Fálkinn


Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 21.09.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Áðnlfundur JÓNAS lieildsali liafði verið heimilis- rækinn öll þessi 33 ár, seni liðin voru síðan hann fór i hjónabandið. Ekki lekið hliðarhopjo ncma örsjaldan, og þá ekki nema smávegis. Yfirleitt mátti segja, að liann væri fyrirmynd- ar eiginmaður. Hitt er annað mál, að Þrúður kona hans mat eigi mannkosti hans sem skyldi. Aldrei heyrðist hún segja orð, sem væru til þess fallin, að örva hinar góðu hneigðir Jónasar. Þess vegna var það skiljanlegt, að Jónas sagði já og þökk, þegar forn- vinur hans, Ásmundur bóksali, bauð lionum í karlaveislu. Jónas heildsali var alls ekki svo bjartsýnn, að honum dytti i hug að konan hans segði já og amen við þessu. Reynslan liafði orðið sú, að hann varð að hýrast heima og lesa Alexander Dumas og Hagalin, þegar vinir hans héldu karlmannaboð. Hvað var þá eðlilegra en að Jónas, að ráði Ásmundar bóksala, setti sam- an ofurlitla skröksögu handa Þrúði sinni, til þess að fá útgönguleyfi af heimilinu, i veislu Ásmundar. „Heyrðu, Þrúður mín, það á að vera aðalfundur i Vcrslunarráðinu annað kvöld. Hann verður haldinn á „Hotel jV!orgunroðinn“. Þarna verða banka- stjórar og ráðherra, og ég má til að fara.“ Þrúður leit til hans yfir gleraugun, eins og ugla. „Ég geri ráð fyrir að frúrnar séu boðnar líka,“ sagði lnin. Jónas heildsali ræskti sig. „Nei, eingöngu meðlimir ráðsins.“ „Humm!“ sagði Þrúður og hellti i kaffibollana. Yfir miðdegismatnum daginn eftir notaði Jónas heildsali tækifærið til að útmála, hvílík skelfing sér leiddist á aðalfundum. „Þeir eru það leiðinlegasta sem ég veit,“ sagði hann milli kálfakjötsbit- anna, „eintómar tölur, verðbreyting- ar og markaðshorfur, si og æ. Ég vildi óska að ég gæti verið heima. — En það er því miður ekki hægt. Ég verð að vera viðstaddur." Jónas heildsali var í sjöunda himni er hann var að hafa fataskipti undir boðið hjá Ásmundi bóksala. Gaman að leika á Þrúði og ánægjulegt að vita, að maður var slyngari en hún. Hann blistraði Skeggjastaðavalsinn er hann fór í frakkann og klappáði Þrúði á kinnina um leið og hann fór. „Þetta stendur sjálfsagt nokkuð lengi. Þú skalt ekki vaka eftir mér. Aðalfundir standa alltaf svo lengi.“ Og það var ekki fyrr en seint, sem Jónas heildsali kom heim. Þetta var svo skemmtilegt samkvæmi, að sólin var komin á lofl þegar því var slitið. Þrúður svaf eins og steinn þegar hann læddist á tánum inn í svefnherbergið. „Allt er gott ef endirinn er góður,“ hugsaði Jónas með sér um leið og hann bréiddi yfir sig sængina. Jónas var skrafhreyfinn yfir morg- unkaffinu. Hann leit ekki einu sinni i Morgunblaðið, en var alltaf að lýsa aðalfundinum. „Ágæt húsakynni fyrir svona sam- kvænii í Morgunroðanum,“ sagði hann og saup á kal'l'inu. „Maður skemmtir sér þar — jafnvel þó aðalfundur sé.“ Frúin hlustaði á, en hreifst ekki af lýsingunni. Hún rétti út höndina eftir Morgúnblaðinu og hlustaði aðeins með hálfu eyra á lýsingar Jónasar. Hún leit á fyrirsagnirnar i blaðinu. Allt i einu sá Jónas færast á and- lilið á henni þennan geigvænlega svip, sem alltaf kom á hana þegar eitthvað óþægilegt var í uppsiglingu. Hann stakk sykurmola upp i munn- inn, og fór að hugsa um hvort hann hefði talað af sér. „Jæja, svo að þér þótti gaman i Morgunroðanum i gær?“ „Já, það var óvenjulega skemmtilegt, af aðalfundi að vera.“ En brosið á andlitinu á honum sner- ist upp í annað verra, þegar Þrúður rak upp tröllahlátur. Hún rétti hon- um blaðið. „Ég efast ekki um að þú hafir skemmt þér,“ gelti hún. Jónasi svelgdist á kaffinu og hnipr- aði sig i stólnum. Kaldur sviti spratt fram á enninu á honum. „Ágæt kventískusýning í Morgun- roðanum í gærkvöldi. Laglegustu stúlkur bæjarins léttklæddar,“ var fyrirsögnin í blaðinu. * Vitið þér...? að í dag eru fleiri kvikmyndahús í N.-Ameríku en fyrir 12 árum? í stríðslokin fór sjónvarpið að verða algengt og varð alvarlegur keppinaut- ur kvikmyndahúsanna, svo að þvi var spáð að kvikmyndahúsin yrðu lögð niður, svo að hundruðum skipti. En reynslan varð þveröfug. í Kanada og Bandarikjunum, að Hawaij- með- talinni, hefir kvikmyndahúsunum fjölgað og eru þau nú 17.710. að fyrir 60 árum reru tveir menn yfir Atlantshaf á opnum báti? Þeir yoru norskir en áttu heima í New York. Var báturinn 18 feta lang- ur og 5 feta breiður. Þeir lögðu í ferð- ina 6. júní 1896 og gekk allt vel fyrsta mánuðinn. Svo komu illviðri og alls urðu þeir 62 daga á leiðinni, uns þeir komu að landi í Frakklandi. ★ Tísftuitigndir ★ ------------ —------1 Sumardragt frá Givenetry í París. — Þetta er þröngt pils og peysulöguð treyja, mjög einfalt og auðvelt að sauma eins. Efnið er shantung með hvítum og bláum rákum. Lítil dökk slaufa er fest neðst á treyjuna. Það getur orðið dýrt að ganga mcð götuga buxnavasa, cf treysta má þess- um tölum frá Bandaríkjunum: Þeir týna milljón dollurum á dag gegnum göt á vösunum. Og í leigubílunum einum skilja þeir eftir 15 milljón á ári ■— allt smápeninga, sem smjúga gcgnum göt á vösunum. Þetta eru ekki smáræðis „vasapeningar". John A. Martin frá Burnaby í British Columbia var nýlega tekinn fnstur vegna þess að sýnt þótti að liann hefði i hyggju illl athæfi. Hann sat í bílnum sínum fyrir utan einn bankann í bænum. Hann var með sólgleraugu, hafði breitt yfir númerin á bílnum og hreyfillinn í gangi, klút bundinn fyrir munninn og hlaðinn riffil í aftursáetinu. En liann hafði svarið á reiðum höndum: Snjógler- augún hafði hann af þvi að hann var snjóblindur, vasaklútinn fyrir munn- inum vegna þess að hann var kvef- aður, og ril'filinn í aftursætinu vegna þess að nýlega hafði verið rænt af honuni 70 dollurum. All-round jakka kallar enska tísku- húsið þennan röndótta ullartausjakka sem ætíð er not fyrir. Svona jakki er tilvalinn við einlita kjóla og við shorts eða slacks á baðstaðnum, í stuttu máli alls staðar nauðsynleg og falleg flík. Norris Harwood frá Victoria, British Columbia, fékk 40 dollara sekt fyrir að hafa ekið ógætilega i bíl. Hann hafði farið i ökutúr klukkan fjögur að morgni, vegna þess að hann gat ekki sofið, en i bilnum sofnaði hann fljótlega við stýrið og ók aftan á vörubíl. Orson Welles sýndi sig í þrjár vikur i náttklúbb í Las Vegas. Iíaupið sem hann féklc fyrir þetta var 45.000 dollarar. FALLEG BAÐDRAGT. — Þessi ame- ríska dragt er af allra nýjustu tísku, hún er úr elasticaret faille og situr því föst eins og steypt væri. Hún er rykkt að neðan og því ágæt til að taka í henni sólbað. Hún líkist „leikdragt" sem nú er mest í tísku á baðstöðum. Verði sólskinið of sterkt má slá upp sólhlífinni. ¥ Visindamenn hafa sannað, að meira cn 6000 ár eru síðan farið var að rækta vínber og framleiða vín úr þeim.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.