Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Þátttakendui í fegurðarsamkeppninni Mynd þessi er af þátttakendunum í fegurðarsamkeppninni, sem fór fram í Tivoli um síðustu helgi. Sex þeirra voru valdar úr til að taka þátt í úr- slitakcppninni. — Aftari röð frá vinstri: Sigríður Guðmundsdóttir (10) Sauðárkróki, Sigrún Guðmundsdóttir (9) Reykjavík, Ásdís Stcinþórsdóttir (6) Reykjavík, Lilja Hallgrímsdóttir (7) Reykjavík, Guðrún Guðmundsdóttir (8) Keflavík. — Fremri röð frá vinstri: Ida Jónsdóttir (4) Reykjavík, Ester Garðarsdóttir (3) Fúskrúðsfirði, Jenny Lind Oddsdóttir (2) Akureyri, Ágústa Guðmundsdóttir (1) Reykjavík, Guðlaug Slsagfjörð (5) Reykjavík. Ljósmynd: Pétur Thomsen. INGRID BERGMAN FÆR „SÍTRÓNU- VERÐLAUN“. — Franskir blaðamenn veita árlega svokölluð sítrónuverð- laun þeirri persónu, sem hefir geng- ið best fram í að neita þeim um við- tal, og þeir telja þess vegna „súra“. Það var Ingrid Bergman sem fékk verðlaunin i þetta skipti. Jafnframt veitti félagið ýmsum leikurum „appel- sínu-verðlaun“, en þau tákna hið gagnstæða. GLAÐUR GESTUR. — Ungfrú Mirva Arvinen fegurðardrottning frá Finn- landi liefir undanfarið dvalið í Lon- don, sem gestur enskra kvikmynda- leikara sem gistu Finnland fyrir nokkru. Finnskar stúlkur hafa jafnan fengið mikið lof fyrir fegurð sína, þegar þær hafa komið fram á alþjóð- legum fegurðarsamkeppnum. TVÆR í BRÓKINNI. — Tvær þýskar glaumstelpur reyna að sýna hve auð- velt þeim sé að komast fyrir sín í hvorri skálm á brókunum, sem einn af félögum þeirra í leikflokknum not- ar. Það er ekki um að villast að þær komast fyrir í buxunum, en hitt er annað mól hve vel þessi klæðnaður fer þeim. MAKARIOS í ÚTLEGÐ. — Það er svona útsýni, sem gríski erkibiskup- inn Makarios hefir núna, eftir að Bret- ar fluttu hann í útlegð til Seychelles- eyja. Hann er í Victoria, sem er höfuð- staður eyjunnar Mahé, en þar er eina sæmilega höfnin á eyjunum. Seychell- es-eyjar eru í Indlandshafi, norðaust- ur af Madagaskar og á líku breiddar- stigi og Kenya í Afríku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.