Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Page 9

Fálkinn - 31.08.1956, Page 9
FÁLKINN 9 er veit hvað liann vill í lífinu, og er fastráðinn í að fá þaS sem liann vill. Þig grunar ekki hve leiöinlegur maður getur oröið, ef hann fær allt á silfur- diski — eins og margir af þeim kunn- ingjum, sem ég hefi átt. Mér feilur viÖ menn, sem eru sterkir og met- orðagjarnir. Ég veit aö þú ert met- orðagjarn. Eg hefi tekið eftir því. — Já, sagði hann ofur látlaust. Ég er metorðagjarn, Lorna. Og mér þykir vænt um að þér þykir það ekki neinn glæpur, að maður reyni að olnboga sig áfram í lífinu. — Þú verður mikill maður, sagði hún hægt og brosti. — Ég veit að þú verður það. Hann horfði á hana og hlustaði á lága tóna í útvarpsgrammófóninum. Það kom eirðarleysi i liann og allt i einu sagði hann hranalega: — Lorna, þú veist að ég er ástfanginn af þér. Ég vil giftast þér! — Það var satt, hann vissi það er hann hafði sagt það. Hann var ást- fanginn af henni — áslfanginn af öllu kringum hana. Hún hallaði sér að honum og varir þeirra mættust i löngum kossi. Á eftir sátu þau lengi þegjandi. Loks sagði hún: — Þú hefir verið heppinn, góði. Hann lirökk við. Átti hún við .. . Kannske tók hún eftir að það var farið að síga i liann, þvi að hún sagði fljótmælt: — Af þvi að ég elska þig líka. Yið verðum gæfusöm. Og ég get hjálpað þér, pabbi getur hjálpað þér og heilinn í þér hjálpar þvi sem á vantar. Þú verður maður, sem ég verð upp með mér af, sannaðu það ... 'Það var satt. Hann liafði verið ó- umræðilega heppinn að eignast aðra eins stúlku og Lornu, — og sem líka var dóttir Henry Thompsons. Hann vissi að Thompson hafði allt- af líkað vel við hann. Og hann var sannfærður um, að gamla manninum mundi líka vel að fá hann fyrir tengda- son. Og innan skamms mundi sá gamli liækka hann í tigninni. Það hefði hann auðvitað gert eftir nokkur ár, þó ekki hefði verið neinni Lornu til að dreifa, því að Richard var dug- legur maður. En nú þurfti hann ekki að bíða eins lengi og hann liafði gert » ráð fyrir. Og loks mundi hann verða meðeigandi í fyrirtækinu. Nýjar stækkanir höfðu verið ráðgerðar. HALLÓ! Afsakið þér að ég varð svona lengi. Þessi unglega rödd vakti hann af drauminum! — *Þér voruð ekkert lengi, og þér litið ijómandi vel út! Hún hafði farið í ljósgrá útiföt og hvíta blússu. Hún var berhöfðuð og ljósir lokkarnir flögruðu i golunni, og hún leit út eins og sextán ára unglingur. Ilún brosti töfrandi. — Geri ég það? Þakka yður fyrir. Ilvert eigum við að fara? Þér megið ómögulega fara á dýran stað min vegna. Annars hefi ég liugsað mér að borga fyrir mig sjálf, og ég hefi ekki úr miklu að spila. Hann hló. — Það kemur ekki til mála að þér borgið sjálf. Við skulum finna eittbvað dýrt, og ef þér reynið að malda í móinn eða heimtið að borga, skal ég taka af yður ráðin. Ég fullvissa yður um að ég hefi efni á að borga, og i dag er aðeins það besta nógu gott. Hann var hissa á sjálfum sér. Hann hafði ekki verið svona áhyggjulaus og glaður í mörg ár. Hann hafði talað án þess að hugsa sig um. í fyrsta skipti í mörg ár. Það var alveg ó- venjulegt. Venjulega fór hann gæti- lega með bæði peninga og það sem hann sagði. En nú fannst honum létt- ir að haga sér öðru vísi en hann var vanur. Það var ekki fyrr en hann hafði fylgt þakklátri og glaðri Valerie heim og kysst liana bróðurkoss á kinnina að skilnaði, að hann skildi ástæðuna til þess að hann hafði hagað sér svona. Hann hafði vanist að þvinga sjálfan sig — hann varð ávallt að gæta sið- anna þegar hann var með Lornu. Þá var líkast og hann væri i munnlegu prófi. Hann elskaði hana, en ekki á sama hátt og liún hann. Hann hafði aðeins sjálfan sig að gefa, hún liafði miklu meira . .. Hann leit á sig í speglinum meðan hann var að taka af sér hálsbindið, og geispaði. Hann sá að hann var ung- legri en venjulega, augun bjartari og svipurinn óþreyttari. Valerie var lagleg stúlka. Það var bara þetta að hún var hálfgerð stelpa. En óvenjulega lagleg var liún. Hann brosti er bann hugsaði til dagsins. Það hafði verið afar gaman að sýna henni London. Þau höfðu borðað liádegis- verð á góðum gildaskála, og siðan gengið marga kílómetra um göturnar — yfir Trafalgar Square, gegnum Pall Mall og Hyde Park. Þau höfðu drukk- ið te í klúbbnum hans i Pall Mall — Henry Thompson hafði nýlega gert liann meðlim þar, og Richard var mjög upp með sér, að hafa komist í þennan úrvalsklúbb. — Hann liafði haft gaman af að sjá live hrifin luin var í leikhúsinu og skemmt sér yfir hve fullorðinslega hún sagði „já“ þegar hann bauð henni vin með miðdegis- verðinum á eftir. — Skál! sagði hann og horfði í augun á henni. Hann mundi hvernig augu hennar ljómuðu til hans i hálfdimmum bíln- um á leiðinni heim. Svo sneri hún sér undan og horfði út um gluggann, eins og hún væri feimin eða hrædd ... ÞEGAR Lorna kom heim aftur minnt- ist Richard ekkert á Valerie. Hann sagði við sjálfan sig, að óþarfi væri að minnast nokkuð á hana. Valerie var aðeins vinsúlka systur hans, sem hann hafði tekið að sér eina dag- stund. Lorna spurði liann livernig honum hefði liðið um helgina, og hann svar- aði tvírætt: — Ég rólaði bara lieima. Eg hefi saknað þín. Tvær lygar, hugsaði hann með sér. — Nei, saknaðirðu mín virkilega, Richard? spurði hún. — Ég vona að þú hafir gert það. Hann faðmaði hana að sér og kyssti hana til þess að sýna hve mikið hann hefði saknað liennar. En einhverra hluta vegna var kossinn ófullnægjandi — fyrir þau bæði. Hún svaraði honum ekki fyllilega og fór að tala um brúð- kaupið. — Ertu — ertu viss um að fjöl- skyldunni þinni líki þetta vel? sagði hún allt i #inu. — Ættir bú ekki að kynna mig þeim bráðum? Riohard svaraði: — Auðvitað gleð- ur þetta þau. Kannske við bregðum okkur til þeirra eftir eina eða tvær vikur. Honum hafði brugðið við þótt hann léti ekki á því bera. Hvernig í ósköp- unum liafði hann gleymt að skrifa foreldrum sínum að hann væri trú- lofaður. Hann hafði hugsað sér að doka við um stund eftir trúlofunina, en hann hafði ekki skrifað foreldr- unum eitt orð um Lornu! Hann varð að skrifa strax á morgun og segja þeim frá öllu saman. En daginn eftir hafði hann svo mikið að gera í húsgagnasmiðjunni að hann gleymdi skriftunum. Og um kvöldið, þegar Lorna hafði ekki tíma til að vera með honum, var hann með Valerie ... Valerie var orðin ástfangin af hon- um. Það gat blindur maður séð, því að andlit hennar gat ekki leynt því. Hann áfelldist sjálfan sig. Ung og tilfinninganæm stúlka var veik fyrir ástum til manns, sem var nærgætinn og góður við hana. Og nú var hún orðin ástfangin, þvi að hún hafði séð að honum féll vel við hana. — Hann varð að segja henni frá Lornu og segja henni og sýna, að liann væri ekki ástfanginn af Valerie. En hann gat ekki fengið sig til þess — ekki ennþá. Og liann gat ekki hætt að hitta hana heldur. Honum var orðin nauðsyn að vera með lienni. Hvenær sem Lorna var bundin annars staðar fór liann til Valerie. Og dagana sem hann átti að hitta liana leit hann oft á klukk- una ... Þegar Valerie heilsaði með: — Þú kemur of seint, og brosti til hans, fannst honum liann vera glaður og áhyggjulaus. Þá var friður i sál hans og bann var heima hjá sér. Það er aðeins af þvi að hún er svo ung og glöð, hugsaði hann með sér. Hún er eina manneskjari’, sem ég þarf ekki að liafa neitt fyrir að hrífa. Það er allt og sumt. En það var ekki allt og sumt. Hann reyndi að varast að hugsa um þetta, en gat það ekki. Hann var ástfanginn sjálfur. Vissan þrengdi sér inn í sál lians eitt kvöldið, er hann hafði boðið henni á kvikmynd og var á heimleið með henni. í einni dimmu hliðargötunni tók hann andlit hennar milli handanna og kyssti hana á munninn. Varir hennar voru eins og lieit blóm. Þetta var indælasti kossinn, sem hann hafði upplifað. Hún titraði í örnium hans og þegar hann sleppti henni hvíslaði hún: — Ó, Richard, Richard, ég kvelst af ást til þín! Hann stóð kyrr. Það var rigning og kinnar hennar voru votar og kald- ar, augu liennar ljómuðu til hans. — Valerie! sagði hann. — Það stoðar ekki. Ég er ekkert lianda þér. Af- sakaðu það sem ég gerði núna, ég hafði engan rétt til þess. Eg átti alls ekki að liitta þig. Reyndu að gleyma mér — hættu að hugsa um mig. Nú sá hann breytinguna á andlitinu, breytingu sem hann hafði kviðið fyrir að sjá. Augun urðu stór, munnurinn hreyfðist til að andmæla og hún livisl- aði aðeins eitt orð: — Hvers vegna? Hann sneri frá lienni og gekk á burt, án þess að svara og án þess að lita við. VIKU siðar gerðist það. í beila viku hafði hann hvorki heyrt Valerie eða séð. Heila viku hafði liann unnið af nieira kappi en nokk- urn tima, og háttað á kvöldin þreytt- ur og mæddur. Hann liafði jafnvel verið ólundarlegur og afundinn við Lornu. Eitt kvöldið þegar hann hafði sagst vera svo þreyttur að hann gæti ekki komið út með henni, snerist honum aRt í einu hugur og hann náði í bíl og ók heim til Thompsons. Lorna var ein í stofunni þegar hann kom inn. Hún leit upp vingjarnlega en með furðusvip. — Jæja, þér leidd- ist þá, sagði hún. Það var gaman. Komdu og sestu hérna. Hún benti á sófann við hliðina á sér. Hann stóð andspænis henni. Kverkarnar voru þurrar og lófarnir rakir. — Hvað gengur að þér? Lorna brýndi röddina. Hann hafði búið sig undir það sem hann ætlaði að segja, á leiðinni í bíln- um, en nú hafði hann gleymt því öllu. Hann sagði hás: — Ég get ekki haldið áfram, Lorna. Eg get ekki gifst þér. Ég — ég elska þig ekki. — Ertu genginn af vitinu? Hún var orðin náföl i framan og augun leiftr- uðu. ■— Það mun einhver önnur vera komin í leikinn? Ég hefi getið mér þess til siðasta hálfan mánuðinn. Eg hefi símað til þín kvöld eftir kvöld, og þú ekki verið heima. Ég taldi mér trú um að þetta mundi lagast, og þú vitkast aftur. Ég er enginn engill held- ur, Richard! Eg skal gleyma því — ef þú vilt gleyma því líka. Ég skal láta eins og þú liafir aldrei sagt það. Það var bænarhreimur í rödd henn- ar. Hann starði vantrúaður á liana. — Þú — Þú vildir liafa nrig samt — upp á þá kosti? Þegar þú veist að ég get ekki ... — Þú veist ekki hvað þú ert að segja, lirópaði hún. Hún var staðin upp. — Þú imyndar þér að þú sért ástfanginn, og þess vegna viltu fleygja öllu fyrir borð — framtið þinni og því lifi sem við gætum átt saman, jafnvel stöðunni, sem þú hefir núna. Hvað heldur þú að hann pabbi geri þegar hann fréttir ... Hún þagnaði. Hann sneri sér frá henni og gekk fram að dyrunum. Þar sneri hann sér við og horfði á hana. Hún stóð kyrr og neri hendurnar. Þetta voru gráðugar hendur, datt hon- um allt í einu i hug — hendur sem voru vanar að grípa allt sem þær lang- aði i í tilverunni. Hún vildi liafa ’hann af því að hún vildi hafa völdin. Og hann gæti liún látið gera livað sem hún vildi. Hún vildi hafa hann af því að hann væri jafn gráðugur og hún var. Og fram að þessu augnabliki liafði liún haft rétt fyrir sér. Lífshættir hennar höfðu verið hugsjón hans. En nú — á síðasta augnabliki — hafði Valerie sýnt honum aðra lífshætti, einfaldari, kröfuminni, en þúsundfalt ánægjuríkari en nokkurn af metorða- girndardraumum lians. Hann sagði vingjarnlega: — Lorna, mér þykir þetta leitt. Það var mér að kenna. Ég sýndi mig í fölsku gervi. Eg liefi séð mig i fölsku gervi sjálfur. Þú mátt ekki hata mig. Ef faðir þinn rekur mig þá áfellist ég hann ekki fyrir það. Ég get sagt ’honum þetta sjálfur, ef þú vilt ... — Út með þig! æpti hún. — Farðu burt! Það var merkilegt hve létt lionum var er hann ldjóp upp stigann í hús- inu sem Valerie átti heima í. Eins og liann hefði fleygt af sér bagga, sem hann hefði stritað undir i mörg ár. Hann skildi að þessi baggi hafði verið draumur hans — falskir draumar lians. Hann mundi ávallt verða metorða- gjarn, það var eðli hans. Hvað sem hann gerði þá vildi hann alltaf gera Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.