Fálkinn


Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 05.10.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 með hvar ég er,“ svaraði hún: ,,Já, ef ég kæri mig um.“ Svo hélt hún áfram: ,,En ef ég segði að þú yrðir að velja á milli mín og flugvélarinnar — hvað þá?“ Hann svaraði ekki. Þetta var ellefta i mánuðinum, og keppnin átti að verða tutt- ugasta og sjöunda. Tveimur dögum síðar las ég nafnið hans í þátttakendaskránni — og Elsie bað um landsímasam- band við Harald. Hún hafði strikað Allan út úr tilveru sinni, trúði hún mér fyrir á eftir, og hafði lofað að giftast Haraldi. Brúðkaupið átti að verða tuttug- asta og sjöunda — sama daginn sem Allan átti að leggja upp í hringflugið um Ameríku. Símtöl- in urðu mörg og loks var afráðið að brúðkaupið færi ekki fram fyrr en síðasta dag mánaðarins. Þann tuttugasta og sjöunda kom Allan og lagði upp. Hann hafði hvorki skrifað né símað síð- an Elsie hafði látið endursenda bréf frá honum óopnað. Ég geri ráð fyrir að hún hefði ekki getað staðist hann ef hún hefði opnað bréfið, og þess vegna ekki þorað að opna það. Hún hafði meira umstang og vafstur út af brúðkaupinu sínu en eiginlega var þörf á — kjóla, skreytingar, matseðla og ferða- 'áætlanir. Hún las ekki það sem stóð í blöðunum um keppnina, lét yfirleitt eins og Allan væri ’ekki til. En eitthvað hlaut hún þó að hugsa. „Þeir búast við fellibyl á aust- •urströndinni," sagði hún yfir morgunkaffinu þann tuttugasta og áttunda. Jæja, það er þó hjarta í Elsie, hugsaði ég með mér. Percy símaði úr bænum síðdeg- is og það var ég sem svaraði í símann. „Miklar fréttir,“ byrjaði hann. „Raunalegar fréttir!" Og svo sagði hann frá: „Flugvél Allans hafði sprungið. Hreyflarnir alltof sterkir. Allan hafði hrapað. Hann var hættulega særður, — óvíst að hann hefði það af ... Ég hljóðaði upp og Elsie kom hlaupandi. Hún varð mjög föl er ég sagði henni fréttirnar. Við símuðum í sjúkrahúsið í bænum sem Allan var í, og frétt- um nú að meiðslin væru ekki eins alvarleg og fyrst var haldið. Þetta var mesta hraustmenni, sagði læknirinn. En hann var meðvitundarlaus ennþá. „Hvað ætlarðu nú að gera, Elsie?“ spurði ég. Hún svaraði með því að fara út. Eftir nokkra stund kom hún til baka. Hún hafði grátið. „Þú mátt ekki halda að ég sé tilfinningalaus, Anna-Bell,“ sagði hún. „En þú mátt heldur ekki halda, að aðalpersónan í þessum leik strjúki frá brúðgumanum og altarinu á síðustu stundu. Og reyndist það ekki rétt sem ég sagði: Hvers virði er flugmanns- lífið?“ Um kvöldið símaði Percy í sjúkrahúsið og frétti að sjúkl- ingnum hefði versnað. Allan hafði ekki sagt nema eitt einasta orð: Carrington . .. Ég greip í handlegginn á Percy. „Ef hann deyr, Percy, verður hann að fá að deyja í þeirri sann- færingu, að hún elski hann. Ég veit að hún gerir það — þrátt fyrir allt.“ Ég náði í kvöldflugvélina og morguninn eftir var ég stödd í ganginum fyrir utan sjúkrastofu Allans. Ég nefndi nafnið mitt — það Sesam sem opnaði dyrnar og yfirhjúkrunarkonan bauð mér inn. Hann var meðvitundarlaus ennþá, sagði hún, en það var von um hann. Þarna lá hann með reifað and- litið, og þó að hann hefði verið vakandi eða með rænu, mundi hann ekki hafa séð mig eða þekkt mig aftur. Hjúkrunarkona bauð mér stól og bærði varirnar til þess að gefa merki: Kyrrð! Já, ég ætlaði mér ekki að hafa hátt. Það var mér sæla að fá að heyra andardráttinn hans, og vona að hann yrði jafnari og ró- legri. Hver veit nema hann fengi meðvitundina — hver veit nema hann segði orðið: Carrington, kannske mundi hann spyrja eftir Elsie ... Hverju átti ég að svara? Það liðu tveir dagar þangað til þetta orð kom yfir varir hans. Ég svaraði með því að taka í höndina á honum, ég þorði ekki að koma upp um mig með því að láta hann heyra röddina. Og allt í einu var eins og annarlegur frið- ur færðist yfir okkur, fannst mér. Yfir Allan og mig. Hann þrýsti að hendinni á mér, veikt, muldr- aði eitthvað, rólega að því er virt- ist, og svo sofnaði hann. Lækn- irinn var ánægður á svipinn þeg- ar hann kom inn. „Rétt!“ sagði hann, „þetta er besta meðalið!“ Hann brosti. En ég gat ekki brosað á móti. Það var lygin, sem sat þarpa — lygi, sem hét Anna Bell. Hann sem lá þarna — hvernig átti ég að horfast í augu við hann þegar hann vaknaði? Jú, ég gat það. Ef það var lygi, sem seiddi hann til lífsins aftur, þá var það meinlaus lygi. Ég er hrædd um að ég hafi ’ verið fremur sinnulaus þessa daga. I dag var sá síðasti í mán- uðinum, brúðkaupsdagur Elsie, en ég var kyrr á mínum stað. Þennan dag svaf ég út í gistihús- herberginu mínu, því að nú var hættan afstaðin, og Allan orðinn svo hress að hann átti að fá að sitja uppi í rúminu í dag, — en umbúðirnar voru ennþá á andlit inu á honum. Erindi mínu var lokið, ég ætlaði að fara um kvöld- ið, án þess að láta vita hver ég væri. Þegar umbúðirnar væru teknar af, þegar augu hans væru orðin sjáandi — nei, ég þorði ekki að horfast í augu við þau von- brigði. Klukkan var sjö þegar ég gægð- ist varlega inn úr dyrunum á sjúkrastofunni. Hann lá þarna eins og áður . . . kannske ekki ná- kvæmlega, stellingarnar voru þannig, að ég þóttist sjá að hann væri vakandi og með meðvitund. Augnablikið — þunga stundin — var komin. Ef hann kallaði mig Elsie ... Röddin var veik er hann sagði: „Mér er sagt að ungfrú Carring- ton hafi hjálpað mér.“ „Segja þeir það?“ sagði ég og reyndi að líkja eftir rödd Elsie. Það var líkast og alvörubros væri bak við orðin er hann sagði: „Maður veit svo lítið um lífið og hvað smáatvikin geta haft í för með sér. Einu sinni þegar ég var í lífshættu, var það ung stúlka, sem kveikti bál, sem er annars eðlis. Með hlýjum orðum og hugsunum, mjúkum höndum, hefir hún bjargað mér frá dauða í annað sinn.“ Pramhald á bls. 14. HETJIUR ALPYÐUNNAR í vor sem leið var iiátíðleg samkoma í liátíðasal Sorbonne- háskólans í París. Þar átti að gera tvær manneskjur að meðlimum heiðursfylkingarinnar, en það er einn mesti frami, sem franska lýðveldið getur sýnt innlendum og erlendum. Þarna var mikið af mönnum í glæsilegum ein- kennisbúningum og með bring- una alsctta heiðursmerkjum og þeirra á meðal d’ Harcourt aðmir- áll og landbúnaðarráðherrann. En það skar úr, að á fremsta bekk í salnum sat svartklædd og þreytuleg sveitakona, og veður- barinn sjómaður i bláum nankins- fötum, ásamt konu sinni. En þetta voru gestirnir sem átti að heiðra. Sjómaðurinn hét Charles Masson og er 56 ára. Hann hefir á síðustu fjórum ár- um bjargað þremur skipum og 133 mannslífum úr sjávarháska við Bretagneströnd. Nú sat hann þarna hjá konunni sinni og kunni auðsjáanlega ekki við sig í allri þessari dýrð, en konan hans ljóm- aði af gleði. Charles Masson hafði ckki farið í sparifötin. Hann var i sínum venjulegu bláu sjómanna- buxum og duggarapeysu. Og ekki var hann með neitt bindi um hálsinn. d’Harcourt aðmíráll las upp skýrslu um afrek Massons, en byrjaði á föður hans. Hann hafði ncfnilega forðum daga bjargað áhöfninni af enska skipinu „Drummond Castle“. Breska stjórnin hafði ætlað að gcfa hon- um heiðursgjöf fyrir þetta afrek, en hinn gamli sjómáður afþakk- aði það og sagðist hafa nóg fyrir sig að leggja. En ef cnska stjórn- in vildi endilega borga þessa pen- inga gæti liún gefið þá þorpinu Moléne, sem hann var fæddur í. Það hafði stjórnin gert og þorp- ið eignast vatnsveitu fyrir gjöf- ina. Charles sonur lians hafði lært sjómennsku hjá föður sínum, en nú var hann orðinn formaður á björgunarskútu, sem heitir „Jean Charcot" eftir hinum franska landkönnuði, sem fórst hér upp við Mýrar 10. septem- ber 1936. „Jean Charcot“ annast björgunarstárfsemi við strendur Bretagnes, og þykir Cliarles Mas- son foripaður skútunnar hafa sýnt fádæma dugnað og áræði. Þegar aðmírállinn hafði lokið máli sínu tók landbúnaðarráð- herrann til máls. Hann talaði uin svartklæddu konuna, sem sat við hliðina á Massonshjónunum. Hún var gráhærð og sviphörð, einbeitt á svip og ennið hátt og frítt. Úti- tekin var hún og hendurnar auðsjáanlega vanar erfiðisvinnu. Frú Marie Durand er 54 ára og hefir verið ekkja í tuttugu ár, en komið upp 13 börnuni sínum. Þau eru nú öll komin i lifvæn- lega stöðu. Landrýmið sem frú Durand bjó á var ekki nema tæp- ur hálfur hektari og fremur lé- leg gróðurmold. En hún hafði notað þennan skækil vel og framleitt úrvalstegund af Musca- detvíni, sem hún gat selt fyrir kringum 500 króntir tunnuna. Ennfremur liafði hún hænsni og endur og á þessu gat hún lifað og alið önn fyrir 13 börnum. Þau hjálpuðu henni þegar þau fóru að stálpast og þegar synirnir voru kvaddir í herinn eignaðist hún tengdasyni, sem gátu lijálp- • að henni í viðlögum. En frú Dur- and þykist ekki hafa unnið neitt þrekvirki. „Hann faðir niinn átti niu börn og lét sér hugað um öll 66 barnabörnin sín,“ segir hún. Frú Durand er fyrsta sveita- konan sem fengið hefir orðu frönsku heiðursfylkingarinnar. Áformað hafði verið að halda þeim Masson og frú Durand veislu um kvöldið, en þau afþökk- uðu bæði. Frú Durand sagðist verða að halda heim á leið til hænsnanna sinna um kvöldið og Masson gáði til veðurs og komst að þeirri niðurstöðu að „vissara væri að vera kominn heim fyrir morguninn". * v- Ý' í ¥ $ % 3 ¥ % *• s ¥ % ¥ t'" %

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.