Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN SOPHIA LOREN leikur nú í mynd suður á Spáni ásamt þeim Cary Grant og Frank Sinatra. Þetta verður ein mesta og dýrasta kvikmynd, sem tekin hefir verið og fjallar um hernám Napóleons á Spáni og andróðurinn gegn honum. DOUGLAS FAIRBANKS JR. hefir ver- ið nefndur í sambandi við sendiherra- skipti Bandaríkjamanna á ítalíu. Þessi vinsæli kvikmyndaleikari hefir áður haft diplomatisk störf með höndum. ¦tf^Wtt^W'V'WSWKJ GENE KELLY vann „gullbjörninn" á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir leik sinn í myndinni „Boðið upp í dans". DIMITRY SJEPILOV, utanríkisráð- herra Sovétríkjanna, kom í fyrsta skipti til Bretlands, er hann sat Lundúnaráðstefnuna. NOURI-EL-SAID, forsætisráðherra íraks sat einnig Lundúnaráðstefnuna og vakti mikla athygli á sér. MAKARIOS erkibiskup, sem situr í útlegð á Seychelles-eyjum í Indlandi, hefir verið sakaður um stuðning við EOKA á Kýpur. „Hiss World 1949" íyrirfór sér FegurSarsamkeppnirnar, sem nú eru í tísku, hafa ýmsar skuggahliSar. Þær koma veikgeSja stúlkum úr jafn- vægi, freista þeirra með lokkandi glysheimi, sem stundum ríður þeim aS fullu er þær uppgötva að ekki er allt gull sem glóir. Saga frönsku feg- urSardrottningarinnar Antoinette Big- ard er eitt dæmi þessa. Hinu verSur þó ekki neitað, að margar Iiafa verið vandanum vaxnar og þolað vegsemd- ina meS jafnaSargeSi. Antoinette Bigard var kjörin „Miss World" i Florida áriS 1949. Og það var fágætara aS eignast þaS heiti fyrir 6 árum enn í dag. Veröldin virtist standa henni opin. Flestar fegurSar- drottningar vilja komast aS kvik- myndum og þaS vildi Antoinette lika. Og ítalski leikstjórinn Vittorio de Sica réð hana til þess að leika aðal- hlutverk í mynd, sem átti að segja ævisögu hennar. En hún gat ekki leikið. Hafði enga leikgáfu og var eins og staur frammi fyrir myndavélinni. Loksins gafst de Sica upp við hana og sendi hana heim eftir hálft ár. Þá var hún orðin veikluð og tærð af vonleysi og andstreymi. Hún hafði gert sér vonir um glæsi- lega framtíð, en nú varS hún aS hverfa aS fyrra starfi sinu. sem tískusýn- ingarstúlka í París og jafnframt fleygSi hún sér hemjulaust út í glaum- líf Parísarborgar. Árið 1951 var hún orðin svo biluð að hún reyndi að fyrirfara sér með þvi að fleygja sér út um glugga úr hinni glæsilegu íbúð sinni við Champs Elysées. Hún slapp meS fótbrot, og stakk alltaf viS eftir það. Velgerðarmaður hennar, ríkur iðjuhöldur sem hafSi aliS önn fyrir henni, sló af henni hendinni eftir þessa sjálfsmorðstilraun, og ekki batnaSi sálarástandið við það. Samt kom lífsþráin aftur og nú settist hún að á litlu gistihúsi á vestri Signubakka og varð fyrirmynd hjá málurum og myndhöggvurum, en á hverju kvöldi sást hún á hinu'm minni drykkjustofum. Hún drakk grænt „pastis". Eitt kvöldið heimsótti hún vinstúlku sína, Annette Machy, og var þá mjög bág. „LífiS er lúalegt," sagSi hún „og ég er aS hugsa um aS fremja sjálfs- morS." Klukkutíma síðar, kringum kl. tíu um kvöldið, bað hún Annette um að skreppa út og kaupa flösku af Framhald á bls. 14. ¦ ¦"¦¦;¦¦ ¦j'-'-'- ' Á FLEKA YFIR ATLANTSHAF. — Þetta er flekinn, sem hinir djörfu fransk-kanadísku félagar fóru á yfir Atlantshafið í sumar. Þeir eru komnir upp að strönd Cornwalls á Englandi og hafa fengið björgunarbát til þess að draga sig til strandar. Ferðin hafði staðið í 88 sólarhringa, og þeir félagarnir höfðu aðallega nærst a fiski, sem þeir veiddu og rigningarvatni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.