Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.10.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN Hosalind ‘Brdí: 6. ÓLTKSR gySTUR ★ ★ Spcnnandi framhaldssaga ★ ★ Hann steig út úr bílnum og fór til þeirra. — Ég kom á móti ykkur, sagði hann og leit um leið á Lesley og Virginiu. — Norton var hræddur um ykkur og sendi Pemberton með skilaboð til mín. Hann opnaði dyrnar að aftur- sætinu. — Komið þér út, — þér hljótið að vera dauðþreytt. Og þér líka, ungfrú Norton. Ég skal aka ykkur það sem eftir er. Svo leit hann til Neville og sagði byrstur: — Þú ættir að vita betur en svo, að fara í langferð á þessum skrjóð. Hvað heldurðu að ungfrú Norton haldi um okkur? Virginia leit á Fernando og brosti girnilega og dálítið undrandi. Lesley ieit á hana og minntist hvernig henni hefði orðið við þegar hún sá hann í fyrsta skipti sjálf. Hann hlaut að vera gerólíkur öilum þeim mönnum, sem Virginia var vön að umgangast, heima í Eng- landi. Hún flýtti sér að kynna ihann fyrir systur sinni. Hún sá að hann starði lengi á andlit Virginiu, mjúka gula hárið og björtu grænu augun. Hann lyfti brúnum, eins og honum kæmi þægilega á óvart að sjá þessa stúiku. Hann sneri sér aftur að Neville. — Held- urðu að þú komist inn til Amanzi? — Ég mundi hafa komist það ef dömurnar hefðu verið með mér, sagði hann letilega. — En úr því að þú ætlar að taka þær að þér, þá held ég að ég fái mér blund þangað til birtir. — Það er heillaráð. Virginia taldi það sjálfsagt að hún sæti fram í hjá Fernando. Lesley fékk að sitja í aftursætinu, með 'kodda undir kollinum og værðarvoð á hnjánum. Neville veifaði til þeirra er þau ó’ku af stað. Það var það síð- asta sem Lesley mundi áður en hún sofnaði. Hún mundi eiginlega ekkert hvað var að gerast þegar þau komu til Amanzi. Femando hjálpaði henni út úr bílnum og bar hann inn í húsið. Virginia fleygði sér um hálsinn á föður sínum og jós úr sér gæluyrðunum. Það var hún sem fylgdi föður sínum inn í svefn- herbergið og bauð honum góða nótt með kossi. Lesley lyppaðist niður á harðan bedd- an og sofnaði undir eins og höfuðið snerti koddann. j LESLEY FÆR SLÆMAN GRUN. Andrúmsloftið á Amanzi breyttist eftir að Virginia kom á heimilið. Hún var ólm í að kynna sér daglegt líf þama, og kynnast vina- fólki þeirra. Hún sagðist ætla að verða hjá þeim óákveðinn tima. Hún gæti alltaf horfið aftur að stöðu sinni ef hana langaði tii, en það væri í rauninni tilgangslaust úr því að þau væra orðin svona efnuð. Afgangurinn af farangrinum hennar mundi koma eftir viku, sagði hún. Faðir hennar gladdist yfir því að hafa báð- ar dætur sínar hjá sér. Lesley skildi ekki enn hver ástæðan væri til þessara snögglegu veðrabrigða hjá Virginiu, að hætta starfi sínu og korna til Afriku, en eftir samtai sem þau áttu nokkrum dögum síðar, varð henni það ljóst. Virgina var að breyta svefnherberginu. Hún hafði tekið bókaskápinn burt og sett skrifborðið úr stofunni inn í staðinn. Nú var hún að búa um rúmið og Virginia horfði ó- lundarleg á rósóttu rúmábreiðuna. — Er ekki hægt að fá keypt sil'ki í Buenda? — Jú, en það er svo skelfing dýrt. — Mér þykir viðkunnanlegra að hafa silki- ábreiðu á rúminu. Við verðum að ná í silki, og þú getur faldað það fyrir mig. Þú varst svo myndarleg með nálina, hérna einu sinni. — Er ekki best að láta það bíða þangað til við flytjum héðan? Hún hikaði og klappaði á koddann áður en hún hélt áfram: — Við megum ekki eyða meiri peningum en við þurfum. Við höfum ekki neitt í reiðufé. ’Virginia snerist á hæli. — Hvað áttu við? Pabbi sagði mér sjáifur, að þessi Fernando hefði borgað meira fyrir hálfa jörðina en pabbi borgaði fyrir ihana alla þegar hann keypti hana. — Salan er ekki gengin um garð ennþá, og við fáum ekki ávísunina fyrr. Við getum ekki farið til Fernandos og sagt honum að við séum allslaus og vanti peninga. Svo sagði hún spyrjandi: — Hvernig gastu náð þér í peninga fyrir fargjaldinu, Virginia. Virginia kipraði varirnar. Það kostaði ekki nema þrjú hundruð pund og ég gekk að þvi vísu, að pabbi mundi borga mér það. — Já, hann gerir það, sagði Lesley um hæl. — Hann mundi vilja borga miklu meira fyrir að fá að sjá þig ... og það vildi ég líka. Ég vona að við eigum margar góðar stundir saman. Virginia yppti öxlum. — Það er kannske til fólk, sem getur átt góðar stundir á svona stað, en ég er ekki viss um að það eigi við mig að vera hérna. Ég get auðvitað haidist hér við nokkra mánuði — þangað til við vit- um hvar við stöndum. 'Svo varð dálítil þögn. Virginia tók upp hárburstann og lagði hann frá sér aftur. — Lesley, viltu segja mér nokk- pð — í trúnaði? — Já, ef ég get. — Hefir pabbi gert nokkra erfðaskrá síðan hann fór frá Englandi? spurði Virginia ofur blátt áfram. — Ekki held ég það, sagði Lesley forviða. — Hann átti svo lítið til, að honum hefir ekki fundist taka því. — Mundi hann 'hafa sagt þér það, ef hann hefði gert það? — Já, vafalaust. Ég hefi haldið reikningana fyrir hann. Ég hefi meira að segja lykilinn að skúffunni, sem hann geymir skjölin sín í. — Ég skil. Og ég held að það sé best að þú fáir mér lykilinn. Það er ég sem ber ábyrgð- ina hér á heimilinu núna. Lesley rétti úr sér. Það fór kuldahrollur um hana. Virginia hafði aldrei talað svona við hana áður. Jafnvel meðan þau áttu heima í Englandi, hafði Lesley, sem var yngri orðið að sjá um flest viðvíkjandi heimilinu, borga húsaleigu, skatta, reikninga og hugsa um annað þess háttar. — Áttu við að þú ætlir að taka við hús- stjórninni? — Nei, ertu frá þér? Það er þinn verka- hringur. Ég hefi aldrei verið dugleg í eld- húsi. Én ég vil hafa eftirlit með fjármál- unum. Það er skylda mín. Lesley hefði getað minnt hana á, að það væri nokkuð seint sem hún fann til þeirrar skyldu, en eftir fyrstu óþægindakenndina tók hún öllu með ró. Munurinn var sá, að Virgi- nia hafði ekkert fyrir stafni — hún hafði nægan tíma til að annast reikningana. Það var ekki fyrr en löngu síðar, sem Lesley fór að hugsa betur um ástæðuna til að Virginia hefði spurt um erfðaskrá föður sins. Það var óhugsanlegt að Virginiu dytti i hug, að hann hefði gengið fram hjá henni í erfðaskránni? 'Neville þekkti af hugboði Virginiu miklu betur en faðir hennar og systir gerðu. Eftir að hann fluttist í úthúsið kom hann aðeins inn til þeirra til að borða miðdegisverð, og við það tækifæri héldu þau Virgina og hann uppi viðræðum með glensi og gamanyrðum. Edward Norton var skemmt, en Lesley gat ekki annað en furðað sig á þessu. Neville tókst alltaf að hitta einhvern veikan blett á Virginiu, og hún borgaði fyrir sig með því að ráðast á hann eins og Ijón og sneiða að honum á ýmsan hátt, en alltaf brosandi. Lesley fannst á sér að þau væru bæði álnir af sömu voðinni, en Virginia hefði tekist vel og Neville mistekist. Eitt kvöldið sagði Nev- ille: — Hvað fékkstu fyrir að selja fegrunar- lyf — annað en kaupið og ágóðahlutann? Virginia svaraði um hæl: — Sjálfstraust, — það sjálfstraust sem allar þær milljónir kvenna hafa, sem nota fegrunarlyf. — Mér falla þau ekki. — Ég kýs heldur ómálaðar og framstæðar stúlkur. — Það er þér lí'kt. Þú ert býsna frumstæð- ur sjálfur. — Það verður þú líka, ef þú verður lengi í Afríku. — Það er hægt að halda ákveðnu menn- ingarstigi, jafnvel þótt maður sé í Afríku. Þú ættir að reyna það. AÐV ÖRU N. Einn daginn fór Lesley niður að námunni og hitti Neville þar. Þeir voru ekki farnir að grafa neitt að marki ennþá, en höfðu fundið vott af beryllium hér og hvar. Neville fór að tala um Virginiu. — Ég veit að það stoðar ekki að aðvara þig við þinni eigin fjölskyldu, sagði hann. — En ég geri það samt. Þú verður að vara þig á Virginiu,

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.