Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Clnre Bootfíe Luce er fjölhrefur sendiberrA Bandaríkjasendiherrann í Kóm er fögur, mælsk, gáfuð, skáld, framtakssöm og — kjaftfor. Clare Boothe Luce sendiherra er fimm tíu og þriggja ára, en virðist miklu unglegri. ÚSSAR munu liafa orðið fyrstir til að skipa konu i sendiherra- stöðu. Frú Kollontay var lengi sendi- herra þeirra í Svíþjóð og viðar og þótti enginn eftirbátur karltnannanna. Og alllangt er síðan Bandaríkjamenn gerðu konu út sem sendiherra i Dan- mörku. Fyrsta konan sem Danir gerðu út sem sendiherra var frú Bodil Beg- trup, sem nýlega lét af sendiherra- embætti hér á landi og þótti ekki tiggja á liði sínu en varð mjög vinsæl cg ávann sér virðingu i starli sínu. En sá kvensendiherra, sem mestu umtali iiefir valdið í heiminum er óefað sendiherra Bandarikjanna i Róm, frú Clare Boothe Luce. Hún hefir haft lag á að láta taka eftir sér og um leið hefir hún náð ótrúlega mikilli þekkingu á itölskum málum, bak við tjöldin. ítalir h'afa tröllatrú á almætti hennar og lialda jafnvel að hún geti ráðið miklu um ítölsk innanríkismál — steypt ítölsku stjórn- inni og þar fram eftir götunum. Ítalía er mikilsverður hlekkur í Atlants- hafsbandalaginu, en jafnframt veikur hlekkur. Bandarikin verða að styðja landið, en sá stuðningur má ekki vera um of áberandi. Og mörg eru þau viðfangsefnin sem koma til kasta USA-sendiherrans. Og enginn treyst- ir Luce siður til að leysa úr þessum vandamálum en hvaða karlmanni sem vera skal, þvi að liún er Ijóngáfuð og hefir bein i nefinu en auk þess kven- legan yndisþokka. Og hún hefir ýmis- legt fleira til síns ágætis. Þess vegna sendi Eisenhower forseti hana til Ítalíu. Meðan hún sat í hermálanefnd Bandaríkjaþings hafði hún heimsótt hermenn frá ÚSA í ítaliu árið 1944 og þá um leið kynnt sér þá örðugleika, sem ítalskur almenningur átti við að stríða. Undir eins og hún kom úr þeirri ferð gekkst hún fyrir því að efna til samskota handa bágstöddu fólki í Ítalíu, og varð hún mjög vin- sæl þar í landi af því verki. Og svo spillti það ekki fyrir, að hún var kaþólsk. Hún tók kaþólska trú árið 194G. Bandarikin höfðu konu, sem sendi- lierra í Luxembourg, Perle Mesta hét hún og var rík, enda varð hún fræg og afhaldin fyrir veislur þær sem hún hélt fyrir góðgerðastarfsemi sína meðan hún var sendiherra. Óperettan „Call me Madam!“ var tileiknuð lienni, og aðalpersóna leiksins er i ýmsu svipuð hinni auðugu olíu- drottningu. Hugvitssamt óperettu- tónskáld gæti eflaust samið aðra óperettu ekki lakari um Boothe Luce, og kallað hana „Call me Signora!" og orðið heimsfrægt fyrir. í dag er hún nr. 4 á skránni um kunnustu konur í heimi, það eru aðeins Elizabetli Englandsdrottning, Elinor Roose- velt og Mamie Eisenhower sem hafa verið settar ofar lienni. Þegar skyggnst er i ævisögu þess- arar athafnasömu konu, má sjá hve miklu dugnaður og fegurð fá áorkað í veröldinni. Clare fæddist í New York 10. apríl 1903 og var faðir hennar fiðluleikari og rak ofurlitla hljóð- færaverslun. Hann dó þegar Clare var tíu ára, og móðir hennar fór ])á með telpuna til Frakklands og dvaldi þar eitt ár. Sú ferð varð til þess að vekja óbilandi áhuga Ciare á öðrum löndum og þjóðum. Þegar fyrri heims- styrjöldin hófst fór fjölskyldan aftur til New York og ólst Clare þar upp eins og gengur og gerist um skóla- telpur. Hún lærði hlaðamennsku og jafnframt lagði hún stund á listfræði. En ævintýralöngunin slokknaði ekki í henni. Það sýndi hún best með því að strjúka að heiman til þess að sýna að hún væri sjálfstæð manneskja! Þegar lnin var tvítug giftist liún rikum „syni föður síns“, sem hét George T. Brokaw og var lítill al- vörumaður. Clare játar það sjálf að þetta hjónaband hafi verið mesta glappaskot, enda skildu hjónin eftir sex ára sambúð. Clare var nauðugur einn kostur að skilja ef hún átti að halda heilsu. Og nú fyrst fer hagur liennar að hækka. Hún fór að skrifa greinar í „Vogue“, og 29 ára var hún orðin ritstýra hins kunna tímarits „Vanity Fair“. Varð hún fræg um öll Banda- rikin fyrir liugkvæmni sína og frum- legár hugsanir, dirfsku sína og — feg- urð. Árið 1934 gerðist liún lausa- mennsku-blaðritari og skrifaði tvær bækur. Árið 1935 giftist hún Henry R. Luce, milijónamæringi og útgef- anda hinna frægu vikublaða „Time“ og „Life“. Og ofan á allt þetta samdi hún leikrit, sem nefndist „Konur“ og fór það eins og eldur í sinu um ýms helstu leiksvið veraldar og gerði Clare heimsfræga og ríka. Fleiri bæk- ur gaf hún út og urðu sumar met- sölubækur mánaðar síns. Ein þerira hét „Vordagar í Evrópu“ og vakti mikla hrifningu. Áhugamálum hennar fór sífjölgandi, og nú fþr hún að marki að gefa sig að ajþjóðamálum. Hún bauð sig fram til sambandsþings- ins, sem fulltrúi í Connectitut og Roosevelt-andstæðingur — og komst á þing! Hún var svo orðhvöss að blöðin gerðu sér mat úr ýmsum meinyrðum hennar, enda eignaðist hún marga ó- vini. Andstæðingar hennar segja að hún sé rétta myndin af þeirri gerð amerískra kvenna, sem séu sjálfum sér svo nógar að þær séu á takmörk- um sjálfsdýrkunar. Þegar iiún varð fyrir mesta harmi ævi sinnar — hún missti Ann dóttur sina í bilslysi 1944, á fermingaraldri — var varla liægt að fletta amerisku vikublaði án þess að rekast á greinar sjálfrar hennar um þennan sorglega atburð. Hún segir sjálf að þessi atburður 'hafi orð- ið til þess að hún snerist til kaþóiskr- ar trúar árið 1946. Kaþólskir menn teija hana og Henry Ford II. þýðing- armestu trúsystkin sin í Ameríku. Þegar Eisenhower bauð sig fram við forsetakjör vann Clare Luce í þrjú ár að tilnefningu hans og kosn- ingu. Og árið 1953 bað hann hana um að taka að sér sendiherrastöðuna í Róm. Og þá fékk hún vandamesta starfið, sem hún liafði gegnt um æv- ina. Sendiherrann býr i smáhöll frá 17. öld, sem Bandaríkjastjórn keypti fyr- ir 540.000 dollara sem sendiherrabú- stað í Róm. Henry Luce býr i Róm helming ársins, til þess að geta verið hjá konunni, og stjórnar þá fyrir- tækjum sínum þaðan. Klukkan 7.30 á hverjum morgni glymur i vekjaraklukkunni á nátt- borðinu hjá frú Luce í svefnherberg- inu á efri hæð. Ilún hringir þá eftir morgunkaffinu og les amerísk og ítölsk blöð meðan hún er að snæða árbitinn. Klukkan 8.30 kemur einka- ritari iiennar úr herbergi sínu framar i ganginum. Af hverjum þúsund per- sónulegum bréfum, sem hún fær á hverri viku, svarar hún sjálf kringum þrjátíu. Hinum svarar skrifstofu- fólkið. Svo er að ráðgast um hvernig mið- degisverðurinn eigi að vera — það er talsvert vandamál því að um 250 mið- degisgestir koma á hverjum mánuði, auk 200 sem fá kokkteil. Á boðskort- unum stendur: Ambassadorinn og Henry Luce bjóða yður ..o. s. frv. Út á við er eiginmaðurinn jafn undir- gefinn gagnvart sendiherranum og aðrir Bandaríkjaþegnar. En Henry Luce er upp með sér af konunni sinni. Þakka skyldi honum líka! Þótl lnin sé orðin 53 ára er hún enn undurfríð og tignarleg. Og liver vill ekki vera eiginmaður Bandaríkjasendilierrans i Róm? Og geta verið hálft árið í Róm! Sendiherrann afrækir aldrei helgar tíðir, eins og góðri páfatrúarkonu sæmir. En klukkan 11—13.30 situr luin í sendiráðinu og afgreiðir mál, sem fyrir liggja. Hún verður líka að taka sinn hlut af þeim 400 opinberu heim- sóknum frá Ameríku, sem til falla á hverjum mánuði. Hún ber ábyrgð á kringum 200 manna starfsliði sendi- Mario Scelba forsætisráðherra ítala (t. h.) í heimsókn í Hvíta húsinu í Was- hington. Frú Luce situr á milli Eisenhowers og Scelba, en mennirnir sem standa eru frá vinstri: Gaetan Martino utanríkisráðherra ítala, John Foster Dulles og Manlio Brosio, sendiherra ftaia í Washington.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.