Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN NGUS FILM CORPORA- TION er stórt og mikið kvikmyndafélag, sem hef- ir útibú í nær öllum höfuðborg- um og kvikmyndastöðvar í mörg- um löndum. Forstjórar félagsins, Monty og Irving Blattner bæta hvor annan ágætlega upp. Þeir eru tvíburar og nauðalíkir í sjón, en innvortis eru þeir jafnlíkir og dagurinn nóttinni. Monty er f járplógsmaðurinn og lítur á kvikmyndina sem peninga- vél. En Irving er hins vegar lista- maður, viðkvæmur og róman- tískur. Fyrir þrjátíu árum voru þeir báðir á flæðiskerl, en nú stjórna þeir þessu volduga félagi og eiga öll hlutabréfin sjálfir. Það er deginum ljósara að samvinna þeirra hefir borið góðan ávöxt. Morguninn sem þessi saga hefst, voru báðir bræðurnir að lesa bréf frá umboðsmanni sínum í Eng- landi, sem hafði skrítnar fréttir að færa. Hann skrifaði, að þegar síðasta mynd félagsins, „Despard korpór- állu hefði verið sýnd í Liverpool, Gömnl kona í Ameríkuferð. hefði einn áhorfandinn, gömul kona orðið veik í kvikmyndahús- inu. Fyrst hafði hún rekið upp óp, og svo hafði liðið yfir hana. Þegar hún rankaði við sér aftur frammi í anddyrinu — það var læknir þarna í kvikmyndahúsinu — hafði hún sagt, að einn stat- istinn í kvikmyndinni — einn af þeim, sem var með hinum hrausta korpórál — væri einkasonur hennar, sem hefði yfirgefið ætt- jörðina fyrir fimm árum og væri talinn týndur. Þegar hún var spurð frekar um þetta svaraði hún, að sonur hennar hefði strok- ið að heiman og þegar hann fór hafði hann skilið eftir kveðjubréf, þar sem hann skrifaði að það mundi verða alveg árangurslaust að biðja hann um að koma heim aftur. Enski umboðsmaðurinn sagði ennfremur, að af því að hann hefði haldið að þetta mál rnundi vekja athygli, hefði hann Iátið sýna gömlu konunni myndina aft- ur og látið hana ganga hægt, og þá hafði hún sýnt þeim þennan ákveðna hermann, sem um var að ræða. Henni hafði þótt merki- legt að sjá mynd af syni sínum á léreftinu. Konan hét Peggy Casey og var írsk og rak svolitla verslun, sem hún hafði lifað á í mörg ár. Nú væri hún að hugsa um að selja verslunina til þess að eignast peninga, sem hún gæti ferðast fyrir til Hollywood til að sjá son sinn. „Tja," sagði Monty, þegar hann hafði lesið bréfið, „ég get ekki séð að þetta komi okkur neitt við, og ekki heldur að konan hafi neitt erindi hingað. Það er auðvitað hægðarleikur að finna manninn, sem hér er um að ræða — um- boðsmaðurinn okkar hefir lýst honum svo ítarlega — en hvað svo? Eigum við að segja honum að snáfa heim til hennar mömmu sinnar?“ „Nei, það eigum við ekki að gera,“ sagði Irving. „Þetta mál hefir allt aðra hlið. Ef þú lest bréfið til enda muntu sjá að kon- an er hrædd um að sonur hennar týnist í annað sinn. Og nú vill hún koma hingað, honum alveg á óvart, og hún hefir trú á að allt lagist aftur.“ „Félagið okkar er ekkert töku- barnaheimiii," muldraði Monty. „Alls ekki,“ sagði Irving, „en einmitt þess vegna á kvikmynda- félagið Angus að bjóða konuna velkomna. Við eigum að borga ferðina hennar hingað! Þú ættir að hafa svolítið meira hugmynda- fiug, Monty. Hlustaðu nú á: Við kvikmyndum endurfundina! Þar fáum við myndir, sem geta hitað fólkinu um hjartaræturnar. Við sendum þetta út með fréttamynd- unum. Móðir og sonur, sem hitt- ast aftur eftir mörg ár. „Despard korpóráll" — Angusmyndin fræga, var ástæðan til að þau fundust aftur!“ Monty gaf bróður sínum oln- bogaskot og sagði brosandi: „Mér er nær að halda að þú mundir kvikmynda jarðarför hennar ömmu okkar, ef því væri að skipta ... og samt segir þú að það sé ég, sem sé sólgnari í peningana! En segjum nú að konan, móðir glataða sonarins, vilji ekki láta kvikmynda sig? Annað eins hefir nú komið fyrir.“ „Og þú kallar þig fjármála- mann!“ hrópaði Irving. „Ef við borgum ferðina hennar og kost- um upp á að finna son hennar, þá . . .“ „Hún getur verið heittrúnaðar- kona eða sjöunda dags aðvent- isti .. „Láttu mig um það,“ sagði Irving. Hann tók símann. „Herra Smith?“ sagði hann. „Við höfðum statista í kvikmyndinni um Desp- ard korpórál. Hann var í atriðinu, sem Arabarnir skjóta Despard. Hann stóð næst fyrir aftan aðal- persónuna. Heitir líklega Casey. Getið þér haft uppi á honum fyrir mig? Ég verð að fá heimilisfang hans og sem ítarlegastar upplýs- ingar um hann ... Þakka yður fyrir ... Já, eins fljótt og hægt er.“ Smith stóð inni í skrifstofunni hjá tvíburunum tíu minútum síð- ar. Hann rétti fram spjald úr leikendaspjaldskránni. „Ég held að það sé þessi maður hérna. Hann kallar sig að vísu ekki Casey, heldur Peregrine. Ég veit ekki hvar hann hefir náð í þetta einkennilega nafn, en ég er sann- færður um, að hann er maður- inn, sem þér eigið við. Hann er þrjátíu og þriggja ára gamall ...“ „Peregrine — skárra er það nú nafnið!“ muldraði Monty. „Það mun vera gamalt írskt skírnarnafn, og ég hefi heyrt að það sé notað á einhvers konar fisk,“ sagði Irving. „En nú verð- um við að veiða þennan fisk. — Reynið að ná sambandi við hann, Smith — og látið hann hafa eitt- hvað statistastarf, svo að hann hlaupi ekki frá okkur. Hann má ekki fara burt frá Hollywood." Nokkrum dögum síðar stóð ungur maður fyrir utan járn- brautarstöðina í Hollywood og var að selja jarðhnetur. Hann var innan við hálfþrítugt, laglegur í andliti og brosti fallega. „Jarðhnetur, fínar nýjar jarð- hnetur!" Annar ungur maður sem var þarna á slangri stansaði fyrir framan hnetusalann. „Eruð þér írlendingur?" spurði hann. „Já, ekki get ég neitað því,“ svaraði hinn. „Þér hafið þá kannske heyrt getið um írskan fisk, sem er kall- aður peregrine?" „Það hefi ég heyrt, en ég hefi líka heyrt talað um fólk, sem iíla hefir farið fyrir, þegar það hefir reynt að snuðra um hagi írskra manna.“ „En ef mögulegt væri að ég gæti útvegað yður statistavinnu í kvikmyndum, fyrir gott kaup — hvað munduð þér þá segja^“ Peregrine Casey virtist ekki vera ginkeyptur fyrir þessu til- boði. „Ég hefi ekkert á móti því að fá dálitlar aukatekjur,“ sagði hann. „Ég hefi leikið í kvikmynd einu sinni áður, og það var vel borgað. Hvenær á ég að koma?“ „Lítið þér inn í stóra salinn hjá Angus klukkan tíu á morg- un. En þér megið ómögulega koma í þessum görmum . . .“ Casey renndi augunum yfir snjáðar brækurnar sinar. „Það yfirgengur minn skilning hvernig ég ætti að eignast ný föt. Jafnvel þó að þér keyptuð af mér heilan kassa af jarðhnetum." Fulltrúinn frá Angus Film stakk

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.