Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Nelson lávarður. Myndin er í National Portrait Gallery í London, gerð af málaran- um L. F. Abbott. væri „dánargjöf lians til þjóðarinnar“, það er að segja að liið opinbera ætli að sjá þeim farborða. Eigi var þó farið að þessu að þvi er lafði Hamilton snerti. Hins vegar fékk bróðir lians 108 þúsund punda gjöf til þess að kaupa sér óðal fyrir og var gerður „Nelson jarl af Trafalgar" og fékk 5.000 punda árslaun, en ekkja Nelsons fékk 2.000 punda eftirlaun á ári. Horatia dóttir hans fékk 5.000 punda árslaun — en lafði Hamilton ekkert! Horatia varð fjörgömul og eignaðist marga afkomendur, undir nafninu Ward. Hún dó árið 1881. Nelson var grafinn i St. Pauls- kirkju á ríkisins kostnað 9. janúar 1806. Frægð sína átti hann að þakka dirfsku, samfara þekkingu og dóm- greind. Ýmsir hafa gert orð á því, að dirfskan liafi hjálpað honum mest, cn sjálfur neitar hann þvi. Segir hann i bréfi til vinar síns, að hann leggi aldrei til orrustu án þess að vega og meta líkurnar fyrir úrslitunum, og forðist að etja kappi við ofurefli. Þess ber að gæta, að þó að Frakkar og Spánverjar hefðu fleiri skip en Nelson í orrustunni við Trafalgar voru þessi skip lakari en hin ensku, og liðið miklu verr þjálfað en ensku sjóliðarnir. Nelson var líka þeim persónulegu kostum gæddur, að liðs- menn hans elskuðu hann og mögn- uðust af eldmóðinum sem í honum bjó. Hann barðist alltaf sannfærður um sigur. í Englandi eru margar minjar um Nelson, fleiri en minnismerkin hans. Ber þá fyrst að nefna skip hans, Vic- tory. Það liggur enn i flotalæginu i Porthsmouth, en þaðan sigldi það í síðustu herferð Nelsons, og er til sýn- is gestum og gangandi. Á þilfarinu er sýndur hletturinn, sem Nelson stóð á, er hann fékk skotið sem varð hon- um að bana. Victory er bráðuin orðið 200 ára, en hefir verið haldið svo vel við, að það ætti að geta átt langa ævi fyrir höndum ennþá. í Norwicli, þar sem Nelson ólst upp uð nokkru leyti, er besta málverkið, sem gert hefir verið af honum. Það er eftir sir William Beechey og hang- ir í St. Andrews Hall. Og í ráðhúsinu i Norwicli er sverðið, sem Nelson tók af spönskum aðmírál í orrust- unni við St. Vincent og gaf bæjar- • - ýv j : M ■! 11 m M „Málaði salurinn“ í sjóliðaskólanum í Greenwich. Þar lá Nelson á lík- börunum fyrir greftrunina. Salurinn er til sýnis daglega, og frægur fyrir að geyma stærstu vegg- og loftmynd- ir í Evrópu. Hann er frá 1727. Bletturinn á þilfari „Victory“ sem Nelson dó á, 21. okt. 1805. stjórninni í Norwich. í Great Yar- mouth, þar sem Nelson lenti er hann kom úr orrustunni við Kaupmanna- höfn er annað frægt máiverk af Nel- son, eftir Matthew Keymer. Nelson þótti vænst um Bath allra enskra bæja. Sagði hann að loftslagið þar kæmist næst þvi sem væri á Jamaica. Dvaldi hann þar löngum, svo sem eftir að hann missti handlegginn i orruslunni við Teneriffa 1797 og er skjöldur til minningar um liann á hús- inu, sem hann bjó í þar, Pierremont nr. 2. Sömuleiðis á húsinu New Bond Street í London, þar sem hann dvaldi skömmu síðar. Eftir friðinn í Amiens 1802 dvaldi hann ásamt lafði Hamilton og manni hennar í húsi sem hann hafði keypt sér við Merton í Surrey. Þar dvaldi hann þangað til stríð hófst aftur vor- ið 1803 og stendur þetta hús enn með ummerkjum. 1 Portsdown við Portsmouth gnæfir hár minnisvarði við himin, reistur af stallbræðrum hans. Victory liggur á höfninni, skammt frá. Þar hélt Nel- son sig um borð lengstum hin siðustu ár ævinnar; dagbók hans sýnir að síðustu tvö árin hefir hann ekki stigið nema einu sinni af skipsfjöl! Skipið er ekki eingöngu safngripur. í siðustu styrjöld var það aðsetur setuliðsstjórans i Portsmouth, eftir að skrifstofur hans liöfðu eyðilagst í loftárás. Victory varð fyrir nokkrum skemmdum þá, en þær hafa verið bættar að fullu. — Skammt frá skipinu er safn ýmissa mynja er snerta Vic- tory, er það deild úr Siglingasafninu i Grecnwich, sem á marga muni eftir Nelson, bæði myndir, sverð, ein- kennisbúning, ættargripi og fjölda af handritum. í Greenwich-safninu er árlega höfð sérstök sýning til minn- ingar um Nelson. Og á Trafalgardag- inn blasir fáni við sjónum á Victory og víða um England, með hinum frægu orðum Nelsons: „England væntir þess að sérhver maður geri skyldu sína!“ Að lokum skal nefnt eitt minnis- merkið enn. Þegar Nelson lagði í orrustuna við Abukír sagði hann úr- sht hennar fyrir sig yrði anhað hvort „aðalstign eða Westminster Abbey“. Nelson hiaut ekki gröf i Westminster Abbey, en þar í kjallara er vaxmynd af honum, klædd i föt, sem hann hafði verið í sjálfur, og er mynd þessi talin hið mesta Iistaverk. Hertogafrúin af Devonshire, sem var honum samtiða, Nelsons-minnismerkið á Trafalgar- torgi er frægasta minnismerki Lund- únaborgar. Súlan er yfir 180 feta há. sagði að eftirmynd þessi væri óþekkj- anleg frá manninum. * Madame Niarclios, sem er mágkona Onassis hins griska og gift miklum auðkýfingi, barst mikið á er hún dvaldi á Palace Hotel í St. Moritz og iðkaði skíðagöngur þar. Skíðin henn- ar voru brydduð með 22 karata gulli og efnið í skiðafötunum hennar guil- ofið, svo að það var líkast og stór gullpeningur væri að velta niður brekkurnar þar sem liún fór. Hún liafði snjóbíl til að flytja sig upp brekkurnar, til þess að ofreyna sig ekki.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.