Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN Híu bœhur í í bókdflokkum MúIj og mcnninpr í fimmta bókaflokki Máls og menn- ingar eru 9 bækur, ýmist frumsamdar eða þýddar, og kom ein þeirra út í vor, Sjór og menn, eftir Jónas Árna- son, og er hún nær uppseld. Næsta félagsbók Máls og mcnningar er skáldasaga eftir Heinesen. í bókaflokknum er fyrsta bindi af þýðingum Helga Hálfdánarsonar á leikritum Shakespeare. í þessu bindi eru leikritin Draumur á Jónsmessu- nótt, Rómeo og Júlía og Sem yður þóknast. Tvö þessara leikrita, hið fyrst nefnda og síðast nefnda hafa verið sýnd í Þjóðleikhúsinu. í næsta hindi þessara þýðinga verður Julius Cæsar og Óveðrið (The Tempest). Út er komin bókin Líf og list eftir rússneska leikstjórann Stanislavski i þýðingu Ásgeirs Bl. Magnússonar, og smásögur þriggja höfunda. Ólafur Jóhann Sigurðsson hefir valið úrval smásagna eftir Halldór Stefánsson. Þær eru sextán og ritar Ólafur for- mála. Ýmsar sögur Halldórs hafa kom- ið út á mörgum tungumáium. í flokkn- um kemur smásagnasafn eftir Geir Kristjánsson, sem nefnist Stofnunin, og smásagnasafn eftir Jón Dan, sem nefnist Þytur um nótt. Þctta eru fyrstu bækur beggja. Ein bókin í flokknum er Nátti'n'- legir hlutir eftir þýska prófessorinn og eðlisfræðinginn Wilhelm H. Westphal, Eðvarð Árnason verkfræð- ingur hefir þýtt, en hann var nem- andi hans. Ritið fjallar um afl og orku, vog og mál. Síðast, en ekki sist, skal refna bókina íslenska skattlandið eftir Björn Þorsteinsson, sagnfræð- ing. Áður útkomið eftir Björn er ís- lenska þjóðveldið. Seinni bókin fjall- ar um tímabilið 1262—1400, og er mjög girnileg til fróðleiks. Samtímis útgáfu bóka í 5. flokki kemur heildarútgáfa á Ijóðum Guð- mundar Böðvarssonar, skálds. — I heildarútgáfunni eru þær fimm ljóða- bækur, sem komið hafa út eftir Guð- mund: Kyssti mig sól (1936), Hin hvítu skip (1939), Álfar kvöldsins (1941), Undir óttunnar himni (1944) og Krystallinn í hylnum (1952). Allar þessar bækur eru i góðu bandi og vel frá þeim gengið. Skipshöfnin af Northern Crown við gúmmíbátinn um borð í „Þór". -¦¦¦...¦ . ¦¦.¦¦.'¦.. --¦-¦¦......-. ¦--...¦:¦.-:-:¦-;.¦¦¦¦¦¦.:-:¦:¦¦¦ ¦: 1 •--. | ^ . Í ..... .¦..'¦¦¦¦¦¦'¦ LX-í:"Síí>:::::::::?v:-: ¦¦ ¦' ¦;-. _¦ ¦:¦ :::::::::::::>::ÍA¥S: ,-.¦¦,-¦ ¦>¦:.- ¦-•:->-v.::'-:;:;o:-- ¦¦¦¦:-::;,-::->,: ¦¦;,-V.:.:..-:'¦;¦¦¦:.. SgSS oMMMpwBBSrl Northern Crown á strandstað. Myndin er tekin úr flugvél ameríska hers ins, rétt áður en skipið liðaðist ísundur og sökk. Skipsstrand milli Aðfaranótt fimmtudagsins 11. þ. m. strandaði breski togarinn Northern Crown frá Grimsby á boða milli Eld- eyjar og Reykjaness. Mannbjörg varð, og talið er, að gúmmíbátarnir, sem togarinn hafði meðferðis, hafi riðið þar baggamuninn. Stórviðri var og haugasjór, svo að björgunarbátar skipsins týndust eða brotnuðu. Skip- íð liðaðist sundur á skerinu og sökk nokkru eftir að skipshöfnin yfirgaf það í gúmmibátunum og var bjargað af varðskipinu Þór. Þetta strand er að þvi leyti sérstætt, Nýr motbar Nýr matbar með sjálfsafgreiðslu hefir verið opnaður í Lækjargötu 8. Nefnist hann „Kjörbarinn" og eig- endur eru Axel Magnússon og Ragnar Alfreðsson. Sá siðarnefndi verSur for- stjóri og yfirmatrriðslumaður. Starfsfólk við Kjörbarinn verður alls 16 að tölu og sæti verða fyrir 45 gesti. Margvíslegir réttir, heitir og kaklir, verða jafnan á boðstólum frá því að opnað er, kl. 8 að morgni. og til lokunartíma, kl. 23.30. Skreytingu í sal Kjörbarsins hefir Sigurður Karlsson gert. * Úr sal Kjörbarsins í Lækjargötu. jar og Reykjaness að það er á einni þýðingarmestu sigl- ingaleið við strendur landsins, „Húll- inu" svonefnda, og til skamms tíma hefir lítið verið vitað um hina hættu- legu boða á þessum slóðum. Northern Crown var nýtt og gott skip og þvi skaði að missa það, en hitt er þó fyrir mestu, að mannbjörg varð, þótt tæpara hefði varla mátt slanda. * Hundaeigandi einn í Kalforníu hef- ir smiðað „skömmtunarvél" handa hundunum sínum. í öðru hólfinu er matur og hinu vatn, og með jöfnu millibili skammtar vélin hundinum ákveðið magn af mat og gefur honum að drekka. Það var einu sinni á dvalarárum Henriks Ibsens í Munchen, að i sam- kvæmi hvarf ein frúin frá manni sin- um — með öðrum karlmanni. Ibsen varð harðorður um þetta háttalag og kvað það ósæmilegt, en þá spurði einhver hann hvers vegna hann for- dæmdi þetta svo mjög, — hann sem hefði látið Noru hlaupa frá mann- inum sínum í „Et Dukkehjem". Ibsen svaraði stutt: — Hún fór ein!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.