Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 ég þir e/f/fc - ault ab ho-upu heldur POLAR f snjór, en hinar veðraðar og brotnar. Það er yngingarsérfræðingar frá Hollywood, sem hafa dnbbað upp eina liliðina á kostnað kvikmyndafélagsins Warner Bros, sem tók kvikmynd þarna um pýramídann og hvernig hann varð til. Iiundrað egyptskir verkamenn voru látnir þvo og fága þessa einu hlið, svo að hún liti út sem nýlegust. í kvikmyndinni sést nefnilega bygging sjálfs pýramidans og þess vegna varð árangurinn að sýnast nýlegur. Tíu þúsund manns frá 1!) þjóðum aðstoðaði við myndina, flestir frá Egyptalandi. Veggsteini cr bisað á réttan stað í hleðslunni. Úr kvikmynd Warner Bros. Nobelsverðalaunaskáldið William Faulkner samdi handritið að mynd- inni og reyndi að rekja allar heim- ildir sem best. Myndinni lýkur með því að lík Iveops er flutt i pýramid- ann og honum lokað. Eru prestarnir látnir verða eftir inni í pýramidanum í myndinni, en það mun ekki á rökum byggt. Egyptar grófu ekki lifandi menn i þá daga. Þegar verið var að byggja pýramíd- ann mátti enginn verkamannanna vita livar í lionum grafhýsi konungs- ins væri. Var því jafnan bundið fyrir augu þeirra er þeir fóru frá og til vinnu í grafhýsinu. Þeir sem vissu leyndarmálið urðu að láta lifið eftir að konungurinn var jarðsettur. stök. í konungsklefanum er svo hátt undir loft að maður horfir upp i myrk- ur. Frá aðalgöngunum utanverðum liggur gangur láréttur inn i miðjan pýramidann og inn í klefa. En við efri enda aðalganganna, sem eru talsvert brött, er konungsklefinn, stór l'er- Jiyrnd stofa, 10.5 metra löng en breidd- in hálfu minni. Veggir þessa klefa eru hlaðnir úr svörtu graníti, hundráð 'hellum, sem eru vandlega gljáfægðir og skeyttar saman. Loftbitarnir eru níu granitbjálkar, um tiu metra lang- ir. Kista konungs stendur við vestur- vegginn. Hún er úr einum steini, en loklaus og engar áletranir eru á henni. Eru hliðarnar i henni tiu sentimetra þykkar, gljáfægðar eins og spegill. Efst úr aðalgöngunum liggur lá- réttur gangur inn í fimm lága klefa, sem hafa verið gerðir til þess að létta þyngslin á loftbitunum frá þeim hluta pýramidans, sem yfir konungs- klefanum er. Þessi ráðstöfun hefir ekki vcrið gerð að ófyrirsynju, þvi að allir níu loftbitarnir hafa kubbast sundur við suðurvegginn, líklega í áðurnefndum jarðskjálfta. í norður- og suðurvegg konungsklefans eru tvö op, hvort upp af öðru, um 20 cm. á hvorn veg. Þetta eru loftrásir, og álika vindaugu eru í drottningarklefanum. En til hvers þurfti loftrásir í dauðra manna gröfum? Um það hefir mikið verið skrifað og tilgáturnar eru margar. Yfirleitt hefir mikið verið skrifað um pýramídana allt frá þvi að rit- liöfundar fornaldarinnar fóru að freista að ráða gátur þeirra. Sumir halda því fram að Keops sjálfur hafi alls ekki verið lagður í kistuna i pýra- midanum heldur mundi hann vera grafinn á öðrum stað og þetta sé þá alls ekki legstaður. Plinius telur að pýramídinn hafi verið byggður til þess að ráða bót á atvinnuleysinu þá þrjá mánuði sem flóðið er í Níl, til þess að halda verkafólkinu í skefj- um. Tilgátan er alls ekki fráleit, en sé liún rétt er þetta elsta atvinnu- bótastarf, sem sögur fara af. Sagnir eru líka um fornl papyrusliandrit, skráð á dögum Diokletians keisara eftir eldri heimild. Samkvæmt því á öll launspeki Egypta að vera skráð í pýramídunum, að þeir séu eins kon- ar fornvisindasafn. Margir aðhyllast þessa kenningu og hafa dregið álykt- anir af henni og komist að merkileg- ■um niðurstöðum. Tveir bræður skotsk- ir, John og Morton Edgar, fóru til Egyptalands árið 1909 og skrifuðu bók um pýramídana og komast þar James Morgan borgarstjóri i Birm- ingham i Alabama var orðinn hund- leiður á öllum þeim „dögum“ og „vikum“ sem haldnar voru til ágóða eða auglýsinga um liitt og þctta. Og eklci leit hann heldur hýrum augum til allra merkjasöludaganna. Afréð hann þvi að efna til sérstakrar viku, sem ekkert slikt yrði leyft á — viku sem léti alla í friði og engar sníkjur væru hafðar i frammi. Sú fyrsta af þessum vikum er liðin og fólk var mjög vel ánægt með ráðstöfunina. Singleton yfirdómari í London gerði svolátandi yfirlýsingu i hjónaskiln- aðarmáli frú Alice Hackney: Eigin- kona sem aðeins einu sinni kastar eggi í manninn sinn, getur ekki talist skass. En ef eggjakastið verður að vana og cggin eru harðsoðin i þokka- bót, er sjálfsagt að beita lögunum til liins ýtrasta. Byggingameistari pýramídans hét Vashtar og var af þjóðflokki, sem Egyptar höfðu lagt undir sig. Hann sést hér á myndinni með mennina, sem vinna í konungsklefanum. Er bundið fyrir augu þeirra. að þeirri niðurstöðu að í pýramidun- um séu ýmsir óorðnir hhitir sagðir fyrir, svo sem ýmislegt sem sagt er frá i Biblíunni og einnig síðari við- burðir, svo sem siðaskiptin og franska stjórnarbyltingin. Ártölin fyrir þessum atburðum eru reiknuð úl samkvæmt ýmsum málum, sem eru í pýramídunum. Samkvæmt þeim út- reikningum átti heimsstyrjöldin að byrja 1905, og þúsund ára rikið, sem vér lifum i, að vera skálmöld og skelf- inga. Danski dulspekingurinn Johannes Höhlenberg hefir skrifað bók um „Keopspyramiden og dens hemme- lighet“ lýsir lionum þar, sem eins konar „fæðingarstað sólnanna", þar sem andar framliðanna séu á reiki og geti látið til sín heyra. Amerísk hjón fundu upp á þvi að fá sér svefnstað í pýramídanum brúðkaupsnóttina og komu þaðan óbrengluð, eða að minnsta kosti ekki brenglaðri en þau höfðu verið fyrir. En ekki er þess getið hvort nokkur sál hefir fæðst ])arna þá nótt. Rannsókn pýramídanna i sambandi við dulspeki er i fullu fjöri og jafnvel vaxandi. En hvort menn eru dulspek- ingar eða ekki hljóta þcir að dást að smíðinu, sem er á þessu mannvirki. Þeir sem sjá Keopspýramidann nú á dögum munu furða sig á að ein ■hlið lians er fáguð og hvít eins og ■>>»>»»

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.