Fálkinn


Fálkinn - 12.10.1956, Síða 13

Fálkinn - 12.10.1956, Síða 13
FÁLKINN 13 væna mín. Hún er hörð eins og tinna og tíu sinnum beittari. Þú veist líklega hvers vegna henni lá allt í einu svona mikið á að komast til Afríku? — Ég skil ekki að það skipti neinu máli. — Það skiptir miklu máli, og þú verður að horfast í augu við það. Virginia hugsaði lítið um hvernig þér og föður þínum vegnaði, áður en hann skrifaði henni um þennan berylliumfund. Hann sagði henni að þetta væri afar mikils virði, og þá datt henni í hug, að hún sem væri eldri dóttirin, ætti kröfu á sínum hluta af arðinum. Hún þóttist verða að koma strax, því að hún var hrædd um að faðir ykkar mundi verða fyrir of mikl- um áhrifum af þér. Ef hann dæi án þess að hafa gert erfðaskrá ... — Æ, hættu nú þessu! Ég kæri mig ekk- ert um peningana hans. Ég hefi aldrei kært mig um þá! Neville varp öndinni. — Ég veit það, en það er ekki aðalatriðið. Fyrir Virginiu eru peningarnir miklu meira virði en föður- eða systurást, og hún heldur að allir séu gerðir eins og hún, undir niðri — jafnvel þú. Ef þú verður Þrándur í Götu hennar kann hún að grípa til kaldra ráða. Lesley gerði sér það Ijóst, og hún hafði hugsað sér að sýna Virginiu enga mótspyrnu. — Jæja, nú hefir þú aðvarað mig, sagði hún. — Og nú skulum við tala um eitthvað annað. Neville hristi höfuðið og horfði hugsandi niður í brekkuna, en neðst í henni voru landa- merki eignarinnar. — Kvenfólk er svo líkt í ýmsum greinum, muldraði hann. Svo hélt hann áfram hugsandi: — Ég var trúlofaður einu sinni, þú veist það? Hún hafði oft hugsað um þessa trúlofun hans. — Hvað kom fyrir? spurði hún. — Æ, það var flónska, en það fletti ofan af svo miklu. Við vorum aðskilin í nokkra mánuði, og þá kynntist ég stúlku, sem var allt það, sem hin ekki var — og ég féll fyrir henni. Það var ekki sérlega alvarlegt, en ég neyddist til að skoða hug minn betur, og þá komst ég að þeirri niðurstöðu, að stúlkan sem ég ætlaði að giftast hæfði mér ekki. Ég hagaði mér eins og ruddi. Eg sleit trúlofun- inni. — Það hlýtur að hafa verið hræðilegt fyrir hana. — Já, sagði hann þurrlega. — Hún fékk alla samúðina og ég fékk löðrungana, en svo giftist hún, en það gerði ég ekki. — Iðrastu eftir þetta? — Ekki núna. Hún var dálítið lík þér, Lesley, en hún hafði ekki þorið og þrekið, sem þú hefir. Lesley stóð upp. — Nú verð ég að fara. ÞaS var einhvern tíma á árinu 550 sem tveir munkar fóru frá Kina. Þeir voru ættaöir frá Evrópu en höfðu verið í Kina mörg ár og voru nú aS fara heim aftur. Þeir höfSu ekki annaS meSferSis en föt til ferðarinnar og svo prikin sin, sagði landamæravörSurinn. Enda var þeim hleypt úr landi og nú hófst ferðin vestur Asíu. Loks komust þeir til Konstantínópel og tók keisarinn þar á móti þeim. Þeir fengu honúm gönguprikin sín og hann skrúfaði strax af þeim húninn og sá að þeir höfðu dýrmæta hluti i prikunum. Þar voru mörg hundruð siikiormaegg, vafin í móberjablöð, og svo frækjarnar að mórberjatré. Munkarnir Komdu dálítið fyrr í kvöld. Við höfum fengið nýjar grammófónplötur til láns. — Ég býst ekki við að koma i kvöld. Eg á að hitta nokkra kunningja mína á gisti- húsinu i Buenda, og úr því að ég er kominn þangað borða ég með þeim. Hún horfði hugsandi á hann. — Er það vegna Virginiu? Leiðist þér hún? Hann brosti og hristi höfuðið. — Nei, það er ekki út af Virginiu. Ég þarf bara að létta mér upp. Eg hefi verið góði drengurinn svo lengi, að það er farið að reyna á taugarnar í mér. .Hún hló og kvaddi hann. Neville kom henni alltaf í gott skap. Hún dustaði rykið af buxunum sínum er hún gekk um garðinn upp að húsinu. Strauk fingrunum gegnum ljóst hárið, sem hafði ýfst í golunni. En þegar hún kom inn í stofuna hefði hún viljað gefa mikið fyrir að hafa farið inn í herbergið sitt að snyrta sig. Fernando var kominn í heimsókn. Hann stóð upp þegar hún kom inn og leit með vanþóknun á blettina á treyjunni hennar og buxunum. — Ó, Lesley! sagði Virginia álasandi. — Nú hefirðu verið hjá Neville, rétt einu sinni. Evrópu. Svo uxu mórberjatré af fræjunum og þangað til hlöðin kömu á þau voru ormarnir fóðraðir á blöð- unum frá Kína. Og nú óx silkiiðnaðurinn í Evrópu smátt og smátt, og siðan liafa árlega milljónir metra af silkiþræði verið framleiddar í Evrópu. Hinir fínu silkiþræðir eru lagðir margir saman og tvinnaðir og þrinnaðir og voru sterkari en allur annar þráður sem þekktist til skaimns tíma. — En nú liafa mennirnir til keppinaut við silkiS. Mörg nylonefni eru eins sterk og silki, en miklu ódýr- ari, En þó þykir silkið sem er ekta ennþá fallegra og betra en allt gervisilki og nylon. Kannske kem- ur það af því að ekta silkið er dýrara. — Þetta er ekki hættulegt. Það er bara mold. Fernando horfði hvasst á hana. — Hvað eruð þér að gera í námunni hjá Neville? spurði hann. — Við tölum bara saman. fram handa henni og sat þegjandi og horfði Hún settist hikandi á stólinn, sem hann ýtti á tærnar á skónum sínum. Það var auðséð að hún hafði truflað samtal þeirra, því að Virginia hélt áfram að tala með sama blíðu- rómnum, sem hún hafði tamið sér þegar Fernando var nærstaddur. Þau voru að tala um Spán, og Virginia sagði frá Miðjarðar- hafsferð, sem hún hafði einhvern tíma tekið þátt í. — Maður kemst ekki yfir allt í svoleiðis ferðalögum, en það sem ég sá af Spáni var ógleymanlegt, Barcelona er indæl borg. Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv,- stjóri: Svavar Hjaltested. — Póstbox 1411. HERBERTSprent. ADAMSON Hefndin að ofan.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.