Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Page 12

Fálkinn - 31.08.1956, Page 12
12 FÁLKINN <■<•<<<<< <<■<-<-««■•< < <:<<<«■<-<-<-<-<-<<<-< <<<<<<< <■<■<■<■•<■<<< ««««««« ROBERTA LEIGH: ■ Hdlamynda-hjónabandið.: 11 *FRAMHALDSSAGA* ■>->->->■>->->-» ■> ■> ->»-> Tilfinning ástar og logandi haturs náði valdi á henni. En um leið tók hún eftir hve breytt- ur Nicholas var orðinn síðan hún hafði séð hann seinast. Hann hafði ávallt verið grann- ur, en nú var hann skinhoraður og tærður, og gráar skellur voru komnar í svart hár hans. En hún mátti ekki vorkenna honum, hún varð að bæla hjá sér aliar tilfinningar í hans garð. Hún varð að muna hvað hann hafði gert henni — hún mátti ekki gleyma, að hann ætlaði aldrei að sleppa Carole og að Carole mundi aldrei sleppa honum. Hún mirndi smaragðshringinn, mundi yfirlætisorð Carole á sýningunni. Nei, hún vildi ekki hlusta á Nicholas, en það var auðséð að hann ætlaði að segja eitt- hvað við hana ... Lyndis langaði enn til að hlaupa burt, en samt stóð hún í sömu spor- um og hlustaði á Nicholas gegn vilja sínum. „John sagði að ég gæti hitt þig hérna,“ sagði hann nærri því afsakandi. „Ef ég vildi tala við þig .. „En ég vil ekki tala við þig,“ svaraði Lyndis áköf. „Það er engin þörf á einkasamtölum okkar á milli og við þurfum ekki að sjá hvort annað framar. Ég ætla að byrja nýtt líf með John. Hamingjusamt lif ... Við ætlum að giftast!" Nicholas þagði og horfði á Lyndis, og augun voru dimm af geðshræringu. Andlitið var herpt og varirnar stirðar og þurrar er hann sagði: „John hefir ekki minnst neitt á það við mig!“ „En það er nú samt svona,“ svaraði Lyndis og fór. Hún mátti ekki vera nærri Nicholas. Þúsund gagnstæðar tilfinningar börðust um hana, og hún varð að vera ein. Hún náði sér í bifreið heim á gistihúsið, flýtti sér upp í herbergið og fleygði sér grátandi á rúmið. Hún varð að varast að hafa nokkurt samband við Nicholas, ef hún ætti að njóta nokkurrar hamingju á ævinni framar. Lyndis sagði við sjálfa sig, að það væri ekki ástin ein, sem gerði hana uppvæga, heldur aliar sáru end- urminningarnar, sem hún átti í sambandi við Nicholas. Lyndis varð að baða augun á sér lengi til þess að ná burt ummerkjunum eftir grátinn, áður en hún hefði fataskipti og færi með John í samkvæmið, sem halda átti í tilefni af sýningunni. Þrátt fyrir ailt vildi hún hitta hann og fara í samkvæmi með honum. Lyndis hélt dauðahaldi í John, eins og í fleka úti á reginhafi, og hún vissi að ef þau giftust og hann héldi áfram að vera eins umhugull og nærgætinn og hann hafði verið, mundi hún gleyma öllu gamla mótlætinu og geta orðið róleg og hamingjusöm. Dyr höfðu verið -»-»»»»»»-»»»>->-»»-»»»»»: læstar á lífsleið hennar og þær dyr mátti aldrei opna framar. Hún mátti aldrei sjá Nic- holas framar. En samt gat Lyndis ekki varist að brjóta heilann um, hvað það hefði verið, sem Nicholas ætlaði að segja henni. Ef til vill hafði hann ætlað að undirbúa hana undir trúlofun sína og Carole, kannske hafði hann ætlað að tala um framtíð Lyndis. En nú hafði hann heyrt það sem hann þurfti að vita og þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur af því, sem Carole hafði gefið í skyn, ekkert barn — ekkert batt þau saman lengur ... Það var spurning í augum Johns þegar Lyndis hitti hann, og hún þóttist vita að hann væri að brjóta heilann um hvort Nic- holas hefi talað við hana. „Ég hitti Nicholas," sagði hún fljótmælt. „Ég sagði honum að ég ætiaði að giftast þér.“ Og svo lét hún greinlega á sér sjá, að hún vildi helst ekki tala meira um þetta mál. John horfði viðkvæmur á hana og sagði lágt: „Ég vona að ég geti gert þig hamingjusama!" Lyndis brosti til hans og hugsaði með sér, að ef nokkur maður — nokkur annar en Nic- holas — gæti gert hana hamingjusama þá væri það John. Hún mundi ekki finna annan eins skilning hjá neinum öðrum, og ekki heldur eins mikla þolinmæði. John fór að taia í hálfgerðu gamni, og eins og til að leita fyrir sér, um framtíð þeirra. Lyndis reyndi að svara í sama tón, en henni tókst það illa. Hún hafði ekki ennþá getað slitið sig frá fortíðinni. Það hafði gerst svo margt, og John tók eftir að hún var í vand- ræðum og fór að taia um list í staðinn — það var sameiginlegt áhugamál, sem þau höfðu haft síðan þau hittust í fyrsta skipti, og sem alltaf var hægt að tala um til tilbreyingar. Lyndis sýndist ekki betur en að hún sæi Carole þarna í samkvæminu og sem snöggv- ast setti að henni ótta um, að Nicholas mundi vera þar líka. Kannske ætti hún eftir að sjá hann dansa við Carole einu sinni enn og sjá hann þrýsta henni að sér — það var sjón sem oft hafði kvalið hana. Jú, Carole var þarna í samkvæminu og Lyndis hitti hana úti í kvenfatageymslunni. Það var ógerningur að komast undan henni því að Carole kom ganandi til hennar. „Megum við ekki heilsast?" sagði hún ert- andi. „Það verður ekki hjá því komist að við hittumst í samkvæmum." Lyndis kvaidi sig til að brosa, en hún var ekki laus við Carole ennþá. Hún veifaði með nýja smaragðshringnum framan í Lyndis. „Fallegur — finnst yður ekki?“ spurði hún. „Smaragðar hafa alltaf sómt sér vel á yð- ur,“ svaraði Lyndis stutt. „Já, það sama sagði unnustinn minn, Marcus Worthington, þegar hann keypti þenn- an hring handa mér.“ „Unnusti yðar ...“ stamaði Lyndis. „Já, einmitt unnustinn minn, Marcus Worthington bankaeigandi — hafið þér ekki heyrt hans getið ... Varð milljónamæringur á brugghúsum og ýmsu fleira .. . Hélduð þér að ég ætlaði að pipra?“ Carole hló hryssingshlátur og hvarf út með loðkápuna lausa á öxlunum — hún var auð- sjáanlega ný líka ... Lyndis settist á næsta stól og sat þar lengi — lengi. Henni fannst hún aldrei ætla að fá mátt til að komast þaðan, inn til Johns og ... Jú, það eina sem hún gat gert var að halda gamanleiknum áfram, gamanleik sem hlaut að verða að sorgarleik. Sorgarleik fyrir hana — því að hún gat ekki rofið heit sitt við John, sem hafði biðið svo lengi, sýnt henni tryggð og hjálpað henni. Carole trúlofuð! Það hafði þá verið eitthvað allt annað, sem Nicholas hafði ætlað að segja henni, og hann hafði ekki sagt henni ósatt. En Carole hafði logið, logið og svikið hana og hún hafði trúað lygum hennar betur en því, sem Nicholas hafði viljað fullvissa hana um. Og nú varð hún að taka afleiðingunum af því ... Ö, hvernig gátu örlögin verið svona harð- leikin, leikið sér svona að vesælli manneskju? Það var hún sjálf, sem hafði verið blind og heimsk og þrá ... Hún átti ekki betra skilið. Hún hafði kvalið Nicholas, alveg eins og lafði Carew hafði sagt, og það var þess vegna, sem hann var orðinn horaður og gráhærður. Nicholas hennar, þessi unglegi maður. Hana sveið af örvæntingu og samúð ... Lyndis vonaði að John tæki ekki eftir neinu þegar hún kom aftur, en augu hans voru full af spurningum. „Þú varst lengi,“ sagði hann. „Hittirðu nokkurn?“ „Já, ég talaði við Carole, eða réttara sagt: hún talaði við mig,“ svaraði Lyndis hreim- laust. „Já, hún er nýtrúlofuð,“ sagði John fljót- mæltur. „Já, hún sagði mér það,“ svaraði Lyndis og tók nú eftir hve breytt rödd hennar var orðin. John gaf henni gætur. „Vissirðu það ekki áður ... hélstu kannske að Nicholas og Carole ...?“ „Nei,“ svaraði Lyndis angsistarlega. „Mér kemur það ekkert við, úr því sem komið er. Nú er það aðeins þú og ég.“ John sá að Lyndis sagði ósatt. Hann tók um hönd hennar og þagði um stund, svo sagði hann biðjandi: „Viltu gera mér greiða?“ „Ég geri allt sem þú vilt,“ svaraði hún. „Farðu þá heim í sumarhúsið mitt í nótt. Þú skalt fá lykilinn að bílnum mínum, og þú getur ekið sjálf. Ef þú ferð strax þá verður þú komin þangað klukkan tvö. Bíddu mín þar. Þar getum við verið út af fyrir okkur og talað saman í næði. Viltu gera þetta fyrir mig?“ Lyndis var sinnulaus og henni fannst lokk- andi að komast á burt og út í sveit. Hver veit nema hún róaðist og fengi frið þar. Og skömmu síðar rann hún fram veginn í bifreið Johns. Það var viðkunnanlegt að koma inn í húsið og hún kveikti í ofninum og hitaði sér kaffi. Lyndis var nærri því sofnuð í þægilega stólnum er hún heyrði hljóð og hrökk við.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.