Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Afbrgfði - glrepur NN TABOR var glöggskygn á bresti annarra, og henni þótti vænt uni ])að núna, er liún var i þann veginn að fremja morð. í fyrsta lagi var fólk flest merkilega athugana- sljótt, og í öðru lagi var það einstak- lega minnislaust. Og þeir voru svo fáir í morðingjahópnum, sem gátu orð- ið sér úti um sakleysissönnun sem dugði, að það var ekki tiltökumál þó að flestir ]>eirra lentu í hrammi lag- anna. Hún hafði alltaf gert sér þetta ljóst, síðan hún fór að ráðgera morðið sem hún ætlaði að fremja. Náttúran hafði séð henni fyrir fleiri heilavindingum en fólk flest hefir, og reynslan, sem hún liafði fengið meðan hún var einkaritari hjá Thomas Smith, einum frægasta glæpasérfræðingi í New York, var henni líka mikils virði, und- ir þessum kringumstæðum. Hún hafði oft gapað af undrun, er Smitli sýndi lienni með nærri óhugnanlegri skarp- skyggni livernig hann fór að finna smáatriðin, sem urðu glæpamönnun- um að falli. Iiún var þess fullviss, að morðið sem liún ætlaði að fremja sjálf, yrði þannig undirbúið að hvergi væri snöggur blettur á! Og þetta var nauðsynlegt, ekki sist fyrir það, að það var unnusta Toms, sem luin ætl- aði að koma fyrir kattarnef. Hún hafði verið ástfangin af Tom í sex ár. Hann var eini maðurinn í lieimi, sem henni fannst nokkuð varið í! — En enginn — og allra síst Tom sjálfur — hafði hugmynd um þetta. Frá hans sjónarmiði var liún ekkert annað en fullkominn einkaritari. Það stoðaði ekkert þó að hún eyddi stór- fé til að reyna að fegra snjáldrið á sér, eða í föt og liárgreiðslu, — hann sá hana blátt áfram ekki. Oð þó var liún alls ekki ljót. Hún var há og grönn, hárið svart, 2neð silfurgára og fest í linút í hnakkanum. Augun björt og augnahárið dökkt og þétt. Hún var alltaf snyrt og fáguð. Það eina sem hún var ekki ánægð með voru liendurnar. Þær voru of stórar og sterklegar, af kvenhöndum að vera. EF Thelma hefði ekki komið til sög- unnar, þóttist Ann Tabor viss um að Tom hefði fyrr eða síðar uppgötvað yndisleik hennar sjálfrar. Það var margt smávegis sem benti í þá átt. Hann hafði oft borðað miðdegisverð heima í íbúðinni hennar. Það bafði verið óumræðilega yndislegt að fá að stjana við hann og búa til handa hon- um miðdegisverð, meðan liann hvíldi taugarnar i góða stólnum hennar. Stóllinn liafði verið dýr, og hún hafði keypt liann með það fyrir augum, að Tom ætti að iáta sér líða vel í lionum. Eftir máltíðina sátu þau og töluðu saman — eða réttara sagt var það hann, sem hélt langa — og lærdóms- rika — fyrirlestra, en liún hiustaði á með gáfusvip. En þá iiafði hún alls ekki gert sér ljóst, að hún gæti liaft gagn af þessari fræðslu síðar. Aldrei mundi liún gleyma þegar hann nefndi hana með fornafni í fyrsta skiptið, og einu sinni liafði hann sagt allt i einu: — Veistu það, Ann, að þú minnir mig á silfurref, með hvítu rákina í hárinu og mjúku lireyfingarnar þínar. Langan og mjóan silfurref. Og þessi kjóll fer þér ljómandi vel. Hún hafði leikið á als oddi af gleði yfir því, að ioksins hafði liann tekið eftir útganginum á lienni. í hvert sinn sem hún leit á sig i spegli hugsaði hún með sér: — Ég er grönn og hreyf- ingalipur eins og silfurrefur, og hún fann livernig þetta styrkti sjálfsviss- una. Eftir að Tom var farinn þetta kvöld, hafði hún flett upp á „refir“ í al- fræðibókinni. Þvi miður stóð allt of lítið um silfurrefinn þar, aðeins drep- ið á að belgurinn af honum væri dýr, en ekki dró það úr þvi, sem Tom hafði sagt. THELMA kom til New York einn góðan veðurdag í júní. Nú voru fimm mánuðir liðnir siðan. Anna liafði einmitt verið í búð og keypt sér fal- legan kjól og skémmtilegan hatt, sem Tom gat ekki komist hjá að taka eftir, þegar bjöllunni var hringt. Thelma var ættuð úr sama bæ sem Anna, og á einhverju góðmennskuaugnabliki hafði það álpast upp úr Ann, að ef hún kæmi einhvern tíma til New York væri henni velkomið að dvelja hjá sér. Það hefði lnin aldrei átt að gera. Hálfum mánuði siðar kom Tom í mið- degismat til liennar, og eftir tíu mín- útur var liann orðinn bálskotinn í Thelmu. Ilann gat ekki haft augun af henni, og nú tók hann hvorki eftir Ann sjálfri eða þeim ágæta mat, sem hún hafði mallað handa honum. Kvöldið hafði verið þjáning. Thelma var aðeins 23 ára. Hún var litil og grönn, og glóbjart hárið var eins og ský yfir sólbökuðu andlitinu. En það voru hendurnar, sem Ann sárnaði mest. Thelma hafði fegurstu hendur sem guð getur skapað. Fing- urnir langir og mjóir og neglurnar þrautfágaðar. Það var ekki hægt að hugsa sér meiri iðjuleysishendur en Thelmu, og þó hafði liún talsverðar tekjur af þeim — auglýsingastofur notuðu þær sem fyrirmynd að aug- lýsingum um naglalakk. Ann leið sárustu kvalir afbrýðinnar er hún var með Tom og Thelmu, og daginn sem þau opinberuðu trúlof- unina strengdi hún þess heit að myrða hana. Og síðan fór liún að gera ýtar- lega áætlun um framkvæmdina. ÞENNAN föstudag í nóvember, sem hún liafði afráðið að láta skríða til skarar, kom hún á skrifstofuna stund- víslega klukkan níu, eins og hún var vön. Hún tók ekki af sér hattinn en gekk beint að skrifstofudyrunum hjá Tom og drap á þær. — Kom inn! sagði hann. Ann fór inn. Hún gekk fast að skrif- borðinu, en hann leit ekki upp úr blöðunum, sem hann var að lesa. — Þú minntist á í gær, að það væri ýmislegt, sem þyrl'ti að erinda í dag. Á ég að gera það fyr-ir þig núna? Tom leit upp. Það er synd að þræla þér út í því, sagði hann og brosti. — En mér þætti afar vænt um ef þú vildir fara til Benchleys og kaupa nokkur hálsbindi handa mér og nokkra hvíta vasaklúta. — Þú veist hvað Thelmu fellur best i geð, svo að þú velur eftir hennar smekk. Ann kinkaði kolli og kökkur kom í hálsinn á henni. Hún hafði keypt bálsbindi handa Tom i mörg ár, já, hún hafði meira að segja keypt skyrt- ur og náttföt handa lionum. Tom hafði alltaf likað vel hvernig hún hafði valið og firósað henni fyrir góðan smekk. En nú var það smekkur Thelmu sem átti að ráða, og það fannst Ann óbærilegt. — Thelnni finnst ég vera öldur- mannlegri í klæðaburði en ég eigi að vera, og liún liefir kannske rétt fyrir sér í því, bætti 'hann við og hló. — Hérna eru peningar. Ann tók við peningunum. — Komdu hingað með þetta sem þú kaupir, þá get ég skipt hérna á skrifstofunni áður en við Thelma hittumst. Það er fallega gert af þér að gera þetta. Ég skal nú ekki níðast á þér lengi eftir þetta; Thelma verður að sjá um það framvegis. Hann sökkti sér niður í skjölin sín aftur og Ann stóð kyrr augnablik og liorfði á dökka hárið á honum. Thelma skal aldrei fara í verslanir fyrir þig, hugsaði hún með sér. Aldrei! Svo sneri hún sér frá honum og gekk fram að dyrunum og stakk pen- ingunum í töskuna sína. Áður en hún fór út úr skrifstofunni spurði hún hraðritarann: — Hvað er ldukkan núna, ungfrú Barton? — Fimm mínútur yfir níu. — Fimm mínútur yfir níu, endur- tók Ann hátt og skýrt. — Ég þarf að skreppa ýmissa erinda fyrir Smith. Viltu svara í simann meðan ég er úti? — Vitanlega. Ann opnaði dyrnar og fór út. Nú var um að gera að láta sér ekki fipast. Hún vissi að Thelma mundi vera sof- andi í rúmi sinu ennþá. Þegar hún var ekki við neitt sérstakt bundin hafði hún það til að sofa langt fram á dag, og í þetta skiptið mundi hún yfirleitt alls ekki vakna. Iílukkan eitt mundi hreingerningakonan koma og það var hún, sem mundi uppgötva morðið. ÞEGAR Ann kom út í Lexington Avenue hélt hún beint til Benchleys, sem var um kortérs gang undan. Það var nær mannlaust í versluninni þeg- ar hún kom inn, og hún fékk af- greiðslu strax. Með kipraðar var- irnar vahli hún nokkur litsterk liáls- bindi, sem hún vissi að Thelmu mundi líka, og eina tylft af hvítum vasaklút- um úr hör. Afgreiðslumaðurinn þekkti hana og spurði, um leið og hann skrifaði kvittunina: — Eigum við að senda þetta? — Nei, þökk fyrir, ég tek það með mér. Hugur hennar var annars staðar er hún horfði á afgreiðslumanninn ganga frá bögglinum og binda rauðan þráð um liann. Við Tom eigum saman, hugsaði hún með sér. Þegar Thehna er farin á bak og burt verður allt eins og það var áður. Ég skal sjá uin að hann gleymi henni. Hvernig ætti svona stelpugæskni að geta gefið karlmanni jafn mikið ástríki og þroskuð kona gerir? Afgreiðslumaðurinn rétti henni böggulinn. — Hvar er kvittunin? Ég er alltaf vön að afhenda lierra Smith kvittun fyrir því, sem ég kaupi fyrir hann. — Kvittunin liggur í bögglinum, ungfrú Tabor. — Hafið þér nokkrar fallegar silki- skyrtur? Hvítar? Herra Smith bað mig að spyrja hvort þær væru til. — Við fengum þær alveg nýlega. Skyrtudeildin er á 3. hæð. — Þá verð ég að skreppa upp og líta á þær, sagði Ann án þess að ætla sér að gera það. — Herra Smith er

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.