Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 31.08.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN HARIÐ var stutt, ljóst og illa greitt, kinnarnar rjóðar og angun stór og grá og einbeitt. Hún var í hvítri treyju, bláum síðbuxum og rykug á öðru hnénu. Hún var með klút í hendinni og gegnum opnar dyrnar sá Richard bursta, fægilög og fægiskúffu. — #Ungfrú Valerie Davis? spurði hann hæversklega. — Ég kem líklega á óheppilegum tíma. Afsakið þér. Ég heiti Richard Barr. Ég er ... — Ó, þér eruð bróðir Janet. Valerie brosti innilega og var eins og stelpa, sem hefir fengið sælgæti alveg óvænt. — Það var fallega gert af yður að koma svona fljóít. Janet sagðist hafa skrifað viðvíkjandi mér. Mér fannst hálfgerð frekja að biðja yður um að verða barnfóstra og snúast kringum manneskju, sem þér þekktuð ekki. Gerið þér svo vel að koma inn. Hér er allt á rúi og stúi, en nú skal ég taka svolitið til og setja ketilinn á eldinn. Hann elti hana inn og brosti að henni, að hún skyldi eiga svona ann- ríkt. Hún var alveg eins og lítil telpa, sem er að leika húsmóður. Hún var alls ekkert lík því, sem hann hafði hugsað sér er hann las bréfið frá Janet. ' I | i '¦ j I Annars gerði hann sér ekki ljóst hverju hann hafði búist við. Þegar hann fór að heiman til að vinna í London, var systir hans aðeins lítil skólastelpa, og síðan hafði hann ekki séð hana nema sjaldan. Hann var eiginlega ókunnugur henni og vinum hennar. En hann reyndi alltaf að vera þægilegur við Janet þegár honum gafst tækifæri til. Ef til vill kom það af gömlu sektartilfinningunni, sem hún vakti alltaf hjá honum. Þegar hún var lítil tilbað hún hann eins og goð, og enn fannst henni hann vera besti maðurinn sem hún þekkti. Allir heima höfðu alltaf sagt, að Richard mundi komast langt, hann væri svo duglegur og framsækinn. Janet var sannfærð um þetta. Og til þess að valda henni ekki vonbrigðum lék hann alltaf hlut- verk hins fullkomna stóra bróður, alúðlegur, hjálpsamur og hygginn ... Þetta var ástæðan til þess að hann stóð hérna í súðaríbúð þessarar ungu stúlku. „Ef þú hefir tíma til að líta inn til Valerie," hafði Janet skrifað, „og hjálpa henni til að koma sér fyrir í London, kæmi það sér mjög vel fyrir hana. Ég veit að þú hefir feiknin öll að gera, en þú getur ímyndað þér hve mikil stoð henni væri að því að hafa kunnugan mann til að hjálpa sér. Það er fyrsta skiptið sem hún er að heiman upp á eigin spýtur. Hún missti bæði föður sinn og móður fyrir skömmu. Það var hræðileg ákoma ..." Og nú var hann kominn þarna, reiðubúinn til að hjálpa — reiðubú- inn til að reynast sú fyrirmynd, sem Janet hafði eflaust talað um við Valerie. — Janet sagði mér frá foreldrum yðar og bílslysinu, sagði hann alvar- legur. — Það var mjög hörmulegt ... Hann þagnaði. Þetta hafði hann auðvitað ekki átt að segja. Brosið hvarf og stúlkan virtist hrædd og úr- ræðalaus. Andlit hennar endurspeglaði allar tilfinningar hennar. Hann hafði aldrei séð jafn „gagnsæja" manneskju. Þessi unga stúlka mundi verða alveg varnar- laus í nýrri og ókunnri veröld. Hún var of meinlaus, of ærleg, of ung. Hún reyndi að brosa aftur. — Þér eruð sjálfsagt einstaklega góður mað- ur, sagði hún. Aðdáunin ljómaði úr gráum augunum. — Janet hefir sagt mér það margoft. Skál, sagði hann og horfði í augu hennar ... Lukkuleiðin Hann snéri sér og sagði vandræða- lega. — Janet þekkir mig eiginlega ekki mikið. Ég er ekki nærri eins mikill sómamaður og hún vill gera úr mér. Hvers vegna sagði hann þetta við bráðókunnuga stúlkuna? En það var ómögulegt að segja annað en sann- leikann, er maður horfði i þessi gráu augu. Hún hló og það var auðséð að hún trúði honum ekki. Hann brosti á móti, honum létti er hún tók því svona, og fór að spyrja hana hvað hún ætlaðist fyrir þarna í London. Hún hafði fengið stöðu i skóla- bókasafni. Og svo hafði hún náð sér í þetta herbergi, og það leyndi sér •ekki að hún var hróðug af hreingern- ingunni sinni. — Þér getið ekki ímyndað yður hve svart það var þegar ég kom, sagði hún alvarleg. — Fyrri Ieigjandinn hafði ekki gert hreint eftir sig, — hefir víst aldrei gert sæmilega hreint hérna. Alls staðar ryk og skítur. Það er ljótt hérna enn, en þér skuluð sjá það þegar ég er búin. Eg ætla að hafa bókahillu þarna, og divan hérna i horninu. Richard varð ungur i annað sinn meðan hann hlustaði á stúlkuna, fannst hann vera orðinn eins og þegar hann kom fyrst til London, aðeins tvi- tugur og fullur af hugsjónum og hug- myndum. Munurinn var bara sá, að þegar hann var tvitugur — fyrir sjö árum — hafði hann verið miklu hyggnari og stefnufastari en tvitugir menn gerast. Hann hafði sett sér mark, og stefnt að því sí og æ, án þess að þoka um þumlung. Hann var kominn vel á veg, og innan skamms mundi hann komast enn lengra. Þegar hann væri giftur Lornu . > . — Ég hefi verið beðinn um að sýna yður London, sagði hann. — Og þá finnst mér að við ættum að byrja með því að borða hádegisverð saman. Hvernig líst yður á það? Valerie ljómaði af ánægju. — Er yður alvara? Það langar mig. Svo kom áhyggjusvipur á hana. — En það er víst ekki hægt. Ég meina — ég má ekki tefja yður með því. — Minn timi er yðar eign, sagði hann. Hann sagði henni ekki að Lorna væri fjarverandi nokkra daga, og þess vegna væri hann laus og liðugur. Það er nógur tími til að segja henni frá því, sagði hann við sjálfan sig. Enda skiptir það engu máli fyrir hana. En hann hafði grun um, að einhver dýpri ástæða væri til þess að honum var ekki um að segja stúlk- unni að hann væri trúlofaður. HANN beið í sólskíninu úti á götunni meðan Valerie var að hafa fataskipti, og nú rifjaðist upp fyrir honum er hann hitti Lornu Thompson í fyrsta skipti. Hann var þá enn aðstoðarmaðnr á leiknistofu húsgagnasmiðjunnar, það var áður en hann hækkaði og fékk eigin teiknistofu. Hann átti að fara með teikningarnar að nýja Thompson- hægindastólnum inn til Thompsons forstjóra. Þegar hann kom inn sat ung stúlka á skrifborðsbrún forstjórans. Hún var lagleg. Fegurð hennar gagntók hann og hann stóð kyrr og starði á hana. Og liún leit kuldalega á hann á móti. Hárið var liðað og stuttklippt, and- litið mjótt og kinnbeinin há, varirnar Jjykkar og augun græn og drembileg. Hún var í rauðri kápu, með dýran, nettan hatt, og hefði getað verið klippt út úr tiskublaði. Hún tók eftir að fum kom á Ric- hard og nú lék bros um munnvikin. — Afsakið þér, herra Thompson, sagði Richard. Hann jafnaði sig fljótt. Með þvi að vera sem eðlilegastur og frjálsmannlegastur ætlaði hann að sýna þessari ungu stúlku, að hann væri alls engin undirtylla, heldur hátt settur hjá forstjóranum — ungur maður með glæsilegar framtíðarvonir. — Ég vissi ekki að þér voruð bund- inn, sagði hann rólega. — Ég get litið inn með þessar teikningar seinna i dag. — Það er allt i lagi, sagði Thomp- sons vingjarnlega. Þetta var hnellinn maður miðaldra, og hélt sínu gamla yfirbragði síðan hann hafði vcrið venjulegur snikkari úti á landsbyggð- inni. — Þér þurfið ekki að fara.,Þetta er Lorna dóttir mín. Lorna, þetta er Richard Barr, einn af bestu teikn- urunum hérna í smiðjunni. Sestu þarna i stól á meðan, telpa min. Ég ætla að líta á teikningarnar. — Komið þér sælir, herra Barr, sagði Lorna Thompson, með spottskri hæversku. Hún renndi sér niður af skrifborðinu og settist i rauðan, leður- fóðraðan stól. — Þér megið ekki tefja hann pabba of lengi. Hann hefir boðið mér með sér í hádegisverð. Richard brosti til hennar. — Nei, ég skal ekki gera það, ungfrú Thomp- son. Hann var upp með sér yfir að vera álitinn mikils háttar inaður, sem ef til vill mundi tefja forstjórann von úr viti, og hann gat ekki annað en tekið eftir augnaráði hennar, brosinu, röddinni ... Fyrstu samfundirnir •— fyrsta augnaráðið sem siðar dró svo mikinn dilk eftir sér — meira en hann hafði þorað að láta sig dreyma um ... Hann stóð á götunni og beið eftir Valerie og hugsaði um allt sem gerst hafði eftir samfundina við Lornu Thompson — stöðuhækkunina, óvænt heimboð til Thompsons, skemmtiferð- irnar með Lornu. Hver viðburðurinn hafði rekið ann- an í tvö ár, en i huganum sá hann þá sem stutt leiftur fram til sigursins, ákveðið kvöld fyrir einum mánuði ... Henry Thompson var i miðdegis- veislu en Richard og Lorna voru ein heima í húsinu í Hampstead. Þau sátu í stofunni og hann var með glas af gömlu úrvals koníaki í hendinni. Að venju var hann hrifinn af hinum íburðarmiklu salakynnum. Allt þarna inni bar vott um peninga, velgengni. Gullnu silki-gluggatjöldin, mjúki sóf- inn er þau sátu i — gljáandi húsgögn- in — og Lorna. Hann horfði á hana — á hvítar axlirnar yfir blægræna kjólnum — á smaragðana í hálsfestinni, á gljáandi hárið, gljáann í augunum og brosið, sem sagði svo mikið. Hvers vegna hafði hún valið einmitt hann? Þessi spurning kom honum aft- ur og aftur í hug. Hann reyndi að sjá sjálfan sig með hennar augum. Hann var hár vexti og sómdi sér líklega vel, ýmsar aðrar stúlkur vildu vera með honum. En hún var öðru vísi en hinar stúlkurnar — hún var ljómandi fríð og hún var greind og auk þess gamansöm. Og auk þess var hún svo rík að hún gat valið úr. En hún hafði valið hann. Hvers vegna? Hún hafði á vissan hátt gefið hon- um svarið þarna um kvöldið er þau sátu saman. Hún horfði á hann hugs- andi, nærri gagnrýnandi, og sagði: — Þú ert, að fráteknum föður min- um, eini maðurinn sem ég hefi þekkt,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.