Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Page 9

Fálkinn - 12.10.1956, Page 9
FÁLKINN 9 tveimur fingrum ofan í jakkavas- ann og dró upp þrjátíu dollara í seðlum. Casey fékk þetta sem forgreiðslu. „Jarðhnetur, nýjar jarðhnet- ur!“ hrópaði Peregrine Casey, og maður á hinni gangstéttinni kom yfir þvera götuna til að kaupa. Hann hélt sig í námunda við hann áfram, og þegar Peregrine fór heim til sín var maðurinn enn á hælunum á honum. Sá maður var lika frá Angus Film. Irving Blattner hafði símað til Liverpool, að sonur frú Casey hefði fundist og að farmiði fram og aftur á öðru farrými hefði ver- ið keyptur handa frúnni — en hún yrði að nota hann strax. Frú Casey var hrærð og þakklát og sagði, að hún hefði aldrei látið sér detta i hug, að svona góðar manneskjur væri til í veröldinni. Nú ætti heitasta ósk hennar að rætast. Hópur af kvikmyndurum kom heim í stofuna hennar og sneru filmuspólunum, og sami hópur var mættur þegar frú Casey gekk um borð í Ameríkuskipið. Far- þegararnir fóru að velta því fyrir sér hver þessi kona gæti verið, sem væri sýnd svona mikil at- hygli. Frú Casey þakkaði umboðs- manni Angus Film, með tárin í augunum. ,,Ég get ekki launað yður með neinu nema blessun gamallar móður,“ sagði hún snöktandi. Jafnvel umboðsmaðurinn sjálf- ur, sem hafði starfað fyrir kvik- myndir í þrjátíu ár, fékk tár í augnakrókana. Að öðru leyti fór allt með leynd um þetta ferðalag, og nefndin sem var gerð út til að taka á móti frú Casey á járnbrautarstöðinni í Los Angeles, var ekki sérlega stór. Það var farið með gömlu konuna á rólegt gistihús í útjaðri borgar- innar — stað sém óhugsandi var að sonur hennar kæmi á. Allir ráku upp stór augu er þeir sáu hve röskleg og létt í spori frú Casey var — þetta var óvenjulegt um svo gamla konu. Hún virtist vera móðir af blíða og bljúga taginu, sem maður sér svo oft i kvikmyndum, og Monty Blattn- er, sem hafði skoðað konuna, fór að verða hlynntari hugmynd bróður síns, en hann hafði verið áður. Hann varð að játa, að þessi kona mundi sóma sér prýðilega í kvikmynd. Og nú var sýniskráin samin út í æsar: Einhvers staðar á stóru lóðinni hjá Angus Film hafði verið reistur smákofi, með stokkrósum upp með þilinu. Þar átti frú Casey að sitja í gömlum stól og bíða eftir að sjá son sinn aftur. Svo átti að biðja soninn, sem ekki hafði hugmynd um komu móður sinn- ar til Ameríku, að fara inn í kof- ann, og undir eins og hann sæi móður sina mundi hann gleyma öllum gömlum væringum og faðma hana að sér. Sáttastundin mikla var runnin upp. Og þá yrði kveikt á öllum kvikasilfurslömp- unum og ljósmyndararnir færu að snúa filmuræmunni. Og þann- ig yrði þessi fagra mynd úr dag- lega lífinu að kvikmynd. „Hvað á að-gera við allar þess- ar myndavélar?“ spurði frú Cas- ey þegar hún var látin setjast á stólinn. „Við höfum hugsað okkur áð kvikmynda endurfundi yðar og sonar yðar,“ var svarað. Frú Casey hugsaði sig um. „En finnst ykkur það ekki líkt og ver- ið væri að selja móðurást?" spurði hún. „Jú, það mætti líta þannig á það,“ sagði Irving — „en hins vegar geta þessir fáu metrar af kvikmynd gert kraftaverk. Þeg- ar myndin verður sýnd, getur hún vakið mörg forhert hjörtu ungra manna, og knúð þá sem hafa yfir- gefið mæður sinar til að fara til þeirra aftur.“ Hún andvarpaði. „Jæja, eins og þér viljið — þér hafið verið svo hugulsamur við mig. Og ég er í þakkarskuld við yður. Ég hlakka til að sjá dreng- inn .. . hvað skyldi hann annars segja við mig?“ Norðmaðurinn. sem varð konungur á Malekula. s % \ % V' V ■5 V 5 HANN hét Oscar Nilsen og var aðeins 21 árs er hann fékk skip- stjórn, árið 1865. En fjórum árum síðar var hann kominn til Suður- hafseyja á miklu betra skipi, „Pierhjolm", sem hann átti sjálf- ur. Keypti hann kopra og krydd á eyjunum og sigldi með það til Sidney, Singapore eða Ilongkong og seldi það þar. í jiiní 1870 sigldi liann frá Sidney til Salómónseyja, en þar bjuggu mannætur. Þar strandaði „Pierhjolm“ og morguninn eftir tóku liinir innfæddu skipshöfn- ina til fanga. Oscar var sleginn i rot. Þegar hann raknaði við var liann bundinn á höndum og.fót- um. Bál logaði skammt frá lion- um og liann fann lykt af steiktu kjöti. En nú fann hann að ein- hver bærði á sér rétt hjá honum. Það var messadrengurinn hans. Hann veinaði og sagði: „Nú eru þeir að steikja Duclos stýri- mann.“ Og næstu sólarhringana var einn skipverji steiktur hverja nótt. Höfðinginn kom til Oscars daglega, þuklaði á honuin og vildi gefa honum kjöt að éta, en Oscar vildi ekki, þvi að hann taldi vist að kjötið væri af fé- lögum sinum. Loks var Oscar orðinn einn eftir. Þá var það eina nóttina að innfædd stúlka kom til hans og gerði sig líklega fyrir honum. Heimsótti hún hann nótt eftir nótt, en svo komu nýjar og nýjar stúlkur, hvcr af annarri. Loks hafði Oscar ekki tölu á hve marg- ar stúlkur þessar voru. Kringum níu mánuðum eftir að þetta byrj- aði kom höfðinginn til Oscars með rauðhært sveinbarn, ljóst yfirlitum. Oscar var rauðhærður lika. Nú skildist Norðmanninum að höfðinginn liafði notað hann til undaneldis. Hann varð faðir meira en liundrað barna þessi finnn ár, sem hann var fangi í þorpinu. En þá gerðust þau tíð- indi, 1875, að enskur leiðangur, sem gengið hafði i land á eyj- unni varð fyrir árás hinriá inn- fæddu og féllu margir Englend- ingar. Var þá gerður út her til að jafna gúlana á mannætunum. Oscar var sendur á fund ensku hermannanna og þeir fóru með hann til Ástralíu. Mannæturnar höfðu aldrei séð rauðhærðan hvítan mann og héldu að Oscar væri guð. Áður en Oscar fór að heiman liafði hann verið trúlofaður stúlku, sem Berta hét, og hafði hún iofað honum að sitja i festum í fimm ár. Þau voru liðin og nú frétti Oscar að Berta væri gift, og hætti þá við að fara heim. Kéýpti hann sér skip á ný og hélt til Nýju-Hebrides-eyja og settist að á Malekula. Þar ríkti hann s'em einvaldur, hafði kvennabúr að austurlenskum hætti og barst mikið á. En i maí 1882 kom skapadægur hans. Eldfjallið á Malekula fór að gjósa, eldstólparnir stóðu him- inhátt upp úr því, aska féll um alla eyjuna og hraunflóðið rárin niður hlíðarnar. Hinir innfæddu urðu viti sínu fjær af hræðslu og kenndu Oscari konungi um gosið. Kóm þeiin saman um að fleygja honum i glóandi gig til að sefa reiði goðanna, Oscar var í þánn veginn að leiða nýja stúlku inn í kvénna- húrið sitt er hann var þrifinn og bundinn, og borinn upp i hlið- ina sem glóandi hraunið flæddi niður eftir. Eftir stutta stund var hraunið runnið yfir iiann. Þannig endaði ævi „Konungs- ins“ á Malekula. Dauðadaghrinn var ófagur. Ef hann hefði ekki kveikt hatur karlmannanna á Malekula með þvi að ræna kon- um þeirra og dætrum hefði hann kannske lifað til hárrar elli og stofnað konungsætt þarna á Malekula. En þó að engin yrði konungsættin eru þeir ekki fáir á Suðurhafseyjum sem geta rakið ætt sina til hins rauðhærða Norðmanns, Oscars. V' % 3. 3 * 3 Blattnerbræðurnir hugguðu hana með því, að það mundi verða eitthvað fallegt, sem hann segði. Þetta mundi allt fara vel. „Hún er afbragð," hvíslaði Monty. „Já, fyrirtak,“ sagði Irving. Og klukkutíma síðar hljóp leik- urinn af stokkunum. Frú Casey sat í stólnum og beið og Peregrine Casey hafði fengið ýtarlegar leiðbeiningar um þetta litla áríðandi hlutverk, sem hann ætti að leika. Hann átti að ganga inn í kof’ann og taka því sem að höndum bæri með still- ingu . . . Hann var tilbúinn. Nú gekk hann upp ganginn heim að kofanum, drap á dyrnar og fór inn. Hann nam staðar á þröskuld- inum. Fyrst eins og dregið hefði úr honum allan mátt, en svo kom birta á andlitið. Hann gekk þrjú skref fram og lagðist á hnén við stól móður sinnar. „Mamma!“ hvíslaði hann, „mamma ... !“ Og hún svaraði: „Peregrine ... elsku drengurinn minn.“ Það var ekki hægt að hugsa sér betri leik, þó að hann hefði verið æfður margsinnis. Leikstjórinn varð að játa þetta og sá sem samið hafði handritið var á sömu skoðun. Þarna höfðu ósviknar mannlegar tilfinningar fengið að ráða öllu. Þetta var af- bragðs mynd. Hún var sýnd til reynslu sama kvöldið. Monty sat í stólnum sín- um og horfði á. Hann var mjög hugsandi. „Ég er að hugsa um . . .“ byrj- aði hann. „Hvort við ættum ekki að ráða þau bæði?“ spurði Irving. „Þetta er ágætur samleikur hjá þeim“ „Og svo þetta, að þau eru mæðgin í raun og veru. Enginn keppinautur okkar getur auglýst slíkt.“ „Jæja, við ráðum þau þá!“ „Spursmálalaust.“ Sama kvöldið sat ánægður ungur maður á litlu gistihúsher- bergi og var áð lesa ráðningar- samning fyrir gamla konu. „Þú ert hreinasta afbragð, mamma," sagði hann við frú Casey, sem sat með prjónana sína. „Finnst þér það ...?“ „Hvort mér finnst það? Þetta fór alveg eins og þú hafðir hugs- að þér. Yfirliðið þitt í kvikmynda- húsinu í Liverpool hefir vafalaust verið meistaraverk. Og að hugsa sér hvernig þú hefir leikið á þá alla. Jæja, annars er það sjálf- sagt engin furða. Þú varst af- bragðs leikari á þínum yngri árum.“ „Þei-þei,“ sagði frú Casey og Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.