Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 í hausinn, kverkarnar voru þurrar og mig sárlangaði i bolla af sterku tei. Hann þagði í nokkrar sekúndur, og svo fór hann að segja mér hve erfitt hefði verið að finna tvífarann. Ég væri sá eini, sem gæti leyst þetta hlut- verk af hendi. HEItBRAGÐ. Um ])essar mundir var verið að skipleggja hinn feiknamikla innrásar- her, sem átti að ganga í land í Frakk- landi og sækja fram til Berlín. Þetta var svo tröllaukið fyrirtæki, að ó- hugsandi var að halda undirbúningn- um leyndum fyrir óvinunum, þó að við hefðum yfirhöndina í lofti. Þjóð- verjar vissu hvar við höfðum hugsað okkur að gera atlöguna, en þeir höfðu ekki hugmynd uni hvenær hún ætti að verða, og þ'eir gátu ekki heldur vitað livort ekki mundi önnur atlaga verða gerð á allt öðrum stað, eða öðr- um vígstöðvum. Þess vegna voru möguleikar á að blekkja þá. Þjóðverjum var kunnugt um að það var Montgomery, sem átti að stjórna innrásarhernum, og þess vegna var áformað þelta: Hershöfðinginn átti allt í einu að hverfa í Suður-Englandi, en svo átti iionum að skjóta upp aftur á einhverjum fjarlægum vígstöðvum. Þess vegna þurfti að finna mann, sem ■liktist honum í sjón og vaxtarlagi og gæti hermt svo vel eftir hreyfingum hans, að allir hlytu að lialda að þetta væri hershöfðinginn sjálfur. Njósn- arar og snuðrarar óvinanna urðu að fá tækifæri til að sjá hann á stuttu færi, svo að þeir gætu komið fréttum til Berlínar. Ef Montgomery skyti til dæmis allt í einu upp í Afríku, mundi það geta villt Þjóðverjum sýn. Hvað skyldi iiann nú ætlast fyrir? mundu þeir hugsa. Þýska herforingjaráðið gerði sér ljóst að honum var trúandi til alls, og mundi nú álykta, að hætt hefði verið við innrásina í Norður-Frakk- land í bili, en að sókn mundi verða hafin á einhverjum öðrum stað. Og þá mundu Þjóðverjar veikja varnirnar við Ermarsund en styrkja þær á öðr- um vígstöðvum. Þegar þessi áætlun liafði verið gcrð var næsta skrefið að finna mann, að finna tvífara Montgomerys. Þremur mönnum var falið að finna manninn: I.ester ofursta, Steplien Watts leik- listardómara og Jack Hervey liðs- foringja. Lester hafði leitað fyrir sér víða, Watts náð sambandi við kvikmynda- leikara frá Hollywood, en hvorugur var ánægður með árangurinn. Margir enskir leikarar voru reyndir, en sum- ir voru of gamlir, aðrir of ungir, eng- ir hæfðu í hlutverkið, þeir voru allir of ólíkir hershöfðingjanum. Þá var það sem Watts datt allt í einu í hug myndin í News Chronicle með textanum: „Yður skjátlast. Þetta er ...“ Hann mundi ekki hvað liðs- foringinn hét, en mundi eftir blaðinu, og loksins hafði hann uppi á mér og lét kalla mig til London ... KONAN MÁ EKKERT VITA. — Ég veit ekki hvenær innrásin helst, hélt Lester ofursti áfram. — En málið þolir enga bið, og þess vegna verðið þér að kynna yður hlutverkið strax, þannig að þegar á þarf að halda lítið þér ekki aðeins út eins og Montgomery, heldur séuð hann. Þér eigið að leika Montgomery hér í land- inu meðan hann fer til Miðjarðar- hafsins til að undirbúa innrás þar. Ég komst að því síðar að þetta var ekki satt, heldur var það þveröfugt. En Lester vissi ekki hvort ég gæti haldið mér saman og þess vegna gerði liann þessa tilraun. Ef leyndarmálið yrði hljóðbært mundu Þjóðverjar trúa að Montgomery væri farinn suður að Miðjarðarhafi og að ég væri staðgeng- ill hans i Englandi, og þetta var líka leið til að blekkja þá. — Takið þér nú vel eftir, hélt Lester áfram. — Þér hafið undirskrif- að þagnarheit. Vitið þér hvað það þýðir? Þér megið ekki minnast einu orði á það sem við höfum talað saman um, við nokkurn einasta mann. Héðan i l'rá eruð þér undir minni stjórn og fáið ekki að hafa samband við neinn úti frá. Þér fáið ekki að fara heim l'yrst um sinn, þér fáið ekki að tala við kunningja yðar, þér verðið hér i London og á hverjum morgni klukkan níu eigið þér að hringja upp þetta númer. Hann skrifaði simanúmer á blað og rétti mér. — Lærið númerið utan að og fleygið svo blaðinu í ofninn. Er það fleira, sem þér þurfið að spyrja mig um? Ég hristi höfuðið þó að ég væri með þúsund spurningar í huganum. — Jæja, sagði hann. — Farið nú snemma í háttinn og sofið þér vel. Og gleymið ekki að hringja i fyrramálið. Hann tók hattinn sinn af borðinu og stóð upp. — Enginn má sjá okkur saman, sagði hann. — Þegar ég er farinn skuluð þér doka við dálitla stund áður en þér farið út. — En hvað get ég sagt konunni minni? spurði ég vandræðalega. — Látið þér liana fara heim eins fljótt og hægt er, svaraði hann. — Þér verði að losna við hana. Segið henni það sem yður dettur i hug, cn ekki sannleikann. Skiljið þér mig? — Já, ofursti. — Segið þér henni að þér eigið að leika í leynikvikmynd um ný vopn. Eða eitthvað annað. Fáið liana til að fara heim, hvað sem öðru líðui' og verðið einn hérna. — Já, ofursti, svaraði ég, en það verð ég að játa að ég hafði enga hug- mynd um hvernig ég ætti að fara að því, þvi að Eve var þrákálfur, ef hún tók eitthvað í sig. Lester ofursti fór út og ég sat eftir i þungum þönkum. Ég veit ekki hve lengi ég sat þarna og þúsundir draumamynda dönsuðu fyrir augun- um á mér. Mundi mér takast að leika þetla vandasama lilutverk? Hafði M15 valið mig vegna þess að önnur sund voru lokuð, vegna þess að ég var eini maðurinn sem líktist liershöfðingjan- iim i sjón? Og var ég jafn líkur honum og þeir sögðu? Ég sá sjálfan mig ftrðast til útlanda með makt og miklu veldi ,en ég sá lika hersveitirnar taka á móti mér með hlátri og skopi og 'þýsku snuðrarana yppta öxlum. Ég sá í anda feitu fyrirsagnirnar í blöðun- um, eftir að ekki var hægt að leyna sneypuförinni lengur. Ég yrði að at- hlægi um allan hcim. Gat ég tekið þetta hlutverk að mér? Ég efaðist meira og meira um það, en hitt fann ég, að Lester treysti mér lil fulls. Var þá rétt af mér að efast um sjálfan mig, úr þvi að hann hélt að þetta mundi takast? KONAN MÍN BER í BORÐIÐ. Loks herti ég upp hugann og fór út. Ég náði i leigubíl og ók til Hamp- stead til að tala við Eve, og ég skal játa, að það var það, sem ég kveið mest fyrir. Hvað átti ég að segja? Og hvað mundi hún segja? — Ilvað gengur að þér, Clifton? var það fyrsta sem hún sagði. — Þú ert fölur sem nár. Ertu kominn i ein- bverja klípu? — Nei, það er ekkert að mér, væna mín, sagði ég. -— En ég á að leika í kvikmynd um leynivopn. Mér þvkir leitt að þurfa að segja það: en það er bcst að þú farir heim strax. Ein. — Ég trúi þér ekki. Eg sé á þér að þú ert að ljúga. Hvað er að? Segðu mér það — ég skal reyna að hjálpa þér. Ég svaraði ekki og hún hélt áfram: — Það er illa gert af þér að skrökva að mér. Er það vegna þess að þú viljir losna við mig? Sem betur fór komu kunningjar okkar inn, svo að við fórum að tala um annað. Eftir að við Eve vorum orðin ein aftur spurði hún mig þúsund spurn- inga, sem mér var ekki hægt að svara, og nú fyrst skildi ég til fulls hvaða vanda ég hafði tekist á hendur. Ég svaraði eftir bestu getu, en ég er hræddur um að ég hafi oft orðið tví- saga og komist í mótsögn við sjálfan mig, þvi að eitt var vist: hún trúði cngu af því sem ég sagði. Þegar við höfðum drukkið te fór hún út til að hitta systur sína, en ég lagði mig. Ég var ekki aðeins þreytt- ur, ég var eins og tuska, því að ég David Niven ofursti, hinn frægi kvik- myndateikari, sem fékk Clifton James til að leika hlutverk Montgomerys. vissi að ég yrði að losna við konuna ja’fnvel þó að það kostaði hjónaband- ið. Ég varð að koma henni á burt frá London undir eins. Hún var í góðu skapi þegar hún ■kom aftur. Við hættum að rífast og minntumst ekki einu orði á: fram- tíðina. En þegar ég læddist niður í fordyrið morguninn eftir og hringdi á númerið sem Lester hafði tiltekið, fannst mér ég vera eins og njósnari í lítilfjörlegri sakamálasögu. Mér var skipað að koma í hermálaráðuneytið cins fljótt og ég gæti. Eve hafði læðst niður á cftir mér og um leið og ég sleit sambandinu spurði hún — Hvern varstu að tala við? — Ég var að taka við fyrirskipunum viðvíkjandi nýja hlutverkinu minu, sagði ég eins rólega og ég gat. — Datt mér ekki í hug! Hver gefur þér fyrirskipanir og i hverju er þetta falið? Ég svaraði ckki og hún hélt áfram: — Þú skilur mig ekki. Reyndu að setja þig í sporin mín. Við höfmn aldrei leynt livort annað neinu. Ilvcrs vegna þetta pukur, allt í einu? — Ég er ekkert að pukra — þú skil- ur mig bara ekki. — Nei, ég skil þig ekki. Þú litur út eins og þú hafir fengið taugabyltu og sért í vandræðum. Hvers vegna segir þú mér ekki sannleikann og lofar mér að hjálpa þér? — 'Það er ekkert að inér. — Hvers vegna varstu andvaka í alla nótt? Og hvers vegna liefirðu ekki bragðað mat siðan þú komst í gær. Nei, þú snýrð ekki á mig! — Við skulum ekki tala meira um þetta, væna min. Nú verð ég að fara, þeir bíða eftir mér í hermálaráðu- neytinu. Það er ástæðulaust fyrir þig að liafa áhyggjur af mér, og þegar ég kem aftur skal ég segja þér það, sem leyfilegt er að segja. Hún andvarpaði og ég flýði á burt. Hún gat orðið hættuleg mér — en hvað átti ég að gera? NÝJU „ÁHORFENDURNIR" MÍNIR. Þegar ég kom inn i hermála- ráðuneytið var mér þegar fylgt inn til Lesters ofursta, sem kynnti mig Stephen Watts kapteini og leikdómara og Jack Hcrvey liðs- foringja, en þeir áttu að hjálpa mér til að búa mig undir hlutverkið. — Ég vil að þér lítið á þetta sem hvert annað leikrit, sagði Lester. — Þér eruð leikari sjálfur og nú fáið þér mesta hlutverkið á ævinni. En gleymið ekki að þér leikið fyrir mjög glöggskyggna gagnrýnendur. sjálft þýska herforingjaráðið situr á fremsta bekk og tekur betur eftir því allra smæsta. — En hugsum okkur að einhver þekki mig, sagði ég. — Hvað á ég þá að gera? — Líta á hann með sama augna- ráðinu og bryti mundi gera, ef flæk- ingur kæmi til að selja hertoganum skóreimar. Ég gat ekki stillt mig um að hlæja, og Lester hélt áfram: — Næstu dag- ana verðið þér að koma hingað til skrafs og ráðagerða á hverjum degi, en síðar skal ég Iiaga svo til að þér verðið einn eða tvo daga í foringja- sveit Montgomerys hershöfðingja til þess að athuga rödd hans, hreyfingar og tilburði. Hérna eru nokkrar blaða- Ijósmyndir af honum, sem þér skul- uð fá. Ég atlnigaði þær vandlega og nú fyrst sá ég, að ég var skrambi líkur honum. Hann var nokkru eldri en ég, en þegar ég væri kominn í sams kon- ar föt og liann mundi ég ekki þurfa annað en ofurlitla málningu í andlitið i viðbót. — Þér fáið vafalaust góð blaðaum- mæli í Berlin, sagði Watts. Ég ók heiin aftur og talaði alvar- lega við Eve. Hún bæði grét og barm- aði sér, en ég gat ekki huggað hana, heldur sagði henni að kvikmynda- hlutverkið sem ég hefði fengið væri svo leynilegt, að lnin mætti ekki nefna mig á nafn meðan ég væri að heiman, lnin yrði að fara undan í flæmingi þegar lnin yrði spurð, og segja að ég væri i embættisferð fyrir launaskrif- stofuna. Loks- féllst lnin á þetta, en i staðinn varð ég að lofa að skrifa henni að minnsta kosti einu sinni í viku. Það loforð var ekki gefið með góðri samvisku, þvi að ég vissi að ég yrði að svíkja það. Eve fór heim til Leicester og ég Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.