Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Innbrotsþjólurinn Kraásj .. . ])arna heyrði liún það aftur. Hjartað í Ellu Sandler hrapaði langt niður í maga og liana langaði óstjórnlega mikið til að hljóða. Hrœðslan hafði lamað hana, og hún var alein þarna í stóra húsinu. Bara að maðurinn hennar hefði verið heima — en liann var einhvers staðar niðri i bæ með viðskiptavini sínum. Þó að hún liefði átt lífið að leysa hefði hún ekki horað að líta út um gluggann. Því að þarna einhvers staðar í myrkr- inu var þjófur, sem svífðist einskis. Nú hafði hann þrivegis kastað steini í rúðúna, lil ])ess að ganga úr skugga um að enginn væri hcima. Og þegar hann hefði sannfærst um það, mundi hann hiklaust brjótast inn í húsið. Og hvað gat hún — vesæl, varnarlaus kona — gert? í þessum svifum kom nýr steinn á rúðuna. Hún lieyrði brothljóð, og glerbrotin hrundu niður í gluggakist- una. Ilún stundi og varð að grípa í borðið til þess að detta ekki. Taug- arnar voru þandar. Og nú lagði kalt næturloftið inn um gluggann, svo að luin fór að hríðskjálfa. Nú heyrði hún einhvern undirgang við dyrnar. Hún renndi- augunum kringum sig, til að skyggnast eflir stað, sem hún gæti falið sig á. Ef þjófurinn fyndi hana var líf liennar í veði. Nú kom hún auga á símann. Henni létti. Að hún skyldi ekki liafa látið sér detta þetta í hug fyrr! Síminn . .. Hiin gat hringt til lögreglunnar. Og á svipstundu var hún komin að siman- um og sneri skifunni. Eftir augnablik, sem henni fannst jafnlangt eilífðinni, fékk hún sam- band. Henni létti og hún fleygði sér niður í sófann. Eögreglan ætlaði að koma að vörmu spori. Mínúturnar seigluðust áfram. Stóra klukkan á ar- inhillunni söng tikk-takk út í myrkr- ið og næturkyrrðina. Svo heyrði hún allt í einu bílablástur í fjarlægð og i sömu andránni hrökk útihurðin upp með braki og brestum. Hún lieyrði hratt fótatak í ganginum og hljóp að árninum og þreif skörunginn. Eins og köttur vatt hún sér að hurðarbaki. Hurðin opnaðist og liún grillti í háan mann, með frakkakragann uppbrett- an og hattinn shitandi. Án þess að liika reiddi hún skörung- inn til höggs og lét hann dynja á hausnum á innbrotsþjófnum. Hann stundi þungt og datt eins og slytti á gólfið. Nú ískraði í hemlunum á bifreið, sem nam staðar fyrir utan húsið. Og svo heyrðist fótatak margra manna í stiganum. Eftir augnablik stóðu þrír lögregluþjónar i stofunni. Einn þeirra fálmaði á veggnum til að finna teng- ilinn. — Þetta er í lagi heyrði Ella sjálfa sig segja. Þjófurinn komst inn og ég barði hann í hausinn með skör- ung. Bara að hann sé ekki dauður! Lögregluþjónarnir jánkuðu henni einhvers staðar utan úr myrkrinu. En loks var kveikt og albjart i stofunni. Á gólfinu lá þjófurinn og hreyfði hvorki legg né lið. En Ella rak upp skerandi angistaróp og hneig niður á gólfið. IÞJÓFURINN ... það var maður- inn hennar! * Vitið þér...? að sumir vegir „græða á sjálfum sér“? í Ameríku er algcngt að bifreiðar sem nota hina nýju ágætu vegi, verða að greiða gjald fyrir umferðina, í lík- ingu við að sums staðar er tekinn skattur af umferð á brúm. Þessi um- ferðagjöld eru lág, en nema samt svo miklu að vegirnir borga sig á skömm- um tíma. — í raun og veru er það rikið, sem græðir peningana, en skatt- greiðendur sjá minna eftir að borga þá svona, en ef þeir borguðu hærri skatt og slyppu við umferðagjaldið. MÆÐGURNAIt EINS. — Sá góði siður að klæða móður og dóttur eins er orðinn viðurkenndur um allt. Sjáið þessar tvær, í hvítum rayonblúss- um með blúndum um kraga og ermar. Tvær sveitir í Kaliforníu, Ventura og Santa Barbara, framleiða fjórðung af öllum sitrónum á heimsmarkaðnum. V '' 'f '' \'r V V ;; >r > r > r \r \r \r \r \ r \ f \r \r \r \r >' >r > r \ r \r \' > r \ r > r > r \ r \ r \ r \ r \r \ r \ r \'r > r > r \r \ r \r \ r \ r \ r > r \ r \ r ' r ' r ' r V ' r ' r >r >r >r ' r > r \r \f ' r >r LJÚFFENGUR MORGUNVERÐUR, SEM FLJÓTT OG AUÐVELT ER AÐ MATBÚA Biðjið um hið pekkta Scott’s haframjöl, sem framleitt er úr beztu, fáanlegum, skozkum höfrum Framleitt og pakkað samkvæmt ítrustu hreinlætiskröfum. Fyrirliggjandi í handhægum pökkum, lokuðum með cellofanpappir. O BI-ÐJIÐ UM Scott’s BORÐI-D Scott’s > > >.»»■>-> > > > > > »-»> > > > > > > >->v.» >-»-»-> >>->■> > > > »-> > »-»>-» A

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.