Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Qupperneq 6

Fálkinn - 12.10.1956, Qupperneq 6
6 FÁLKINN Framhaldsgrein 8. fyrir ójt honnngsins VEGIR SKILJA. Ég vissi að mamma mimdi hafa ráð- ið mér til að vera hjá honum hvað sem á kynni að dynja. En ég vissi líka að ef ég gerði það mundi ég gráta og kveina, og síst af öllu lang- aði mig til að láta hann sýna mér meðaumkvun. hess vegna spurði ég liann í febrú- ar 1950 hvort hann hefði efni á að senda Döddu, Bia-Bia og mig til baka til Frakklands. — En ég œtla ekki til Frakklands fyrr en í mars, sagði hann. — Viltu lieldur fara ein á undan mér. Ég kinkaði kolli. Eg varð að þvinga mig til að bera upp spurninguna, sem mér lá mest á hjarta: — Ætlarðu að hitta mig í París? Pétur svaraði blítt: — Já, Sandra. Við hittumst i París. — Mér þykir þetta ósköp leitt, Sandra, bætti hann við. — En ég get ekki að því gert að mér finnst ég verða að hafa þetta svona, einmitt núna ... Ég fann að við lifðum hvort i sín- um heimi. Mig langaði til að vera sem lengst frá stjórnmálum og töpuðum hásætum, en Pétur gat aðeins um eitt iiugsað: að koma Tito frá og kom- ast til Jugoslavíu aftur. t>egar ég kom til Parisar afréð ég að reyna að ná í hús — ekki aðeins Péturs vegna heldur líka vegna sjálfr- ar mín og Bia-Bia. Loks fann ég hæfilegt hús í Rue Boileau i Auteuil. Það losnaði ekki fyrr en um haustið, og ég leigði það til eins árs, frá 5. október. Pétur kom til Parísar tveimur dögum síðar. Ilann virtist hægur og rólegur, en að jafnaði i góðu skapi. Hvorugt okkar minntist á þennan síð- asta hálfan mánuð, sem hann hafði verið í New York einn. Það lá við að ég væri smeyk þegar ég var að segja honum að ég hefði leigt hús. En hann tók þvi rólega. — Það er rétt af þér að útvega þér sæmi- legan stað til að vera á, sagði hann. — En þú? Þú kemur vonandi og verður lijá okkur? sagði ég. En nú hafði ég farið yfir strikið aftur. — Já — já — ég kem, svaraði Pétur þreytulega, — en ég hefi mikið að gera. Ég verð að ferðast mikið. Eg get ekki bundið mig við ákveðinn stað. — Það er best að þú farir til Venezia í sumar, hélt liann áfram, — án min. Og ég vil lielst að Alexander verði í Englandi í sumar, með harn- fóstrunni. Það er of heitt fyrir hann í Venezia. — En — en — það yrði tómlegt hjá mér að vera án hans, Pétur, stam- aði ég. — Er nauðsynlegt að láta hann fara frá mér? — Já, ég hefi ráðstafað þessu, sagði hann. — Það er honum fyrir hestu — og þér líka. Og þannig varð það að vera. Alex- ander fór til Englands, Pétur fór til Spánar. Og ég fór til Venezia. ÁRANGURSLAUS BIÐ. Þetta leiðindasumar skrifaði ég Pétri á hverjum degi, en fékk aldrei svar. Ég vissi að ég gat ekki lifað án lians. Hann var minn heimur og mín eina stoð. Hann sendi mér símskeyti frá ýms- um stöðum i Evrópu. Hann talaði um að hitta mig, en alltaf komu einhver forföll. Svo kom nýtt skeyti — i þetta skiptið frá Ameríku. Ég var veik af harini og örvænt- ingu, en mamma gerði sitt itrasta til að láta mig skilja, að lífið yrði að hafa sinn gang. í júli varð Bia-Bia fimm ára og ég grét af þrá eftir drengnum, sem var í framandi landi, iangt frá foreldrum sinum. Undir haustið fór ég til Parisar og mamma með mér. Pétur liafði skrifað að liann mundi hitta mig á Ritz. Alcxandra að koma af tískusýningu í París vorið 1950. Ég teygði hendurnar á móti honum þegar hann kom inn í lierhergið mitt. Hann nálgaðist mig liikandi og kyssti mig á ennið. — Sandra, sagði hann, — ég verð að fara til Þýska- lands undir eins og ég kemst. Ég vissi það ekki þegar ég talaði um.að - hitta þig liérna. Viltu flytja inn í luisið i Auteuil? Ég kem í miðdegis- verð á fimmtudaginn. Ég flutti í liúsið. Það var ömurlegt að ve.ra þar ein, en Pétur ætlaði að koma á fimmtudaginn. Ég endurtók það fyrir sjálfri mér, livað eftir aniiað.. Á fimmtudaginn breiddi ég knippl- ingadúk á borðið, seiti blóm á það og kertaljós. Ég hafði lagt nákvæmlega svona á borð einu sinni áður — brúð- kaupskvöldið okkar í litla húsinu í Ascot. Ég fór í mynstraðan silkikjól og settist og beið. Hvenær sem ég heyrði í híl hljóp ég út að glugganum eða út í fordyrið með hjartslátt. En eng- inn þessara bílá nam staðar við húsið mitt. Ég kveikti á öllum kertunum og alliugaði hvort siminn væri ekki í lagi, ef skc kynni að liann hringdi til að láta mig vita að hann hefði tafist. Brytinn kom inn til mín þcgar ég hafði biðið klukkutima. Hvort hann ætti að halda matnum heitum áfram, eða hvort ég vildi fara að borða? Ég bað hann um að bíða. Það fór að rcnna niður úr kerta- ljósunum. Ivannske hann komi ef ég slekk á þeim, hugsaði ég með mér. En hann kom ekki. Ég beið í þrjá daga. Eg þorði ekki að fara út fyrir hússins dyr, en sat og beið, ef ske kynni að hann liringdi. Þriðja daginn ias ég í blöðunum að Pétur Jugoslavakonungur væri farinn til Ameríku. Tveimur dögum siðar kom stúlkan inn með bréf til mín. Ég qpnaði það og starði á vélrituð blöðin. Mér var tjáð, að Pétur óskaði þess að sonur okkar væri settur undir forráð kansl- araréttarins. Pétur hafði hagað sér illa við mig siðasta árið, en ég vissi að hann — svo framarlega sem hann gat tekið ákvarðanir sjálfur — mundi aldrei reyna að stía mér frá drengnum. Eitt- hvað eða einhverjir aðrir voru þarna að verki. Ég grunaði þessa stjórnmálamenn, sem ailtaf voru að þvælast kringum hann. Margir þeirra voru þannig gerðir að þcir svífðust engra hragða og gátu fengið af sér að nota jafnvel barn til að koma sínu fram. Ég las skjalið aftur og fór svo til málaflutningsmanns til að spyrja ráða. Ég skildi minnst af þessu, sem hann var að reyna að útskýra fyrir mér, en fékk þó að minnsta kosti að vita, að liægt væri að beita iögunum til þess að ég fengi drenginn aftur. SPILIN Á BORÐIÐ. Nokkrum dögum síðar brá ég mér norður yfir Ermarsund og hitti Bia- Bia i Folkestone. Hann varð himin- lifandi yfir að sjá mig aftur. — Hvenær kemur pabbi heim? spurði liann. — Hann kemur kannske heim fyrir jól, sagði ég. Þegar Pétur kom heim nokkru síð- ar sagði ég við hann: — Það er margt sem ég þarf að tala við þig um. — Áðu r en við förum að tala saman vil ég segja þér, að það hefir skeð margt sem ég liarma, sagði liann. Ég sagði að mér þætti leitt að liafa verið ráðrík og viljað halda i hann fyrir hvern mun. Ég fann að ég roðn- aði þegar ég sagði: — Ég held að ég skilji þetta með hina konuna. — Það er búið, sagði Pétur stutt. — Það er eitt af því sem ég harma, þó að það hafi varla verið jafn alvarlegt og þú heldur. Það var ekki þcss vegna, sem ég vildi verða frjáls. — Nei, sagði ég. — Það skildi ég — loksins. En þú fórst hraksmánarlega með mig. Þú virðist hafa gleymt að ég er konan þín, og ég á rétt á að búa með þér og lifa með þér. — Þú hefir fyllilega rétt fyrir þér, Sandra, sagði hann. — Gallinn er að- eins sá, að þú vill ekki lifa því lífi sem ég óska — ‘þú vilt lifa þvi lifi, sem þú óskar. Þú reynir að fá mig til að gleyma að ég væri konungur. Þú vildir að ég lifði í kyrrþei og makindum, en ég þráði að koma ein- hverju fram — að vinna. Ég vildi leggja á mig hvað sem væri að vinna konungsríkið aflur — og það vil ég enn. — En, Pétur, tók ég fram í, — Jugoslavía er horfin — hún er ekki framar til fyrir þig eða aðra sem lifa í útlegðinni. Það stoðar ekkert að lialda dauðahaldi í gamla drauma ,og eyða öllu sem við eigum í dýrar til- raunir. Það er óskynsamleg flónska. Nú spratt Pétur upp. — Heyrðu nú, sagði liann ógandi. — Þú hafðir kannske rétt að mæla þegar þú sagðir að ég léti ættjörðina sitja í fyrirrúmi fyrir þér. Ég geri það ef til vill — ég veit það ekki. En ég veit að minnsta kosti, að annað hvort verður þú að eiga þessa drauma með mér — eða þá að komast af án mín og Alexanders! Ég starði á hann. — Það var þá þess vegna, sem þú reyndir að taka drenginn frá mér? I-Iann kinkaði kolli. — Já, sagði liann. — Ég komst að þeirri niður- stöðu, að þú mundir hafa óholl áhrif á liann, stjórnmálalega. — Áhrif — stjórnmálalega? Ertu genginn af göflunum? Þetta er lítið barn, og ég er móðir hans. — Og ég er faðir hans, svaraði Pét- ur samstundis.— Og ég vil ekki að hann alist upp í þeirri sannfæringu að land hans sé tapað um aldur og ævi, og að faðir hans liafi snúið baki við því. Ég get ekki liðið það, Sandra, og stjórnmálaráðunautar mínir elcki heldur. — Ráðunautar þínir, sagði ég fyrir- htlega. — Fyrst reyndu þeir að hindra að við giftumst — nú reyna þeir að eyðileggja hjónaband okkar. Skilurðu það ekki? Hvers vegna hlustarðu á þá? — Ég hefi þegar sagt þér mína skoðun, sagði Pétur. — Annað hvort verður þú að sætta þig við að ég hagi mér eins og ég vil, eða við förum hvort okkar leið. Hann rétti fram höndina. — Ég geri það nauðugur, sagði liann. — Mér þótti ekki gaman að vera burtu frá þér. Nú ihöfðum við talað hreinskilnis- lega um vandamálið i fyrsta sinn. Ég hélt dauðahaldi í þá tilhugsun, að hann mundi aldrei hafa komið aflur, ef hann elskaði mig ekki. Ég tók í höndina á honum og þrýsti liana. — Við höfum bæði verið stödd í hvassviðri, sagði ég. — Ég skal reyna að stilla mig um að skipta mér af þó að þú eyðir peningum í stjórnmála- áróður, og ég vil reyna að skilja til- finningar þinar, ef þú vilt mæta mér

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.