Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 vopn til að verjast hvaða árás sem vera skyldi. í öllu óðagotinu þarna á flugvellinum mundi Pétur meta eitt meira en allt annað: Boð frá konungi. Ég endurtók þessi töfraorð hvað eftir annað — eins og ég væri að þylja særingar, nei — eins og ég væri að lesa bæn. Ég svaf ekki nokkurn dúr alla nóttina. TVEIR ÁREKSTRAR. Morguninn eftir var okkur mömmu vísað inn í upplýstan biðsalinn á flug- vellinum. Þar voru margir sem biðu —• Jugoslavar — lítill hópur var þar sem starði á mig. Undir eins og oliuslettótt flugvélin lenti fór ég út til að vera viðbúin. í bálfrökkrinu sá ég mann sem ég kann- aðist við koma út úr vélinni og ég liljóp á móti lionum og kallaði: — Pétur! Pétur! Þegar ég liljóp upp stigann að vél- inni reyndi maður einn að komast á undan mér. Ég gaf honum eins öfl- ugt olnbogaskot og ég gat. Hjartað í mér barðist, og ég reyndi að kalla en kom ekki upp nokkru liljóði. Mað- urinn þreif i handlegginn á mér og reyndi að aftra mér, en um leið greip Pétur í höndina á mér og hélt fast. — Bertie frændi verður að ná í þig. Það er áríðandi — áríðandi, Pétur. Ég æpti og grét á vixl. En önnur rödd yfirgnæfði mina: — Yðar hátign, það er mjög áríðandi að þér talið við okk- ur. Það er afar mikilsvert ... — Nei, nei! hrópaði ég. — Bertie frændi, Pétur. Þú verður að fara til hansl Pétur leit á okkur á vixl og virtist á háðum áttum. Svo sneri hann sér frá Jugoslövunum. — Konungurinn hefir lagt fyrir mig að koma, sagði hann einbeittur. — Getið þið ekki heyrt það? Lofið mér að komast áfram hérna! Hann tók í handlegginn á mér og mönunu og við æddum upp að fiug- stöðinni. Eftir þrjár mínútur vorum við komin inn i bilinn og þar hneig ég lémagna í faðminn á Pétri. Svo rak hver spurningin aðra: — Hvað er að? Er Bertie frændi veikur. Iivað hefir komið fyrir? Við mamma sögðum lionum hvernig í öllu lægi, og Pétur kinkaði kolli. Hanri beit á jaxlinn. Svo að keppnin er bá byrjuð, sagði hann. Svo brosti hann. — En við erum saman, og það er bað eina, sem máli skiptir. Morguninn eftir kom Pétur inn í herbergið mitt einbeittur á svip. — Mér fellur ekki þessi fjandskapur milli min og móður minnar, sagði hann. — Og úr því að ég er kominn aftur til Englands kann ég ekki við að sitja hérna í gistihúsinu eins og fangi. Ég ætla að fara og lieimsækja hana, og þú verður að koma með mér. Við komurn að húsinu hennar rétt eftir hádegisverð, og þjónn vísaði okkur til svefnherbergisins hennar. Hún sat uppi í rúminu. Næsti klukkutiminn var eins og versta martröð. Sakargiftir og ákær- ur fuku á víxl og sviptu okkur allri von um friðsamleg málalok. Pétur missti stjórn á sér og móðir hans sleppti sér alveg. Hún hringdi bjöll- unni í sífellu til að biðja þjónana um að reka okkur út, og svo hitt veifið að sækja okkur inn. Ég lagði orð í belg í þrætunni og reyndi að bera fram eldheita vörn fyrir ást okkar og rétt okkar til að njóta hennar og giftast. Loks brýndi Pétur raustina, hann varð að öskra til þess að yfirgnæfa móður sína: — Við förum héðan undir eins! Það er búið. Búið! Og svo hlup- um við út saman. HAMINGJA OG SAMSÆRI. Daginn eftir fengum við vinsam- legt boð um að koma til Windsor og drekka te hjá George konungi og Elizabeth drottningu. Ég hafði hvor- ugt þeirra liitt áður, og síðasta sólar- hringinn hafði allt mitt sjálfstraust fokið út í veður og vind. í Windsor var okkur vísað inn i stóra fallega stofu, og brann eldur á skíðum í arninum. — Svo að þetta er Sandra, sagði Bertie frændi þegar ég hneigði mig fyrir honum. Svo sneri ég mér að drottningunni og kyssti hana — fyrst á höndina og svo á kinnina. — Góða mín, sagði hún alúðlega. — Þetta var gaman. Komdu og sestu hérna lijá mér og segðu mér hvernig þér líður. Hún fór með mig að stórum sófa og bað mig um að setjast hjá sér. Pétur var þegar byrjaður að þylja raunarollu sína fyrir konunginum. Elizabeth frænka leit fast á mig og sagði: — Mig liefir lengi langað til að sjá þig, til að sjá hvort þú ert jafn ■lík henni Marinu frænku þinni og af er látið. Og svei mér ef það er ekki rétt. Þú ert nauðalík henni. Bertie frændi og Elizabeth frænka voru okkur Pétri eins og faðir og móðir. Við sögðum þeim allar okkar áhyggjur, eins og þau væru foreldrar okkar, og fengum hjá þeim góð ráð og vinsamlegar hendingar. Eftir dálitla stund komu prinsess- urnar tvær inn og hneigðu sig fyrir Pélri og réttu fram höndina og buðu góðan daginn. — Hérna er ný frænka ykkar, sagði móðir þeirra. — Þctta er Sandra, og Iuin ætlar að giftast Pétri bráðum. Margaret, sem þá var tólf ára, brosti fallega til mín, og Lilibet, eða Eliza- beth núverandi drottning, sem var miklu fullorðinslegri, sagði strax: — Ég vona að þú verðir hamingjusöm, Sandra frænka. Margaret endurlók orðin þegar í stað og með nákvæmlega sama hreim og systir hennar: — Ég vona að þú verðir hamingjusöm, Sandra frænka! Svo var teið borið fram og tveir hundar, sem lágu sofandi við fætur okkar, vöknuðu. Lilibet horfði spyrj- andi á móður sína, sem kinkaði kolli. — Komdu þá, sagði hún við Margaret, og svo gengu þær báðar út. Eftir augnablik kornu þær aftur og þjónn með þeim, sem hélt á bakka með fjórum litlum skálum úr glerj- ungi. Þær voru settar út í horn i herberginu og systurnar fóru að setja eitthvað matarkyns í þær. Svo var tveimur hundum i viðbót hleypt inn í stofuna, og nú át hver úr sínum dalli. Systurnar vildu ekki smakka á teinu með okkur fyrr en hundarnir hefðu fengið matinn sinn. Þarna var heimili með hamingju og samræmi, hugsaði ég með mér. Þau voru öll svo ánægð og glöð. Svona heimilislif hafði ég alltaf þráð — með börn og hunda að leika sér á gólfinu. Pétur leil á mig, eins og hann hefði lesið hugsanir mínar. — Sandra, sagði hann og andlitið á honum ljómaði af ánægju. — Bertie frændi ætlar að verða svaramaður minn! Framhald í næsta blaði. Alice Esterliazy, 23 ára hertoga- dóttir af hinni frægu ungversku Esterhazyætt er riýlega komin til New York, sem flóttakona. Hún hcfir fengið námsstyrk til fjögurra ára i Bandaríkjunum. — Með söniu vélinni voru 78 aðrir flóttamenn. IV /V (V Fógetinn í Oldliam var að gefa sam- an hjón, og allt fór fram eins og venja er til þangað til að hann lýsti þau vera rétt lijón fyrir guði og mönnum. Þá opnaðist klæðaskápur í stofunni, og út kom Roy Harwood, 25 ára, og kallaði á lögregluna og heimtaði að hún hirti brúðina. Harwood var sem sé maður konunnar, sem verið var að gifta og nú hafði hún gerst sek um tvíkvæni. Hann hafði falið sig i skápnum og biðið þangað til giftingin var afstaðin, til þess að geta náð tang- arhaldi á konunni og enginn þyrfti að vera í vafa um að liún væri sek. Annars lét hann þess getið, að sálar- ástand hennar væri þannig, að hún mundi fá heilsubót af að sitja í fang- elsi í nokkur ár. — Vissara að sjá urn að þetta verði ekki sönnunargagn! — Mamma, það er maður hérna úti, sem spyr hvort þú getir llánað sér nokkur egg ... — Sjáðu nú sjálf — tvær mínútur niður í fjöruna, alveg eins og maður- inn sagði ... George Bretakon- ungur og Eliza- beth drottning reyndust Alex- öndru vel og hjálpuðu henni til að komast í hjóna- bandið, eftir að María, móðir Pét- urs hafði snúist gegn því að þau giftust. Sanmel Bratt, margfaldur milljóna- mæringur í Philadelphia, dó nýlega. Arfleiddi hann konu sína að öllum auði sínum, en setti þó skilyrði fyrir: Hún skyldi reykja fimm vindlinga á dag i votta viðurivst. Frú Bratt hafði nefnilega á sinum tíma bannað mann- inum sinum að reykja, og nú vihli liann hefna sín. Giuseppo Apuzzo, 19 ára unglingur, ætlaði að giftast elskunni sinni, sem var 18 ára, á laun, því að fjölskyldan vildi ekki leyfa ráðahaginn. En ein thvern veginn hafði þetta kvisast og 31 ættingi gerði atlögu að kirkjunni, læsti prestinn inni i skrúðhúsinu og kallaði á lögregluna. Aðvörun úr hvíslaragatinu. t

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.