Fálkinn


Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.09.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN TlosaUnd BrctU 2. // OLIKSR SVSTUR // Ifltf (ramhaldssaga Hann yppti öxlum íbygginn. — Já, frá þröngsýnu sjónarmiði. En landnemar eru ekki þröngsýnir. Þér og ég litum á lífið af mismunandi sjónarhól, imgfrú Norton. Þér hengið yður í gamla, notalega sveitasælu- drauma — hvort þeir eru góðir eða vondir — og látið viðkvæmnina villa yður sýn. — Viðkvæmnin villir engum sýn, sagði hún fastmælt. — Hún mildar aðeins. Hann hló. — Yður finnst ég vera of mikill raunhyggjumaður. Þér munuð iíklega segja, að það sé eitthvað ómanneskjulegt við þann, sem hefir ánægju af því að framleiða Ijós handa dimmu heimsálfunni. — Ég get sagt þetta öðru vísi. Það er græðgi og ótti, sem knýr menn til að grafa eftir dýrmætum jarðefnum. — Yður skjátlast, sagði hann einbeittur. — Þessi efni eru til okkar vegna, og við verð- um að nýta okkur þau. Sú kemur tíð að úran og beryllium verða nauðsynleg efni, og nú hafa mennimir öðlast þekkingu til að taka þau í þjónustu sína. En þessi staður er kannske óhentugur kvenfóiki. Ef þér amist svona mikið við framförum, þar sem þeirra er þörf, skil ég ekki hvers vegna þér eigið heima hérna í Afríku. FRl7 PEMBERTON HUGSAR MARGT. Lesley gafst ekki tími til að svara þessu því að faðir hennar kom inn áður en Fern- ando hafði lokið setningunni. Spánverjinn þóttist hafa himin höndum tekið að sjá þessa bók um beryllium, sem Norton hafði verið að ná í, en Lesley þóttist vita að það væri aðeins til að sýna kurteysi, sem hann bað um að fá bókina lánaða. Loks stóð hann. upp og sagði: — Þá ætti þetta allt að vera í lagi, herra Norton. Ég skal tala við málaflutningsmanninn í Buenda og láta yður vita hvenær við getum haldið fund. Við getum orðið samferða þangað — og dóttir yðar líka, vitanlega, bætti hann við. — Þakka yður kærlega fyrir mig, og fyrir teið. — Ég skal melta þetta nýja mál þangað til við sjáumst næst, sagði Edward Norton. — Ég átta mig ekki almennilega á því, ennþá. — Það verður hægara að átta sig á því beryllium, sem er til í landareigninni yðar, en á visnu tóbaksplöntunum yðar. Lesley og faðir hennar fylgdu gestinum niður á veginn, þar sem bíllinn hans stóð. Með aðra höndina á handfanginu á hurðinni á rauðum bílnum, sem gljáði í sólskininu, hneigði Fernando sig fyrir henni og sagði: — Kannske okkur takist að telja yður hug- hvarf. Hvort sem þér trúið því eða ekki þá hefi ég líka gaman af að horfa á óvirkjaða fossa. Hann settist inn í bílinn, kinkaði kolli og ók burt. Feðginin gengu hægt upp að húsinu, hlið við hlið. — Mér finnst hann svo gustmikill, sagði hún. — Mér líst ekki á hann. — Hann er kannske full mikill á lofti. En ég held að við getum treyst honum í við- skiptum. Hann stjórnar þessu stóra enska fyrirtæki, sem er að byggja aflstöðina, og þar er hann mikils metinn. Hann hefir samn- inga um tvö önnur mannvirki hér í Afríku og verður líklega hérna í mörg ár enn. Það var undarlegt að einn einasti maður skyldi geta gerbreytt heilu héraði, hugsaði hún með sér. Ef venjulegur enskur verkfræð- ingur hefði tekið að sér að byggja aflstöð hér í Afríku mundi hann hafa einbeitt sér að því, en ekki hirt um að fara að leita að beryllium. En svo kom Spánverji þarna og ætlaði sér að hafa endaskipti á öllu. Daginn eftir að Fernando Cuero kom í heimsóknina reið Lesley til nágrannanna í Grey Ridge. Frú Pemberton varð hrifin þegar hún heyrði fréttina. — Hann tengdafaðir minn fann vott af verðmætum efnum í okkar landareign, sagði hún. — Hann fann meira að segja svo mikið af gulli, að það varð nóg í giftingarhring, en ekki fannst svo mikið af neinu að það borg- aði sig að vinna það. Ég vona að árangur- inn verði betri hjá þessum Spánverja, Lesley, en ekki mundi ég treysta því, ef ég væri í þínum sporum. Anna Pemberton var hnellin kona um fertugt. Hún var ein af þessum konum, sem gjarnan vilja láta taka eftir sér, og þess vegna var hún meðlimur í hverju einasta félagi í Buenda og innsti koppur í búri í öllum líknar- félögum. Bill var fimmtíu og fimm og dáði konu sína meira en nokkuð annað í veröld- inni. Þau höfðu gifst seint — ekki nema tíu ár síðan — og áttu einn son, sjö ára gamlan. Anna var að semja skrá um gestina, sem hún ætlaði að bjóða í garðveislu, sem hún ætlaði að halda einhvern tíma í næstu viku. Hún hlustaði með eftirtekt á frásögn Lesley og kallaði á Bill, sem kom út úr einu út- húsinu og fékk nú’ að heyra um viðburðinn. Þegar Bill loksins var farinn aftur til vinnu sinnar settist Anna við skrifborðið og horfði á Lesley með spurnir í gráu augunum. — Hvernig er hann — þessi senor þinn? spurði hún. — Hár og mikill á lofti — með talsverðan höfðingjabrag. Hann sagði að ég væri við- kvæm og gamaldags og að Afríka væri eng- inn verustaður handa kvenfólki. — Jæja? Anna hló. — Bill segir að þú sért lagleg tískustúlka, og það finnst öllum öðrum karlmönnum í Buenda. Ég hefði gam- an af að kynriast þessum Fernando. Heldurðu að hann hefði gaman af að koma í útisam- kvæmið mitt? — Hann á heima í fimmtíu kílómetra fjar- lægð. — Það gera Hindleys og Mackintosh líka, — og þau koma. Hvenær sérðu hann aftur? — Það komu skilaboð í morgun um að hann hefði ákveðið fund hjá málaflutnings- manninum á laugardaginn klukkan níu. Hann kemur og sækir okkur. — Ágætt! Þá geturðu boðið honum fyrir mig. — Hann afþakkar það áreiðanlega. — Hvers vegna? Það getur vel verið að hann langi til að komast eitthvað burt frá Kalindifossunum. — Hann fer ekki þaðan nema til að leita að jarðefnum. — Þú getur að minnsta kosti spurt hann. Þú þarft ekki að ganga eftir honum, skil- urðu. Ég vona af heilum hug að ég þurfi aldrei að ganga á eftir Fernando Cuero með að gera nokkurn skapaðan hlut, hugsaði Lesley með sér. Hún kvaddi önnu, settist á hestbak og reið heim til Amanzi gegnum skóginn. FERNANDO FÆR HEIMBOÐ. Lesley var dauf í dálkinn þegar hún vakn- aði á laugardagsmorguninn. Hún fór í blá- röndóttan kjól og fór út á svalirnar, þar sem faðir hennar var að ljúka við morgunmatinn. Hann hafði fært stólinn frá borðinu og reykti og horfði yfir garðinn, rólegur og með á- nægjusvip. Salómon kom trítlandi og spurði, drafmæltur eins og hans var vandi: — Miss óskar salat með hádegisverð- inum? — Já, Salómon. Það er nóg af tómötum í garðinum. — Ekkert blaðsalat. Það vex ekki vel hérna. — Það tjóar ekki að tala um það. Við tök- um það sem við höfum. Hann trítlaði út aftur. Edward Norton leit á dóttur sína. — Hvað gengur að Salómon? Er það konan hans? — Það er svo að sjá. Hún er fegurðardís í þorpinu og ein af þeirri gerðinni, sem erfitt er að búa með, hvort heldur hún væri svört eða hvít. — Þú hefir á réttu að standa. Það var stundum ekki gaman að fást við Virginíu heldur. — Virginíu? Lesley hugsaði sig um. — Mér hefir aldrei dottið hún i hug í því sambandi fyrr. Hún er falleg og umsetin, en hún er gáfuð líka. Hún gæti gert mann hamingju- saman ef hún kærði sig um. — Heldurðu að hún giftist þessum Martin Boland, sem hún var að skrifa um. — Getur vel verið. Það er svo að sjá sem hann sé efnismaður. — Virginia er svo ljóngáfuð að ég held að hún mundi aldrei bera virðingu fyrir manni,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.