Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1956, Page 13

Fálkinn - 31.08.1956, Page 13
FÁLKINN 13 Einhver var kominn inn og það var ekki John sem stóð á miðju gólfi og horfði á hana. Það var Nicholas. Enn einu sinni var það Nic- holas. „John sendi mig hingað,“ sagði hann. „Við tvö eigum saman,“ sagði hann. „Hann vill ekki skilja okkur að. Hann sagði að nú skildir þú allt ...“ „Ég hefi aldrei elskað neina aðra en þig, Lyndis,“ sagði Nicholas með hita í röddinni. „Þú verður að fyrirgefa mér, þú verður að lofa mér að gera þig hamingjusama, eins hamingjusama og ég hefi gert þig óhamingju- sama. Má ég það?“ Lyndis gat ekkert sagt en kinkaði kolli. Hún gat ekki talað og hún var of veikburða til að geta staðið upp úr stólnum. Gæti nokkur manneskja dáið af sælu, hamingju og ást, þá mundi hún hafa dáið á þessari stundu. Hún hafði ekki augun af Nicholas, þau Ijómuðu til hans og sögðu honum hve óendanlega mikið hún elskaði hann .. . Nicholas faðmaði hana að sér og sagði blitt: „Konan mín ... Elsku konan mín.“ Hún fann arma hans þrýsta að. Hann þrýsti henni fast að sér, eins og hann vildi ekki missa hana aftur. Lyndis lokaði augunum, hamingjusöm. Nú Hvar er lögregluþjónninn? var lífið þeirra, langt og yndislegt líf. Líf ástarinnar. * ENDIR. „Ólíkor systur" heitir framhaldssagan sem hefst í næsta ölaöi, og er það ástarsaga eftir skáldkonuna Rosálind Brett, sem nýtur mikilla vinsælda hjá unga fólkinu þessi árin, og þykir túlka tilfinningar ástalífsins flestum betur. Sagan gerist í breskri nýlendu suður i Mið-Afriku, en ekki kemur Mao-mao þar við sögu, heldur nær eingöngu hvitir menn. Söguhetjurnar eru tvær enskar systur, faðir þeirra heilsulítill og ennfremur spáinskur verkfræðingur og enskur jarðfræð- ingur. — Það er barátta systranna um sama manninn, sem er aðáluppi- staða sögunnar. Það er að segja önnur þeirra berst ekki heldur verst. Hvor þeirra sigrar? Fylgist vél með sögunni. ÁNÆGÐIR MEÐ KONUNA. 110.000 giftir menn í 14 löndum hafa fengið þessa spurningu frá New York- sálfræðingnum dr. R. F. Hertz: „Mund- uð þér vilja giftast konunni yðar, ef þér ættuð völ á því núna?“ Af svör- unum voru 64% játandi, 24% sögðu nei og 12 voru á báðum áttum. — Þeir sem sögðu nei greindu þessar ástæður fyrir: lauslæti, heimtufrekja í fjármálum, ólíkt skap, óhóf, síngirni, afbrýði og drykkjuskap. Ensku eigin- mennirnir kvörtuðu aðallega undan óstundvísi konunnar. „Hún er of lengi að búa sig þegar við förum í bíó“ — sagði einn. „Miðdegismaturinn aldrei tilbúinn þegar ég kem heim,“ sagði annar. „Konan mín er ótæk. í 15 ár hefi ég verið að reyna að kenna henni stundvísi,“ sagði sá þriðji. Sumir kvörtuðu undan því að þeir kæmust ekki að baðklefanum fyrir konunni, og aðrir yfir því að þær færu svo illa í rúmi. Sumar vildu ráða hvernig mað- urinn gengi klæddur og hverja hann umgengist. Fáir eiginmenn kvörtuðu yfir tengdamömmu sinni. 1 Englandi aðeins 5 af 9.000 sem spurðir voru. — Tilgangurminn með þessum spurning- um var vitanlega sá að finna regluna fyrir því hvernig konan ætti að vera, til þess að hjónabandið yrði farsælt. Hér koma sex atriðin, sem dr. Hertz leggur mest upp úr: 1. Hafið þér áhuga á starfi mannsins yðar? 2. Eruð þið jafn lirifin hvort af öðru eins og þegar þið voruð nýgift? 3. Haldið þér yður eins vel til fyrir manninum yðar og þér gerðuð iiveitibrauðsdagana? 4. Ráðgist þér við manninn yðar þegar þér kaupið yður föt? 5. Eigið þið sam- eiginleg áhugamál í tómstundunum. 6. Eruð þér enn besti vinur mannsins yðar? Geti konan svarað að minnsta kosti fjórum af þessum spurningum játandi, hefir hún staðist prófið. Ef ekki, þá er hjónabandið ófarsælt, seg- ir dr. Hertz. Nú fer næturgaia-söngröddunum líklega að fjölga. Enska stórblaðið „The Times“ hefir nefnilega birt upp- skrift að súpunni, sem söngkonan Jenny Lind — sem venjulega var köll- uð „sænski næturgalinn“ — borðaði alltaf áður en hún hélt hljómleikana sína. Og þessi súpa hafði það til síns ágætis að hún „létti andardráttinn og bætti röddina“. „The Times fann upp- skraftina að súpunni í 100 ára gam- alli kokkabók og 'hérna er hún: — 1,1 lítri af kjötseyði, 3 matskeiðar af tapioka, salt og pipar, tvær eggjarauð- ur, lVa dl. rjómi. Kjötseyðið er saltað og látið sjóða, tapiokanu stráð yfir og síðan er þetta látið sjóða í tíu mínútur og hrært í á meðan. Síðan er kjöt- seyðið látið rjúka meðan eggjarauð- urnar eru þeyttar saman við rjómann, og þá er kjötseyðinu hellt yfir rjóma- hræruna og síðan hitað upp aftur í vatnspotti. — Kokkabókin segir ekkert um það, en „Times“ bætir því við, að gott sé að setja eitt glas af þurru slierri í súpuna. Ibn Saud II. Arabíukonungur er óefað tekjumesti þjóðhöfðingi verald- arinnar. Það eru einkum olíufélögin, sem hann liefir tekjur af. Til dæmis borgar olíufélagið Aramco honum 5 milljón pund á ári. Og þegnar lians greiða þunga skatta, sem konungur notar aðallega til að byggja hallir fyrir í Riad, Jedda og Taif. Samtals munu tekjur konungsins nema 25 milljón sterlingspundum. — Til sam- anburðar má nefna, að konungsmata Elizabethar Bretadrottningar er 475. 000 pund. Og af þessari upphæð greiðir hún liirð sinni og þjónaliði kaup. Fyrrverandi drottning, Elizabelh, (móðir drottningarinnar) fær 70.000 punda lífeyri, Philip prins 40.000, her- toginn af Gloucester, föðurbróðir drottningar, 35.000 pund, Margaret prinsessa 6.000 pund og „princess Royal“ 6.000 pund. — Þó að allt þetta sé lagt saman verður það ekki nema brot af tekjum Ibn Sauds II. Hann berst mikið á og lifir óhóflega, and- stætt föður sínum, sem liélt sig að sið- um hirðingja og vildi helst sofa í tjaldi. Ishi Dapaz, sem var spámaður trú- arflokks svertingja í Chicago, taldi áhangendum sínum trú um, að hann niundi rísa upp frá dauðum og taka við embætti sínu aftur. Svo dó hann, en svertingjarnir eru farnir að verða langeygðir eftir upprisunni. Og það er skattstjórinn líka, því að Depaz skuldaði 240 þúsund dollara í skatt þegar liann dó. Rado Grkovic ofursti í öryggisþjón- ustu Júgóslaviu var í eftirlitsferð hjá vörðunum við landamæri Austurríkis. Varðsveitin stóð í röð með höndina við húfuna er ofurstinn gekk fram hjá. Hann fór lofsorðum um sveitina, útbýtti vindlingum til varðmannanna og lahbaði síðan státinn — inn í Aust- urríki og bað um griðastað þar. Ava Gardner leikkona kemst á eftir- laun eftir sjö ár. Þó er það ekki svo að skilja, sem liún verði 65 ára þá, heldur að hún hefir verið 21 ár hjá Metro- Goldwyn. Allir þeir, sem liafa starfað lijá því félagi í 21 ár komast á eftir- laun, jafnvel þó að þeir haldi áfram að leika. Kaupmannahöfn er líklega mcsta reiðhjólaborg í heimi, enda eru hreklc- urnar ekki til að tefja fyrir. En vitan- lega getur það komið fyrir á jafn- sléttu að loftið tæmist úr slöngunum. Þess vegna eru víða um borgina komn- ir sjálfsalar, sem selja loft. Fyrir tiu aura getur reiðhjólsmaðurinn fengið loft í hringina á hjólinu sínu. ADAMS0N Fido nýtur lífsins.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.