Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Frumskógaf uglarnir IÐ sem drepum títuann á krám og kaffihúsum hittum stundum fólk, sem hefir frá ýmsu undarlega aS segja. Stundum eru það sögur, sem berast krá úr krá, en það kemur líka fyrir, að maður heyrir menn segja, 'hálf- vegis í trúnaði, sögu sem er gífurleg og ótrúleg, að maður segir hana blátt áfram ekki aftur. Þannig er því varið með frásögnina, sein ég ætla að festa á blað núna, og ef ég væri ekki svo auralaus að ég verð að ná mér í pen- inga, mundi enginn máttur á jörðu hafa getað togað söguna út úr mér. Það var aðeins tilviljun að ég lenti inni í þessari krá. Ástæðan var ein- göngu sú, að hún var næst garðinum, sem ég hafði verið að upplifa það í, að trúlofunarhringnum væri grýtt i andlitið á mér klukkutíma áður. Fyrst sat ég einn á bekk í þungum þönk- um, og sólin skein og fuglarnir kvök- uðu. Loks þoldi ég ekki þennan fagn- aðarsöng þeirra lengur. Ég þurfti að fá eittlivað sterkt til að jafna mig, og gekk inn í næstu krá. Þar var margt manna, en við eitt borðið sat einn maður sér. Hann leit upp, og af þvi að hann virtist ekki amast við mér tók ég glasið mitt og settist hjá lionum. — Má ég bjóða yður glas: sagði ég. — Hvað viljið þér helst? Náunginn var órakaður og illa til fara, en hendurnar voru vel hirtar og maðurinn virtist kunna mannasiði. Hann mun hafa verið á fimmtugsaldri, en virtist miklu eldri við fyrstu sýn og stundum fór um liann skjálfti. Við töluðum saman um stund, en svo spratt ég upp og íokaði gluggan- um. — Ég þoli ekki að heyra þetta bölvað fuglatíst! — Jæja, er yður lítið um fugia, sagði hann og tókst allur á loft. — Það er mér líka. Ég hata fugla. Það er komið mál til að hætta þessari •heimskulegu fugladýrkun. Þetta eru ljótir, blóðþyrstir djöflar, og ekkert annað. Það eru þeir! Ég lét fylla glösin okkar aftur og hann drakk niður í liálft glasið í ein- um teyg. Svo setti liann það frá sér og rétti fram langar, grannar hend- urnar. — Lítið þér á þessar hendur, sagði liann. — Ég var skurðlæknir einu sinni. — Já, það er svo sem auðséð, á þess- um höndum ... sagði ég. — Og ég hefði getað orðið frægur skurðlæknir, ef ekki hefðu verið bölv- aðir fuglarnir! Á ég að segja yður frá því? Ég hefi aldrei sagt ncinum þessa sögu, en stundum finnst mér líkast og ég verði vitlaus ef ég næ henni ekki út úr blóðinu í mér, með því að segja einhverjum liana. Og hérna kemur sagan, eins og hann sagði mér hana: FYiRIR 15 árum hafði ég nýlokið em- bættisprófi í læknisfræði, ég liafði náð góðu prófi og starfaði á sjúkra- húsi, meðan ég var að hugsa um hvernig ég ætti að kljúfa að fá sér- fræðinám sem skurðlæknir. Ég hafði jafnframt áhuga á hitabeltissjúkdóm- um og mig dreymdi um að stofna læknastöð í Afríku, eins og til dæmis Albert Schweitzer, eða í Vestur- Indíum, eða einhvers staðar þar sem ég gæti orðið að verulegu liði •— og lijálpað fólki, sem var í neyð. Mér fannst ég vera eins og dýrlingur, sem hugsaði eingöngu um að gera öðrum gott. Og Molly trúði á mig og öllu sem ég sagði. Hún var hjúkrunarkona í spítalanum sem ég starfaði i, og ekki minni hugsjónamanneskja en ég. Fal- leg var hún líka, og lieit og lifandi eins og vormorgunn. Við trúlofuðumst og ætluðum að giftast undir eins og við hefðum efni á því. Molly setti ekki fyrir sig að bíða eftir mér — jafnvel þó að það yrði alla ævina. Svo var það einn daginn að við sátum og röbbuðum á litlu kaffihúsi skammt frá spítalanum, og þá skaut þar upp gömlum kunningja, Robert Fitzgeraid. Við höfðum verið saman i skóla og ég hafði ekki séð hann lengi. Hann hafði alltaf verið hrókur alls fagnaðar, kannske meiri gleði- maður en góðu hófi gegndi, en sem vísindamaður var hann snillingur. Hann heilsaði Molly með mikilli hæ- vesrku — hann var ávallt fullkom- inn á yfirborðinu — og sagðist hafa tillögu, sem við skyldum ílniga. Mér fannst Molly ekki lítast vel á manninn, því að hún hafði sig litið í frammi, en hugsaði sem svo, að það fálæti niundi hverfa er þau kynntust betur og liún gerði sér ljóst hve af- bragðs greindur og duglegur hann var. Og svo kom hann með uppástungu sína. Faðir hans var dáinn, svo að nú var hann orðinn ríkur maður. Og þess vegna gat liann nú komið i fram- kvæmd gömlum draumi er hann hafði átt lengi, sem sé að fara í tveggja ára rannsóknarleiðangur upp með Ama- zonfljóli. Nú var undirbúningnum áð rnestu lokið. Sjálfur var hann grasa- fræðingur og ætlaði að safna efni i vísindarit, sem liann hugðist skrifa þegar hann kæmi heim. En leið- angurinn vantaði lækni, og hann taldi að það væri gaman fyrir mig að taka þátt í ferðinni, úr þvi að ég ihefði áhuga á hitabeltissjúkdómum. Og hann bauð mér kaup, sem var svo hátt að mig sundlaði, og allan ferða- kostnað greiddi hann sjálfur. Þetta þýddi blátt áfram það, að eftir tvö ár gæti ég komið heirn sem efnaður mað- ur, að ógleymdri ritgerðinni, sem ég gæti skrifað um það, sem ég kynnti mér í ferðinni. Molly virtist ekki sérlega glöð yfir þessu tilboði, en það mun liafa verið tilhugsunin um hinn langa viðskiln- að, sem olli þvi. En ég gekk að þessu. Fitzgerald virtist mjög ánægður yfir úrslitunum og skömrnu siðar fór liann. Ég hafði haldið að það mundi auð- velt að sannfæra Molly um, að þetta væri mikill hvalreki og okkur báðum til góðs. En hún var mjög dauf í dálk- inn og grátbændi mig um að fara ekki. Það mundi eyðileggja framtíð okkar beggja, sagði hún. En ég heyrði ekki með því eyranu, fífiið. VIÐ lögðum upp hálfum mánuði síðar. Molly hagaði sér eins og hún þættist viss um að við mundum aldrei sjást aftur. En ég var hárviss um að ég væri að grípa besta tækifærið, sem mér byðist á lífsleiðinni. Fitzgerald lét sér mjög annt um mig, og eiginlega var ég hálfhissa á þvi hve hugulsam- ur liann var, þvi að á námsárunum höfðum við ekki verið sérstaklega góðir vinir. Það fyrsta sem ég gerði er við komum í höfn var að setja bréf til Molly á póst — ég hafði skrif- að henni á hverjum degi. Við unnum eins og þrælar að því að ganga frá öllum farangrinum, og svo einn morgun snemrna lögðum við af stað upp eftir þessu kvalanna fljóti, Amazon. Eftir tíu mínútur hafði grænl frumskógavítið gleypt okkur lifandi. En ég var við bestu heilsu, talaði við aila frumbyggjana, sem indíánatúlk- ur okkar náði til, spurði þá um sjúk- dóma þeirra og lækningaaðferðir, safnaði jurtum, gerði teikningar og ljósmyndaði. Ég komst yfir rann- sóknarefni, sem var einstakt i sinni röð. Og allt þetta gerði ég með Molly og sameiginléga framtíð okkar í huga, og hafði engan tima til að finna til þreytu. En öðru máli gegndi um Fitzgerald. Þegar við vorum komnir langt inn í land eftir sex mánaða ferðalag. var honum þrotið góða skapið. Hann fékk blátt áfram æðis- köst, svo að innfæddu burðarmenn- irnir urðu lafhræddir við hann. Stundum sat hann lengi og starði á mig og lýsti úr augunum á lionum eins og ketti, en ef ég reyndi að tala við hann fór hann þegjandi burt. Nokkr- um dögum siðar náði hann í eins konar brennivín, sem indíánar brugg- uðu, og drakk frá sér vitið og eyði- lagði allt sem hann náði til. Morguninn eftir fór hann inn í frumskóginn með innfædda fylgdar- manninum. Hann ætlaði að safna jurt- um og verða burtu i tvo daga. ÞAÐ var þetta kvöld sem ólánið byrj- aði, og eiginlega var upphafið það, að einn af burðarmönnunum okkar datt gegnum flatgluggann á þilfarinu og fékk taugaáfall. Ég fór inn í klefa Fitzgeralds frammi i skipinu til að ná i koníak lianda manngarminum, en fann ekkert í skápnum. Þegar ég reyndi við einn skápinn, sem virtist vera læstur, lirökk hurðin upp, og hrúga af blöðum valt fram á gólfið. Þetta var heilt skjalasafn. Líkast og Fitzgerald hefði haft með sér hvert bréf og plagg, sem liann hafði fengið um ævina. Ég tróð bréfunum eins vandlega og ég gat inn í hillurnar aftur, en allt í einu rak ég augun i ljósmynd og bréf. Myndin var af Molly, ég átti aðra alveg sams konar i vasabókinni minni. Nú mundi ég um leið, að Molly hafði sagt mér, að kunningi hennar liefði tekið þessa mynd af henni löngu áð- ur en við kynntumst. Mig fór þegar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.