Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 loðkópuna, og svo skal ég koma yður út eldhúsmegin. Við fórum i lyftunni niður í eld- liúsið að loknum hádegisverðinum, þar var verið að þvo upp borðbúnað — klukkan var aðeins hálfþrjú. Allt eldhusliðið óskaði mér til hamingju, og ég hljóp fram ganginn og út í bif- reiðina. Hvergi sást ljósmyndari. — betta tókst vel, yðar tign, sagði Rósa hróðug. En ])að tókst miður ])egar við fór- um inn í sendiráðið. Ég rak tærnar í þegar ég kom inn í dyrnar, liálf- blinduð af glömpum Ijósmyndar- anna. Og nú fór ég óróast. Athöfnin átti að byrja klukkan fjögur, og með- an Rósa hjálpaði mér til að klæða mig, heyrði ég húrrahrópin frá mann- fjöidanum, þegar konunglega fólkið var að koma. Rósa hélt langa ræðu meðan i)ún var að klæða mig. — Þér ættuð að liafa „eittlivað gamalt.og eitthvað lán- að — eittlivað nýtt og eitthvað blátt“ til að vera í, sagði hún. — Er nokkuð nýtt á yður? Jú, skórnir. En þér verð- ið að liafa eitthvað blátt. Hún tók blált silkiband og festi á undirkjólinn minn. — Nú er það bara kjóllinn — og slæðan. Heyrið þér hvernig fólkið hrópar úti — konungurinn og drottn- ingin eru iiklega að koma. Og svo voru það eyrnalokkarnir. Mér finnst hálf skrítið að sjá brúði, sem engin blóm eru á. — Það væri óhugsandi, sagði ég. Það er svo margt sem maður á að gera mcðan á þessu stendur, og ég hefi engar brúðarmeyjar. ItVER STÍGUR FYRR Á HANDKLÆÐIÐ? Svo kom George frændi, konungur af Hellas, lil að sækja mig, og Andrea, yngri bróðir Péturs, fjórtán ára, átti að halda uppi slæðunni. Ég gekk inn í móttökusalinn, sem notaður var í kirkjustað. Erkibiskuparnir Ristanovitsj úr serbnesku kirkjunni og Germanos frá grísku kirkjunni höfðu vígt salinn og nú stóðu þeir og biðu eftir mér ásamt dómprófastinum af Westminster. Georg frændi tók fast um höndina á mér þegar hann tók eftir að ég skalf. Hugurinn var á fleygiferð. Loksins var það komið, augnablikið sem ég hafði þráð svo lengi. Ég átti að, gift- ast Pétri. Ég var óstyrk í hnjánum. Og ég þóttist viss um að ég mundi gleyma öllu, sem ég átti að segja og gera meðan á alhöfninni stóð. Eins og i leiðslu hucigði ég mig fyrir enska konunginum og drottningunni og stað- næmdist við hliðina á Pétri, en á hægri hönd hans stóð Bertie frændi, en Georg frændi stóð til vinstri við mig. Svo liófst guðsþjónustan. Ég man að erkibiskupinn hnýtti hendurnar á okkur saman með hvítum silkiklút, og þegar liann setti kórón- una á höfuðið á mér hvíslaði hann: — Ég vona að ég geri þetta rétt! Eg hafði nefnilega sagt við hann áður, að hann mætti ekki aflaga höfuðbún- aðinn á mér. Með kórónurnar á höfð- inu gengum við Pétur svo þrisvar kringum altarið, en konungarnir — svaramennirnir tveir — í humátt á eftir. Allt i einu tók ég eftir handklæðinu á gólfinu. Ég steig langt skref fram, en i sörnu svifum og ég teygði hvíta skóinn á handklœðið var svartur skór kominn við hliðina á honum. Pétur liafði séð handklæðið en vissi ekkert um þýðingu þess. Samkvæmt þjóðtrúnni átti hvorugt að liafa yfir- höndina í hjónabandinu úr þvi að við stigum bæði á handklæðið jafn- snemma. — Við áttum að ráða jafnt. Þegar hjónavígslan var afstaðin hófst móttaka sem stóð í tvo tima, og við Pétur lékum þar húsbændur þangað til síðustu gestirnir voru farnir. Klukkan var orðin hálfsjö og við vorum bæði staðuppgefin. Ég flýtti mér inn til Rósu og lnin hafði ferða- fötin tilbúin. HVEITIBRAUÐSDAGARNIR. Þegar við Pétur fórum út og mætt- uin öllum ljósmyndaraskaranum, sá ég að lögreglumaðurinn hans var á næstu grösum. Hann átti að verða með okkur í brúðkaupsferðinni. Loks komumst við inn í Cadillac- bílinn, sem stóð og beið eftir okkur. Lögreglumaðurinn sat frannni í hjá bílstjóranum. Ég leit bænaraugum til Péturs. ■— Pétur, sagði ég. — Viltu gefa mér sígarettu? Þegar hann beygði sig til að ná i vindlinginn hoppaði síðasti Ijósmyndarinn niður af aur- hlífinni. — Ég þori að veðja um að þessi sigaretta kemur á fyrstu siðu á morg- un, sem „Fyrsti koss brúðhjónanna", sagði Pétur. Við ætluðum að dvelja hveitibrauðs- dagana í litlu sumarhúsi, sem Horlick vinur mömmu liafði léð okkur. Ég hafði átt heima hjá honum og „Floru frænku“ þegar ég var barn. William, gamli brytinn hjá Horlick, slóð í dyrunum og tók á móti okkur. — William! kallaði ég glöð. Svo slóð ég lengi og starði á hann. And- litið á honum var eins og steingerv- ingur og liann hneigði sig djúpt og sagði: — Velkomin, yðar hátignl Þctta var i fyrsta skipti sem nokkur ihafði ávarpað mig „yðar hátign“, og mér fannst það ansi skrítið. Þegar Pétur tók utan um mig og leiddi mig inn í húsið, hugsaði ég með mér: — Að hugsa sér þetta — ég er drottning! Við borðuðum létta máltíð og fórum snemma að hátta. — Ég vil helst ekki hugsa mér að við séum konungur og drottning þessa fáu daga sem við megum vera saman hérna, sagði ég við Pétur, er við vor- um orðin ein. — Það cru ekki nema þrir dagar. Getum við ekki leikið I)ónda og húsfreyju? Pétur hló og tók báðum liöndum um kinnarnar á mér. — Jú, það skul- um við gera. En hvað cigum við að kalla okkur? Ég liugsaði mig um. — Herra Boudouni og frú Boudouni, sagði ég. Pétur vakti mig morguninn eftir. — Halló, frú Boudouni, hvað eruð þér vön að borða á morgnana? — Bara kaffi — ekkert annað, sagði ég. — En mig langar i mat, sagði Pét- ur. — Mig langar í egg og steikt flesk. Við fengum árbitinn í rúmið. Pétur hólkaði i sig eggjunum og spurði svo: — Jæja, kona, liefirðu fleiri vcnjur, sem ég þarf að vita um? — Já, eitt enn, sagði ég. — Ef ég fæ ógleði eða finnst ég vera veik, vil ég ekki neitt nema kampavin! Pétur orgaði af hlátri. — Góða frú Boudouni, sagði liann. — Það er svei mér hentugt að þú skulir vera drottn- ing, þegar á allt er litið. Við sátum við arininn um kvöldið og Pétur tók fram ljósmyndabókina. — Nú skal ég sýna þér heimilið þitt, sem þú verður liúsmóðir á þegar þú kemur til Jugoslavíu. Hérna cr höllin. Ég sá myndir af stóru, hvitu húsi, sem stóð á hæð, en skógur var allt í kring. Þrep voru frá húsinu niður ' garðinn, og fyrir neðan grasflötina var stór sundlaug og lilið musteri í grískum stíl. — Við skulum athuga livernig við eigum að haga til í herbergjunum, sagði ég. Við sáttim langt fram á nólt og bjuggum okkur til heimili í höll sem ég hafði aldrei séð, en ])ó_ var ég drottning þeirrar hallar ... Hveitibrauðsdagarnir liðu langtum of fljótt og við urðum að fara til Lon- don aftur. — Ég vildi óska að við þyrftum aldrei að fara liéðan, sagði ég angurvær. Pétri fannst eins og mér. — Þetta er húsið okkar. Það er hús Boudouni- hjónanna. Sandra! Kannske Flora frænka vilji leigja okkur það? Flora frænka féllst á að leigja okk- ur húsið, og nú höfðum við borgar- heimilið — íbúðina í Hotel Clardige — og sveitasetrið í Ascot. Við fórurn til Ascot hvenær sem við höfðum kringumstæður til. KONUNGUR BERST FYRIR RÍKINU. Pétur fór daglega í skrifstofu sina í sendiráðinu. Hann var konungur — konungur sem barðist, eigi aðeins fyrir land sitt heldur fyrir hásæti sínu. Á hverju kvöldi kom hann heim sem „herra Boudouni“ og eina merk- ið um að honum liði ekki vel var það, að hann flaug oft langar ferðir í einka- flugvél sinni, sem stóð á flugvelli ekki langt frá húsinu okkar. Ég hafði fullt traust á honum sem ftugmanni. Ég vissi að hann mundi koma aftiir úr þessum ferðum rólegur og afþreyttur og reiðubúinn til að berjast áfram. Bandamenn lögðu fast að honum að viðurkenna Tito og skæruliðana hans, en liann átti bágt með að fall- p.st á það, því að hann treysti enn Mihailovitsj, foringja ættjarðarsinna. Hann var í miklum vafa, og stjórn hans var ekki einliuga í mátinu og gat ekki hjálpað honum. Loksins — eftir margar árangurs- lausar tilraunir til þess að fá einhuga stuðning — lét hann stjórnina fara frá og skipaði einn mann í stað lienn- ar, sem skyldi verða bæði forsætis- ráðherra og ríkisstjórn. Hann hét Subasitsj og var hliðhollari Tito en fyrirrennari hans, og með því að sííga þetta skref fann Pétur að hann hafði brugðist Mihailovitsj hershöfðingja, og falið konungdæmið og sjálfan sig Tito á vald. Ég fór með honum inn í Claridge morguninn sem Subasitsj vann trún- aðareiðinn inni í stofu lijá honum, í viðurvist prests. Pétur var mjög nið- urdreginn þegar þetta var gengið um garð. Síðdegis þennan dag fhitti hann út- varpsræðu til þjóðar sinnar í BBC og bvatti hana til að gera það sem i hennar valdi stæði til að frelsa landið undan áþján Þjóðverja, hvort heldur ínenn fylgdu Mihailovitsj eða Tilo. Það var síðasta tilraunin til að forða borgarastyrjöldinni, sem vofði yfir landinu. En áður en liann fór i útvarpið viðurkenndi hann lireinskilnislega það, sem liann liafði lengi verið hræddur við, en aldrei liaft orð á. — Imyndir fegurðarinnar eru ekki alts staðar eins í heiminum. Þessi stúlka þykir fríðleiksmær í Burma, því að þar byrja telpur kornungar að ganga með hring um hálsinn til að teygja sem mest úr honum. Stjarna dr. Alfreds Ivinsey, þess sem mest hefir skrifað um skírlifið — eða öllu heldur óskírlífið — í Bandarikj- unum, fer nú lækkandi. Arið 1954 græddi liann tvær milljónir dotlara á bókum sínum en ekki nema 20.000 dollara síðasta ár. Doktorinn var hjátökur i Evrópu, er tiann dó og hugðist mundu hlá sér upp á þcim. Eitl af stærstu garðyrkjubúum Þýskalands getur selt ný jarðarber frá því í maí og fram i nóvember. Sandra, sagði hann, — þetta er upp- hafið að endalokunum. Eins og ég hafði búist við reyndi hann að dreifa huganum með því að fara í flugferð á eftir. Hann kom oft lieim með foringja úr ameríska flug- bernum, sem höfðu bækistöð skammt frá heimili okkar í Ascot. Einn daginn þegar hann var lengur burtu en vant var, fór ég að verða hrædd um hann, og ég komsl von bráðar að því að ég hafði ástæðu til þess. Ameriskur flugforingi hafði orðið að tjá forföll frá könnunarflugi til Frakklands, rétt fyrir D-daginn — 6. júni 1944 — og Pétri hafði tekist að fá að hlaupa í skarðið fyrir hann — að gamni sinu. Þegar þeir liöfðu lokið könnuninni stakk samferðamaður Péturs upp á því, að þeir skyldu leggja á sig krók og fljúga yfir París. Pétur hafði aldrei séð París úr lofti. Ilann afréð að fljúga yfir borgina ])ó að þetta væri um miðjan dag og fullt af Þjóðverjum í borginni. Og ])etta gerði hann i amerískri vél, sem hann hafði alls ekki átt að vera í, að réttu lagi. Ameríska ftugstjórnin var í öngum sinum út af því að Pétur hafði ekki komið aftur, og ég var eirðarlaus af hræðstu þvi að ég vissi ckkert livar hann var. Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.