Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 11
FALKINN 11 LITLA SAGAN Ciftíng LLIR sem þekktu Betu Hansen og Gunnar Olsen skipamiðlara, urðu afar forviða þegar þau heyrðu, að þau hefðu afráðið að ganga í heil- agt hjónaband. Beta var nefnilega, þrátt fyrir full ríflega útilátið hoida- far — ei.nstaklega lagleg, aðlaðandi og gáfuð stúka, en Olsen var að flestra áliti hörmung og skelfing. Hann var ljótur eins og erfðasyndin ... þrætu- gjarn, kaldrifjaður, ágjarn, iilgjarn ... og ofan á allt þetta var hann eigna- iaus maður. .Iá, og meira en það — liann var skuldunum vafinn eins og skrattinn skömmunum, skuldugur upp fyrir eyru, þótt þau væru stór. En Beta átti hins vegar talsvert til. Var þá nokkur furða þó að fóik gapti af undr- un þegar það frétti um trúlofunina þeirra? Gunnar Olsen hafði verið giftur fimm sinnum áður, en engin hafði getað tjónkað við hann til lengdar. Allar fráskildu konurnar hans voru sammála um, að verri þrjótur væri ekki til. Ég hafði sjálfur þekkt þrjár af þeim fráskildu eins vel og ég þekkti Bertu Hansen og Gunnar Oisen. Og ég var sjálfur jafn hissa og allir hinir, sem ekki skildu hver fjárinn hefði hlaupið í hana Betu Hansen, sem var svo hyggin. En livað gat ég gert? Ég þagði. Svo voru þau gift. Og daginn eftir brúðkaupið var það á allra vitorði, að Gunnar Olsen hafði kallað Betu heimska og þrætugjarna gálu. Og nú gat ég ekki á mér setið. Ég símaði til Betu. Hún var ein heima. „Elisabet ... veslings, ógæfusama Elísabet," veinaði ég í símann. „Hvað gengur að þér. Ertu gengin af göfl- unum, að láta þér detta í hug að gift- ast einmitt þessum manni ... Þú áttir sannarlega annað betra skilið, en að lenda í klónum á þessum skíthæl og bófa og þrælmenni og ...“ „Já,“ sagði Beta. „En ég mátti til, skilurðu. Ég gat ekki annað ...“ „Gast ekki annað ... ?“ hrópaði ég forviða. „Góða mín, — þú sem gast valið úr karlmönnunum.“ „Það þýðir ekkert að tala um þetta, Fritz," sagði Beta. „Ég veit livað ég geri ... og sem sagt: ég gat ekki ann- að — þó að þú getir ekki skilið það ... !“ Ég sá ekki Betu lengi eftir þetta. En ég heyrði hjá fólki að þetta hjóna- band gengi enn hraklegar en nokkur af fyrri hjónaböndum Olsens . . . Og ég bjóst við því, eins og allir aðrir, að ekki gæti hjá því farið, að þetta endaði með hjónaskilnaði . . . En ekkert gerðist. Svo liðu þrir mánuðir, sex, og heilt ár. Svo var það einn daginn að ég hitti Betu. Hún var föl og miklu mjóslegnari en áður, en hún brosti vinalega þegar hún sá mig. „Jæja, hvernig gengur það i hjóna- bandinu, Beta mín,“ sagði ég. „Illa,“ sagði hún. „Alveg bölvan- lega. Verr en ég hefði nokkurn tíma getað ímyndað mér. Iiann er hræði- legur — hann hrellir mig allan dag- inn.“ „Og þú viit lifa í þessu Jielvíti?“ spurði ég. „Taktu nú af skarið. Heimt- aðu skilnað! Skildu við hann áður en það verður of seint — og þú hefir misst heilsuna fyrir fullt og ailt. Það er skelfing að sjá þig, þú ert orðin svo föl og mögur. Þú ert ekki nema skuggi al' því sem þú varst — ég ætl- aði varla að þekkja þig aftur, þú ert orðin svo mögur.“ „Já . . . nú hefi ég megrast," sagði Beta um leið brá fyrir glampa í aug- um iiennar og bros kom á varirnar. „En þó ekki eins grönn og ég liafði hugsað mér að verða, þegar ég gekk i þetta hræðilega hjónaband . . . Vit- anlega ætla ég að skilja við manrt- skepnuna, en ekki fyrr en ég er kom- in ofan i fimmtíu kíló . . .“ Vitið þér...? að í Austurríki eru notaðar pípur til að leiða mjólkina ofan úr seljunum og niður í dalina? Sums staðar eru fjallvegirnir svo erfiðir að nær ógerningur liefir mátt heita að koma mjólkurafurðunum nið- ur í byggð. Og því var gripið til þess ráðs að leiða mjólkina í plast-pipum ofan í dalina. Mesta fallhæðin á svona leiðslu er 1000 metrar, en leiðsl- an 2000 metra löng. Þegar mjólkinni hefir verið rennt niður eru pípurnar skolaðar með vatni. að margt fólk er klætt í olíu? Að vísu er þetta ekki aiveg rétt að orði komist, en fjöldi efna. sem notuð eru til fatnaðar eru unnin úr úrgangs- efnum, sem koma fram við hreinsun venjulegrar steinoliu. Meðal þessara efna er nylon og perlon, sem notað er í sokka og nærfatnað, terylena, sem notað er í fataefni, ýmsar gervi- leðurtegundir úr plasti, skósólaefni úr sama og yfirhafnir úr polythene. Plastvörurnar ryðja sér æ meira rúm og nú er farið að byggja hús úr plasti að miklu leyti. NÝ FERNANDEL-KVIKMYND. Franski leikarinn Fernandel varð heimsfrægur á Don Camillomyndun- um sínum. Þótt hann ætti í sífelldum brösum og stundum áflogum við kommúnistaborgarstjórann Peppone, voru þetta gamanmyndir og sem gam- anleikari hefir Fernandel hlotið frægðina. Nú hefir hann leikið aðallilutverlc- ið í nýrri kvikmynd, sem heitir „Bauða veitingahúsið" og þar er gam- anið enn grárra en hjá Don Camillo. P'ernandel heldur enn trútt við klerkastéttina .og leikur saklausan munk i myndinni, en upplifir atburði, sem vekja taugahroll. Hann kemur í afskekkt veitiijgahús, sem Franccoise Rosay og Louis Seigner maður hennar eiga. Þarna er fjöldi gesta og allt er sakleysislegt og ánægjulegt á yfir- borðinu og liúsbændurnir hinir við- felldnustu. En af tilviljun kemst munkurinn að því, að allir þeir sem i veitingahúsið koma, deyja af eitrun. Þegar húsfreyjan sér að munkurinn hefir komist að leyndarmálinu tekur hún hann afsíðis og skriftar fyrir honum. En sem skriftafaðir má ekki munkurinn segja gestunum af liætt- unni, sem þeir eru í, því að liann er hundinn þagnarskyldu. Þess vegna reynir hann með öllu hugsanlegu móti að reyna að aðvara gestina, án þess að nota orð, og það er þessi látbragðs- leikur, sem gerir myndina spreng- lilægilega. „GAMLI MAÐURINN OG HAFIГ. Þessa síðustu sögu Ernest Heming- ways er nú verið að kvikmynda suð- ur á Cuba. Ýmsar sögur Hemingways hafa verið kvikmyndaðar áður, en þá hefir hann ekki viljað skipta sér neitt af myndatökunni. En öðru máli gegn- ir um þessa. Þar hefir liann verið með í ráðum um tilhögun handritsins, sem Peter Viertel hefir samið, og fylgist lika með sjálfri myndatökunni. iSvo að segja má að hann setji sjálfur stimpil sinn á þessa mynd. Spencer Tracy leikur gamla sjó- manninn -— fiskimanninn, sem fær stærsta fiskinn, sem hann hefir dreg- ið á ævinni, og berst upp á lif og dauða við að bjarga veiðinni undan ýmsum ófreskjum. Hefir Tracy átt langar viðræður við Hemingway um hvernig leika skuli hlutverkið, og því er spáð að leikur hans sem gamli sjó- maðurinn verði frægur í kvikmynda- sögunni. SUSAN STRASBERG heitir ung stúlka, sem mikið er tal- að um í Ameríku, og því spáð að liún muni verða ný Greta Garbo, þegar fram líða stundir. Hún er aðeins 17 ára, en komst í fremstu röð með fyrstu myndinni sinni, sem heitir „Kongu- lóarvefurinn", þar sem hún lék litið hlutverk. Undir eins og sú mynd var sýnd réð annað félag hana til sín, til að leika i kvikmynd, sem heitir „Picnic“, og nú á hún næst að leika á Broadway-leikhúsi í New York. Susan er aðeins 154 cm. há og veg- ur 43 kíló. Hún byrjaði að leika 14 ára og hefir unnið hvern sigurinn öðrum meiri, m. a. sem Júlía í „Romeo og Júlía“ í sjónvarpi. Fólk er stór- hrifið af henni og líkir henni við Gretu Garbo og Vivian Leigh. Hattaverslun í Stokkhólmi gefur viðskiptavinum sinum 10% afslátt á öllum kvenhöttum, ef daman er ekki lengur en tíu minútur að velja hattinn. T LskLLm.yn.dir Fallegur sumarkjóll. — Gróft hvítt silki með svörtum doppum er efnið sem Lanvin Cartillv hefir valið í þenn- an fallega sumarkjól. Hálsmálið er lagt með svörtu bandi og hanga end- arnir lausir niður að framan. Þrauthugsað bak. — Jean Desses hef- ir notað sína sköpunargáfu við bakið á þessum dropótta kjól. Fellingarnar liggja þvert yfir herðarnar, frá enni til ermar. Annað fellt stykki er um mjaðmirnar og einnig aftan á pilsinu neðst. Þetta er mjög fallegt.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.