Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 ■— Það skal ég gera. Vertu sæl, Alice. Mikið var gaman að sjá þig! — Vertu sæll, Hugli. Þau kvöddust með handabandi og svo i'lýtti hann sér út úr dyrunum með ungu stúlkunni. Alice starði lengi eftir þeim og fann gremjuna magnast i sér. Vitanlega mundi hann ekki síma til liennar. Hann ihafði ekki einu sinni spurt eftir ættarnafni mannsins liennar. Og þó hann liefði gert það mundi hann ekki hafa fundið hana i simaskrá Lundúna- borgar. Henni lá við að gráta af harmi og sneypu. Ég má ekki gráta hérna, hugs- aði hún með sér og flýtti sér út úr dyrunum. Vinstra megin við götuna var garð- urinn, lokkandi með grænum flötum, frið og kyrrð. Þangað til í dag hafði hún átt sína eigin draumá, en nú var ekkert eftir að þeim. Hugh hafði gerspillt lífi hennar og horfið á burt og gleymt henni. Það hefði verið betra að hann hefði alls ekki kannast við hana aftur en að láta sem sér þætti gaman að sjá hana, hugsaði hún með sársauka. Hún gekk áfram lengra inn í garð- inn og varð reiðari með hverju spor- inu sem hún steig. Draunmrinn, sem hún hafði varðveitt, var liorfinn, og lífið var autt og innantómt framundan. En allt í einu rann það upp fyrir henni ,— eins og einhver hefði dregið ósýnileg forhengi til hliðar — að allt þetla var í rauninni henni einni að kenna. Hún hafði lagt drög að atviki, sem ekki hafði neitt annað en hennar eigin hugarflug að grundvallast á. Mynd af tápmikilli konu, sem gerir það besta úr því næstbesta, sem hún fékk í sinn hlut. Næstbesta! Henry var þúsund sinn- um meira virði en Hugh. — Ég hefi verið flón, sagði hún upphátt við sjálfa sig. En Henry vissi þó ekki hve mikið flón hún hafði verið. Hún hafði varð- veitt leyndarmál sitt fyrir honum, og gert sitt ítrasta til að vera honum góð kona. Hún leit á klukkuna. Kortér yfir fiinm. Aðeins fjórtán mínútur þangað til lestin átti að fara. Hún varð að ná sér í leigubil undir eins. Fólk sneri sér til að horfa á hana er hún kom hlaupandi út á götuna og veifaði i bil. — Victoria Station! sagði hún með öndina í liálsinum. — Eins fljótt og þér getið. Ég verð að ná í hálfsex- lestina. Hún sat fram á brúninni og neri hendurnar livenær sem billinn varð að biða fyrir rauðu Ijósi. Tveimur minútum fyrir hálfsex renndi bíllinn upp að járnbrautarstöðinni og hún ýlti peningunum í lófann á bilstjór- anum og hljóp inn á stéttina og leit- aði að farmiðanum í töskunni sinni um leið. Loks kom lnin auga á Henry, sem stóð í dyrunum á einum vagninum og skimaði eftir henni. Hann hjálpaði henni upp í vagninn og leiddi hana til sætis við glugga. Hún tók öndina á lofti og svo brosti hún til hans. — Jæja, þú liafðir það, góða mín, sagði hann um leið og lestin rann af stað út af stöðinni. — Þú verður að afsalta mig, en það var svo erfitt að komast áfram i þrengslunum. Varstu orðinn liræddur um mig? — Svolítið smeykur. Ef þú hefðir ekki komið þá liefði ég beðið eftir næstu lest. Viltu sjá blaðið? Hún tók við dagblaðinu og brosti, en hiin leit ekki á það. Á morgun yrði hún að sima og biðja um að senda gleraugun og regnkápuna. Ef Henry spyrði eftir þeim, gæti bún sagt að þau kæmu i pósti — það var þó að minnsta kosti satt. Hún gægðist til hans. Hann var þreytulegur og áhyggjufullur. Hver veit nema hún gæti talið hann á að fara í einhvern rólegan stað og hvíla sig um helgina. Hann liefði gott af því. Þau töluðu ekki saman á leiðinni og fóru úr lestinni á ákvörðunarstöð- inni án þess að tala saman. Henry bauð dyraverðinum glaðlega góða nótt áður en hann fór út á bíla- torgið. — Gastu gert það sem þú þurftir að gera? spurði hann er þau óku gegn- um bæinn. Hún kinkaði kolli. — Regnkápan verður send beint í skólann, sagði hún. 'Þegar þau komu upp að húsinu sagði hún: — Hleyptu mér út áður en þú setur bílinn í skýlið. Hún hitti vinnustúlkuna í forstof- unni. — Það var hringt úr skólanum, sagði hún. — Skilaboð um að regn- kápan væri fundin. — Þökk fyrir, Mary. Er maturinn tilbúinn? Lífseigasta kerling í heimi Varð undir bíl — bitin af óðum hundi og nöðrum eiginmenn — og varð 116 ára. lifði níu FYRIR nokkrum mánuðum varð elsti maður heimsins, bóndinn Machmun Eivasov frá Pirassura í Azerbeidsjan, 147 ára. Hann hefir verið fjármaður lengst af ævinni og rekur stórbú ásamt 152 afkomendum sinum — börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum. Hann á 23 börn á lifi, og elst þeirra er dóttir, sem orðin er 120 ára. Machmud var fjögurra ára þegar Napoleon varð að láta í litla pokann austur i Rússtandi. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort hann myndi nokkuð frá þeim tima, svaraði hann: Nei, því miður, við lifðum undir áþján zarsins þá, og höfðum livorki biöð né útvarp hérna í Pirassura. — Fyrir nokkrum árum dó kerl- ing í Kákasus, sem getur skákað Machmud Eivasov, því að hún varð 180 ára. En það er víðar en i ráðstjórn- arríkjunum, sem fólk getur orð- ið gamalt, þótt maður fari ekki í Biblíuna, en þar segir frá Metu- salem og að minnsta kosti sex öðrum, sem urðu vel gamlir; einn 900 ára, annar nærri 800 og einn yfir 700. Og líka þykir það jafn- an hreystiverk af Söru gömlu Abrahams að eiga barn 99 ára gömul. Amerikumenn geta ekki skákað Kákasuskerlingunni né Mach- mud hvað árafjölda snertir, en hins vegar flagga þeir með þvi að hafa átt „lífseigustu kerlingu i heimi", og má það til sanns veg- ar færa. Hún liét Lizzie Devors og dó í Oklahoma árið 1946 og var þá orðin 116 ára. Einu sinni ók bifreið yfir hana og liún lifði það af. Annað skipti beit óður hundur hana í kálfann. Hún lifði það af og fékk ekki hundaæði. Sex sinnum bitu höggormar hana en hún lifði það af. Og níu sinn- um giftist hún. Allir eiginmenn- irnir hrukku upp af og hún lifði það af að eiga þá og missa þá. Það er gömul gáta, sem menn- irnir hafa lengi velt fyrir sér, hvernig þeir eigi að fara að lengja lífið. Margir halda þvi fram að lang- lífið sé mest komið undir því að maður lendi á réttri hillu, þ. e. fái lífsstarf sem eigi vel við mann, og segja þetta skipta meiru en til dæmis matur og drykkur eða hvaða lífsvenjur maður tekur sér. Flestir hafa sjálfsagt gaman af að vera konungar, enda verða konungar manna elstir. Kristján níundi, Franz Jósep og Gustav V. Sviakonungur urðu t. d. allir fjörgamlir. En það er nú ekki á allra færi að ná í svoleiðis em- bætti og þeim fer fækkandi ár frá ári. Prestarnir verða yfirleitt gaml- ir menn og kann það að stafa af þvi að þeir lifa reglubundnu lífi og eiga yfirleitt mörg börn. Samkvæmt enskum hagskýrslum er dánartala presta á aldrinum 25—65 ára 53 af þúsundi, bænda og kennara 60 af þúsundi, lista- manna 78 af þúsundi, málaflutn- ingsmanna 83 af þúsundi, kaup- manna 86 og skrifstofumanna og smiða 91 af þúsundi. Hæst er dánartalan lijá veitingaþjónum og leirbrennslumönnum, nefni- lega 166 og 171 af þúsundi. Þeir sem eru leiðir á lifinu ættu þess vegna að reyna að ná sér í þau störf. <o> Sophia Loren er um þessar mundir að leika i kvikmynd suð- ur á Spáni, og Frank Sinatra hefir lofað að kenna henni ensku. Hef- ir hún jiegar lært eitthvert hrafl, sem hún notar óspart, án þess að vita hvað það þýðir, sem hún er að segja. Vekur liún skelfingu allra enskúmælandi manna, sem blusta á hana, þvi að annar eins munnsöfnuður hefir aldrei heyrst úr kvenmannstúla. Það eru sem sé aðallega blótsyrði og svæsn- ustu skammaryrði, sem Sinatra liefir kennt henni. <o> Gabrielle Foignot er gift blikk- smiðnum i franska þorpinu Is- sur-Tiile og eignaðist nýlega tví- bura. Þetta væri kannske ekki frásagnar vert, ef sú hin sama Gabrielle hefði ekki eignast tvi- bura fimm sinnum áður. Það gerði hún 1939, 1945, 1946, 1951 og 1953. Hún eignaðist livorki einbura né tvíbura árin 1940—’44, en var löglega afsökuð, því að maðurinn liennar var i stríðinu. £■■ ■,. -■. % % % — Eftir tíu mínútur, frú. — Þá hefi ég tíma til að hafa fata- skipti, sagði Alice. Henry fór inn í borðstofuna. Hann hafði verið áhyggjufullur síðan um hádegið, er hann hafði séð Hugh Peel í speglinum. Hann hafði alltaf vitað, ’að hann var ekki nema næstbestur, en hann elskaði Alice, og þóttist hafa himin höndum tekið, er hún lofaði að giftast honum. Hún hafði verið honum góð kona, og hann liafði enga ástæðu til að efast um hana núna, en þegar hann fór að óttast að hún kæmi ekki áður en lestin færi, fór honum að verða órótt. Og þegar hún kom, móð og hlaupandi, var hún öðru vísi en liún átti að sér. Hann hlustaði á allt það sem fannst róandi i húsinu. Létt fótatak Alice uppi á loftinu, hurð sem var lokað, og fótatak hennar í stiganum. En hún kom ekki inn i borðstof- una. Hins vegar heyrði hann Mary vera að andæfa ein.hverju hástöfum úti i eldhúsinu. Fyrir alla muni látið þér ekki svona mikið af pappír i elda- vélina, frú. Hún er full af brenni. Og rödd Alice: — Það gerir ekkert til ef ég ríf það í tætlur og sting litlu inn í einu. Ég ætla bara að leysa bandið utan af þessu. Það voru síðustu orðin, sem vöktu Henry til umhugsunar um, hvað lúin væri að gera. Ef Aiice var að brenna bréfin frá Hugli Peel, var allt eins og það átti að vera. Nú reiddist hann sjálfum sér. Hann hefði átt að vita betur. En hún skyldi aldrei fá að vita um grun hans. Alice kom framan úr eldhúsinu kaf- rjóð í framan. Loksins — eftir ellefu löng ár —gat hún horft í augun á Henry án þess að skugga Hugh bæri á milli þeirra. Allt það, sem eftir liafði verið af hon- um var brunnið til ösku. Og hún var glöð og henni leið vel. Hún hallaði sér að honum og tók höndunum um hálsinn á honum. — Góði ,eigum við ekki að fara eitthvað um helgina. Þá getur þú hvílt þig, og við getum lofað Tomma að koma til okkar úr skólanum. Henry brosti og hristi höfuðið. — Mér dettur annað betra i liug. Ég ætla að hringja í flugfélagið og panta tvo farmiða til Parisar siðdegis á föstudaginn. Alice andaði djúpt. Hann veit það, hugsaði luin með sér. Hann hefir allt- af vitað það, og þó ekki sagt eitt orð. Hún horfði á eftir honum er hann fór í símann, og brosti. Gluggapláss! Þægindi, öryggi, ást. Nei, ekki þannig. Ástin kom fyrst! * Herdeildin var á göngu i eyðimörk- inni og hitinn var kveljandi. Einn dátinn fleygir sér á magann í sandinn og tekur báðum höndum um andlitið. — Hvað gengur að mannskepn- unni? öskrar liðþjálfinn. — Það er heimþrá, svarar einhver. — Heimþrá! Eins og við höfum ekki allir heimþráí — Jú, en hún leggst þyngra á hann en okkur. Ilann faðii',hans er nefni- lega ölbruggari. — Þér fenguð fri i gær, María, til þess að fara tij tannlæknisins. En i gærkvöldi sagði maðurinn minn mér, að hann hefði séð yður inni á Hótel Borg síðdegis í gær! — Já, það cr alveg rétt. En ég gieymdi að segja yður. að unnustinn minn er tannlæknir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.