Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Qupperneq 4

Fálkinn - 07.09.1956, Qupperneq 4
4 FÁLKINN er friðsamlegt Ást'æðan er sú, að Spánverjar umRangast fólkið sem jafningja sína. Þeir líta ekki niður á Araba og Berba. Lögreglan í Tetuan hefir ekkert að gera nema árdegis á föstudögum. Þá fer kalífinn lil bænagerðar í musterið, og lögreglan verður að mynda manngarð, til þess að fólkið verði ekki of nærgöngult við hann. VERNIG stendur á því, aS Spán- verjar eiga ekki i sams konár vandræðum og Frakkar út af hýlend- um sinum í Afríku? í Tunis, Alsír og franska Marokko er állt í báli, en i spanska Marokko liefir verið friður i mörg ár, og þar hreyfir engiii hönd eða fót til þess að reka hina erlendu drottna af höndum sér. Það er fullyrt 'að allmikill þjóð- rembingur sé í Franco einræðisherra, og yfirleitt eru Spánverjar taldir lita stórt á sig en niður á aðra. Eigi að síður virðist Franco líta miklu mann- úðlegar á nýlenduþjóð sina en t. d. Frakkar og Portúgalar. Svo mikið er víst, að hinir spönsku embættismenn í Marokko eru alls ekki hataðir eins og frönsku embættismennirnir í Af- riku. Nær dags daglega má lesa i blöð- unum fregnir af árásum og morðum i frönsku nýlendunum, en það er sjaldgæft að blöðin segi frá þess háttar atburðum úr spánska Marokko. Nú er það alkunna, að oft liefir farið í hart milli Spánverja og hinna márisk-arabisku þjóða í Marokko áð- ur, og þess vegna bregður kynlega við, að svo kyrrt skuli vera þar nú. Eru Serkir í Marokkó dauðir úr ölium æðum og búnir að missa alla sjálf- stæðislöngun, síðan þeir voru að berj- ast við Spánverja fyrir tuttugu árum? Helsta skýringin á kyrrðinni i spánska Marokkó er sú, að Spánverj- ar hafa leitast við að umgangast þjóð- ina eins og jafningjar og varast að lita niður á þá, að minnsta kosti á yfirborðinu. Og annað sögulegt atriði getur og valdið nokkru. Spánverjar og Márar eiga gamla sögu saman. Márar réðu lögum og lofum á Spáni fyrir mörgum öldum, og enn gætir máriskra á'hrifa á Spáni. Márar voru yfirþjóð á Spáni í nær 800 ár, eða frá árinu 700 og fram að þeim tíma, sem Columbus komst til Ameríku. Og þessi yfirráð voru í mörgu tiíliti Spánverjum til hagsbóta. Að vísu voru Márar framandi þjóð, Spánverj- ar töldu trúarbrögð þeirra örgustu heiðni. Eigi að síður barst Spánverj- um svo margháttuð ný menning með þessari aðkomuþjóð, að þeir urðu tvímælalaust forustuþjóð Evrópu um skeið og stóðu þeim framar í ýmsum vísindum, svo sem læknisfræði og ým- iss konar náttúruvísindum. Og Márar urðu eins konar yfirstétt í spánska ljjóðfélaginu. Þeir voru ekki fyrst og fremst tatdir ertendir kúgarar heldur andlegir forustumenn og kennarar, sem þjóðin bar virðingu fyrir, enda kunnu þeir sér hóf og hættu sér ekki lengra en góðu hófi gegndi. Þeir ætluðu til dæmis í fyrstu að snúa Spánverjum til múhameðstrúar, en þegar þeir sáu að slíkt varð ekki gert nema með öfbeldi og harðneskju hættu þeir við trúboðið og sýndu kaþólsk- unni á Spáni umburðarlyndi. Það kann að vera að jjessi gömlu tengsl valdi nokkru um, að sambúðin í spánska Marokko er ekki verri 'en liún er. í Spánverjum eimir enn eftir af gamalli virðingu er þeir báru fyrir Márum til forna, og þess vegna umgangast þeir þá ekki með sama dranibi „yfirþjóðarinhar" og t. d. Frakkar gera i nýlendum sinum. Spönskum skóburstara í Tetuan þykir engin minnkun að þvi að bursta skó serknesks alþýðumanns. Það er ekki nema lítiil biti af Marokko, sem Spánverjar hafa umráð yfir. Þetta var fyrrum sjálfstætt riki og Berbar voru frumbyggjar lands- ins, sem þá var kallað Mauretania. En kringum 700 lögðu Arabar landið undir sig, í hinni miklu sókn sinni vestur að Atlantshafi og komu þá nýir siðir með nýjum herrum. Þó tókst þeim ekki að kúga Berba til fulls, innfæddir liöfðingjar náðu völdmn og héldu þeim lengi. Síðasta ættin sem að kvað i Marokko voru Sjeriffar svonefndir, sem réðu í Marokko 1509—1654. Þeir lögðu undir sig Alzír og öll lönd suðaustur að Súdan og ráku Portúgala sem náð höfðu fótfestu í Marokko, úr landi, Gerðu Marokkomenn þá út sjóræn- ingja í stórum stíl, einkum í Mið- jarðarhafi. Það er hliðargrein þess- ara ættar, sem enn telst stjórna land- inu í orði kveðnu, og nefnist Alidar. Á siðustu öld fóru Frakkar og Spán- verjar að seilast til valda í Marokkó. Spánverjar náðu Tetuan á sitt vald eftir blóðugar orrustur og Frakkar áttu í ófriði við Marokkóbúa, og smá- færðu sig upp á skaftið, uns þeir lögðu mest af landinu undir sig í byrjun þessarar aldar. En nú skárust Þjóð- verjar í leikinn og reyndu að hefta yfirgang Frakka á ráðstefnunni í Algeciras 1906. Nokkrum árum siðar lá við stórveldastyrjöld út af Marokkó- málunum, og Þjóðverjar sendu her- skip til Agadir til að ógna Frökkum. En Bretar tóku málstað Frakka og varð sætt við Þjóðverja á þeim grund- velli að þeir fengju skák úr franska Kongo gegn því að Frakkar hefðu frjálsar liendur i Marokkó. Og loks varð það að samkomulagi milli Frakka og Marokkósoldánsins Mulei Ilafid, að Frakkar tækju að sér „vernd“ landsins. Þetta gerðist 30. mars 1912. Og 27. nóvember um haust- ið komust Frakkar að samkomulagi við Spánverja, sem fengu norðurgeir- ann af landinu, að undanskildri borg- inni Tanger og smáskika þar í kring, Spanska Marokko er á stærð við hálft ísland, tæplega, og langflestir íbúarnir lifa í norðurhhita landsins, næst Miðjarðar- og Atlantshafi. Þar eru um 1.200.000 manns en í súður- hlutanum aðeins 100.000. Rif-fjöltin, nyrsti hryggur Atlasfjallanna liggur eftir endilöngu landinu frá austri til vesturs og er allt að 2000 metra hár, svo að þarna uppi í fjöllunum er svalt og gott loft allt árið. Yfirleitt er miklu betra loftslag í Marokko en í eystri löndunum á norðurströnd Afriku, vegna þess að Atlantshafið dregur úr sumarhitunum og vetrarkuldunum og gefur sæmilega úrkomu. Þess vegna má Marokko heita frjósamt land. Gróðurinn er enn fjölbreyttari en í syðstu löndum Evrópu, og eyðimerk- ur eru ekki teljandi fyrr en kemur suður fyrir Atlasfjallgarðána. Skógar eru miklir í fjallahlíðunum og eru þeir sígrænir. Og víða er jarð- vegurinn ágætur til ræktunar. En bændurnir í Marokko eru engir fram- faramenn og vilja helst reka búskap- inn með sama sniði og verið hefir frá alda öðli, og samgöngurnar — líl'- taug allrar búskaparmenningar — eru bágbornar. Þeir rækta hveiti, maís, Fæstar konurnar eiga barnakerru. Flestar bera krakk- anna í fetli um öxtina, þangað til þau verða rólfær. Konurnar ganga enn með klút bundinn fyrir hluta andlitsins. En þó hafa sumar þeirra fengið sér barnakerru.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.