Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN Framhaldsgrein 8. fyrir dst konungsins VEGIR SKILJA. Ég vissi aS mamma mundi hafa ráS- ið mér til að vera hjá honum hvað sem á kynni að dynja. En ég vissi Hka að ef ég gerði það mundi ég gráta og kveina, og síst af öllu lang- aði mig til að láta hann sýna mér meðaumkviin. • Þess vegna spurði ég hann í febrú- ar 1950 hvort liann hefði efni á að senda Döddu, Bia-Bia og mig til baka til Frakklands. — En ég ætla ekki til Frakklands fyrr en í mars, sagði hann. — Viltu heldur fara ein á undan mér. Ég kinkaði kolli. Eg varS að þvinga mig til aS bera upp spurninguna, sem mér lá mest á hjarta: — Ætlarðu að hitta mig í París? Pétur svaraði blitt: — Já, Sandra. ViS hittumst í París. — Mér þykir þetta ósköp leitt, Sandra, bætti hann viS. — En ég get ekki aS því gert að mér finnst ég verða að hafa þetta svona, einmitt núna ... Ég fann aS viS lifSum hvort i sín- um heimi. Mig langaSi til að vera sem lengst frá stjórnmálum og töpuðum hásætum, en Pétur gat aðeins um eitt hugsað: að koma Tito frá og kom- ast til Jugoslavíu aftur. JÞegar ég kom til Parísar afréð ég að reyna að ná í hús — ekki aðeins Péturs vegna heldur líka vegna sjálfr- ar min og Bia-Bia. Loks fann ég hæfilegt hús í Rue Boileau í Auteuil. Það losnaði ekki fyrr en um haustið, og ég leigði þaS til eins árs, frá 5. október. Pétur kom til Parisar tveimur dögum. síðar. Hann virtist hægur og rólegur, en að jafnaði í góSu skapi. Hvorugt okkar minntist á þennan síð- asta hálfan mánuð, sem hann hafði veriðí New York einn. Það lá við að ég væri smeyk þegar ég var aS segja honum aS ég hefSi leigt hús. En hann tók því rólega. — Það er rétt af þér aS útvega þér sæmi- legan. staStil að vera á, sagði hann. — En þú? Þú kemur vonandi og verður hjá okkur? sagði ég. En nú. hafSi ,ég fariS yfir strikið af tur. — Já — já — ég kem, svaraði Pétur þreytulega, — en ég hefi mikiS að gera. Ég verS aS ferSast mikið. Eg get ekki bundið mig við ákveðinn staS. — Það er best að þú farir til Venezia í sumar, hélt hann áfram, — án min. Og ég víl helst aS Alexander verði í Englandi i sumar, meS barn- fóstrunní. ÞaS er of heitt fyrir hann i Venezia. — En — en —'það yrði tómlegt hjá mér að vera án hans, Pétur, stam- aði ég. — Er nauSsynlegt aS láta hann fara frá mér? — Já, ég hefi ráðsfafað þessu, sagSi hann. — ÞaS er honum fyrir bestu — og þér lika. Og þannig varS þaS aS vera. Alex- ander fór til Englands, Pétur fór til Spánar. Og ég fór til Venezia. ÁRANGURSLAUS BIÐ. Þetta leiðindasumar skrifaði ég Pétri á hverjum degi, en fékk aldrei svar. Ég vissi aS ég gat ekki lifaS án hans. Hann var minn heimur og mín eina stoS. Hann sendi mér símskeyti frá ýms- um stöSum i Evrópu. Hann talaSi um að hitta mig, en alltaf komu einhver forföll. Svo kom nýtt skeyti — í þetta skiptiS frá Ameriku. Ég var veik af harmi og örvænt- ingu, en mamma gerSi sitt ítrasta til aS láta mig skilja, aS lífiS yrSi aS hafa sinn gang. í júli varS Bia-Bia fimm ára og ég grét af þrá eftir drengnum, sem var i framandi landi, langt frá foreldrum sinum. Undir haustiS fór ég til Parísar og mamma meS mér. Pétur hafSi skrifaS aS hann mundi hitta mig á Ritz. Alexandra að koma af tískusýningu í París vorið 1950. Ég teygSi hendurnar á móti honum þegar hann kom inn í herbergið mitt. Hann nálgaðist mig hikandi og kyssti 'mig á ennið.— Sandra, sagði hann, — ég verð að fara til Þýska- lands undir eins og ég kemst. Ég vissi það ekki þegar ég talaði nm.aS hitta ])ig hérna. Viltu flytja inn í húsið í Auteuil? Ég kem í miSdegis- verS á fimmtudaginn. Ég flutti í húsið. ÞaS var ömurlegt aS vera þar, ein, en Pétur ætlaSi aS kbma á fimmtudaginn. Ég endurfók þáð fyrir sjálfri mér, hvað eftir annað. Á fimmtudaginn breiddi ég knippl- ingadúk á borSiS, seiti blóm á það og kertaljós. Ég hafSi lagt nákvæmlega svona.á borS einu sinni áSur — brúS- kaupskvöldið okkar i litla húsinu i Áscot. . Ég fór í mynstraSan silkikjól og settist ogbeiS. Hvenær sem ég heyrSi í bil híjóp ég út aS glugganum eða út i fordyrið með hjartslátt. En eng- inn þessara bíla nam staðar viS hfisiS mitt. Ég kveikti á öllum kertunum og athugaði hvort síminn væri ekki í lagi, ef ske kynni að hann hringdi til að láta mig vita að hann hefði tafist. Brytirin kom inn til mín þegar ég hafði biðið klukkutima. Hvort hann ætti að halda matnum heitum áfram, eða hvort ég vildi fara að borða? Ég bað hann um að bíða. Það fór að renna niður úr kerta- Ijósunum. Kannske hann komi ef ég slekk á þeim, hugsaði ég með mér. En hann kom ekki. Ég beið í þrjá daga. Eg þorSi ekki aS fara út fyrir hússins dyr, en sat og beið, ef ske kynni aS hann hringdi. Þriðja daginn lgs ég í blöðunum að Pétur Jugoslavakonungur væri farinn til Ameríku. Tveimur dögum síðar kom stúlkan inn með. bréf til mín. Ég qpnaSi þaS og starSi á vélrituS blöSin. Mér var tjáð, aS Pétur óskaSi þess aS sonur okkar væri settur undir forráS kansl- araréttarins. Pétur hafSi hagað sér illa við mig síSasta árið, en ég vissi að hann — svo framarlega sem hann gat tekiS ákvarSanir sjálfur — mundi aldrei reyna aS stia mér frá drengnum. Eitt- hvaS eSa einhverjir aðrir voru þarna . &S verki. Eg grunaði þessa stjórnmálamenn, sem alltaf voru aS þvælast kringum hann. Margir þeirra voru þannig gerðir að þeir svífðust engra bragða og gátu fengið af sér að nota jafnvel barn til að koma sinu fram. Ég las skjalið aftur og fór svo til malaflutningsmanns til að spyrja ráða. Ég skildi minnst af þessu, sem hann var að reyna að útskýra fyrir mér, en fékk þó að minnsta kosti að vita, aS hægt væri aS beita lögunum til þess aS ég fengi drenginn aftiir. SPILIN Á BORÐIÐ. Nokkrum dögum síSar brá ég mér norSur yfir Ermarsund og hitti Bia- Bia í Folkestone. Hann varS himin- lifandi yfir aS sjá mig aftur. — Hvenær kemur pabbi heim? spurSi hann. — Hann kemur kannske heim fyrir jól, sagði ég. Þegar Pétur kom heim nokkru síS- ar sagSi ég viS hann: — ÞaS er margt sem ég þarf að tala við þig um. — ÁSur en við förum að tala saman vil ég segja þér, að það hefir skeð margt sem ég harma, sagði hann. Ég sagði að mér þætti leitt að hafa verið ráSrík og viljaS halda i hann fyrir hvern mun. Ég fann að ég roðn- aði þegar ég sagði: — Ég held að ég skilji þetta með hina konuna. — Það er búið, sagði Pétur stutt. — Það er eitt af því sem ég harma, þó að það hafi varla veriS jafn alvarlegt og þú heldur. ÞaS var ekki þess vegna, sem ég vildi verSa frjáls. — Nei, sagSi ég. — Það skildi ég — loksins. En þú fórst hraksmánarlega með mig. Þú virðist hafa gleymt að ég er konan þín, og ég á rétt á að búa með þér og lifa með þér. — Þú hefir fyllilega rétt fyrir þér, Sandra, sagði hann. — Gallinn er að- eins sá, að þú vilt ekki lifa því lífi sem ég óska — þú vilt lifa þvi lífi, sem þú óskar. Þú reynir að fá mig til að gleyma að ég væri konungur. Þú vildir að ég lifði í kyrrþei og makindum, en ég þráði að koma ein- hverju fram — að vinna. Ég vildi leggja á mig hvað sem væri að vinna konungsríkiS aftur — og þaS vil ég enn. — En, Pétur, tók ég fram í, — Jugoslavia er horfin — hún er ekki framar til fyrir þig eSa aðra sem lifa í útlegðinni. Það stoðar ekkert aS halda dauðahaldi í gamla drauma ,og eyða öllu sem við eigum í dýrar til- raunir. ÞaS er óskj'nsamleg flónska. N'ú spratt Pétur upp. — HeyrSu nú, sagði hann ógandi. — Þú hafðir kannske rétt að mæla þegar þú sagSir aS ég léti ættjörSina sitja í fyrirrúmi fyrir þér. Ég geri þaS ef til vill — ég veit þaS ekki. En ég veit aS minnsta kosti, aS annað hvort verSur þú aS eiga þcssa drauma meS mér — eSa þá að komast af án mín og Alexanders! Eg starði á hann. — Það var þá þess vegna, sem þú reyndir að taka drenginn frá mér? Hann kinkaði kolli. — Já, sagði hann. — Ég komst að þeirri niSur- stöSu, aS þú mundir hafa óholl áhrif á hann, stjórnmálalega. — Áhrif — stjórnmálalega? Ertu genginn af göflunum? Þetta er lítið barn, og ég er móðir hans. — Og ég er faðir hans, svaraSi Pét- ur samstundis. — Og ég vil ekki að hann alist upp í þeirri sannfæringu aS land hans sé tapaS um aldur og ævi, og aS faSir hans hafi snúiS baki við því. Ég get ekki liðið það, Sandra, og stjórnmálaráðunautar mínir ekki heldur. — Ráðunautar þínir, sagði ég fyrir- litlega. — Fyrst reyndu þeir að hindra að við giftumst — nú reyna þeir að eySileggja hjónaband okkar. Skilurðu þaS ekki? Hvers vegna hlustarSu á þa? — Eg hefi þegar sagt þér mina skoðun, sagSi Pétur. — AnnaS hvort verður þú aS sætta þig við að ég hagi mér eins og ég vil, eða við förum hvort okkar leið. Hann rétti fram höndina. — Ég geri það nauðugur, sagði hann. — Mér þótti ekki gaman að vera burtu frá þér. Nú höfðum við talaS hreinskilnis- lega um vandamáliS i fyrsta sinn. Ég hélt dauSahaldi í þá tilhugsun, aS hann mundi aldrei hafa komiS aftur, ef hann elskaði mig ekki. Ég tók í höndina á honum og þrýsti hana. — ViS höfum bæði verið stödd í hvassviðri, sagði ég. — Ég skal reyna að stilla mig um að skipta mér af þó að þú eyðir peningum í stjórnmála- áróður, og ég vil reyna aS skilja til- finningar þínar, ef þú vilt mæta mér

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.