Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Tyrhjardnin í Miðjarðarhafi í 300 ár voru engin skip óhult fyrir sjórœningjum í Miðjarðarhafi, en sum ríki greiddu þeim skatt fyrir að láta skip sín í friði. Við írland og England voru þeir tíðir gestir, og stundum komust þeir alla leið til íslands. Blaðamannahabarettino vehur hrifninp ‘ Heitan suniardag árið 1504 rerti tvser stórar ítalskar galeiður fram hjá eyjunni Elba. t»ær voru á lcið frá Genua til Róm, og voru drekkhlaðnar dýrum fjársjóðum til Júliusar páfa. Allt í einu skaut litlu lterskipi fram undan nesi og stefndi beint á þá galeiðuna, sent nær var. ítalski skip- stjórinn horfði forviða á þetta skip. Ekki gat það verið óvinaskip. Páfinn var í friði við alla veröldina um þess- ar mundir og átti enga óvini, hvorki á sjó eða iandi. Skipið færðist nær. Sjórinn freyddi um bóginn á því og sólin gljáði á votum árunum. Hin galeiðan var langt á undan. Allt i einu stansaði aðkontuskipið og nú brá varðntanninum á ítalska skipinu í brún. Á þilfari herskipsins stóðu menn með vefjarhetli og vopn- aðir bjúgsverðum. Nú komst allt í uppnám á galeiðunni. Trumburnar voru barðar og þrælarnir undir árum hýddir á bert bakið, svo að þeir hertu róðurinn. En það var um seinan að komast undan. Herskipið lét failbyss- ur sínar senda kveðju, sem drap og særði marga á galeiðunni. Að vörmu spori sambyrti herskipið galeiðunni og Tyrkir óðu öskrandi um borð. Engri vörn varð komið við. Innan skamms hafði öll áhöfn gal- eiðunnar verið afvopnuð og selt undir þiljur. En tyrkneski höfuðsmaðurinn lét það ekki nægja. Hann vildi hremma hina galeiðuna iíka, og tókst það. - Nokkrum dögum síðar komu öll þrjú skipin í höfnina i Goletta i Túnis og tyrkneski höfuðsmaðurinn lét róa sér i land. Hann var enginn annar en hinn illræmdi Uruj Barbarossa, en þvi nafni var hann kallaður í vestur- löndum vegna þess að hann var rauð- skeggjaður. Nokkrum árum síðar missti hann handlegginn í orrustu við Spánverja, og tók bróðir hans. Khair- ed-Din við stjórninni. En Barbarossa hafði þá gert flota Genuabúa svo miklar skráveifur, að þeir gerðu út hinn fræga aðmirál Andrea Doria til að ganga milli bols og höfuðs ú hon- um. Eftir 'honum hét lúxusskipið italska, sem sökk í vetur. Aðmírállinn brenndi Tunisborg til ösku, náði helm- ingi Barbarossaflotans og sigldi sigur- för til baka til Genua, og þóttist nú hafa gert ránfuglinn Barbarossa ó- virkan. En Barbarossa var ekki af baki dottinn. Hann tók sér nýja bækistöð i Jijelli, þar var ágæt höfn og vel var- in af náttúrunnar hálfu. Uruj Barbar- ossa tók sér lieitið ,.soldán af Jijelli" og sat um kyrrt um hríð. En þá bað Salim prins af Alzír hann um hjálp til að reka Spánverja af höndum sér og brá Barbarossa þá skjótt við með 16 skip og 6000 manns og tók bæki- stöðvar Spánverja. En Márarnir sem þarna bjuggu, sáu fljótt að þeir voru komnir úr öskunni í eldinn, því að Barbarossa reyndist miklu verri en Spánverjarnir. Og einn góðan veður- dag myrti hann Salim prins, er hann var i baði. Nú báðu Márarnir i Alzír sina fornu féndur, Spánverja um lið- veislu, en þeir stóðust ekki Tyrkjum snúning, og skip þeirra strönduðu í ofsaveðri. Sjóræningjarnir lögðu allt Alzír undir sig og árið 1517 var Uruj Barbarossa orðinn öllu ráðandi í Norður-Afríku. Þessu gátu Spánverjar ekki unað og sendu nú 10.000 manna her til Afriku, undir stjórn de Comares greifa. Varð orrusta við Tlemcen og Barbarossa rekinn á flótta. Elti de Comares flóttann til Alzír og náði Barbarossa við á eina og þar varðist Barbarossa meðan nokkur af mönnum hans stóð uppi. Barðist hann sem hetja, þótt einhentur væri, löðrandi í blóði, en var að lokum ofurliði borinn. Khair-ed-Din bróðir hans sat í Aizir er hann frétti fall bróður sins. Iijóst hann nú við að lokið væri veldi sjóræningjanna í Afríku, enda mundi svo hafa farið ef de Comares hefði lialdið úfram sókninni. En liann sneri aftur til Spánar og þóttist hafa allt ráð sjóræningjanna i hendi sér. Khair ed-Din var engu minni her- maður en bróðir hans, og miklu meiri stjórnmálamaður. Hélt hann nú áfram ránum og gerði strandhögg á vestur- Frakklandi ásamt foringjum sinum — Dragut, Salih Reis og Aydin Reis. Hann hrakti Spánverja úr stöðum þeirra í Alzír og jafnaði virkin við jörðu, en notaði grjótið lir þeim í hafnargarð þann, sem enn stendur í Algeirsborg. Hafði liann nokkur þús- und kristna þræla i hafnargerðinni, sem tók tvö ár. Frægðarorð Khair-ed-Din barst til eyrna Selims soldáns i Miklagarði, og gerði hann honum orð um að heim- sækja sig. Og nú hélt Khair-ed-Din öllum flota sínum til Istanbul. Selim soldán og Ibrahim stórvezír lians sáu að korna skipun á tyrkenska flotann. brátt, að þarna var rétti maðurinn. Gerðu þeir hann að stór-aðmírál og 25. september 1537 gersigraði hann Andrea Doria í orrustunni við Prevesa. Þó að Khair-ed-Din væri tekinn að eldast var hann enn jafn herskár og áður. Réð iiann einn öllu Miðjarðar- hafi og 1543 gerði Franz I. Frakka- konungur bandalag við hann gegn Karli V. keisara. í júlí það ár hélt Khair-ed-Din flota sínum til Toulon og var vel fagnað, þótt undir þiljum skipa hans væru mörg þúsund kristn- ir fangar. En í Frakklandi lireyfði enginn litla fingurinn til að bjarga þeim, en sjóræningjarnir á skipunum rændu fólki á götunum í Toulon og höfðu með sér um borð. Franz kon- ungur reyndi að hylma yfir þetta at- hæfi, en þó gat bandalagið við sjó- ræningjana ekki lialdist til lengdar. Franz tæmdi alla opinbera sjóði til að greiða umsamið verð „fyrir hjálp- ina“ og auk þess gaf liann Khair-ed- Din 400 múhamedanska fanga, er hann hafði haft á galeiðunum, en Khair afhenti enga kristna ú móti. Tveim árum siðar sálaðist Khair-ed- Din í Istanbul, og töldu Tyrkir hann lieilagan mann! Dragut kapteinn tók við sjóráns- stjórninni, liafði hann einkum rænt í vestanverðu Miðjarðanhafi og reynt margt. Árið 1540 hafði Andrea Doria Frumsýning blaðamannakabaretts- ins siðastliðið laugardagskvöld tókst mcð afbrigðum vel, og eru menn á einu máli um það, að þetta sé ein besta sýning sinnar tegundar, sem hér hefir verið. Bjarni Guðmundsson blaðafulltrúi bauð gesti velkomna áður en sýning- aratriði hófust, en kynnir var Baldur PRESTA-STRÍÐ. í Þrenningarkirkjunni í Brooklyn varð fyrir nokkru einkennileg deila, sem lík'lega lýsir miklum trúmála- áhuga. Kirkjuráðið hafði, með sam- þykki biskupsins, farið þess á leit við séra William Melish, prest safn- aðarins, að hann léti af störfum, og jafnframt skipað séra Robert Thomas sem nýjan prest. Voru nýjar skrár settar á allar dyr kirkjunnar. til þess að afstýra þvi að séra Melisli kæmist inn. En aðfaranótt næsta sunnudags brutu fylgismenn hans upp skrúðhús- dyrnar og Melisli liélt morgunguðs- þjónustuna eins og liann var vanur. En nýi presturinn kom lika og hélt náð honum og sett í fangelsi, en Khair-ed-Din greiddi lausnargjald fyr- ir hann þrem árum síðar. Og veldi sjóræningjanna var ekki brotið á bak aftur. Það hélst í nær 300 ár enn, og lauk ekki fyrr en Frakkar lögðu Alzir undir sig, árið 1830. Þá loks hvarf sjóræningjafáninn af Miðjarðarhafi — fáni sem eigi aðeins hafði verið ógn- un og skelfing öllum þeim, sem sigldu um það haf, lieldur líka fjarlægum þjóðum, svo sem íslendingum. Georgs. Hljómsveit Sveins Ólafssonar lék undir með skemmtiatriðunum og einnig við tískusýninguna í hléinu. Fálkinn hefir áður sagt frá helstu skemmtiatriðunum, sem tókust öll mjög vel. Einna mesta hrifningu vakti xyloplionleikur systranna Gittu og Lenu, en þó er erfitt að gera upp á milli skemmtiatriðanna. * samkeppnisguðsþjónustu. Melish var i prédikunarstólnum en séra Thomas stóð fyrir altarinu og öskruðu þeir hvor um sig eins liátt og þeir gátu. Og i sálmasöngnum kepplust áhang- endur hvors um sig við að yfirgnæfa hinn. Þegar séra Thomas fór heim að fá sér bita, náði séra Melish altarinu á sitt vald, og lireyfði sig hvergi þegar séra Thomas kom aftur. — Það kom í ljós að áhangendur séra Melish voru yfir 300, en ekki nema 20—30 voru með séra Thomas. Lagði hann þá á flótta úr kirkjunni með fylgismenn sina. Múhameðssinni í Cairo hefir leikið illilega á flugfélagið Trans World Airways. Hann kom á skrifstofu fé- lagsins og spurði hvort hann gæti keypt svonefndan fjölskyldufarmiða fram og til baka til Ameríku, þannig að fjölskyldan kæmist fyrir hálft gjald. Því var játað, en brúnin þyngd- ist á afgreiðslumanninum þegar þessi Allah-þegn kom labbandi' með fjórar konur sínar og fjórtán börn. Eftir mörg 'simskeyti milli Cairo og New York varð TWA að bíta í súra eplið og láta allan hópinn fá far fyrir liálft gjald.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.