Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN ‘Rosalind BretU // OLIKAR SygTUR // 7lý (ramhaldssaga AÐ þýðir ekki að tala meira um þetta, sagði Lesley ákveðin. — Við höfum afráðið að selja jörðina, og megum þakka fyrir að við fáum það verð, sem við höfum sett upp. Þá getum við borgað allar skuldirnar og höfum þó dálítið afgangs. Ég vildi bara óska ... hún brosti angurblítt, — að jörðin hefði ekki verið seld svona fljótt ... Faðir hennar leit upp frá skrifborðinu, hann hafði verið að blaða í einhverjum skjöl- um. Hann horfði á fíngerða vangamyndina, sem kom fram á glugganum bak við hana, stutta Ijósa lokkana með kopargljáanum, og grannar herðarnar. Hann andvarpaði og sagði: — Ég hefi sjálfsagt ekki búið eins vel í haginn fyrir þig og ég hefði átt að gera, væna mín. Þér var farið að ganga vel með auglýsingaskrifstofuna þína þegar ég bað þig um að koma hingað til Afríku. — Ekki gast þú gert að þó að þú yrðir veikur. — Við hefðum getað dvalið okkur til hvíld- ar í Suður-Frakklandi. En í staðinn datt okk- ur í hug að við gætum rekið tóbaksrækt í Afríku og allt fór í hund og kött. Lesley horfði á hann skærum augum. — Mér finnst þetta hafa verið skemmtilegt og viðburðaríkt, sagði hún. Og það hafði það verið — að ýmsu leyti. Henni hafði ekki fallið að hætta starfi sínu, en veikindi föður hennar urðu til þess að hún lét persónulegar óskir sínar sitja á hakanum. Þegar sérfræðingurinn hafði úrskurðað, að Edward Norton yrði að dvelja í heitu lofts- lagi í tvö ár, að minnsta kosti, hafði Lesley ekki hikað eitt augnablik. Virginia, eldri systir hennar, hafði orðið fjúkandi reið. Hún hafði álitið, að það væri meira en nóg að faðir þeirra flyttist til Suður- Englands. Og nú brá svo við að Lesley, sem aldrei á nítján ára ævi sinni hafði andmælt Virginu, lét rökfærslur hennar eins og vind um eyrun þjóta. Hún hafði svarað henni, ofur rólega: — Læknirinn hefir ráðlagt honum að dvelja hátt yfir sjó í hitabeltisloftslagi, og þann stað finnum við. Þau höfðu ekki úr miklu að spila, en endur- skoðunarstofan, sem faðir hennar hafði unnið í, hafði greitt honum eftirlaun fyrirfram og auk þess lofað honum að halda stöðunni op- inni uns hann kæmi aftur. Hefði hann haft einhverja þekkingu á tó- baksrækt, mundi baráttan fyrsta árið, gegn sjúkdómum og sníkjudýrum, hafa gefið hon- um góða reynslu fyrir framtíðina. En næsta ár kom nýtt óhapp og um helmingur upp- skerunar eyðilagðist vegna þess að óvænt- an rosa gerði þegar verst gegndi. Og tvö slæm ár í röð var meira en þau gátu staðist, fjárhagslega. Það voru engin tiltök á að byrja að plægja og planta í þriðja sinn. Lesley hafði sem betur fór talsvert af þeim hyggindum sem í hag koma. Þau höfðu sest að í Buenda í Mið-Afríku, því að þar var heil- næmt loft, sem hentaði föður hennar vel. Hann hafði fengið lit í andlitið af heitu fjalla- vindunum og líkaminn stæltist. Maturinn var heilnæmur og kjarngóður, og þau höfðu sex svertingja til að vinna púlsverkin. Og þau höfðu bundið vináttu við Pembertson-fólkið, sem bjó skammt frá, og stundaði terækt. Þegar öllu var á botninn hvolft höfðu þau ekki farið til Afríku til að græða fé heldur til þess að faðir hennar fengi heilsuna aftur. Skiljanlega var þeim óljúft að yfirgefa jörð- ina, Amanzi. Þau höfðu fest ást á staðnum þessi tvö ár, sem þau höfðu verið þar, og þó var mest vert um það að Edvvvard Norton hafði hjarnað við og kenndi sér nú einskis meins. Lesley sá að faðir hennar hafði fundið það sem hann var að leita að í skjölunum. Það var uppdráttur af landareigninni, og nú breiddi hann úr honum á borðið. Lesley færði sig að honum og fór að horfa á upp- dráttinn með honum. — Við verðum sjálfsagt að dytta að áhalda- skúrnum, sagði hún hugsandi. Faðir hennar kinkaði kolli. — Það er rétt að hafa allt í standi úr því að Spánverjinn vill borga það sem við höfum sett upp fyrir eignina, sagði hann. — Ég skal tala um það við hann þegar hann kemur í dag. Lesley óskaði undir niðri að ekkert yrði úr sölunni. Þegar þau auglýstu jörðina til sölu, hafði hún hálft í hverju vonað, að kaupand- inn yrði svo liðlegur, að hann lofaði þeim að verða áfram á jörðinni. En Fernando Cuero hafði ekki gefið kost á slíku. Hann var framkvæmdastjóri nýju rafstöðvarinnar, sem verið var að byggja við Kalindifossa. Það var enskt byggingafélag, sem stóð bak við þetta, en Cuero hafði iagt peninga í fyrirtækið, og auk þess var hann sérmenntaður verkfræðingur. ÓVÆNT UPPLÝSING. Lesley var ófróð um Spán og spönsku þjóð- ina, og hún var óviðbúin fyrstu samfundun- um við Cuero. Hún varð gagntekin þegar hún sá hann. Hann var risi að vexti, yfir sex fet, þrekinn og herðibreiður og svaraði sér vel. Hárið var dökkt, ekki hrafnsvart eins og á flesutm löndum hans, heldur öllu fremur dökkjarpt. Og andlitið! Lesley hafði aldrei séð jafn mikið fjör og þrótt í nokkru andliti. Hún þurfti ekki annað en líta á hann til að finna hve hún var lítil og smá. Línurnar frá kinnbeinunum niður að sterklegri hökunni voru líkastar og þær væri skornar í tré, og augun dimm og virtust sjá gegnum allt. Henni fannst hann sjá þvert í gegnum sig. — Þetta er Lesley dóttir mín, sagði faðir hennar. — Þetta er Fernando Cuero, vinur minn. — Sælir, sagði hún með semingi. ernando Cuero hneigði sig og leit til henn- ar, augnaráðið var einkennliegt. — Ég hefi séð yður áður, ungfrú Norton. — Þér komuð einu sinni til Kalindifossa með fleiru ungu fólki. — Já, það er rétt, svaraði hún. — En ég man ekki til að ég sæi yður þá. — Nei, en ég sá yður af svölunum heima hjá mér. Ég á heima í hvíta skálanum rétt hjá aflstöðinni. Ég man eftir að einhverjir sem voru með yður klíndu leir á stöðvar- vegginn. Lesley sótroðnaði. Hún mundi vel eftir þessu, og það var ekkert gaman að vera minntur á það. En hún svaraði um hæl: — Aflstöðin hefir eyðilagt náttúrufegurðina þarna og strákarnir voru að mótmæla henni með þessu. Rigningin hefir sjálfsagt skolað leirinn af fyrir löngu. — Ég lét dæla á hann vatni daginn eftir, sagði Cuero kuldalega. Slæm byrjun, hugsaði Lesley með sér, en hún setti það ekki fyrir sig. Faðir hennar brosti og benti þeim að setjast. Hún settist í stólinn andspænis skrifborðinu. Edward Norton gerði í stuttu máli grein fyrir uppskerubrestsárunum tveimur, og Cuero hlustaði á hann og fylgdist vel með. Við og við skaut hann athugasemd fram í. Röddin var djúp og viðfelldin, og hann talaði ensku reiprennandi. Hann var svo gerólíkur öllum karlmönnum, sem Lesley hafði séð áð- ur, að henni fannst allt annarlegt kringum sig, eingöngu af því að hann var í stofunni. — Kannske þér viljið skoða landið hérna í kring, sagði faðir hennar að lokum. — öll útihúsin eru hérna nærri, og þér þurfið ekki að fara langt til þess að sjá yfir tóbaksekr- urnar. Fernando Cuero laut fram í stólnum. — Herra Norton, ég vil vera hreinskilinn við yður. Ég hefði — ef ég vildi — getað keypt þessa jörð án þess að segja yður hvað ég ætla að gera við hana ,en af því að ég þekki yður, finnst mér það ekki vera fyllilega sanngjarnt. — Þér gerið mig forvitinn, er þetta eitt- hvað dularfullt? — Nei, ekkert dularfullt, það get ég full- vissað yður um. Hann þagði og gaut augun- um til Lesley áður en hann hélt áfram: — Þér hafið sjálfsagt heyrt getið um beryllium, herra Norton? — Er það ekki efni, sem notað er við atóm- rannsóknir? Fernando brosti og kinkaði kolli. — Þér hafið lesið um það? Þér eruð maður eftir mínu höfði, senor! Fyrir nokkrum vikum kom kunningi minn í heimsókn til mín. Hann er jarðfræðingur. Fyrir tilmæli mín tók hann nokkur sýnishorn af graníti hérna — sum þeirra úr yðar landareign — og nú hefir hann rannsakað þau. Það reyndist talsvert beryllium í sýnishornunum sem hann tók

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.