Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN 1. Ég var tvífari Monty’s! Um það leyti sem innrásin á meginland Evrópu var að hefjast, vorið 1944, vildu bandamenn villa Þjóðverjum sjónir og- láta þá halda, að Montgomery hershöfðingi, hœstráðandi breska hersins, væri suður við Miðjarðarhaf, og mundi hefja sókn þar. Fékk enska herstjórnin því leikarann M. E. Clifton James, sem er líkur hershöfðingjanum í sjón, til að koma fram í gervi hans. Frá þessu „herbragði“ hefir James sagt í bók, sem heitir „I was Monty’s Double", og vakið liefir afar mikla athygli. Nokkrir valdir kaflar úr bókinni birtast hér á eftir og í næstu blöðum. DAVID NIVEN HRINGIR. Þetla byrjaði einn maí-morgun 1944, er ég sat, eins og ég var vanur við skrifborðið mitt í launaskrifstofu bersins i Leicester. Síminn liringdi og ég svaraði: — Jamcs liðsforingi hér! — Landsími frá London, sagði skiptiborðsstúlkan. — Þér getið aldrei getið yður til hver það er. Ég heyrði smell og svo alúðlega rödd. — Þetta er David Niven ofursti i kvikmyndadeild hersins. Við höfum heyrt uni skemmtikvöldin yðar fyrir Þetta er Bernhard Law Montgomery, „viscount of Alamein". Hann er fæddur 1887, varð hæstráðandi 8. hersins 1942, sigraði Rommel í Afríku, stjórnaði breska innrásarliðinu 1944, varð marskálkur 1945 og aðlaður 1946. Næsthæsti yfirmaður NATO- hersins síðan hann var stofnaður. hermennina, þau liafa tekist ágætlega, er mér sagt. Nú er spurningin hvort þér viljið taka þátt i nokkrum her- kvikmyndum? Við höfum verið að leita að manni í hlutverkið, og ég liugsa að þér séuð sá rétli. Ég gapti. Misheyrðist mér? Nei, þetta var N'iven, ég þekkti röddina. — Með ánægju, sagði ég. — Ekkert væri mér kærara. — Það er gott, sagði hann. — Talið þér við ofurstann og segið honum að ég hafi hringt. Biðjið um viku-leyfi og komið hingað og reynið yður. Ég skrifa yður bréf og staðfesti samtalið. Hlakka til að sjá yður. Ég lagði heyrnartólið liægt á. Var mig að dreyma, eða hafði herstjórn- inni skilist, að hún gæti nolað mig til annars jíarfara en að húka liérna? Þegar stríðið liófst 1939 gerðist ég sjálfboðaliði og bauðst til að skemmta hermönnunum, því að til annars taldi ég mig ekki hæfan. En í staðinn var mér holað niður á launaskrifstofunni —- mér, sem varla kunni að leggja saman. Og þar hafði ég dúsað síðan, en i fristundunum kom ég fram á leiksvið- inu, þegar skemmtikvöld voru haldin fyrir hermennina. Ég minnist kvölds í Nottingham, rétt eftir eyðimerkur- sigurinn 1942. Þá var mér tekið með lófaklappi, sem var einna líkast þrumuveðri, undir eins og ég kom inn á sviðið. Allur söfnuðurinn liélt nefni- lega að ég væri Montgomery ‘hers- höfðingi, sem þarna væri kominn til að ávarpa hermennina. Ég gleymdi þessu atviki von bráð- ar, en nokkru síðar sýndu nokkrir við- vaningar leikrit, og ég lék hlutverk með þeim, hið sama sem ég hafði leikið áður i leikhúsi. Eitt sunnu- dagskvöld sýndum við í London. og eftir sýninguna kom ljósmyndari frá News Chronicle inn i búningsklefann minn. — Afsakið, sagði hann. — Mér hefir verið sagt, að þér séuð nauðalíkur Montgomery hershöfðingja, og það sýnist mér líka. Fæ ég að taka mynd af yður? Ég fékk léða alpahúfu hjá einhverj- um, og 'hann tók nokkrar myndir af mér. Ég var furðu líkur honum, sagði ljósmyndarinn. En eftir að hann var farinn fékk ég samviskubit. Hvernig nmndi fara ef yfirboðarar minir sæu mig með liúfu, sem ég liafði ekki rétt til að nota? Hvað niundu þeir segja um að ég reyndi að stæla hinn fræga hershöfðingja? Ég átti slæma nótt á eftir og fékk martröð hvað eftir annað. Önnur myndin stóð í blaðinu tveim- ur dögum síðar og nú varð ég skelk- aður. Undir myndinni stóð: Yður skjátlast. Þetta er Clifton James liðs- foringi. Ég varð að játa að myndin var furðu lík hershöfðingjanum, en sem betur fór tók enginn í Leicester eftir henni. Og upp á siðkastið hafði ég ótt svo annríkt að ég hafði gleymt þessu at- viki líka, en núna þegar ég fékk þessi kynjegu símaboð frá Niven, rifjuðust bæði atvikin upp fyrir mér, því að nú fór mér að detta margt í liug. En var nokkur leið að fá leyfi? Við vor- um í fólkshraki á launaskrifstofunni, svo að það munaði um hvern einn mann. En ég axlaði mín skinn og fór inn til ofurstans, sem var mesti fauti og bókstafsþræll fyrirmæla og reghi- gerða. — Ég var að tala í síma við kvik- myndadeild hersins í London, sagði ég. — Nú? Hvað vilja þeir? — Það var Dávid Niven ofursti sem hringdi. — David Niven? Er hann ekki ein- hver kvikmyndagepill? — Jú, liann er leikstjóri. Hann vill fá mig til London til að áðstoða við einhverjar lier-kvikmyndir. — Jæja? Og hvað eigið þér að hjálpa honum með? — Mér er ómögulegt að segja um það, ofursti. Hann biður mig um að fá viku leyfi og koma og kvikmynda tit reynslu. — Kvikmynda til reynslu? Þetta er launaskrifstofa en engin kvikmynda- stöð. — Ég veit l>að, ofursti. Hann sendir skriflega staðfestingu á þessu. — Staðfestingu á hverju? gaus upp úr ofurstanum. — Fyrr má nú vera bölvuð vitleysan. Hann hefir ekkert yfir mér að scgja. En það er samt réttast að þér sýnið mér bréfið þegar það kemur. Morguninn eftir var hringt á ný og það hækkaði á mér brúnin þegar ég heyrði rödd Nivens. Hann sagði mér að Lester ofursti mundi koma við i Leicester morguninn eftir, og bað mig um að hitta hann á Grand Hotel og borða 'hádegisverð með honum. Og Lester langaði tii að fá nokkrar mynd- ir af mér, sagði hann. Daginn eftir fór ég á Grand Hotel og hitti Lester ofursta, sem var eklci í herklæðum, og þótti mér það skrítið. Við borðuðum, töluðum um stríðshorf- urnar, um leikhús og skemmtistarf mitt meðal hermannanna. Hann var einstaklega alúðlegur og viðfelldinn. Ailt í einu mundi ég eftir myndun- um og rétti honum þær. Hann leit á þær sem snöggvast, og stakk þeim svo i vasann. Hann sagði að ég mundi frétta nánar frá Niven, og svo leit hann á klukkuna og stóð upp og kvaddi. Það var ekki fyrr en hann var far- inn, sem það rann upp fyrir mér að hann hafði ekki minnst einu orði á kvikmyndir. Skyldi hann halda að ég dygði ekki í þetta? Ég velti þessu mikið fyrir mér i næstu tvo daga. en þá kom bréfið frá Niven. Ég fór beint til ofurstans, sem gaf mér leyfið, með miklum eftirtölum. Svo fór ég heim til að taka saman dót mitt og sagði konunni minni að ég ætlaði til London, og hún afréð að slást i förina. Við símuðum til kunningja okkar í London, sem buðust til að skjóta skjólshúsi yfir okkur. LEYNDARMÁLIÐ. Við vorum í besta skapi og þegar til London kom náði ég i leigubifreið og ók til kunningja okkar og þar skildi ég konuna eftir. Ók svo áfram í Curzon Street og tók David Niven Skopmynd af Montgomery, með snöru um hálsinn og dollarainnsigli á. Myndin kom í rússnesku blaði eftir að kalda stríðið hófst. „Yður skjátlast!" Þetta er ekki Mont- gomery heldur Clifton James liðsfor- ingi. — Það var þessi mynd, sem benti leyniþjónustunni á Clifton James. alúðlega á móti mér þar. Við töluðum saman nokkrar minútur, og svo fór hann með mig inn í mannlausa stofu og bað mig um að bíða um stund. Þetta var stór stofa, með langborði á miðju gólfi og stólum allt í kring, eins og fundarlierbergi. Ég beið fimm minútur en enginn kom. Þegar mér fór að leiðast biðin opnuðust dyrnar og Lester ofursti kom inn. Hann var ckki herklæddur fremur en síðast, og hélt á hattinum í hendinni. Hann bauð mér vindling og við settumst. — James, sagði hann. — Ég er liræddur um að yður verði bylt við. Hér er ekki um neina kvikmyndun að ræða. Ég starði á liann og kom ekki upp nokkru orði. — Þér skuluð ekki taka yður það nærri, sagði hann og brosti. — Þetta fer alit vel. iSvo rétti hann mér prent- að eyðublað og bað mig um að lesa það vandlega og skrifa undir það. Ég reyndi að lesa skrifið, en hug- urinn var kominn á svo mikinn tæt- ing að allt hringsnerist fyrir mér. Mér var ómögulegt að skilja hvers vegna ég átti að undirskrifa þagnarheit lil leyniþjónustunnar — Secret Service. Hvað bjó undir þessu? Til livers ætl- uðu þeir að nota mig? Þetta var kyn- leg ráðgáta, en samt skrifaði ég undir blaðið og beið eftir nýju reiðarslagi. — Þér vitið hverjum þér eruð lík- ur, James, sagði Lester. — Nei, ofursti, sagði ég, því að heilinn var orðinn óvirkur. — Þér eruð nauðalíkur Montgomery hershöfðingja, eða Monty, sem við köllum. Þetta varð flóknara og flóknara. Átti hann við myndarskrattann i News Chronicle? Átti að refsa mér fyrir hana? Hann horfði á mig og brosti. — Ég ætti kannske að gefa yður skýringu, sagði liann. — Eg hefi engin afskipti af herkvikmyndum, ég starfa í M15. M15 er Secret Service eða frétta- þjónusta liersins. — Það hefir verið bent á yður sem hentugan mann til að leika hlutverk Montgomerys hershöfðingja áður en innrásin hefst, liélt hann áfram. Ég ber ábyrgðina á þessu, og þér eigið að blekkja óvini okkar og ef til vill bjargið þér lífi mörg þúsund licr- manna okkar. Mér fannst þilin í stofunni fara að ramba, og rödd hans hljómaði lík- ast og hún kæmi úr fjarska. — Fáið þér yður vindling, sagði hann. Ég tók mér vindling, eins og i leiðslu ,og kveikti í. Mig fór að verkja

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.