Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Flaggskip Nelsons í orrustunni við Trafalgar. „Victory“ er enn til í sama formi og það var fyrir 150 árum, og liggur í höfninni í Portsmouth. Hundruð þúsunda skoða skipið árlega. ur, en það var því að þakka að hann brá út af fyrirmælum yfirboðara síns og tók til eigin ráða. Var liann þá skip- aður varaaðmíráll og fékk sirs-nafn- bót. En þá um sumarið skaddaðist hann í orr.ustu við Teneriffa og varð að taka af honum höndina. Eigi að síður fór liann i lierþjónustu aftur og vann árið eftir orrustu er gerði hann mjög frægan, er liann gereyddi franskri flotadeild 13 skipa undir for- ustu franska aðmírálsins Brueys við Abukir 1. ágúst 1798. Fyrir þetta af- rek vann hann sér heitið „Nelson barón af Níl“ og fékk 2000 sterlings- punda heiðursverðlaun. Það var eflir þessa orrustu, sem Netson settist upp hjá enska sendiherranum í Napoli og komst í vinfengi við lafði Hamilton konu hans, en þau ástarævintýri hafa orðið mörgum yrkisefni, því að árið eftir fór hann með frúna til Englands og sagði hana vera konu sína „fyrir Guðs augum“. Eignaðist hann með henni eina barnið, sem hann átti. Það var stúlka og var skirð Horatia. Næstu stórorrustu sína háði Neison er Englendingar sendu flota til Kaup- mannahafnar og skutu á borgina, 2. apríl 1802. Þar stjórnaði Nelson 12 skipa sveit. Þá segir sagan, að er Parker yfirmaður hans gaf lionum merki um að láta undan siga, liafi Nelson sett kikinn fyrir blinda augað og ekki þótst sjá merkin en barist áfram. Vann hann sigur og iaskaði mörg skip fyrir Dönum, svo að þeir urðu að ganga að kröfum Englend- inga. Var þetta fúlmannleg árás af Breta liálfu, því að Danir höfðu ekk- ert til saka unnið. Fyrir þetta afrek varð baróninn Nelson gerður að „vis- count“, sem er hærra aðalsstig. Napoleonsstriðin stóðu sem hæst og Nelson var alltaf í eldinum. Árið 1803 tók ihann við yfirstjórn Miðjarð- arhafsflotans og kaus sér skipið „Victory“, sem flaggskip. Það var að vísu eldra en mörg önnur skipin i flotanum, smíðað 1765, en vegna þess hve gott siglingaskip það var, kaus Nelson það, þó að það væri fjörutíu ára gamalt. í dag mundi það þykja hjákátlegt að flaggskip flota væri fertugt. skipið hons. NELjSON O0 Enginn talar svo um sjóhctjur að honum detti ekki Nelson í hug. Hann „féll en hélt velli“ eins og Brjánn, og einmitt ævilok hans hafa orðið til að halda minningu hans uppi. 1 FYBBA minntust Englendingar há- tiðlega orrustunnar við Trafalgar, en þá voru liðin 150 ár síðan liún var háð og frægasta sjóhetja Englands sigraði — og féll, hinn 21. október 1805. Fáir Englendingar hafa eignast veglegri mínnismerki en Nelson aðmíráll og svo mikils virti þjóð hans hann að ihonum var valinn legstaður í gólfi St. Paulskirkjunnar, beint undir miðdepli kirkjuhvelfingarinnar, sem er frægasta smíði hins mikla hyggingasnillings Christopher Wrens. Og það minnismerki, sem mest ber á í London er helgað Nelson: frægasta torg Lundúnaborgar var skírt Tra- falgar Square, eftir staðnum sem hann háði sína orrustu hjá, og líkneskið sem stendur jiar á liæstu súlu torgsins, muna allir, sem til London hafa kom- ið. Myndin er gerð af E. H. Baily og kvað vera mjög lík Nelson, en svo hátt stendur hún á súlunni, að erfitt er að sjá hana greinilega nema i kiki. En frumgerðin af henni stendur fyrir ulan aðalstöðvar flotans í Whitehall, og þar er auðvelt að sjá myndina greinilega. Sagnaritarinn G. M. Trevelyan segir um Trafalgar Square, að „livergi í veröldinni liefir göfugri l'rægð verið túlkuð á táknrænni hátt“ en með því að gefa torginu Trafalgar-nafnið og reisa Nelson hið stórfenglega minnis- merki jiar. Var það reist árið 1852 og er súlan sjálf 184 fet en líkneskið 17 feta hátt. Nelson fæddist i Burnham Thorpe í Norfolk árið 1758, þann 29. sept., en þar var Edmund faðir hans sókn- arpirestur. Drengurinn var skirður Horatio og var 6. barn foreldra sinna. Móðir hans var í ætt við sjóhetjuna sir Bobert Walpole og bróðir hennar var sjóliðsforingi. Béðst Horatio í flotann 12 ára gamall, sem vikadreng- ur á skipi móðurbróður síns, sigldi til Vestur-Indía, norður i höf og til Indlands og varð skipherra áðeins 21 árs. Árið 1787 giftist hann 26 ára ekkju, Frances Nisbet, sem átti einn son. Var liann næstu sex árin í Miðjarðar- hafsflotanum og átti oft í skærum. í orrustu við Iíorsiku 1794 missti liann liægra augað. í byrjun árs 1797 háði hann viður- eign við Spánverja og fékk fullan sig- Nokkur livíld hafði orðið á stríði Breta og Frakka, cn 18. maí 1803 var aðmírálsfáninn dreginn að liún á „Victory“ og Nelson liélt suður í Mið- jarðarhaf. Ekki réðst hann í nein stórræði um sinn. Spánverjar gengu í lið með Frökkum 1804 og var það því floti beggja þessara stórvelda, sem Nelson átti að kljást við. Lengst af árinu var Nclson að elt- ast við fransk-spánska flotann og gekk sá eltingarleikur alla leið vestur að Ameríkuströndum. Loks bar fundum þeirra saman skammt frá Cadix. Voru þar sameinaðar flotadeildir Nelsons og Collingwoods aðmíráls. Nelson gerðist svo nærgöngull óvinaskipun- um að liann þekktist þar sem hann stóð á þilfarinu og varð fyrir skoti. Særðist hann banvænu sári og and- aðist um borð skömmu síðar. Á bana- stundinni mælti liann svo um, að lafði Hamilton og Horatia dóttir þeirra,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.