað. Hvenær sem hann var laus fórum við í klúbbinn og dönsuðum þar eða þá að við syntum, eða bara sátum og töluðum saman. Mér þótti mikið fyrir þvi að við mamma urðum að fara til Port Said eftir aðeins hálfan mánuð i Cairo, og svo þaðan til Suður- Afriku. Eg varð hrærð er Philip kom á bryggjuna til að kveðja okkur. Smuts hershöfðingi hafði boðið allri grisku konungsfjölskyldunni að verða i Suður-Afríku þangað til styrjöldinni lyki og nú var Georg kon- ungur kominn i hópinn lika. Framhald í næsta blaði. Pétur konungur fékk um hríð landvist í Cairo með stjórn sína. Hér sést hann í veislu hjá Farúk, sem þá var í „makt og miklu veldi“.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.