Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Side 7

Fálkinn - 07.09.1956, Side 7
FÁLKINN 7 Ilann sagði þetta ofur léttilega, en þegar hann tók eftir að ég varð þögul, sneri Iiann sér að mér og horfði á mig. Ég ihlýt að hafa fölnað, því að hann tók báðum höndum um andlitið á mér og sagði innilega: — Góða mín, afsakaðu. Gleymdu því sem ég sagði. En ég fann að ég mundi aldrei gleyma því. Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér að ég ætlaði að giftast konungi, sem átti föður er hafði verið myrtur, og kannske væri Pétur i sí- felldri lífshættu. — Það er best að ég segi þér svo- lítið frá mannsefninu þínu og öllu því, sem hann ber ábyrgð á, sagði liann eins og i gamni. — Mömmu þina langar eflaust til að vita, hvort ég get boðið þér þau lífsþægindi sem þú liefir vanist. Svo fór 'hann að segja mér frá fjár- hagsástæðum sínum. Sem konungur hafði hann úr að spila 77.000 pundum á mánuði, og fyrir það átti hann að ala önn fyrir móður sinni og bræðr- um, og hirðmönnum sínum. — Þegar móðir min og yngri bræð- urnir tveir hafa fengið sitt hefi ég 1500 pund eftir. Af þessu verð ég að borga hirðmönnunum og húsaleigu fyrir konungíbúðina mína. Það kostar mikið að vera'konungur, en ég hugsa þó að ég hafi um 200 pund eftir til eigin þarfa á mánuði. Og svo fæ ég minn hlut af sjóði, sem faðir minn iét eftir sig, og á að skiptast jafnt milli móður minnar og þriggja sona hennar. En ég hefi þegar fest minn hlut, scm er 75.000 pund, í sjóð sem á að skiptast milli væntanlegra barna minna. ;Svo að bú þarft ekki að kvíða neinu, fjárhagslega. Ég hlustaði á hann með athygli, en ef satt skal segja þá hafði ég ekki hugmynd um hvort 200 pund á mán- uði voru mikið eða iítið. Mér stóð alveg á sama um peninga, en datt þó allt í einu í hug, að það gæti eytt hugsanlegum tálmunum á hjúskap okkar ef Pétur væri ríkur. — Það skiptir þá engu máli fyrir móður þína þó að við giftumst? sagði ég. Hann brosti. — Nei, það er öðru nær. Hún fær sömu upphæð frá mér og hún hefir fengið áður, og auk þess á hún eignir sjálf og talsvert af verð- mætum gimsteinum. MIÐDEGISVERÐUR HJÁ DROTTNINGU. Ég gat ekki annað en hugsað um þessi orð er ég var að borða heima hjá Maríu drottningu um kvöldið. Við komum stundvislega klukkan sjö heim að húsinu hennar skammt fyrir utan Cambridge. María drottning borðaði stundvíslega klukkan hálfátta og kunni því illa ef gestirnir komu of seint. Mamma og María drottning kysst- ust, og þegar að mér kom kyssti ég fyrst drottninguna á höndina og svo á kinnina. Ég svipaðist um til að sjá auðlegð drottningarinnar þarna i þessu óbrotna húsi. En ég sá ekkert ríkmannlegt þar. Þarna var ekki einn einasti dýr hlutur í stofunni eða litlu borðstof- unni, baka til í húsinu, þar sem við borðuðum. Þjónarnir áttu heima í öðru húsi, rétt lijá, og yfir bilskúrnum hafði drottningin látið innrétta her- bergi lianda Pétri. María drottning var í látlausum grænum ullarkjól við þetta tækifæri. Síðar komst ég að raun um að hún var sjaldan í kjól, heldur i eins konar einkennisbúningi, sem hún hafði snið- ið sjálf. Aðeins einn skartgrip var lnin með þetta kvöld — perlufesti. Perlurnar voru fágætar og fóru vel við hörunds- lit hennar, en hún var nokkuð feit- lagin. Augun voru skær og blá og grátt hárið var stuttklippt. Hún var síreykjandi. Ég var með lífið í lúkunum af feimni, en miðdegisverðurinn gekk slysalaust. Mig langaði til að móður Péturs félli vel við mig. Hún var ein- staklega alúðleg og nærgætin við okk- ur mömmu, og er við höfðum drukkið kaffið fór hún að tala um trúlofunina. Pétur var aðeins átján ára og ég var aðeins tutlugu og eins, sagði hún. Hann var konungur lands, sem eigi aðeins var fallið í hendur ræningja heldur líka á barmi borgarastyrj- aldar. — Ég þarf ekki að minna ykkur á hörmungarnar, sem gerst hafa, sagði hún og brosti raunalega og studdi liendinni á öxl Péturs. — En þið þekkið sjálfsagt til þeirra stjórnmála- erfiðleika, sem enn eru í landinu okkar. Ég efast ekki um að tengdir milli jugoslavisku og grísku konungs- fjölskyldunnar hafi heill í för með sér, en konungurinn má ekki opin- bera trúlofun sína fyrr en hann hefir ráðgast við ráðherrana sina. Þó að Pétur sé konungur er hann ómyndug- ur ennþá. Þess vegna bið ég ykkur um að taka á móti blossunarósk minni í kyrrþei og bíða nokkra mánuði með sð opinbera trúlofunina. Hún brosti hlýlega og rétti mér höndina. Ég tók á móti höndinni og sagði undirgefin: — Já, frú! — Nei, Sandra, sagði Maria drottn- ing nú svo töfrandi að ég afvopnaðist alveg. — Ég held að þú verðir að fara að dæmi Péturs og kalla mig „Paiky“. Þó að við værum harðtrúlofuð var Pétur skelfing afbrýðisamur. Eitt kvöldið sem við vorum saman úti, fór alveg í hundana af því að ég dansaði tryllingslegan ungverskan dans við einn af kunningjum hans. Pétur kunni ekki þennan dans sjálfur, og hann þoldi ekki að horfa á mig hringsnúast á gólfinu í faðmi annars manns. Fyrst varð hann móðgaður, síðan fokvond- ur og loks togaði hann mig með sér út í bílinn og heimtaði að fá að aka mér heim. Mér gerði þetta ekkert til — liann var svo blíður og ákafur í að sættast við mig aftur. Og mér þótti vænt um að hann skyldi vera ráðrikur og reyndi ekki að venja hann af því. Þegar Pétur fór frá Cambridge og réðst í Ameríkuferð, fannst mér bær- inn tómur og tilbreytingalaus á eftir. Mamma féllst á að ég liætti hjúkr- unarnámsskeiðinu, og við fluttum aft- ur til London og Grosvenor House. Þar hitti ég á ný góðu frænkuna mina, Marínu, hertogafrú af Kent. Hún fékk auðvitað að vita um leyndarmálið mitt og var hrifin og glöð mín vegna. Það lá mjög vel á henni um þær mundir — hún átti von á þriðja barn- inu sinu. Og 4. júlí 1942 fæddist prins Michael litli. Þann 26. ágúst hringdi síminn heima lijá okkur og mamma svaraði. Ég heyrði liana taka öndina á lofti og segja: — Ekki dauður? Ég stóð upp úr stólnum sem ég sat i. Eg skalf í hnjáliðunum. — Pét- ur? Þetta kom eins og stuna. Mamma hristi höfuðið en hún var náföl í framan. Ilún sagði mér að George frændi minn, hertoginn af Kent, rnaður Marinu, hefði beðið bana. Flugvélin hans hafði hrapað i Skot- landi daginn áður á leið til íslands. Veslings Marina var orðin ein með litla barnið sitt, aðeins sex vikna gamalt. Framhald í næsta blaði. Söngvarinn Benjamino Gigli hefir gefið út endurminningar sinar, og segir þar frá ýmsu spaugilegu, scm fyrir h'ann liefir komið um ævina. Einu sinni var hann að syngja „Faust“ í óperunni í Boston. Mefisto- feles á að stinga honum niður í helvíti, og það gerist á þann hátt að Faust hverfur niður á hlemmi í leiksviðs- gólfinu. En útbúnaðurinn á hlemmn- um reyndist í ólagi, og þarna bíður Faust í vandræðum. Dauðaþögn er i salnum, þangað til loksins írsk brennivínsrödd heyrist tauta: — Guði sé lof. Helvíti er þá fulltl — - Nei, nú hefi ég notað þennan kjól í fimm ár. Ég get ómögulega farið í honum i leikhúsið! — Ég þóttist vita það. Þess vegna keypti ég ekki nema einn aðgöngu- miða. BIKINIFÖT ÚR ANGORA. — Söng- konan Sonja Alsted vakti athygli og olli hneyksli, þegar hún kom á Bellevue-baðströndina í þessum efn- islitlu baðfötum úr angora-ull. ÓLYMPÍSKAR VONIR. Þessi mynd er undarleg á að líta, en þó er ekkert yfirnáttúrulegt við hana. Hún er tekin niðri í vatninu í sundlauginni í Loughborough í Englandi, þar sem þrjár stúlkur, sem Englendingar binda vonir við á Ólym- píuleikjunum í Melbourne, eru að æfa sig undir átökin, sem þar verða. Stúlkurnar heita Cynthia Fisher, Lorna Knight og Angela Barnwell.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.