Fálkinn


Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.09.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Hosalind ‘Breíh 4. r/ OL1K5R SyjSTUR /r 7lý (ramhaldssaga Fuglakvak og tíst heyrðist ofan úr trjánum og Fernando sagði: — Fuglunum fellur ekki söngur eftir að dimmt er orðið, og ég held að ég sé á sama máli. Ég er hræddur um að þér hafið ekki skemmt yður vel þarna niður frá? — Jú, ég hefi gaman af garð-skemmtunum, sagði hún einbeitt. — Þér hefðuð kannske skemmt yður bet- ur ef ég hefði ekki verið hérna? sagði hann. — Langt í frá. Ég hafði mjög gaman af því, sem þér sögðuð okkur frá Spáni. — Þér verðið að fara þangað einhvern tíma, sagði hann. — Þá sjáið þér að við erum öðru vísi en þér haldið. Að við erum miklu ást- heitari en Englendingar, en þér ættuð ekki að óttast það. Þér hafið mikið að iæra, senorita — um lífið og mennina. Lesley vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Hún hafði ekki búist við neinu svona frá Fernando. Hún renndi augunum til hans og brosti kaldhæðnislega. Hann hló að henni! — Þetta nægir um Spán, hélt hann áfram áður en hún fékk ráðrúm til að svara honum. — Mig langar til að tala við yður um Madison. Hann hefir sagt mér að þér hafið boðið honum að búa hjá ykkur. Hún kinkaði kolli. — Þér hafið ekki skoð- að útihúsin okkar, annars hefðuð þér ekki ráðlagt honum að búa í einhverju þeirra. Maður getur séð þvert í gegnum þau. Hann yppti öxlum. — Það væri ekki nema tveggja daga verk að lagfæra þau. Hann hefir átt heima í miklu verri húsakynnum. — Þau eru hriplek. — Það er líka hægt að lagfæra það. Hann bauð henni vindling. — Senorita, ég verð að aðvara yður. Madison er frændi minn og mér er nauðugt að tala illa um hann, en ég má til að segja yður að hann er alræmdur fyrir ótryggð. Fyrir nokkrum árum sleit hann trú- lofun við yndislega enska stúlku, og siðan hefir hann verið látinn skipta um verustað tvívegis, af ástæðum sem ég vil ekki minnast á. Unga stúlkan enska var yfirkomin af harmi eftir að hann sveik hana. Mér væri illa við að þér yrðuð fyrir því sama. — Hann gerir mér ekkert mein, sagði hún vonglöð. — Mér finnst hann geðfelldur mað- ur og ... Hann kveikti á eldspýtu og bar upp að vindlingnum hennar. — Neville kemur öllum vel fyrir sjónir — og áhrifin aukast eftir því sem maður kynnist honum betur. En bak við hina heillandi framkomu er hann laus í rás- inni og skapfestulaus. —-Ef yður er sama, sagði hún kuldalega, — vil ég helst bíða átekta og dæma um það sjálf. Hann horfði á hana og svipurinn bar með sér að hann væri að reyna að stilla sig um að verða reiður. Svo fleygði hann eldspýtunni frá sér og sagði: — Þér eruð ung, en þér eruð mjög sjálfstæð, ungfrú Norton. Þegar yður mislíkar einhver, þá gerir yður það svo um muni. Ég amast ekkert við þvi, ég er þannig gerður sjálfur. En það er hlið á þessu máli, sem ég held að yður sjáist yfir. Við faðir yðar erum aðilar að fyrirtæki, og nafn yðar er ekki nefnt í samningnum. Ef ég skipa svo fyrir, að eitt af útihúsunum sé lagfært handa Madison til íbúðar — þá verður það lagfært og hann býr þar. Hafið þér skilið mig? Hún varð svo gröm að hún varð að taka á því sem hún átti til, svo að hún héldi stjórn- inni á sjálfri sér. Hana sveið í hálsinn undan reyknum úr vindlingnum, og hún var nokkrar sekúndur að jafna sig. Hún hristi öskuna af vindlingnum og leit kuldalega til hans. — Þér þurfið ekki að tala í þessum tón, senor. Ég skil hvað þér meinið. Hvað á ég að gera þegar hann kernur á fimmtudaginn? Á ég að bjóða honum inn? — Nei, ef það er það sem þér segið, að þilin séu gisin, skal ég senda tvo þjóna með efni, sem við höfum í aflstöðinni. Neville get- ur búið hjá yður þangað til útihúsið er til- búið. — Hann verður líklega mjög þakklátur fyrir það, sagði hún kuldalega. Nú varð óviðfelldin þögn. Hávaðinn í drag- spilinu heyrðist til þeirra, og raddir sem sungu skoska þjóðvísu. Lesley langaði óstjórnlega mikið til að taka undir, en söngurinn virtist ekki hafa nein áhrif á Fernando. Hann sat álútur og studdi olnboganum á hnén, og þegar hann tók til máls aftur varð ekki annað séð en hann hefði gleymt síðustu orðunum, sem hún hafði sagt. — Kvöldin eru falleg hérna — ekki alveg ólík kvöldunum í San Feliz. Ég geng oft út áður en ég fer að sofa. Loftið í Kalindi er ótrúlega hreint og svalt um lágnættið, ger- ólíkt því sem er á morgnana. — Hvar voruð þér áður en þér komuð til Kalindi? spurði hún forvitin. — í Vestur-Congo. Hann yppti öxlum og hló. — Það var aumi staðurinn, langt frá allri siðmenningu. Ég sá aðeins þrjár hvítar konur í tuttugu mánuði. Tvær voru belgiskar og giftar stjórnarumboðsmönnum, og sú þriðja var systir aðstoðarmannsins míns. Hún fékk mýraköldu og við urðum að senda hana heim. — Var hún ensk? — Já. Fáum árum eldri en þér, hugsa ég. Hún var dugleg og viðfelldin. Lesley fann ónotalegan sting ... gat það verið afbrýði? Hún sá í huganum hvernig mundi hafa verið í Congo — hvítur skáli og frumskógurinn bak við og ung stúlka, sem Fernando líkaði vel við af því að hún var dugleg og viðfelldin. Hugsum okkur að hún hefði getað haldist við í Congo. Þá hefði hún líklega flutst til Kalindi með Fernando ... Lesley vísaði þessum hugrenningum á bug. Eins og hana gilti ekki einu hvort hann væri giftur eða piparsveinn! En það var einkenni- legt að hugsa sér að hann skyldi hafa þekkt unga stúlku — enska stúlku — sem honum hafði fallið við. Þó að Lesley hefði ekki þekkt hann nema stutt, hafði hún vanist að hugsa sér hann sem einmana, fjarrænan mann. — Þráið þér aldrei meira samkvæmis- og félagslíf? sagði hún. — Það er tímaspillir að þrá eitthvað, sem ekki getur orðið fyrr en eftir þrjú ár. Við spilum á spil og förum í gönguferðir. Við erum kunningjar stjórnarumboðsmannanna og ég þekki margt fólk hérna megin árinnar. Eftir nokkra mánuði fer ég aftur. -— Farið þér þá með sömu mennina með yður? — Ekki alla. Sumir eru aðeins ráðnir með- an þetta verk er á döfinni, og þeir fara heim til konunnar sinnar. — Hvers vegna hafa þeir ekki konurnar sínar með sér hingað? — Það er oftast fullt af villimönnum og villidýrum þar sem við vinnum. Kvenfólkið er of taugaveiklað og ... Hann yppti öxlum. — Ég verð að játa að ég hefi enga þolinmæði til að umgangast taugaveiklað fólk. Frum- skógurinn er alls ekki hentugur staður fyrir kvenfólk. Það er gott og blessað að enskar konur hafi eins mikið frjálsræði og raun ber vitni — en mér likar ekki kerfið. — Þá er auðskilið hvers vegna þér eruð ógiftur, sagði hún. — Jæja? Hann sneri sér að henni og leit fast á hana. — Og hver haldið þér þá að ástæðan sé? 1 dimmunni voru augu hans svört og ólæsi- leg, en hún sá ertandi glottið í munnvikunum og það vakti andúð hjá 'henni. — Ástæðurnar eru líklega tvær. — Sú gerð kvenna, sem þér óskið að giftast er líklega gerólík þeirri, sem þér œttuð að giftast, þeg- ar þér dveljið í framandi landi. — Þetta kemur furðu vel heim, sagði hann kaldhæðinn. — Og hver er hin ástæðan? — Sjónarmið konunnar. Ég held að þér munduð ekki skilja það. — Þér eigið þá við að ég sé ekki nógu rómantískur. Hvernig getið þér vitað það? Hann smellti fingrunum og brosti ertandi. — Nú veit ég. Ég hefi valdið yður vonbrigðum. Hér sitjum við ein í myrkrinu, og það hefði ég auðvitað átt að nota mér, í stað þess að vara yður við Neville Madison. Hann benti niður í garðinn með því að kasta höfði — Hver sem er af þessum piltum þarna niður frá mundi fyrir löngu hafa faðmað yður að sér og kysst yður og sagt að hann elskaði yður, og þegar þið hefðuð hitst á morgun munduð þið hafa þakkað hvort öðru fyrir siðast og orðið sammála um að þetta hefði verið skemmtilegt samkvæmi og að þið hefðuð skiiið án þess að muna skapaðan hlut eftir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.