Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 4
FÁLKINN 2. Eg var tvífaxi Monty's! MONTY í SMÁSJA. Nokkrum dögum síðar var afráðið aS ég skyldi fara til aðalstöðvanna i Portsmoutli, og mér var sagt aS eng- inn vissi af mér, en öllu yrði hagaS samkvæmt skipunum sem hermála- ráðuneytið sendi. Ég fór og gaf mig fram þar sem mér hafði verið sagt, og á aSalstöSvunum tók ofursti einn alúðlega á móti mér, fór með mig inn í stofu nokkra og bað mig um að bí&a þar. Ég iðaði af eftirvæntingu, en var orðinn svo vanur ýmsu óvæntu, að ég varð ekki vitund hissa þegar dyrnar opnuðust og Lester kom inn. — Jæja, James, sagði hann. — Þér villtust ekki? Hérna hittið þér marga foringja, en þeir eru ekki nema sára- fáir, sem vita nokkuð um yður, svo að þér verðið að ríghalda yður sam- an. Það eru sem sé aðeins þér.og ég, sem vitum allt. Frá því í fyrramálið vcrðið þér i sveit hershöfSingjans og fylgið honum allan daginn í ýmsum eftirlitsferðum. Foringjar munu að visu furða sig á hvaða erindi þér eigið þarna, en þeir eru vanir að hlýða skipunum og varast óþarfa spurning- ar, svo að þér getið látið eins og þér séuS heima hjá yður. Sá eini sem þér getið talað við i trúnaði er Da-wnay ofursti — það er hann einn sem veit hvers vegna þér eruð þarna í hópnum. Daginn eftir elti ég Montgomery hershöfSingja, ásamt sveit hans, i níu klukkutíma. Hann skoðaði margar herbúðir og miðstöðvar, sem verið var að undirbúa Fraklandsárásina í, og ég fékk gott tækifæri til að athuga hann. Ég lærði hverja einustu hreyf- ingu hans, ég sa hvernig hann gekk, hvernig hann hélt höndunum fyrir aftan bak, hvernig hann talaSi og hvernig hann brosti, og loks fannst mér ég þekkja hann út og inn. En samt sárkveið ég fyrir að leika hlut- verkiS, þvi að — hvernig mundi fara ef ég hitti gamla kunningja hershöfð- ingjans? Möntgomery virti mig ekki viðlits allan daginn, en daginn eftir sagði Lester mér að hann hefði tekið eftir mér og verið ánægður með mig. Vikuna næstu hélt ég áfram að æfa hlutverkið út i æsar, og laugardaginn var mér boðið að dvelja fram yfir helgina hjá hershöfðingjanum og for- ingjaráði hans. Þá lærði ég hvernig han borðaði, og mér til mikillar hörmungar komst ég að raun um, að hann reykti hvorki né drakk. Mér fannst það allt annað en skemmtileg tilhugsun að verða að neita mér um vindlingana. Og svo nálgaðist frumsýningardag- urinn. Ég var h'já klæðskeranum, sem tók mál af mér og saumaði á mig ein- kennisbúning hershöfðingja, og ég fékk smíðaðan á mig gervifingur, þvi að ég hafSi misst Svona heilsar og brosir „sá eini sanni" lord Montgom- ery. En Clifton James blekkti þúsundir manna með því að heilsa og brosa alveg eins. fingur í fyrri heimsstyrjöldinni. Og svo kom skipunin. Eftir tvo daga átti ég að fara til Gibraltar sem Montgomery hershöfðingi. LOKAÆFINGIN. En fyrst átti að fara fram „loka- æfing" i hermála- ráðuneytinu og þar átti ég að taka við síðustu skip- unum. Einkennis- búningurinn var tilbúinn og ég hafði farið í stutta flugferð til þess að prófa hvort ég þyldi að fljúga, þvi að það hefði orðið leiSinlcgt til afspurnar ef Mont- gomery hefði orð- ið loftveikur á leiðinni. Allar til- raunir höfðu tek- ist vel og æfing- um á hlutverkinu lokið, nú var að- eins eldskirnin eftir. Morguninn eft- fór ég i hermála- ráSuenytið og „leikstjórarnlr" þrír úr leyniþjónust- unni, Lester, Watts og Hervey tóku á móti mér. Tveir aðrir menn voru líka viðstaddir þarna, Heywood hers- höfðingi, sem átti að verða mín hægri hönd í ferðinni, og Moore kapteinn, sem var adjutant minn. — Nú ætla ég að gefa yður stutt yfirlit um áformið, byrjaði Lester. — SiSdegis á morgun akiS þér i ákveðið hús í London, og þar skiptið þér um einkennisbúning — og verðið Mont- gomcry hershöfðingi. SiSan akið þér í opinni bifreið út á fiugvöllinn, svo að fóik geti séð yður á leiðinni. Þjóð- verjar hafa eflaust fréttasnata sem sjá um að Berlín fái vitneskju um ferðalagiS. Á flugvellinum verða ýms- ir hátlsettir foringjar, sem kveðja yS- ur og óska yður góðrar ferðar. Þér eígið að fljúga í einkaflugvél forsætis- ráðhcrrans, svo að ferðin verði með svo hátiðlegum svip sem unnt er. Á flugvellinum eigið þér að gera her- skoðun á liðinu sem þar er viðstatt, tala siðan nokkur orð við flugstjór- ann og stíga svo inn í vélina. Skiljið þér? — Já, þetta er auðskilið, ofursti. — Ég get ekki gefið ySur itarlegri upplýsingar. Þér verSiS aS bjarga yS- ur sjálfur, aS öðru leyti. Haga yður eins og Monty mundi hafa gert undir iíkum kringumstæðum. Og nú skulum við hafa æfingu. Borðið þarna táknar flugvélina, stólarnir tákna liðið á vellinum, ég og þessir tveir stólar hérna erum hinir háttsettu foringjar, Watts er flugstjórinn, Hervey áhöfn- in i vélinni og þessi stóll er bifreiðin. ViS lékum burtfararathöfnina og Lester 'hélt áfram: — Þér lendiS i Gibraltar klukkan átta aS morgni, og landstjórinn mun taka á móti ySur. Hann kemur þó ekki sjálfur á flug- völlinn, en sendir umboSsmann sinn þangaS. Ýmsir foringjar koma og bjóSa ySur velkominn. HeilsiS þeim og lítið svo við og spyrjið eftir Foley majór, sem hefir verið látinn vita um yður. Talið við hann í nokkrar mín- útur eins og þér væruð Monty, farið svo inn i bifreiðina með honum og akið til landstjórahallarinnar. Þér munuð sanna að þarna verSa saman- komnir margir forvitnir, til aS góna á y&ur, meðal annars spánskir verka- menn flugvallarins, og ýmsir þeirra eru snuðrarar fyrir óvinina. Við höf- um þegar látið það kvisast að Monty muni koma við í Gibraltar, á leið til austurlanda í leynilegum erindum. Við höfum séS um að þýsku njósnar- arnir fái vitneskju um þetta. Þess vegna verður fylgst með hverju spori sem þér stígið, og Hitler fréttir um það allt saman. — Ég skil, ofursti. — Hallarvarðsveitin mun heilsa með hermannakveðju þegar þér komið í landstjórahöllina, og Eastwood hers- höfðingi, fornkunningi ySar, sem nú er landstjóri í Gibraltar, mun bjóða yður velkominn. — Fornkunningi — Já, Eastwood gamlir kunningjar. hann eigið þér að Rusty!" og hann Monty!" Þér skuluð ekki vera smeyk- ur því aS landstjórinn veit hvernig í pottinn er búið. En variS þér ySur á brytanum, þvi aS hann hefir verið vikaþjónn hjá Monty árum saman. Lester tók málhvíld og hélt svo áfram: — Og svo læt ég yður um hvað þér gerið frekar. Ráðgist við Eastwood og Foley. Þeir hjálpa yður minn? og Monty eru Þegar þér hittið segja: „Sælir nú svarar: Halló, eftir megni, og þeir setja yður inn í næsta áfangann í fcrðalaginu. Við röSuðimi stólunum og borSun- um á ný og höfSum æfingu á móttök- unni í Gibraltar. Yfirfórum þaS sem átti aS gerast á flugvellinum og í land- stjórabústaðnum, og er við höfðum endurtekið þetta nokkrum sinnum var allt í lagi. Ég hafði lifað mig inn í ihlutverkið og lokaæfingin tókst vel. En hvernig mundi frumsýningin EG — MONTGOMERY HERSHÖFÐINGI! Daginn eftir borSaSi ég hádegisverS með Watts og Hervey á Berkeley Hotel. — Nú er ekki annaS eftir en bún- ingaæfingin, sagSi Watts. — Ég hefi náS í ljósmyndara, þvi aS Churchill langar til aS fá nokkrar myndir. Þegar viS komum aftur voru all- margir menn saman komnir i „æf- ingasalnum". Þar voru þcssir venju- legu úr leyniþjónustunni, ásamt Hey- wood hershöfSingja og Moore kap- teini, sem átti aS fara meS mér í ferS- ina, tveir sjóliSsforingjar og einn, sem ekki var einkennisbúinn. Og þar var ljósmyndavél til taks. Ég fór inn í herbergiS til hliðar og þar lá eftirmynd af „battledress" Montgomerys á stólbaki, með öllum einkennum og boðanginn alþakinn hciðursmerkjum í öllum regnbogans litum. Þar lá svört alpahúfan og leður- jakki, fóSraSur gæruskinnum. Jafn- vel gull-úrfestina, sem hershöfSing- inn lét hanga milli beggja vasanna, vantaði ekki. Eg settist fyrir framan spegilinn og athugaSi á mér ásjónuna og bar hana saman við Ijósmyndina, sem hékk viS hliSina á speglinum. Ég þurfti ekki að nota nema lítið af farða, ögn til að gera mig hæruskot- inn í kollvikunum, það var allt og sumt. Ég lagaði á mér yfirskeggið og ýfði augnabrúnirnar ofurlítiS með bursta. Svo fór ég í einkennisbúning inn og setti upp alpahúfuna og fór inn í salinn. Sjaldan mun leikari hafa staðiS andspænis ,jafn vandfýsnum áhorf- endum. Tvisvar sinnum átta augu rannsökuSu mig nokkrar sekúndur, og dauðaþögn var i salnum, en 'svo heyrði ég umla i þeim, hverjum eftir annan. Ég fann að mér hafði tekist vel. Lester ofursti lét í ljós óblandna ánægju sína, og lét ljósmyndarann taka margar myndir. Þegar hann var farinn út gaf Lester mér síðustu áminninguna. — Um aS gera aS halda sér saman, en áríSandi aS gefa falskar bending- ar, sem berast til Berlínar. TaliS þér við Eastwood, hershöfðingja, undir fjögur augu. Hann segir yður líka hvað þér eigið að gera er þér haldið áfram ferðinni. Þér eigið að ferðast um öll löndin við Miðjarðarhafsbotn. Nú megið þér hvíla yður fram aS nóninu. Ég fór i liðsforingjabúninginn aft- ur og fékk mér aS borSa á Piccadilly Hotel með Watts og Hervey, og á effir ókum viS heim til Heywoods hers- höfðingja, en þar var Lester ofursti staddur. Nú klæddist ég í föt Mont- gomerys aftur, og við Lester áttum síðasta tal okkar saman. — Svo var það fjármálahliðín, sagði hann. — Því miður getur hermála- ráðuneytið ekki greitt yður „áhættu- peninga".

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.