Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Seinn að hugsa BOUDEN reyndi að leyna því hve hræddur hann var þegar þeir komu á járnbrautarstöðina. Hann benti manninum, sem með honum var, að setja frá sér töskurnar. „Hann bíður þín við blaðsöluna," hvíslaði hann. „Flýttu þér!“ „Ég kann ekki við þetta,“ sagði Joe Vaughan dræmt. „Hvers vegna vel- urðu þér svona mikinn umferðastað, eins og stöðina?“ „Ég hefi ekki valið hana, kjáni.“ Borden lcveikti í vindlingi og rýndi á fólkið við blaðsöluturninn. Hrað- lestin gat komið á hverri stundu, og hann kunni ekki við allt þetta fólk. Maður gat búist við því versta, þegar maður reyndi að fara kringum nýju tolllögin. „Ég hefi sagt þér, að þetta verður í síðasta sinn. Best er að hætta liverjum leik þá hæst fram fer ... Farðu nú.“ „Hvers vegna ferðu ekki sjálfur og sækir það?“ „Ég má til að vera á verði hérna. Eftir hverju biðurðu?“ Joa Vaughan fór. Hann gerði alltaf það sem hann var beðinn um — á endanum. Einn af þessum flónum, sem skrifar konunni og krökkunum bréf á hverju kvöldi, hugsaði Borden með sér. Og þetta átti að heita fjölleika- maður! Ef illa færi ætlaði hann að laumast burt frá félaga sinum, og ef vél gengi ætlaði hann að hverfa líka, án þess að borga félaganum ágóðahlut. Borden var séður. Hann vissi að það var ekki liættulegt að reka kókain- smyglun, ef slattarnir voru ekki svo stórir að þeir vektu athygli. Og svo varð hann að liafa ástæðu til að vera á sífelldu ferðalagi. Og þeir höfðu ástæðu. Þeir sýndu sig á fjölleikahúsum og skiptu um verustað tvisvar i viku. í nærri því tvö ár höfðu þeir ferðast milli borga í Belgíu og sýnt sig á fjölleikahúsum. — Borden og Vauglian, fimleika- menn. Borden hafði komið upp blómlegri smyglaraverslun þessi árin. Ofur ein- falt. Hann keypti lyfið og seldi það fyrir hundraðfalt verð. Og hingað til hafði Vaughan fengið hlut af ágóð- anum. Nú sá hann Joe Vaughan koma. Hann sá á svip hans að allt var í lagi. — Hraðlestin brunaði af stað með þá báða innanborðs. Borden stóð upp til að ná töskunni sinni. Þær voru alveg eins, hans og Vaughans, þvi að þeir notuðu þær stundum á sýning- unum. Borden varð að líta á merki- spjaldið til að sjá hvor taskan væri hans. Hann opnaði töskuna og tók upp stórt glas með ávaxtasalati. Þriðji farþeginn í klefanum brosti er hann sá flöskuna. „Skál!“ sagði hann og hló að fyndni sinni. Borden hrökk við. „Mér veitir ekki af þessu eftir að hafa sýnt i heila viku.“ Hann hló. „Svo að þ ér eruð fjölleikamaður?“ „Já, við erum fimleikamenn og höf- um sýnt á Casino.“ Hann ýtti upp dyrunum og fór fram i náðliúsið. Þeg- ar hann kom aftur var ávaxtasalts- flaskan full af kókaíni. Hann lagði hana í töskuna. Nú þóttist hann ör- uggur, þetta bragð hafði aldrei brugð- ist. Hann fór að tala við manninn. Joe Vaughan sat i hinu horninu og var að lesa í blaði, uns þjónninn kom og sagði að miðdegisverður væri til reiðu í matarvagninum. Hann lét þá tala saman en fór sjálfur út til að borða. Hann var ekki fyrir löngu á burt en Borden brá í brún. Síðustu þrjátiu tímana höfðu allar lestir ver- ið stöðvaðar og tollmenn rannsakað þær hátt og lágt. Litli maðurinn trúði Borden fyrir þvi, að hann væri fyrr- verandi tollmaður og liefði verið kvaddur til að hjálpa til við þessa skoðun. Borden varð órótt: „Hvað á þetta tilstand að þýða?“ „Það er út af eiturlyfjunum. Þeir ætla að reyna að stöðva smyglunina frá stóru efnagerðunum." „Skyldu þeir — hafa augastað á nokkrum sérstökum smyglurum? Þeir fara varla að ónáða okkur, almenna farþega, út af þessuí“ „Þeir rannsaka hvern einasta far- þega við landamærin. Þeir álíta að ýmsir sölumenn séu við þetta riðnir. Menn sem ferðast mikið." Borden reyndi að segja eitthvað. „Þeir verða vonandi ekki mjög lengi að þessu?“ Maðurinn yppti öxlum og fór að tala um eittlivað annað. Og Borden reyndi að hugsa. Eftir stutta stund mundi lestin fara að hægja á sér og staldra við á stöðinni, og tollmenn- irnir koma og fara að gramsa í far- angrinum. Þegar þeir kæmu að tösk- unni hans ... nú hækkaði á lionum brúnin og hann brosti. Vaughan var í matarvagninum — og vissi ekki liverju von var á. Borden stóð upp og opnaði báðar töskurnar. Hann var ekki nema sekúndu að skjóta flösk- unni í tösku Vaughans og Ioka þeim báðum. Vaughan var að visu seinn að hugsa, en honum mundi þó bregða er tollmaðurinn opnaði töskuna og sæi flöskuna. Honum stóð á sama um Vaughan, hann ætlaði ekki að hitta liann aftur. Hann vildi ekki láta á sér sjá, að liann þyrfti að flýta sér. Kveikti í vindlingi og henti ehlspýtunni. En hann vildi ekki eiga neitt á hættu. „Ég ætla að fara og lita eftir lionum kunningja minum,“ sagði hann við manninn og fór fram í ganginn. Hann gekk gegnum endilangan matarvagninn án þess að koma auga á Vaughan. Þess vegna liélt hann áfram alla vagnaröðina og leit inn i hvern klefa. Kannske hafði Vaughan farið inn í snyrtiklefann og þeir far- ist á mis? Og það reyndist rétt. Þegar Borden kom aftur í klefann sinn, sat Vaughan þar i sinu horni, og var að lesa í blaðinu. „Ég hitti gamlan kunningja frá Birmingham,“ sagði Borden við hann. „Við ætlum að fá okkur slag. Viltu verða með?“ Hann beið, þó að hann vissi um svarið. Vaughan hafði ekki gaman af að spila. Hann var of seinn að hugsa. „Jæja, við sjáumst þá síðar.“ Borden tók töskuna sína af hillunni og fór út í ganginn. Hann vildi kom- ast sem lengst frá Vaughan. Hann var vís til að gera uppistand, kjáninn sá. Borden var hróðugur yfir kænsku sinni og fékk sér pláss framarlega í lestinni. Hann var enn hinn kátasti er klef- inn var opnaður og tveir tollmenn komu inn. Hann rétti þeim vegabréfið sitt brosandi, en fölnaði skyndilega er annar maðurinn fór að róta í dót- inu i töskunni hans, og tók upp flösk- una með ávaxtasalatinu. Tollmaður- inn skoðaði enska miðann, skrúfaði ★ Tískumyndir ★ -- ———----------1 NÝIR TÍMAR, NÝ SNTÐ. — Lanvin Castillo hefir ekki enn sagt skilið við boleroinn, sem undanfarið hefir verið í tísku. Hann hefir búið til falskan bolero á þenna fallega sevíot- kjól. Fer það vel við prinsessusniðið. Samkvæmt rannsóknum sem UNESCO hefir látið fara fram, aðal- lega í Bandaríkjunum, deyja tvöfalt fleiri feitir menn en magrir úr hjarta- sjúkdómum, heilablæðingu og nýrna- veiki. Og úr sykursýki deyja ferfalt fleiri feitir en magrir. Þessar tölur cru eftir skýrslum amerísku líftrygg- ingafélaganna. Er bent á að fitan sé miklu hættuleg'ri i Bandaríkjunum en annars staðar, því að menn hreyfi sig svo lítið þar. Amerikumenn noti ekki fæturna nenia þeir megi fil, þeir aki í bíl og noti 'lyftur en ekki stiga. — Kyrrseturnár géra fitusýkina enn hættuTegri en hún væri ella. Með 10% yfir meðalþyngd fjölgar dauðsföllun- um um 20%, en með 20% yfir meðal- þyngd fjölgar dauðsföllunum um 40%, miðað við sömu aldursflokka. lokið af flöskunni og gretti sig. Rétti svo liinum tollmanninum flöskuna. „Komið þér með okkur!“ sagði tol1- maðurinn liöstugur. Nú greip 'skelfingin Borden. Hann ætlaði að hrópa: „Það er ekki satl! Þeir háfa ekki tekið þetta úr minni tösku. Hvernig gat flaskan komist í töskuna?“ Lestin brunaði áfram og .Toe Vaughan ihélt áfram að lesa í hlaðinu. Það þurfti mikið til að trufla mann, sem var jal'n seinn að hugsa og hann var. Þegar hann hafði heyrt fólkið í matarvagninum tala um aukaskoð- unina, sem fróln ælti að fara, hafði harin undir eins skilið hvernig félaga hans mundi verða við. Hann varð ekkert hissa þegar liann fann kókaín- flöskuna í töskunni sinni. En hann gat ekki sett hana í hina töskuna aft- ur, því að húri var læst. Af manni sem er seinn að hugsa að vera, var liann samt ekki verri en svo, að hann hafði skipti á merkiseðlunum á töskunum. * Þetta fallega víða pils er búið til úr nýju efni, sem heitir Lilien. Það er ekki ofið, það má aldrei strjúka það, enda bögglast það ekki. Það er helm- ingi léttara en bómull, í stuttu máli það hefir alla kosti til að bera. Hvíta blússan er baklaus. GREIÐSLA OG SKRAUT. — Vel valinn skrautgripur setur oft smiðs- höggið á fallega greiðslu. Fagur hring- ur og glitrandi eyrnalokkur breyta oft fallegu hversdags hári" i fagra kvöldgreiðslu. Efst og neðst eru nýar haustgreiðslur sem frakkar kalla „romance“. Þær falla mjúkt og eðli- lega og er auðvelt að halda þeirn við. I miðið hin gamla sígilda, með linút í hnakkann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.