Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 hárið á honum og dýfa honum ofan 1 laugina lieigu. Þá rak Alexander upp gífurlegt öskur, og erkibiskupinn af Canterbury varð skelkaður og spurði bvort vatnið mundi vera nógu heitt ... PÉTUR MISSIR KÓRÓNUNA. Ég hafði margvíslegt heimilisum- stang þetta haust, 1945. Við sáum að húsið i Surrey var ekki nógu stórt, ef við áttum að liafa þar barnaher- bergi og annaS herbergi handa „Dadda Ho\ve“, svo að við seldum húsið, þó að við sæjum eftir því. Pétur sagði mér lika að Tito liefði stöðvað allar greiðslur til sin, þang- að til þjóðaratkvæði hefði farið fram í Jugoslavíu, og að við hefðum ekki efni á að halda íbúðinni á Hotel Claridge áfram. Svo að við fluttum okkur i jugoslavneska sendiherrabú- staðinn. Þar gátum við innréttað barnaher- bergi á efstu hæðinni. Húsið var í rauninni ekki þægilegt, en það var rúmgott og auðvelt að halda sam- kvæmi þar. Margir áttu heimboð inni lijá okkur og ég hafði nóg að hugsa. Það lá oft illa á mér þegar við vor- um að lialda þessi samkvæmi. Nú voru svo margir útlagarnir í London að fara heim til sín, eða voru farnir, en við urðum að halda áfram að lifa í útlegð. Hákon Noregskonungur var farinn heim. Georg frændi af Hellas var ferðbúinn. Wilhelmina Hollands- drottning og Bernhard og Júliana voru farin. Það var helst að sjá að það yrðum við Pétur ein, sem þyrftum að biða í óvissu og efa — við fengum ekki að fara heim, og jafnvel óvíst um framtíð konungdæmisins. Pétur hafði verið þvingaður til að ganga að þvi, að stjórnarnefnd skyldi hafa konungsumboð hans þangað til þjóðaratkvæðið færi fram, sem átti að skera úr hvort hann yrði konung ur áfram eða ekki. En hann þóttist viss um að sú atkvæðagreiðsla yrði ekki „frjáls“ nema á yfirborðinu, eða að nafninu til. Spádómar hans rættust þegar Jugoslavía var gerð að „þjóðarlýð- veldi“ i nóvember 1945. Pétur var sem steini lostinn. Ég vorkenndi honum af heilum hug, en ég gat ekki verið honum sammála um að öll sund væru lokuð og hann væri í hættu. Ég liafði aldrei átt varanlegt iheimili i mínu eigin landi. Mig hafði dreymt um að eignast heimili þegar ég giftist. „Heimili“ var i mínum aug- um mitt eigið hús, sem ég gæti húið í með manni og börnum. Og heimili átti ég núna. En frá sjónarmiði Péturs var heim- ilið miklu meira en þetta. Það var landið sem liann var fæddur i — landiö sem hann elskaði og hafði stjórnað. Það var höllin með skógun- um og fjöllunum, þar sem 'hann hafði leikið sér sem barn og unað sér sem ungur maður — það var staðurinn, sem fólk talaði hans eigið mál á — staðurinn sem hann átti heima á, bæði sem maður og konungur. Önnur alvörumál lágu einnig þungt á lionum. Hann hafði fengið tilkynn- ingu frá bankanum, um að hann yrði að fara varlega með peninga. Flestar tekjulindir hans voru þornaðar, og allar eignir hans í Jugoslavíu höfðu verið gerðar upptækar. — Nú eigum við ekkert, sagði hann við mig og lagði hendurnar fram á borðið og lét lófana snúa upp. — Við eigum ekkert. Tito hefir hirt það allt! — Við höfum ekki eytt hundrað pundum á viku, sagði ég. — Nei, sagði hann. — Við höfum ekki eytt því öllu, en þú gleymir liús- gögnnm, fatnaði, ferðalögum og sam- kvæmum — þessu sem fólk krefst af konungum. Og auk þess eru margir upp á hjálp mina komnir. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég heyrði Pétur minnast á gjafir, en ég hafði heyrt ýmislegt um gjafmildi hans af annarra munni. Ég vissi að rlft þetta fólk, sem hafði farið í út- legð frá Jugoslavíu hafði rétt til að tjá konunginum vandræði sín. Pétur neitaði aldrei að hjálpa fé- lagsskap eða landa sinum en studdi slíkt jafnan með fégjöfum. Og þetta var það sem hann vildi elcki hætta fyrr en i siöustu lög, og ég vonaöi að liann þyrfti aldrei að hætta þvi. „HVAR EIGUM VIÐ AÐ VERA?“ En var kannske svo langt komið, nú þegar? Nei, sagði Pétur, við vor- um ekki orðin öreigar, en urðum að taka upp ódýrari lifnaðarháttu. Við gátum ekki verið í sendiherrabú- staðnum áfram, því að húsaleigan var mjöig há þar, en urðum að finna okk- ur ódýrari stað. — En hvar eigum við þá að vera? spurði ég vilandi. Átti ég að halda áfram að lifa í von um heimili, sem ég missti alltaf aftur, von bráðar? Pétur misskildi mig. — Mér fellur illa að þurfa að hiðja þig um að fórna þér og afsala þér öllum lúxus og öll- um fötunum og skartgripunum, sem mig langaði til að gefa ]jér, Sandra, sagði hann. — Ó, Pétur, það cr ekki það! sagði ég. — Það er bara tilfinningin um að eiga hvergi lieima, sem kvelur mig. Meðan við eigum heimili, sem við vit- um að er okkar, get ég lcomist ofur vel af án alls hins. Mér cr það full alvara. — Já, ég hugsa að þér sé alvara, sagði hann dræmt. — Ég vildi óska að þú skildir hve einlæg alvara mér er um það, sagði ég. — Ég get ekki hugsað til þess að eiga að flækjast úr einu gistihúsinu í annað og einu landinu í annað. Mér finnst það blátt áfram hræðilegt. — Hvar viltu helst eiga heima? sagði Pétúr. — Eg held varla að við getum haldið áfram að eiga heima liérna i Englandi. Við verðum að fínna hentugan stað í Evrópu, vegna stjórnmálamannanna minna. — Stjórnmálamannanna? Hvað geta þeir gert úr þvi að svona er komið? Pétur horfði á mig alvarlegur. — iSandra ... þó að ég hafi misst kórón- una og rikið er ég konungur enn. Ég er konungur allra þeirra þúsunda af Jugoslövum, sem eins er ástatt um og um mig, að þeir geta ekki farið heim, eða þeir óska ekki að lifa undir konnnúnistastjórn. Ég liætti aldrei að berjast fyrir þvi að endurheimta riki mitt, svo lengi sem ég lifi. Og ég mun hætta öllu til þess að sonur minn fái að koma heim til sín. Ríkið er hans arfur og minn arfur. Og jafnvel þó að ég neyðist til ... liann bandaði höndunum eins og óður maöur — að selja rjómais, æpti hann loksins ... eða verða þjónn á krá, skal ég aldrei hætta að berjast! NEITAÐ UM VEGABRÉF. Við afréðum að flytja til Parisar. I júní 1946 fórum við að losa um heimilið og ferðbúast. En þá fengum við slæmar fréttir. Franslca stjórnin vildi ekki veiia Pétri dvalarleyfi eða láta hann fá árit- un á vegabréfið sitt. Hann fékk ekki að koma. Stjórnin hafði ekki getað gleymt öllum ólátunum, sem urðu í sambandi við það er faðir hans var myrtur á franskri fold í Marseille. Og einmitt um þessar mundir voru miklar við- sjár i stjórnmálum i Frakklandi, svo að Frakklandi var talin stafa liætta af því að Pétur kæmi þangað. Þetta vakti áhyggjur og örvænt- ingu hjá mér. Mér fannst einhvern veginn á mér, að ég hefði upplifað þetta allt áður. En nú var það samt svo, að hrakningarnir frá bernskuár- unum gáfu mér styrk til að horfast í augu við tilveruna, sem blasti við okkur. Ég liafði stuðst við Pétur af því aö ást hans og umhyggja hafði verið mér hjálp eftir einveruna, sem ég hafði haft mest af að segja um æv- ina áður. Og nú kom til minna kasta að styðja hann. Ég hugsaði mig um. — Við getum farið til Parísar, sagði ég. -— Við fáuni áritun, barnið og ég. Við förum á undan og ég reyni að fá „transit-vis- um“ fyrir þig. Og svo getum við far- ið til Sviss, öll þrjú. Ég er viss um að þú færð dvalarleyfi þar. Þetta áform létti Pétri vonbrigðin yfir neituninni, og í júlí fórum við til Parisar — mamma, Dadda Howe, Bia-Bia og ég. Við fengum bestu viðtökur á Hotel Crillon, þar sem við mamma höfðum dvalið er ég gekk í skóla í París. — Æ ..., stríðið, sagði fólkið og yppti öxlum. —- Það var liræðilegt —• ægilegt ... en nú er það búið. Hótel- stjórinn afsakaði að flest af húsgögn- um móður minnar væri farið út í veður og vind, og að Þjóðverjar hefðu rænt mörgu, en ekki öllu ... nei, ekki öllu! Þeim hefði tekist að bjarga ýmsu undan Þjóðverjum. Nú skyldum við sjá! Það var sigurbros á gistihússtjór- anum er hann rétti mér lítinn höggul. — Ne-ei! sagði ég og trúði varla mínum eigin augum. — Jú, sagöi gistihússtjórinn hreyk- inn. Hann hafði falið böggulinn bak við lausan múrstein í kjallaraveggn- um, og í honum var úrið með öllum rúbinunum, sem Sophia amma mín, ekkjudrottning af Hellas, hafði ánafn- að mér í erfðaskránni sinni. Þetta hlaut að vera góðs viti, hugs- aði ég með mér. Það reyndist líka svo, því að innan skanuns tókst mér að fá „transit-visum“ handa Pétri. Mönunu langaði til að fara til Vene- zia til að sjá hvernig komið væri með húsið, sem hún átti þar. Hún fór, en við Pétur fórum í bil til Sviss. Við lifðum rólegu lífi þá tvo mán- uði, sem við vorum í St. Moritz, vor- um oftast nær með barnið 'og leið vel. Ég hafði trú á að við mundum eign- ast heimili innan skainms. Og ég þótt- ist liafa hugboö um, að það lieimili mundi ekki aðeins fullnægja kröfum sjálfrar mín heldur líka geta oröið tryggur grundvöllur hjónabandsins. Framhald í næsta blaði. HEFIRÐU HEYRT — að hið fræga ilmvatn „Chanel nr 5“ er sett saman úr 30 mismunandi efnum, og af sumum þeirra er svo megn fýla, að ménn verða að ganga með gasgrímu til að þola hana. að sykur er enn talin helsta ástæðan til tannskemmda en flúor i drykkj- arvatninu er besta ráðið til að verj- ast tannskemmdum. að Ameríkumaður einn hefir gert teikningu að „fljúgandi kafbát". Þetta er jet-flugvél, sem getur stungið sér og siglt langar leiðir undir sjávarborðinu. að Finnlendingar framleiddu á sið- asta ári 92.000 „standard“-minka- skinn, en 22.000 af bláminlc og 36.000 af brúnum mink. Það er 15% meira en árið áður. að 800 ár eru liðin siðan fyrsta krýn- ingin fór fram í Westminster Abbey. að frú ein i Chicago hefir fengið hjónaskilnað vegna þess að mað- urinn hennar lagði í vana sinn að heimta af henni að hún færi á fæt- ur um miðja nótt og gæfi sér heit- an mat. Stundum heimtaði hann kótelettu, stundum kjúkling og stundum buff, og lamdi konuna ef hún færðist undan. að í New York hefir ein stórverslun- in stofnað deild, þar sem karlmenn geta fengið stoppað í göt á sokk- unum sinum og fest á sig hnaþpa. Ymis meiri háttar kvenfélög í borg- inni telja að þetta tiltæki geri piparsveina afhuga giftingum og hafa mótmælt því opinberlega. að sjö ungum mönnum var stefnt á skrifstofu hæjarfógeta í Slésvik- Holstein og þeir krafðir um barns- meðlag. Ung stúlka í bænum liafði lýst þá alla feður að sveinbarni, sem hún eignaðist. Útlægu konungs- hjónin með einka- soninn í skírnar- kjólnum. Þá stundina var gott á milli hjónanna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.