Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN ."í<8ss^ .vW1 .<1^ .vW Framhaldsgrein 7. fyrir dst honungsins r ÆrÆTÆr ATVINNULAUS KONUNGUII. Nú hafði orðið snöggt, uggvekjandi lilé í lífi Péturs. Hann iiafði ekkert að gera — enga staði lil að fcrðast á — og ekkert til að spyrna á móti. Ég vissi að liann varð að gera áætl- anir og skapa sér áhugamál. En iiann gat hvorugt gert meðan liann átti heima í St. Moritz. — Við verðum að komast til París- ar. Við verðum að finna okkur sama- stað, sagði ég. Nýárið 1947 færði góðar fréttir. Franska stjórnin hafði loksins fallist á að veita Pétri sex mánaða dvalar- leyíi. — En það er þýðingarlaust að fara að leita sér að húsi fyrr en við vitum hvort við fáum að verða hérna áfram, sagði Pétur. Ég vissi nú samt að það var annað sem vakti fyrir honum. Hann vildi komast til Ameriku. í Ameríku voru margar jugoslav- neskar stofnanir, félög og iandnám, og þar mundi hann una sér og finna sér einhver áhugamál. — Ég er atvinnulaus konungur, sagði hann og glotti. — Og það eina sem ég kann er að vera konungur. Ég fór að verða varkár með hvað ég sagði, og það hafði aldrei komið fyrir mig áður. Ég mátti ekki nefna Jugoslavíu, peninga eða heimili. Þá varð hann alltaf angurvær og þöguli. Við vorum saman — og borðuðum alltaf saman — fórum í gönguferðir saman. En við töluðum saman eins og ókunnugar manneskjur. Stundum tók ég í höndina á honum og við leiddumst, en hugur iians var óralangt í burtu. Hann skildi ckki mína þöglu hæn um að „koma til baka“. Ég var áhyggjufyllri og meira cin- mana en ég hafði verið í niörg ár. En ég hafði ekki um annað að velja en reyna að bíða eftir því að þessu iiugsýkisfargi hans létti af honum. Hvorugt okkar minntist á þessi hugsýkisköst þegar þau voru liðin lijá, og við rifumst aldrei á eftir. Þegar við rifumst var það á heilbrigðan liátt og í fullri lircinskilni — eins og þrumuveður sem er liorfið eftir fimm mínútur. Pétur var ákaflega skapstór, En það var hægt að hlæja að honum. Ég komst fljótt að raun um að el' ég vildi ekki rífast við hann en lét hann rausa við sjálfan sig, þagnaði hann von bráðar er honum ofbuðu rokurn- ar í sjálfum sér, og liann átti þó svo mikla gamansemi til, að hann sá hve hlægilegt þetta var. Ég gat þolað reiði- köstin hans. En þegar hann fékk þung- lyndisköstin var ég máttvana. Mig langaði Iíka til að komast til Ameríku iiaustið 1947. En áður en við færum fengum við heimboð frá Lon- don, sem gladdi okkur mikið. Bertie frændi var að bjóða okkur í brúðkaup Lilibethar og Philips þann 20. nóvember. BRÚÐKAUPIÐ í LONDON. Ég var lirifin — ekki aðeins af því að uppáhaldsfrændinn minn ætlaði að giftast Liiibeth. heldur líka af því að ég vissi að þetta yrði kærkomin upplétting fyrir Pétur. Hann liafði lifað í útlegð í meira en sex ár — og var nú kórónulaus konungur og allar eignir hans höfðu verið gerðar upptækar. Pétur missti aldrei vonina um að komast hcim á ættjörð sína aftur og fá hásætið á ný, og hann var sífellt í sambandi við alla stjórnmálafylgis- menn sína. En iðjuleysið gerði hann eirðaralusan og óánægðan, en brúð- kaupið mundi þó að minnsta kosti hafa þau áhrif að hann gleymdi á- hyggjum sínum um stund. Bertie frændi og Elizabetii frænka voru afar gjafmild og borguðu ferðina og dvölina fyrir okkur. Bausn þeirra sparaði okkur svo mikið fé, að Pétur sendi mig i tísku- verslunína Maggy Rouff til þess að kaupa mér tvo nýja kjóla — annan í sjálft brúðkaupið og hinn til að nota í hinn opinbera miðdegisverð, en þar áttu allir að hera heiðursmerki sín. Nú átti ég i fyrsta skipti að fá að nota ættar-smaragðanna, — ennis- spöng, hálsfesti og eyrnahringi, sem Pétur hafði erft. Þessir skartgripir voru ómetanlegir og framúrskarandi falíegir. Smaragðarnir voru greyptir inn á jnilli glitrandi demanta. Maggy Rouff saumaði kjól úr smaragðsgrænu silki, sem ég átti að nota í brúðkaupinu. En fyrir mið- degisverðinn valdi ég látlausan fieg- inn kjól úr Ijósbláu silki, með miklum fellingum að neðan. Við Pétur vorum lengi að brjóta heilann um hvað við ættum að gefa í brúðargjöf. Loks völdum við klukku af mjög sérkennilegri gerð. Hún sýndi ekki aðeins tíma heldur mári- aðardag líka, og lofthitarin. Lestin sem fór frá París í sambandi við ferjuna yfir Ermarsund hefði gjarnan mátt heita „konunglega lest- in“, því að allir sem ég hitti um borð voru meira eða minna skyldir mér. í íbúðinni okkar á Claridge var ná- kvæm skýrsla um alia tilhpgunina. Þar stóð hvernig við ættum að vera ldædd — livað við ættum að gera — hvar við ættum að sitja, við það og það tækifærið. Meðan ég var að lesa jjetta hugsaði ég til þess með skelfingu hvernig áætlunin mundi lita út, sem Philip veslingurinn hefði fengið. Nú voru mörg ár síðan ég hafði séð þennan föngulega frænda minn, Einlivern tíma mundi hann hafa hlegið að öll- um þessum kreddum! En nú var hann á kafi í þeim sjálfur. Hvernig skyldi liann kunna við það? Opinberi miðdegisverðurinn var langur og leiðinlegur. Ég var með höfuðverk undan þungri ennisspöng- inni, og jafnvel liálsfestin fannst mér svo þung að mig sárlangaði til að taka af mér djásnin og leggjast fyrir. HÁTÍÐLEG ATHÖFN. Sjálfan brúðkaupsmorguninn vorum við vakin fyrir dögun. Aldrci Iiefi ég séð jafn margt fóik samankomið eins og þegar við ókum til Buckingham Palace til þess að slást í konunglegu fylkinguna á leið til Westminster Abbey. Yið vorum hrærð yfir öllum fagnaðarlátunum i fólkinu, sem sýndu ljóst live þjóðinni þykir vænt um kon- ungsfjölskyldu sína. — Þetta er trygg þjóð, muldraði Pétur. Inni í kirkjunni sátum við hjá fjöl- skyldu Philips, Mountbattenfólkinu, og Júlíönu Hollandsprinsessu og Bernhard. Ég gat ekki varist tárum þegar at- höfnin byrjaði, og ég var ekki sú eina, sem þannig var ástatt um. Hin látlausu orð erkibiskupsins og tón- listin í kirkjunni hittu alla i hjarta- stað. Það fegursta upplifðum við er hrúðhjónin gengu út úr kirkjunni. Philip hélt í vinstri hönd Lilibethar er þau gengu frá altarinu. Þegar Lili- betli kom á móts við sæti ömmu sinn- ar, Mary ekkjudrottningar. 'lineigði hún sig djúxit fyrir henni og sömu- leiðis fyrir foreldrum sínum. Ég man þetta augnablik ennþá ... Hneigingu Philips er hann hélt i hönd hennar og víðan silkikjólinn, sem lagðist í fellingar kringum hana meðan hún hneigði sig. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir Bertie frænda og Elizabeth að stilla sig um að rétta liöndina fram til dóttur sinn- ar. Við sáum hreyfingarnar í andliti þeirra og stoltið sem skein úr áug- unum er þau kinkuðu kolli til að svara kveðju Lilibethar. Svo var þetta afstaðið og Philip gekk með brúði sína út til fagnandi mannfjöldans fyrir utan kirkjuna. Við vorum í hálfgerðri vímu eftir öll fagnaðarlætin er við komum inn í höllina og skipuðum okkur i röð gestanna, sem brúðhjónin ætluðu að lieilsa á eftir. Ég kyssti brúði og brúð- guma og fór svo inn í hátíðarsalinn, sem var fagurlega skreyttur og með mikiili Ijósadýrð. Maturinn var ágætur og mikið var talað í öllum salnum. En þegar Bertie stóð upp með glasið hendinni varð ailt hijótt. Hann liélt enga ræðu. Hann sneri sér brosandi að dóttur sinni og sagði: — Skál brúðarinnar! Þegar Lilibeth hafði haft fataskipti og kom niður i hlárri kápu og með hatt, var Bertie frændi ráðinn i því að gera skilnaðinn eins skemmtilegan og unnt væri. Með drottningu við hönd sér hljóp hann að bíl brúðhjón- anna og sáði yfir þau rósablöðum. Hinir gestirnir fóru að dæmi hans, og fyrir utan hallarhliðið æxiti múg- ui'inn af hrifningu. iSkömmu síðar vorum við Pétur á leið til Parísar aftur. Ég var enn að hugsa um brúðkaupið. Ég mundi orð erkibiskupsins af Canterbury er hann talaði til Pliilips og Elizabethar. Hann hafði lagt svo mikla áhersiu á hve þýðingarmikið það væri að eiga heim- ili — stað sem færði manni frið og samræmi eftir annir dagsins. Ég fann að liann hafði rétt fyrir sér — að það er þungamiðja lífsins að eiga heimili. En Pétur var útlægur, og það land var ekki til, sem hafði möguleika á að gefa okkur heimili. Við áttum að setjast að á gistihúsi aftur, og þaðan yrðum við líklega að ílytja í annað gistihús — og aftur annað! Pétur hlakkaði til að fara tii Amc- ríku með vorinu, en ég var efins um þá ferð. AMERÍKA! Við fórum til nýja heimsins á „Queen Elizabeth" í apríl 1948. Ég vonaði innilega, að Amerika yrði okkur nýr heimur. Siðustu tvö árin var orðið erfitt að lifa í gamla heim- inum. Við vorum landflótta á ný. IÞegar við sigldum frá Southampton hvíslaði ég að sjálfri mér: — Láttu þetta verða nýjan, bjartan heim — láttu mér þykja vænt um Ameríku, og Ameríku vænt um mig. Ameríka gekk alveg fram af mér. Hávaðinn ætlaði að æra mig — bloss- arnir blinduðu mig — spurningunum rigndi yfir mig og skýjakljúfarnir Fjölskyldan kem- ur til New York í maí 1948. Alex- andra var lítið hrifin af Ameríku en Pétur þvert á móti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.