Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Síða 5

Fálkinn - 12.10.1956, Síða 5
FÁLKINN !5 Clifton Jones er Ástralíumaður, en ílentist í Englandi og gerðist leikari. Hann fór í stríðið sem sjálfboðaliði en var settur á launaskrifstofu hersins í Leicester. — Áhættupen- inga? — Já, þér verð- ið í áhættu alla ferðina. En þegar Monty frétti að þér ættuð ekki að fá neina auka- borgun, sagði hann: „Ef Janies er hæfur til þess ganga í einkennis- búningnum min- um, ætti hann að vera hæfur til að taka á móti laun- um mínum líka.“ Þér eruð á launa- skrifstofunni sjálfur, svo að þér vitið manna best hvað i þessum orðum liggur. Hann tók mál- hvíld og tók i Iiöndina á mér. — Nú ætla ég að kveðja yður, sagði hann. — Ég fæ ekki tækifæri til þess seinna. Því að eftir að tjald- ið er dregið upp verðið þér að gleyma fyrir fullt og allt að þér séuð Clifton James. Ég óska yður alls góðs. Til hamingju! Ég setti upp alpahúfuna og við gengum inn í dagstofuna, en þar hiðu ihinir. Á þessu augnabliki var ég kom- inn i hlutverkið. — Halló, Heywood! sagði ég við hershöfðingjann og brosti sem snöggv- ast til hans, eins og Montgomery var vanur að gera. — Ég er viss um að yður verður vel ágengt í ferðinni, svaraði hers- höfðinginn. — Ég sé yður aftur á flugvellinum, sir! — Þakka yður fyrir, Heywood! FYRSTI ÞÁTTUR. Ég gekk niður stigann og út. ásamt aðjútanti mínum, Moore höfuðsmanni. Þrír herbílar stóðu fyrir utan, og þarna hafði safnast saman talsvert af fólki, sem langaði til að sjá Mont- gomery. Ég gekk í hægðum mínum að fyrsta bílnum, settist i aftursætið, og þegar fólkið fór að hrópa húrra fyrir mér kom Lester og settist hjá mér. , — Þeir eru að hrópa húrra fyrir yður, hvislaði hann. — Heilsið þér fólkinu. Gleymið ekki hvað l)ér eruð. Ég heilsaði og veifaði og bílarnir runnu á stað og fólkið æpti af fögn- uði. Ég leit við, setti upp hrífandi Monty-bros og veifaði hinni frægu Monty-kveðju. í hvert skipti sem við urðum að bíða eftir umferðaljósi veifaði og kallaði fólk til mín, og ég brosti og veifaði á móti. Ég var nærri því máttlaus í handleggnum er við komum út á flugvöllinn. Fyrir framan flugvélina stóðu marg- ir fyrirliðar frá Itoyal Air Force í röð, en ég sá þarna líka ýmsa hátt- setta foringja landhers og flota, og ég fékk svo mikinn hjartslátt, að mér fannst að allir mundu liljóta að taka eftir því. Ég þorði varla að standa upp og stíga út úr bifreiðinni, en þá rann það allt i einu upp fyrir mér, að það væri ekki James liðsforingi, sem þess- ir menn ætluðu að heilsa. Ég herti upp hugann, ýtti James frá mér og varð Monty. Og uppfrá þvi augna- bliki var James gleymdur, framkoma mín var svo eðlileg að engan gat grun- að neitt. Ég steig út úr bifreiðinni og brosti, og síðan gerði ég liðskönnun á lier- deildunum, sem þarna voru staddar, og Heywood með mér. Allir heilsuðu og ég heilsaði, og allt gekk slysalaust. Svo sneri ég mér að flugáhöfninni og lieilsaði flugstjóranum. — Hvað segið þér til, Slee? Haldið þér að við fáum gott veður? Þetta voru fyrstu orðin sem ég sagði opinberlega, en engum datt annað i ihug en það væri Monty, sem talaði. — Það lield ég, sir, sagði hann. — Veðurspáin er ágæt. — Gott! Afbragð! sagði ég, en það var Monty vanur að segja. Ég fór inn í flugvélina ásamt Hey- wood hershöfðingja og Moore höfuðs- manni, og flugvélin létti en hersveit- irnar lyftu byssunum. Ég andaði vel frá mér þegar ég ihafði komið mér fyrir í sætinu. — Hvernig finnst yður þetta? spurði hershöfðinginn. — Það er alls ekki bölvað svar- aði ég. — Jæja, ekki er það á yður að sjá. En ég skal hugga yður, því að mig grunar að nú muni yður langa i tóbak. — Já, það verð ég að játa. — En nú eruð þér laus og liðugur næstu sjö tima. Eigi að síður verðum við að fara gætilega. Hann bauð mér vindling, og setti bikarinn af hitaflöskunni fyrir fram- an mig. — Það er engin þörf á þessu, sagði ég. — Ég er ekki loftveikur. — Ég veit það, en þér getið notað þetta sem öskubikar. Þér verðið að muna að Montgomery reykir ekki. — Askan gæti verið frá yður. — Haldið þér að mér dytti i hug að reykja, ef ég væri i flugvél með Montgomery? Það væri óhugsandi. í GIBRALTAR. Flugferðin gekk ágætlega. Heywood og Moore tóku báðir tillit til þess, að ég var ekki upplagður til skrafs, þeir vissu jafnvel og ég sjálfur að allt var á ringulreið i hausnum á mér. Ifvernig mundi þessu reiða af? Allt hafði gengið að óskum á flugvellinum í London, þvi að ])ar gerðist allt svo fljótt og þetta fór fram siðdegis eftir að farið var að skyggja, en livernig mundi fara i Gibraltar í glaða sól- skini? Og innán um fréttasnata, sem athuguðu mig i krók og kring. Ég sárkveið fyrir, það segi ég alveg satt, en jafnframt strengdi ég þess heit að duga eða drepast. Gera mitt besta og láta forsjónina um hitt. Við nálguðumst suðurodda Spánar og loks sá ég hinn fræga tind bera við himin. Við vorum komnir til Gibraltar og vélin lækkaði sig i stór- um hringum og við lentum. — Gleymið ekki að það er áriðandi að sem flestir sjái yður, hvislaði Hey- wood þegar vélin nam staðar. — Og verið ekki hræddur, ég skal halda mig fyrir aftan yður. Ég steig út og heilsaði brosandi og alúðlega er ég gekk niður landgang- inn. Ég veifaði hendinni eins og Monty og spurði foringjana sem næst- ir stóðu: — Er Foley hér? — Já, hér er ég, svaraði maður í majórsbúningi og gekk fram og heils- aði mér. — Gott, sagði ég. — Við skulum aka i landstjórabústaðinn. Foley majór fylgdi mér að næstu bifreið, og þegar ég var sestur sagði ég glaðlega: — Þetta var verulega góð ferð. Blæjalogn alla leið. Við ókum göturnar í Gibraltar. Foley og ég i fyrstu bifreiðinni, Hey- wood i öðrum og lögreglufulltrúi í þeim þriðja. Ég vissi að Foley var öllum hnútum kunnugur, þvi að það var liann, sem hafði undirbúið allt undir hemisóknina, en bílstjórinn og vopnaði maðurinn, sem lijá honum sat, sperrtu eyrun og hlustuðu, svo að vissast var að fara varlega. — Hvernig líður landstjóranum? spurði ég. — Hann er við bestu heilsu og hlakkar til að hitta yður aftur. — Já, mér finnst alls ekki langt síðan við vorum saman á herskól- anum. Þarna var troðfullt af Spánverjum á götunum, sem horfðu á okkur er við ókum hjá, og mér var ljóst, að ýmsir þeirra væru snuðrarar, sem mundu koma fréttum af gestakomunni sam- stundis til Berlínar. Okkar eigin menn höfðu bæði verið forvitnir og forviða. Ég gat hugsað mér að þeir segðu: Monty! Hvern þremilinn er hann að vilja liér? Á innrásin ekki að verða frá Dover? Alls staðar voru hermenn, þvi að fréttin um að Monty væri kominn til Gibraltar hafði breiðst út eins og eldur i sinu, og alla leiðina í bifreið- inni var veifað og hrópað: Good old Monty! Og ég heilsaði og veifaði á móti. Og samtímis hélt ég áfram að tala við Foley. Við töluðum um hafnar- mannvirkin og sögu Gibraltars, og loks komumst við á leiðarenda og námum staðar fyrir utan landstjóra- bústaðinn, og þar voru göturnar þétt- skipaðar fólki. „ÞÉR ERUÐ MONTY!“ Varðsveitin lyfti byssunum um leið og ég steig út úr bifreiðinni, og hár maður og reisulegur kom á móti mér. Það var sir Ralph Eastwood hershöfð- ingi, landstjóri í Gibraltar. Hann rétti niér höndina brosandi og sagði: — Halló, Monty! Gaman að sjá þig aftur! — Hvernig líður þér, Rusty? sagði ég og tók fast i höndina á honum. — Þú lítur vel út. — Það gerir þú lika. Hvernig gekk ferðalagið? — Ágætlega. Það var ómögulegt að liugsa sér betra veður. Ég tók undir handlegginn á honum eins og kunningja mínum og við gengum hægt upp að dyrunum. Á leið- inni sagði ég svo hátt, að atliugulir áhorfendur gátu vafalaust heyrt það: — Meðan ég man, Rusty — Basil bað mig fyrir kveðju til þín. Þú liefir eflaust heyrt að hann hefir fengið 23. herdeildina? Ég er viss um að hann reynist vel. Hann veit hvað hann syngur, og er mjög ánægður með breytinguna á hernaðaráætlun- inni. Sir Ralph fór með mig inn og áfram inn í skrifstofuna sína. Hann leit vandlega kringum sig í ganginum og lokaði dyrunum vandlega. Svo settist hann starði á mig. Smám saman varð andlitið eitt bros, og hann stóð npp og tók fast í höndina á mér. — Það liggur við að ég trúi þessu ekki, sagði liann. — Þér eruð blátt áfram undraverður. Hann sneri mér og liorfði á mig frá öllum hliðum. — Þetta er óskilj- anlegt, sagði hann. — Þér eruð hreint og beint Monty. Ég hefi þekkt hann árum saman, en þér eruð svo likur honum, að mér datt snöggvast i hug áðan, að hann hefði breytt áætluninni og komið sjálfur. — Það gleður mig að þetta skuli hafa tekist svona vel. — Svona vel! Yður tókst meistara- lega! Það fór verr hjá mér. Hvernig tókst mér leikurinn? — Afbragðs vel, svaraði ég. — Finnst yður það? Ég var skrambi hræddur fyrst i stað. En þér voruð ágætur, ég liefi aldrei á ævi minni séð mann leika jafn vel. Má ég bjóða yður vindling? — Ég vildi óska að ég þyrði, en Monty reykir ekki. Hugsum okkur að einhver sæi mig inn um gluggann. — Ég gleymdi þvi. Þér verðið að hafa gát á mér, svo að ég hlaupi ekki á mig aftur. Hann sagðist hafa látið búa herbergi handa mér, svo að ég gæti haft sem best næði meðan ég stæði við í Gibraltar, því að bærinn væri fullur af fólki, sem ekki væri treystandi. Svo lét hann kalla á Foley og bað hann um að fylgja mér upp. Þegar við vorum komnir inn í her- bergið og hann hafði læst dyrunum, sagði Foley: — Til hamingju, James! Þetta var glæsileg sýning, hún fór fram úr öllum vonum. Sir Ralph er afar ánægður, og hann hefir fulla ástæðu til þess. Svo fór hann frá mér og sagði að ínér mundi verða færður morgunverð- ur von bráðar. Brytinn, sem forðum hafði verið vikaþjónn hjá Monty liafði beðið um að fá að færa mér niorgunverðinn sjálfur, en ég þorði ekki að tala við hann, svo að ég sett- ist við skrifborðið og sneri bakinu að dyrunum. Þegar hann kont inn lét ég sem ég væri niðursokkinn í einhver skjöl, og sagði ekki annað en „Þökk fyrir“ er hann setti bakkann á borð- ið. Hann fór út og var auðsjáanlega vonsvikinn. Framhald i næsta blaði. Amerikumaður hefir smiðað nátt- horðslampa, sem slokknar undir eins og fyrstu hroturnar heyrast frá mann- inum i rúminu.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.