Fálkinn


Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.09.1956, Blaðsíða 13
I FÁLKINN 13 GRÆNLENSKU BORNIN EIÍU FRJÁLS. Líklega njóta engin börn í heimi meira frjálsræSis en börnin i Grænlandi. Þau fá að liaga sér eins og þeim sýn- ist frá því þati geta skriöiö. Enginn segir við þau: „Þetta máttu ekki“! eöa kallað til þeirra: „Gættu nú aö þér“! þvi að Grænlendingar treysta því aö börnin bjargi sér sjálf. Þess vegna fá smástrákar hundasleöa — fjögra ára krakkar læra aö aka með hundum. Krakkinn notar meö- al annars sleöann þegar hann sækir vatn fyrir móður sina. Þegar strákurinn er oröinn tíu ára fær hann byssu — og jsaö er engin krakkabyssa. — Það er mikið af börnum á Sykurtoppinn i Grænlandi eru 800 ibúar, en af þeim er nær helmingur undir 14 ára. á fimm börn að meðaltali. — Grænlensku börnin ganga í skóla tiu mánuði af árinu. gaman af því, einkum í skammdeginu. en þegar sumrar vilja þau hélst vera úti. Stafr heitir ABD, því að C er ekki til í grænlensku. Krakkarnir geyma bækurnar sinar i ]>egar þau fara í skólann. — í skólunum í Grænlandi er kennd grænlenska, danska, ingur, mannkynssaga og náttúrufræði, söngur og teikning. En þegar krakkarnir þurfa ferðir með foreldrum sínum fá þau fri úr skólanum. Grænjandi. Við Hver fjölskylda Flest hafa þáu ófskverið þeirra selskinnspoka, skrift og reikn- að fara i veiði- hérna nálægt, svo að full ástæða er til að halda, að mikið sé af þessu frumefni hérna, og á svæðinu sem liggur norðan að jörðinni yðar. — Nú þykir mér týra! Edward Norton starði á hann. — Eignin hlýtur þá að vera miklu meira virði en við héldum. — Já, einmitt! Kauptilboð mitt til yðar, að taka verðinu sem þér settuð upp, var aðeins formsatriði. Mig langar til að tala betur við yður um þetta. Þessi uppgötvun er mikils virði, bæði fyrir Bretland og Mið-Afríku. Ég sting upp á, að við stofnum hlutafélag, og að þér seljið því jörðina, en haldið einhverju af hlutabréfunum sjálfur. Edward Norton var sem steini lostinn og gat ekki annað en hallað sér aftur í stólnum og lokað augunum, meðan hann var að hugsa um hve stórkostlegt þetta gæti orðið. En Lesley tók öllu rólega. Hún kunni lítil skil á þess konar, og ósjálfrátt hafði hún ótrú á Fernando Cuero. — Væri ekki réttara að stjórnin sendi verkfræðinga til að rannsaka þetta? spurði hún. Fernando horfði á hana. Venjulega leið hann ekki kvenfólki að sletta sér fram í áform sín, og hann fór að hugsa með sér, að líklega hefði það verið yfirsjón að láta þessa stúlku hlusta á viðræðurnar. — Vinur minn er gerður út af stjórninni, sagði hann og bætti svo við, talsvert hvass- ari: — Hann er Breti og heitir Madison. Móð- ir hans og móðir mín eru systur. Nú varð stutt þögn. Edward Norton leit vandræðalega á þau á víxl. Honum hafði auð- sjáanlega skilist að einhver andúð væri milli gestsins cg dótturinnar, án þess að hann gæti skilið hver ástæða gat verið til þess. LESLEY MÓTMÆLIR. Hún fór fram í eldhúsið og skrúfaði upp oiíukveikinn undir tekatlinum. Nú fékk hún tækifæri til að hugsa um hvað Spánverjinn hafði sagt, og hvaða afleiðingar þessi ráða- gerð gæti haft. Hún hellti upp á tekönnuna og setti hana á lítið hjólaborð. Hún stóð um stund við dyrn- ar og hlustaði á það, sem mennirnir inni í stofunni sögðu. Svo ýtti hún borðinu inn á undan sér. Fernando stóð upp og hjálpaði henni til að koma borðinu fyrir. Hann stóð við hliðina á henni meðan hún var að hella í bollana og setti fyrsta bollann fyrir framan föður hennar. Þegar öll höfðu fengið sinn * olla hélt hann áfram samtalinu. — Ég held að það sé best að láta frænda ninn halda áfram að rannsaka landið í nokkrar vikur, áður en við byrjum að leita eftir fjármagni handa fyrirtækinu. Þá get ég fyrst um sinn borgað yður upphæð, sem málaflutningsmaður ákveður, og verður hún framlag mitt til fyrirtækisins. Og svo getum við búið betur um hnútana þegar við stofn- um hlutafélagið. Eruð þér sammála, senor? Edward Norton kinkaði kolli og benti til Lesley. — Þér verðið að fá samþykki dóttur minnar líka. Hún fór með mér hingað, og hefir gert meira gagn hérna en ég. Ég verð einhvern tima að segja yður hve mikið hún hefir gert fyrir mig. — Ég býst ekki við að senor Cuero hafi neitt gaman af að heyra það, greip hún fram í. — Þvert á móti, sagði hann brosandi. — Ef faðir yðar og ég eigum að hafa viðskipti saman, er ástæðulaust að það verði ekki allt gert í fullri vinsemd. Þegar á allt er litið, get ég átt þátt í.að þið verðið — ef ekki rík — þá að minnsta kosti vel efnuð. Edward Norton stóð upp og sagði: — Af- sakið þér augnablik, ég ætla bara að ná í bókina, sem við vorum að tala um. — Ég er ekki viss um að það sé nokkurs virði að eiga peninga, sem maður fær fyrir að láta umróta náttúrunni, sagði Lesley og hugsaði til þess að jarðýtur færu að róta um tóbaksekrunum. — Ekki það? Brosið um munninn hagg- aðist ekki. — Það er undir því komið, hvort er fallegra — framför eða kyrrstaða, og hvort manni lærist að þykja vænt um náttúrufeg- urð í Afríku. Með iðnaðinum koma sjúkra- hús og menntastofnanir handa svertingjun- um í grenndinni. Þér getið ekki stöðvað þess háttar. Það hlýtur að fara þá leiðina, og mér þykir vænt um að fá tækifæri til að taka þátt í starfinu að því marki. Hann tók kex- köku, beit í hana og sagði alvarlegur: — Þér verðið að komast á rétta skoðun í þessu máli, senorita. Þið eruð heppin, faðir yðar og þér, að eiga Amanzi einmitt núna. Eftir nokkur ár munduð þið ekki eiga kost á að eignast hlutabréf í fyrirtækinu. Og mér fyrir mitt leyti þykir vænt um, að ykkur verður eitt- hvað úr þessari jarðeign, eftir að hafa unnið hér fyrir gýg í tvö ár. Henni féll ekki þessi umhyggjutónn sem hann talaði í og svaraði um hæl: — Jörðin er nú okkar eign, hvernig sem á það er litið, og við getum gert við hana hvað sem við viljum. — Nei, ég er ekki sammála yður um það. Hann leit hvasst á hana. —- Jarðefni geta verið svo dýrmæt, að maður getur krafist að fá að leita að þeim hvar sem er, í ákveð- inni fjarlægð frá húsi. Ég get ef ég vil út- vegað mér leyfi til að leita í landareigninni gegn því að greiða föður yðar upphæð, sem svarar til þess sem jörðin er verð til bú- skapar. — En það væri ranglæti. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. Baðdagurinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.