Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Qupperneq 9

Fálkinn - 07.09.1956, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 aS gruna, aö þessi kunningi heföi ver- ið Fitzgerald. En Ihún haföi ekki minnst einu orði á að þau þekktust áöur, þarna þegir við hittumst á kaffi- húsinu. Og Fitzgerald liafði látið sem þau vœru ókunnug. Hafði hann samt sem áður ekki sýnt þá, að hann vildi gjarnan vita af mér nærri sér? En hafði hann ekki líka sýnl það upp á síÖkastiÖ, aö hann þyldi varla aö horfa á mig? Hvaða samhengi var í þessu? Mér fannst allt hringsnúast fyrir mér þarna sem ég lá á hnjánum og var að tína saman plöggin hans. Var liann kannske að liugsa um aö koma mér fyrir kattarnef, svo að hann gæti náð í Molly aftur? Eða átti þetta að vera eins konar sálar- kvöl, — í rauninni var ég á hans valdi í heilt ár enn. Ef til vill ætlaði hann að byrja pyntinguna með því að segja mér hvernig hann og Molly hefðu leikið saman. Nú skildi ég hvers vegna liann hafði verið svona hilaður á taugunum upp á síðkastið. Ég var svo æstur og af göflunum genginn, að mér fannst ég geta drepið liann. Og ofan á allt þetta fann ég svo hréf frá Molly. Enginn máttur á jörðu gat hindrað að ég læsi það. I þessu hréfi grátbændi Molly hann um að yfirgefa sig ekki, eftir það sem skeð hafði ... ÞEGAR ég kom til morgunverðar var ég alveg rólegur og skýr. Ég hafði tekið ákvörðun. Mér fannst ég vera eins og goð — guð hefndarinnar og réttiætisins. Fitzgerald kom aftur úr ferð sinni um hádegið. Hann var þreyttur en vel ánægður. Hann hafði náð i nær allar þær sjaldgæfu jurtir, sem hann hafði gert sér von um að finna, nema eina — það var orkídeutegund, sem hann þóttist viss um að væri til á þessum slóðum, en það var bara að finna hana. Ég hlustaði á hann með uppgerðar-áhuga, hló meira að segja og óskaði honum til hamingju þegar liann trúði mér fyrir þvi að hann hefði náð í innfædda steipu, sem hefði verið einkar skemmtileg. Svo fór hann inn til sín til 'þess að fá sér blund. En áður hafði ég minnst á að ég ætlaði að fara og rann- saka moskítóflugurnar þarna í ná- grenninu, og lofaði honum að hafa gát á orkideunum, sem hann vantaði. Hann vildi að ég hiði einn dag því að þá gætum við orðið samferða, en ég sagðist þurfa að ná í flugurnar strax, til þess að geta hatdið áfram tilraun- um mínum. Og þá sleppti hann mér með þvi skilyrði að ég kæmi með honum í næstu ferðina lians, og því lofaði ég fúslega. Ég var ekki lengi að komast að markinu, sem var dálitið indíánaþorp, er ég hafði komið í áður. Þá hafði fólkið þarna verið einkar vingjarnlegt, en nú var komið annað liljóð í strokk- inn. Hundarnir urruðu og glefsuðu eftir mér, án þess að nokkur reyndi að sveia þeim, og þeir indiánar sem urðu á vegi mínum, hörfuðu undan þcgar ég nálgaðist þá. Dyrnar á hreysi ættarhöfðingjans voru lokað- ar, en ég fór og kallaði á hann. Roks kom hann út. Ég varð strax áskynja að eitthvað alvarlegt hafði komið fyr- ir. Höfðinginn fór með mig inn i kof- ann og þar lá ung stútka og grét krampagráti. Þetta var dóttir höfð- ingjans. Það var hún, sem Fitzgerald hafði náð í, og nú hafði maður hennar útskúfað henni og faðir hennar hafði flengt hana. Hún hafði gert honum og ættinni smán og framtíð hennar var eyðilögð. Ég hlustaði á þessar harmatölur án þess að segja nokkurt orð, og hafði miklu meiri sarnúð með indíánunum en með Fitzgerald. Ég minntist á það við höfðingjann, að ég hataði Fitzger- ald iíka. Hann leit tortryggnislega á mig, en þegar ég tók hönd lians og þrýsti lienni að enni mér, eins og hann sjálfur hafði gert við mig skömmu áður, trúði liann mér. — Hjálpaðu mér til að drepa hvíta óvin- inn minn, sagði ég. En hann hristi höfuðið. — Það er ekki rétt að drepa, sagði liann. — Aðeins guðirnir, sem gefa líf, geta tekið líf, en guðir okkar eru sterkir. Fuglafordæmingin livílir á þessum manni, nú þegar. Innan skamms er hann dauður maður. — Hvað er fuglafordæmingin? spurði ég. En þá svaraði höfðinginn engu, en hristi höfuðið. Ég fékk mér fjóra unga menn úr þorpinu, og um miðjan dag vorum við komnir á staðinn, sem ég ætlaði að athuga. Þar var rjóður í frumskóg- inum og stígarnir greindust í tvær áttir. Til hægri lágu troðningar upp að risavöxnu mahognítré, sem var al- gróið alls konar snikjujurtum, meðal annars ýmsum orkídeutegundum. Við tréð grófum við tveggja metra djúpa gröf og fylltum hana með oddhvöss- um staurum, sem við létum standa 3átœki millfónamœringurinn ■á ■ ■'4 ■ %, ■Á $ w Ameríski auðmaðurinn Frank Jay Gould er dáinn fyrir nokkru í Juan-les-Pins við Miðjarðarhaf. Hann varð áttræður og var sonur ameriska „járnbrautarkóngsins" fræga, sem að vísu var talinn ó- þokki i fjármálum á sinni tíð. Frank Jay var líka járnbrauta- kóngur, en þó var það ekki það, sem gerði hann frægan heldur liitt, að liann gerði stóriðju úr gestakomunum til Miðjarðarhafs- ins, þar sem það liggur að Frakk- inndi. Fyrir hans daga var óhugs- andi að dvelja þar nema á vetrum eða snemma að vorinu. En Frank Jay Gould gerði sumarskemmti- stað úr fjörunum kringum Nizza. Þegar hann var í þriðju brúð- kaupsferðinni sinni rakst hann á afskekkt fiskiver skammt frá Antibes og sá fljólt að þar var besta baðfjaran. sem liann hafði séð við Miðjarðarhaf. Þessi stað- ur hét Juan-les-Pins. Gould fékk undir eins matarást á fiskiverinu og fann peningalyktina af þvi. Þarna var hægt að ávaxta pen- inga! Og svo byggði hann Hotel Provencal og skömmu síðar Hotel Alba og tíu einstök liús með lúx- usibúðum. Þetta var byrjunin að „Gould-keðjunni“ svonefndu. Því að nú reisti hann hvert gistihúsið af öðru meðfram ströndinni og keypti fjörur svo milum skipti. I Nizza reisti hann Palais de Mediterranée, eitt íburðarmesta gistihús Evrópu, allt úr marmara með áföstum leikhúsum, veitinga- skálum, sundlaugum og öllum hugsanlegum þægindum. Gould sagði sjálfur að enginn rómversk- ur keisari hafi lifað við jafn margvísleg þægindi og gestirnir á Palais de Mediterranée, og vit- anlega var það satt. Hann keypti lóðir i Cannes og Mentone og reisti þar gistiiiús og spilavíti. Og í ýmsum frönskum bæjum öðrum eignaðist hann gistihús og í of- análag stofnaði hann súkkulaði- gerð. Gould ilentist þarna við Mið- jarðarhafið og fór aldrei til Bandaríkjanna aftur, enda hafði hann ástæðu til þess. Hann var sem sé ekki i miklu áliti hjá yfir- völdunum vestra, sem vændu hann um skattsvik í stórum stil. Og fjölskylda hans vestra átti einnig í útistöðum við hann og taldi sig féfletta af lionum. Hann var lengi hjartveikur og lifði mjög gætilega vegna heils- unnar. Hann notaði aðeins tvö Iierbergi í hinum skrautlega einkabústað sínum, „Soleil d’or“. Tvö herbergi með berum hvit- kölkuðum veggjum. Á skrifborð- inu lágu listar með skráningum kauphallanna og teikningar og tillögur að tjaldplássum og bila- stæðum. Frank Jay Gould hafði augun opin fyrir því, að nú fóru fleiri að ferðast en ríkir menn, og að það var hægt að hafa pen- inga upp úr því lika. Konu sína sá hann sjaldan. ])ó að hún ætti heima í sama húsinu. Hann mun hafa átt eitthvað kringum 1200 milljón krónur þeg- ar hann dó. Sjálfur hafði liann aldrei neina ánægju af öllum pen- ingunum sínum og nú eru erfingj- arnir komnir í málaferli út af þeim. Faðir hans, gamli Gould, hafði lagt grundvöllinn að sínum auði með því að eignast einka- leyfi á ágætri músagildru. En nú er helst að sjá, sem allir erfingj- arnir sitji i gildru. Börn Franks Jay af fyrsta hjónabandi hafa liöfðað mál gegn ekkjunni og einkaritara Gould og ákæra þær fyrir að liafa talið rangt fram eignirnar. Og amerisku yfirvöld- in eru líka farin að hnýsast í framtalið. Þarna er ekki sam- komulag um neitt — jafnvel varð heiftarleg deila um hvar Gould skyldi grafinn. HÆTTULEG GILDRA. í síðustu útgáfu af „Who is Who in America" eru 112 upp- login nöfn, ásamt upplýsingum um fjárhag o. fl. Tilgangurinn með þessari fölsun var sá, að ná í sníkjubréf, sem send yrðu á þessi nöfn og komast fyrir hvers konar fólk það væri, sem einkum sendi ríku fólki fjárbónabréf. ÖIl þessi bréf fóru beina leið til lög- reglunnar, sem flokkaði þau og kannaði, og nú sitja margir bréf- ritaranna í tukthúsinu. Þeir hafa rekið betlið sem gróðafyrirtæki og hafa sumir haft skrifstofur með aðstoðarfólki, vegna þess að þeir hafa ekki annað bréfaskrift- 3, & 3, 3, M. V'- í. $ s í % upp á cndann, og dreyptum safa úr eiturjurt á oddana. Svo lögðum við mosa og skriðjurtir ofan á og fórum heim í þorpið. Höfðinginn leit á mig með einkennilegu glotti þegar ég þakkaði honum fyrir hjálpina. Seint um kvöldið kom ég niður á skip aftur og Fitzgerahl tók vel á móti mér og bauð mér koníak. Ég minntist ekkert á að ég hefði komið inn i klefann hans. Við drukkum saman og sungum írskar þjóðvisur og ég sagði honum frá Molly, hve dásamleg manneskja hún væri og hvernig við hefðum hugs- að okkur að koma okkur fyrir í fram- tíðinni. Ég hafði ekki af honum augun og sá að hann sótroðnaði. En það hlakkaði í mér af ánægju yfir að fá að njóta hefndarinnar. MORGUNINN eftir héldum við af stað. Fitzgerald og ég. Þegar leið á daginn vorum við komnir i námunda við rjóðrið. Hitinn var kveljandi og svitinn bogaði af okkur. Ég held að ég hafi haft sótthita líka, af eftir- væntingunni. Og sifellt fannst mér eins og eitthvað elti okkur, bak við órjúfanlegt frumskógarþykknið. Fitz- gerald var þreyttur, eklti síður en ég, en hann var svo ólmur í að sjá orki- deurnar, sem ég hafði sagt honum frá, að hann unni sér ekki hvíldar. Hann varð að sjá hvort þetta væri rétta tegundin. — Ég fer á undan, sagði hann. — Þú getur hvílt þig og komið á eftir. Ég rata þetta. Hann gekk nokkur skref en svo leit liann við. — John, sagði hann, — ég verð að segja þér nokkuð. Mér er ómögulegt að leyna þig því lengur. Einu sinni fyrir löngu vorum við góð- ir vinir, Molly og ég, en ég hagaði mér eins og fifl — ég hafði ekki hug- mynd um, að þið munduð hittast. Og svo datt mér í hug þessi leiðangur, til að gefa þér tækifæri, og til að bæta fyrir það. sem ég hafði gert Molly rangt til. Geturðu skilið mig og fyrir- gefið mér, John? —- Gamli vinur, sagði ég. — Talaðu ekki svona! Hvað kemur það mér við, sem gerðist mörgum árum áður en ég kynntist Molly. Enginn má dæma þig fyrir það. Hann tók utan um mig og faðmaði mig glaður. En nú höfðu aðstæðurnar breyst svo snögglega, að ég varð ringlaður. Hann var kominn góðan spöl inn á stíginn til hægri! Farðu til vinstri! hrópaði ég á eftir honum. Hann leit við og horfði undrandi á mig. — Þú hefir sagt: til hægri, í allan dag. — Þá hefi ég mismælt mig. Þú átt að fara til vinstri! í SÖMU svifum komu fuglarnir, ský af grænum, rauðum og bláum fugla- vængjum var yfir mér og lækkaði sig niður að rjóðrinu þar sem Fitzger- ald var. Ég hljóðaði eins og vitskertur maður. Á einu augnabliki margfaldaðist hópur þessara rándýra frumskógar- ins, sem umkringdi Fitzgerald. Og eftir örstutta stund hvarf hann aftur, eins og liann hefði sogast upp í skýin. En eftir stóð hvit beinagrind, sem hrundi til jarðar ... Nú var kveikt í kránni. Ég horfði á manninn á móti mér. Hann skalf ákaft og andlitið var nábleikt. — Sögðuð þér beinagrind? sagði ég'. — Já, svaraði hann hás. — Ekkert nema beinin eftir. Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.