Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN Hvar er Rooul Wollenberg! Týndur % nær 11 ár, en líklega lifandi! Spænski stjórnarerindrekinn Raoul Wallenberg var handtekinn af Rúss- um í Budapcst í janúar 1945. Hvað eftir annað hafa komið óglöggar frétt- ir um að liann sitji í fangelsi i Rúss- landi, en þegar sænska stjórnin hefir spurst fyrir um hann hjá yfirvöld- unum í Moskva hefir svarið jafnan verið það, að Wallenberg hafi látið lifið í rústum, sem urðu i Budapest árið 1945. í haust hefir fjöldi þýskra fanga fengið heimfaraleyfi frá Rússlandi. Náðust samningar loks um þetta, er Adenauer kanslari fór til Moskva i haust. Einn þessara heimkoninu fanga segist hafa hitt sænskan mann, Raoul Wilborg að nafni, sem sé þar í fang- elsi. Hafi hann verið dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir njósnir árið 1945. Enginn Svíi er til i Rússlandi með þessu nafni, og því hyggja menn, að þetta hljóti að vera Raoul Wallen- berg. Raoul Wallenberg vann ómetanlegt starf í Ungverjalandi, þegar Þjóðverj- ar og Ungverjar voru að bíða lægra hlut þar og Rússar sóttu inn i landið. Hann bjargaði þúsundum Gyðinga frá bráðum bana. En svo hvarf hann — og enginn veit hvert hann fór. Síðasti Sviinn sem hitti bann var Langleth sendiherra. Wallenberg sagði honum 17. jan.. að tveir rúss- neskir liðsforingjar væri komnir til að sækja hann. Sama dag fékk sendi- herrann í Moskvu tilkynningu um, að rússenska herstjórnin hefði tekið suðræn aldin, vínvið og ólívur með gamla laginu, en sökum þess að hár útflutningstollur er á flestum afurð- um, fá þeir sáralítið verð fyrir þess- ar afurðir. Og sama á við húsdýra- afurðirnar, sem þeir framleiða. Nokk- ur iðnaður er i Marokko og sumt af honum er selt dýrum dómum til út- landa og þykir gersemi, svo sem ullar- og silkidúkar, leðurvörur (Maroquin eða saffian) og útflúruð vopn, sverð og spjót. Ýmsir málmar eru í landinu, en hömlur hafa verið lagðar á að vinna þá. Þjóðin sem býr i þessu góða landi er afturhaldssöm og sérvitur, eins og flestar þær, sem stjórnað hefir verið af andlegum höfðingjum öldum saman. Þvi að þó að Frakkar og Spánverjar ráði miklu um ýms mál, er það þó soldáninn, sem allur almenningur tekur aðallega mark á. Tetuan er höfuðborgin í spánska Marokko og búa þar tæplega 100 þús- und manns. Borgin stendur við Mið- jarða,rhaf i austurjaðri landsins. Hún er ósvikið sýnishorn austurlanda- menningarinnar, eins og flestir bæir í Marokkó, þar er allt með austræn- u msvip, bæði hús og fólk. Þar koma bændurnir á torgið með múlasna sína undir drápsklyfjum — sauðarkrof, hænsni, kálmeti og ávexti, sem þeir selja helst milliliðalaust. Og á torgið kemur líka bæjarbúinn með iðnað sinn, flúraðar skinnvörur, fallegt málmsmíði, einkum eggvopn og alls konar inuni úr tágum. Og kerling- arnar með silkisjöl 'og klúta og fal- lega ofna dúka. En upp úr þyrpingum hinna lágú húsa með gluggalitlum veggjum og flötu þaki, risa á víð og dreif stórhýsi i vesturlandastíl. Það eru gistihúsin eða bækistöðvar erlendra verslunar- félaga og stóriðjufyrirtækja. Og á siðustu árum eru nýtisku búnaðarvél- ar farnar að urga á ökrum bændanna. En tíminn líður hægt í Marokko, og liklega verður ekki hætt að kalla það eftirleguland fyrr en eftir nokkra mannsaldra. * Raoul undir sína umsjá. Hann 3. febr. var þessi frétt staðfest og rússneski sendifulltrúinn i Stokkhólmi sagði móður Wallenbergs það sama. En 8. mars tilkynnti rússneska útvarpið í Budapest ,að Gestapo hefði myrt Wallenberg. Ungverski sendiherrann í Stokkhólmi staðfesti þetta. Svo komu ekki fleiri opinberar tilkynn- ingar. En sögurnar um að Wallen- berg væri lifandi, þögnuðu ekki. Fyrir þremur árum sagðist ítalskur stjórn- arerindreki, sem sat í rússnesku fang- elsi, hafa haft samband við Wallen- berg þar. Og sænsku yfirvöldin hafa ávallt haldið hann vera lifandi. Fyrir þremur árum sæmdi Gustaf Adolf Svíakonungur hann tignarmerki fyrir afrek hans í Budapest, og var hann talinn lifandi þá. Hver er Raoul Wallenberg? Hann er ættingi hinnar viðkunnu auð- mannafjölskyldu og fæddur 1912. Hann fékk ágæta menntun, ferðaðist víða og varð mikill tungumálamaður. Stundaði nám í Frakklandi og síðar í Bandaríkjunum og lauk liúsameist- araprófi þar, árið 1935. Siðustu árin fyrir stríð starfaði hann í Haifa og kynntist þá málefnum Gyðinga. Árið 1941 stofnaði hann verslunarfélag í Stokkhólmi og skipti mikið við Ung- verja. í Ungverjlandi bjuggu um 800.000 Gyðingar. Þjóðverjar höfðu látið þá í friði þangað til í ársbyrjun 1944. Þá fóru nasistar að ofsækja þá. Sænski sendiherrann i Budapest var önnum kafinn við að svara fyrirspurnum frá Gyðingum ,sem vildu fá dvalarleyfi í Svíþjóð. Hann þurfti aðstoðarmann, og i sameiningu með amerísku flótta- •mannanefndinni fékk hann Raoul Wallenberg. Þegar Wallenberg kom til Budapest höfðu nasistar sent um hálfa milljón Gyðinga i gasklefana. Svíar höfðu ekki getað hjálpað nema þúsund Gyð- ingum og nú hóf Wallenberg starfið, sem hann hefir getið sér orðstír fyrir. Gata í Budapest hefir verið heitin eftir honum og líkneski af honum stendur í Budapest. Wallenberg fékk sér mörg hundruð aðstoðarmenn, safnaði Gyðingum saman í sérstakt hverfi i borginni og lét þá fá sænsk ríkisborgarabréf. Þeg- ar eyðublöðin þraut lét hann prenta önnur ný, óleyfilega, og stimplaði þau með aragrúa af stimplum svo að nas- istar skyldu fremur taka mark á þeim. Hann var óhræddur við Þjóðverja. Þegar hann fékk ekki það sem hann vildi jós hann yfir þá skömmunum. Og ungverskum embættismönnum mútaði hann. Og bæði skammirnar og • múturnar hrifu. Þjóðverjum var meinilla við hann, en þetta var sænskur stjórnarfull- trúi og þeir vildu ekki móðga Svía. En þeir gerðu nokkrar tilraunir til að láta flugumenn myrða hann og tóku af ,lionum bílinn. Þá fékk Wall- enberg sér reiðhjól. Og hvað eftir annað tókst honum að bjarga hópum af föngum. Þegar Rússar nálguðust Budapest gripu Þjóðverjar til örþrifa- ráða og drápu Gyðinga í hrönnum. En samt tókst Wallenberg að bjarga 250.000 manns. í óðagotinu náði hann í þýska einkennisbúninga og herbíla handa þeim og kom þeim þannig undan. * Vitið þér...? V01J-I að blendingur úr beryllium og kopar er harðari en stál? í blendingnum er aðeins 2% af bcryllium og því 98% af kopar. Blendingurinn er einkum notaður í verkfæri, sem höfð eru til að vinna með þar sem sprengihætta er mikil, því að aldrei verða neistar þó að tækin séu notuð á járn og stál. að sumir jakarnir, sem eru á reki í Norður-Atlantshafi eru ef til vill milljón ára gamlir? Vísindamenn hafa sem sé sannað, að súrcfnið í loftbólunum, sem éru i jökunum sé miklu minna en súrefnið i andrúmsloftinu, og draga þá ályktun af þessu að jakarnir hafi myndast á jarðöld er var miklu súrefnisminni en nú ,eða fyrir um milljón árum. Ályklimin er hæpin, og ráði hver sem yill hvort hann trúir henni. Svona líta göturnar og fólkið út í Tetuan. Karlmennirnir með vefjarhött en kvenfólkið með stóran hettuklút eða stráhatt með börðum, sem nær út fyrir axlir. Og enginn flýtir sér. Drekkio^gf COLA Spur^ ÐWKK að heimsframleiðsla matvæla vex hraðar en íbúatala jarðarinnar? Sé miðað við töluna 100, sem meðal- framleiðslu áranna 1935—39 þá hefir hún stígið upp í 119 núna, en á sama tima heifir íbúafjöldinn stigið úr 100 í 117. i— En þar með er ekki sagt, að nóg sé til af mat handa öllu fólki á jörðinni. Það vantar cnn mikið á það.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.