Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 nefnilega í þann veginn aS giftast vinstúlku minni. Annars var þaf? ég, sem kom þeim i kynni. AfgreiSslumaSurinn muldraSi eitt- livaS, sem Ann kærSi sig ekki urn aS heyra. En nú þóttist hún aS minnsta kosti viss um aS ihann myndi aS hún liefSi komiS þarna. — VitiS þér hvaS klukkan er? — Réttar tuttugu mínútur yfir níu. Hún fór að lyftunni. Þar leit hún viS, á manninn sem hafSi afgreitt hana. ViSskiptavinirnir voru farnir að koma inn og afgreiSslumaSurinn var önnum kafinn. ÞaS var einmitt þetta, sem hún hafSi ætiast tii. Hún þurfti alls ekki að fara í skyrtudeild- ina. Eftir augnablik var hún komin út á Lexington Avenue aftur. ÞÁ var fjarverusönnun nr. 1 í lagi. Ef lögreglan yfirheyrði afgreiðslu- manninn, mundi hann segja að liún hefði verið í versluninni kringum tutt- ugu mínútur yfir níu og hefði svo far- ið upp í skyrtudeiidina. Og afgreiðslu- mennirnir þar uppi mundu vafalaust ekki geta neitað að hún hefði gengið þar um og skoðað vörurnar. Hún treysti lélegu minni fólks og skorti á eftirtekt. Meðan hún stóð á götuhorninu og beið eftir grænu ljósi, rifjaði 'hún upp fyrir sér hvað hún geymdi í töskunni sinni. Þar var ýmislegt ódýrt dót, sem hún hafði keypt í matartímanum fyrir nokkrum dögum. Hver af öllum mill- jónunum í New York gat neitað því að hún hefði keypt þetta i dag? Og þarna hafði hún fjarverusönnun fyrir hálfan annan tíma í viðbót. Þegar hún kæmi á skrifstofuna aftur ætlaði luin að sýna Tom þetta dót sem Iiún hefði keypt, og þess vegna hefði hún verið hálfum öðrum tíma lengur úti, en liún ætlaði sér. Nú skipti um ljós og hún flýtti sér að neðanjarðarstöðinni. Annars var hún vön að nota strætisvagn, en und anfarið hafði hún notað neðanjarðar- brautina nokkrum sinnum. Stundum var hún tvær mínútur, stundum ekki nema hálfa aðra. Hún fékk hjartslátt þegar hún var komin úr lestinni. Nú var allt undir þvi komið að hún yrði heppin. Ef hún liitti einhvern sem hún þekkti var allt farið i hundana. Þá yrði hún að byrja á nýjan leik aftur. Heppnin var með lienni og hún komst að húsinu, sem luin bjó i án þess að hitta nokkurn sem hún þekkti. Húsvörðurinn var með iskís og var vanur að leggjast fyrir þegar hann hafði kveikt upp í miðstöðinni á morgnana. Hún stansaði sem snöggvast fyrir utan gangadyrnar hjá sér og leit kringum sig i tómum ganginum. Svo opnaði hún dyrnar varlega og lokaði þeiin enn varlegar eftir sér. ÞEGAR liún kom út úr svefnherberg- inu skömmu síðar, var hárið á henni úfiS og hatturinn skakkur. Hún lædd- ist gegnum borðstofuna og fram í and- dyrið. Þar lagði hún eyrað að skrá- argatinu lil að hlusta, hvort allt væri hljótt í ganginum. Svo tók hún bögg- ulinn, sem hún hafði lagt frá sér á borðið í anddyrinu, en hendurnar titruðu svo mikið, að seglgarnið um hann raknaði. Hún missti innihaldið niður á gólfið, og liálsbindin duttu úr bögglinum. Óstillt og ergileg beygði liún sig til að taka dótið upp, en allt í einu rétli hún úr sér og starði óttaslegin á dyrnar. Hún heyrði fóta- tak húsvarðarins úti í ganginum. Og nú mundi hún allt í einu að hún hafði beðið hann um að líta á kæli- skápinn sinn og fengið lionum iykil að íbúðinni! Hún stóð og beið, agn- dofa af hræSslu. FótatakiS heyrðist nær og nær -— nú — nú var hann kominn að dyrunum hennar. Hann gekk framhjá! Hún hleraði við dyrnar og heyrði að hann gekk niður stigann, og loks varð allt hljótt aftur. Thelma hafði steinsofið Jjegar hún kom inn í svefnherbergiS. Ann hafði læðst með mikilli varúð inn að rúm- inu hennar og læst sterkum fingrun- um að mjóum hálsinum og þrýst að. Vitanlega hafði hún haft hanska á höndunum. Thelma hafði opnað aug- un rétt í svip og starað á hana í of boðs hræðslu. Hún liafði gripið fálm- andi höndum eitthvað út í bláinn og tekið í hárið á Ann, en síðan lá hún grafkyrr. Ann hafði togað gljáandi trúiofunarhringinn af fingrinum á henni og lagt hann i töskuna sína. Því að þetta var hringurinn hennar •— hún þoldi ekki að sjá hann á hendi nokkurrar annarrar konu. Síðan hafði hún dregið út allar skúffur í flýli og opnað allar skáp- hurðir. Þvi sem inni var hafði hún stráS út á gólfiS. Hún hafði einnig tætt allt upp úr töskum Thelmu og sjálfrar sín og fleygt innihaldinu á borðið. Lögreglan mundi halda, að hér liefði verið ræningi á ferð. Glugginn stóð upp á gátt, og það var lítill vandi að komast inn um hann af götunni. Hún Sjaldgæf X % .'4. % 3 ‘í-kAÐ var sagt hér i gamla daga /■' að Játvarður VII. Bretakon- ungur ætti mesta frímerkjasafn í heimi, en aðrir sögðu að Niku- lás Rússakeisari hefði vinning- inn. ÞaS er rétt, að Elízabeth Englandsdrottning mun enn eiga mesta frimerkjasafn heimsins, en næst safni ensku konungsættar- innar gengur ríkis-póstmálasafn- ið í Berlín, en það er nú í Bonn. Fyrir stríðið var þetta safn fjöl- sótt af frimerkjasöfnurum víðs vegar um heim; þar gátu þeir fengið að sjá bláa og rauða merk- iS frá Mauritius og bleika 2 centa merkið frá Britisli Guiana frá 1850. Þau eru bæði meðal allra verðmætustu frímerkja í heimi. En einn góðan veðurdag á stríðsárunum voru öli þessi dýr- mætu frímerki horfin og yfir- völdin vissu ekkert hvað af þeim liafði orðið. Þegar loftárásirnar miklu hóf- ust á Berlín voru öll frímerkin sett í sérstakar kistur, sem síðan voru læstar og innsiglaðar. Voru kisturnar síðan fluttar í geymslu- kjallara Ríkisbankans, en siðar í geymslur banka í Wien en að lokum lentu þær í saltnámum skammt frá Eisleben. Þar voru þær til stríSsloka, en þá hófst nýtt ferðalag. Fyrst til Wiesbad- en og loks tii Bonn, hinnar nýju höfuðborgar Vestur-Þýskalands. Ekkert var að sjá á kistunum að utanverðu, en þegar farið var að rannsaka innihaldið og bera það saman við skrárnar, sem gerðar höfðu verið urn frímerkin, ráku margir upp stór augu. Því að þarna vantaði Mauritius- og British Guiana-merkin og trú- boðsstöðvarmerki frá Hawaii frá 1851 og ennfremur prentvillufrí- merki frá Baden, sem var talið yfir 100.000 þýskra marka virði. Var auðséð á öllum ummerkjum, að þarna höfðu engir venjulegir þjófar verið á ferð. enda var þýð- ingarlaust að stela frímerkjunum til þess að reyna að koma þeim i peninga. Öll sjaldgæfustu merki veraldar eru skráð, og frímerkja- kaupmenn vita hverjir eru eig- endur þeirra. Undir eins og þýska póststjórn- in fékk vitneskju um þjófnaðinn sneri hún sér til alþjóðalögregl- unnar — Interpol — og nú var hafin leit. En hún hefir ekki bor- ið árangur ennþá — og vafasamt hvort hún gerir það nokkurn tíma. <o> TENINGSMYNDUÐ EGG. Innan skamms fara þeir að borða teningsmynduð egg vestur i Ameríku. Ekki svo að skilja að hænurnar séu farnar að verpa svona eggjum, heldur hitt að hug- vitssamur maður, sem lieitir Jolin Hesters hefir smíðað vél, sem tekur skurnið af eggjunum, mótar þau í tening, án þess að slíta himnuna og setur á þau nýtt skurn, sem er ekki eins brotliætt og það, sem veslings hænurnar framleiða. ‘Það er vitanlega úr plasti, og alveg loftþétt, svo að eggin geymast miklu betur. Og svo liafa teningseggin þann kost, að miklu hægara er að ganga frá þeim til sendingar og þau þurfa miklu minna rúm i kössunum. Hesters hefir unnið að þessari uppgötvun sinni i yfir tuttugu ár og hefir nú selt hana eggjafram- leiðendum vestra. Einnig er farið að selja vélina í Evrópu. Svo að ekki er að vita nema við förum að borða teningsegg innan skamms. Og leirvörugerðirnar verða að fara að framleiða ten- ingsmyndaða eggjabikara, því að þeir gömlu verða úreltir. <o> Kvikmyndadísin Susan Hay- ward, sú sem fékk fyrstu verð- laun á kvikmynda-sýningunni í Cannes, hélt nýlega afmælis- veislu. Ein vinkona hennar spurði hvort hún hefði haft marga gesti þar. — Nei, svaraði Susan, — þetta var fjölskyldusamkvæmi. Aðeins dætur mínar af fyrsta hjónabandi, þriðja kona annars mannsins míns, fjórði maðurinn minn með fyrrverandi unnustu sina og aðra konuna sína, fyrsti maðurinn hennar og svo auðvitað maðurinn minn tilvonandi og tveir synir lians og fyrrverandi tengdamóðir. ► % ik? % brosti við tiihugsúnina um, að ef til vill mundi hún sjálf verða viðstödd, þegar lögreglan færi að gera sér yfir- lit um hvernig atburðurinn hefði gerst. Lestin ók inn á stöðina og hún gekk út og var mjög róleg. Hún nam staðar sem snöggvast við spegilinn á tuggu- gúmmssjálfsala og lagaði á sér hárið. Svo gekk hún upp stigann að Lexing- ton Avenue. ÞÉR eruð þá komin aftur svona fljótt, sagði ungfrú Barton og leit upp frá ritvélinni. — Það voru engir í búð- unum, að lieita mátti, svaraði Ann. — Ég gat meira að segja verslað dálitið fyrir sjálfa mig líka. Hún gekk að dyrunum hjá Tom og drap á þær. — Hérna eru hálsbindin, sagði hún glaðlega. — Þeir liafa fengið nýja gerð af fallegum, hvítum silkiskyrtum hjá Benchley, bætti hún við. Ég versl- aði dálitið fyrir sjálfa mig um leið, sagði hún svo, og sýndi honum nokkra smáböggla, sem hún tók upp úr tösk- unni sinni. Það fór nærri því iiálfur annar timi i þetta af vinnutímanum, en ég skal reyna að bæta það upp seinna. —■ Má ég líta á hálsbindin? Held- urðu að Thelmu lítist vel á þau? — Áreiðanlega. Hún opnaði böggul- inn og lagði það sem liún hafði keypt á borðið fyrir framan hann. — Hérna eru peningarnir og kvitt- unin ... Hún þagnaði. Kvittunin var ekki í bögglinum. Tom horfði á litsterku hálsbindin og hló. — Hvað skyldi hún segja þegar hún sér þetta á mér? En Ann tók ekkert eftir því sem hann sagði. Hún gat ekki um annað liugsað en kvittunina. — Hún hlýtur að vera hérna. Af- greiðslumaðurinn sagðist hafa lagt hana inn í böggulinn. — Vertu ekki að hugsa um það. Kvittuniii skiptir engu máli. Ann hríðskalf. Hafði 'hún misst kvittunina i anddyrinu heima, þegar umbúðirnar fóru af bögglinum? Hún hlaut að hafa gert það — önnur skýr- ing var ekki til á. Og þá var úti um hana. Tom lagði frá sér hálsbindin og horfði forviða á hana. — Hvers vegna æðrastu svona út af þcssari kvittun? Hún er líkast til i töskunni þinni. Og svo rétti liann brosandi fram höndina eftir töskunni. — Nei, þú mátt ekki snerta á henni, hrópaði Ann í örvæntingu. Hún hljóp að skrifborðinu og þreif töskuna af lionum. — Ég hafði alls ekki ætlað mér að skoða i liana, sagði hann stutt. — Nci, farðu ekki strax, sagði hann er hún sneri sér fram að dyrunum. — Við verðum að athuga þetta Johnsons-mál. Ég ætla bara að sima til Thelmu fyrst. — Thelma -— Thelma sefur alltaf um þetta leyti. Ég meina — hún vill áreiðanlega ekki láta ónáða sig svona snemma. Hún tók sjálf eftir að rödd hennar var annarleg og hikandi, liún Iiafði misst valdið á sjálfri sér. Hún hrópaði gjallandi og ofsalega: — Thelma! Thelma! Aldrei skal það vera annað en Thelma. Dauður og lifandi hugsar þú aðeins um ... Hún þagnaði og nú varð hljótt i skrifstofunni eins og i dauðs manns gröf. Silfurrefurinn hafði gengið í gildruna. Hún beit á vörina og blóð- Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.