Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Page 4

Fálkinn - 19.10.1956, Page 4
4 FÁLKINN 3. Ég var tvífari Monty’s! BANATILRÆÐI? Þegar ég hafði borðað og beið eftir að Foly kæmi aftur og sækti mig, hafði ég ekki annað betra til dægra- styttingar en að góna ut um gluggann. Nokkrar bifreiðar stóðu á torginu fyrir framan húsið og bópur af land- eyðum hallaði sér upp að girðingunni fyrir neðan. Allt i einu varð mér litið upp og sá þá mann vera að brölta uppi á þakinu á annarri hiiðarálmu hússins. Hann miðaði á mig einhverju, sem mér fannst grunsamlega líkt byssu. Tveir stórir gluggar voru á her- berginu svo að bjart var í því, og vafalaust gat maðurinn séð mig þó að ég stæði talsverðan spöl frá glugg- anum. En hvað mundi hann gera ef ég færði mig úr stað? Mér datt fyrst í hug að snara mér til hliðar áður en lionum gæfist ráðrúm til að skjóta, en svo mundi ég hver ég var. Monty ihafði aldrei á ævi sinni látið á sér sjá, aS hann kynni aS hræSast. Þess vegna stóS ég rólegur í sömu sporum um stund, og gekk svo hægt fram aS dyrunum. Ekkert gerSist og þegar ég leit út um gluggann næst, sá ég að maðurinn var aS horfa á mig í kiki. í sömu svifum kom Foley inn og fór með mig til landstjórans. — Eftir stundarfjórðung eigum við aS fara út i garðinn og ganga þar um dálitla stund, sagði hann. — Þér sjáið reisupalla við aðra álmuna, það er verið að gera við hana og smiðirnir eru spánskir. Einn af þeim er snuðr- ari fyrir óvinina. — Ég veit það, sagði ég, — hann var að skoða mig í kíki áðan. —Ha? Nei, nú ... En það er ekki nema gott. Hann hefir viljað vita vissu sína um að þér séuð Monty. í garðinum munum við liitta tvo spánska kaupsýslumenn, sem komu hingað fyrir fáeinum dögum. Þeir Heywood hershöfðingi, lciðsögumað- ur Clifton James í ferðalagínu til Gibraltar og Alzír. koma hingað i heimsókn í dag og ganga gegnum garðinn til þess að þurfa ekki að fara hina leiðina. Á steingarðiinum kringum garðinn er lágmynd, og þegar ég geri einhverja athugasemd við hana, þá merkir það að mennirnir séu að nálgast. Þér skuluð snúa bakinu við þeim, svo að þér takið ekki eftir þeim, og tala fremur hátt við mig og tala um „leyndarmálin", sem Lester hafði trú- að yður fyrir. Skiljið þér? — Já, það er ofur ljóst, sir Ralph. NJÓSNARAR HITLERS. Við gengum út í garðinn og vorum að rangla þar um góða stund og dáð- umst að blómunum og gættum þess að mennirnir, sem voru að vinna á pöllunum, fengju gott tækifæri til að sjá okkur. Síðan gengum við áfram niður að garðshliðinu og námum stað- ar fyrir framan fallega lágmynd, sem var greypt inn í múrinn. — Manstu eftir þessari mynd? spurði hann. — Þú sérð að við höfum gert við hana síðan þú komst hingað seinast. — Já, hvort ég man eftir henni, Rusty! svaraði ég. — Hún er falleg, svo að það var vel ráðið að láta gera við liana. í þessum svifum heyrði ég að grindurnar voru opnaðar og ég heyrði fótatak á mölinni, en lét sem ég tæki ekki eftir þessu og fór að tala um síðasta stjórnarfundinn og áætlun nr. 333. Allt i einu hnippti landstjórinn í mig, svo að ég þagnaði og leit við og þóttist verða felmtraður er tveir ókunnir menn stóðu rétt hjá mér. Landstjórinn kynnti þá fyrir mér, og þeir horfðu á mig með miklum lotningarsvip og afsökuðu að þeir gerðu ónæði, er svo tiginn gestur væri á heimilinu. Sögöust þeir heldur vilja koma aftur einhvern annan dag, og eftir stutta stund fóru þeir aftur sömu leiðina sem þeir höfðu komið. Á þessum fóu mínútum breyttust ör- lög njósnaranna tveggja og þúsunda af hermönnum okkar. Ég frétti síðast að þessir tveir Spánverjar voru meðal duglegustu snuðraranna, sem Hitler átti. Þeir höfðu lært hjá Gestapo og höfðu verið sendir til Gibraltar til að njósna um mig. Leyniþjónustan hafði með ýmsu móti látið Þjóðverja komast ó snoðir um að Montgomery mund fara til austurianda í áríðandi erindagerðum, og þýska herstjórnin hafði gert ráð- stafanir til að flugvélin sem ég færi í, yrði skotin niður á leiðinni, eða ef það mistækist. að ég yrði myrtur á Spáni cða í Afriku. Þetta hafði ég enga liugmynd um þá, og í rauninni á ég Hitler lif mitt að iauna, því að hann hugsaði sig um tvisvar og skipaði síðan svo fyrir, að ekki mætti stúta Montgomery und- ir neinum kringumstæðum, fyrr en uppvíst væri orðið hvar hann ætlaði að gera innrás. Og Þjóðverjar fengu ekki vitneskju um það fyrr en um seinan. SPÁNVERJARNIR tveir voru snarir í snúningum. Tveimur timum eftir að þeir fóru úr landstjórabústaðnum, vissu menn í Madrid að Montgomery var í Gibraltar, og ætlaði þaðan til Afríku. Þetta var staðfest af okkar eigin erindrekum í Madríd. Sama kvöldið var fréttin kunn í Berlin, — við fengum að vita það frá erind- rekum okkar þar. ■ Abwehr, þýska gagnnjósnadeildin, var fljót að láta hendur standa fram úr erinum og hað öll sendiráð lands- ins um að komast að efni áætlunar nr. 333 og spara ekkert til. Þegar landstjórinn og ég komum inn í skrifstofu lians aftur iilömmuð- um við okkur í sinn stólinn hvor og skellihlógum. — Haldið þér að þeir hafi haft nokkurn grun? spurði ég. — Ekki agnarögn. Sáuð þér ekki andlitin á þeim þegar þér nefnduð áætlun nr. 333? — Ég gat ekki séð að þeir depluðu augunum, hvað þá meira. — Jú, þeir gerðu það. Ef þér vær- uð í minni stöðu munduð þér temja yður að taka eftir þess háttar. Ég sat lijá iandstjóranum meira en klukkutíma og hann setti mig inn í það, sem ég átti að gera næst. — Alsír er næsti áfangastaðurinn, sagði hann. — Þér verðið að hafa liraðan ó, þvi að óvinirnir gera ekki ráð fyrir að þér tefjið lengi hérna. Margir forvitnir komu á vettvang þegar þér komuð í morgun, en þegar þér farið eigið þér víst að fá „fullt hús“. Og nú er um að gera að koma nýrri flugufregn á kreik. Þér verðið að segja eitthvað, sem ruglar óvinina enn meira, því að á flugvellinum verð- ur fjöldi af snuðrurum, sem lieyrir til yðar. Þessir óvinanjósnarar í Gibraltar eru með fölsuð vegabréf, og liafa ekki hugmynd um, að við höfum gætur á þeim. Við sjáum um að þeir fái að staðaldri villandi uj>p- lýsingar, og látum viðgangast að þeir sendi fréttir til Madríd. Þessar frétt- ir þeirra eru alltaf lesnar af okkar mönnum áður ne þær komast til við- takanda. Við ræddum ítariega hvað við skyld- um segja til þess að villa snuðraranna með fölskum leyndarmálum, og afréð- um líka að við skyldum láta eitthvað gloprast út úr okkur ef við kæmum nógu nærri Spánverjunum tveimur og 'gætum látið líta svo út sem við vissum ekki af þeim. Og svo bjuggumst við af stað. Fór- um út úr höllinni, könnuðum varð- sveitina fyrir utan og ókum svo út ó flugvöllinn. TIL NORÐUR-AFRÍKU. Ég hafði rekið erindi mitt í Gibraltar á viðunandi hátt. Þýskir njósnarar og snuðrarar höfðu tilkynnt í Berlín að Montgomery hersliöfðingi væri i Gibraltar, og héldi áfram það- an til Alzír. Sveint vopnaðra manna á mótor- hjólum fylgdi bifreiðinni, sem land- stjórinn, sir Ralph Eastwood og ég, vorum í. Ég lauk hinum sjálfsögðu formsatriðum, kannaði liðið og heils- aði ýmsum foringjum sem þarna voru, og þegar þvi var lokið gengum við landstjórinn fram og aftur og bið- um þess að vélin yrði ferðbúin. Við og við námum við staðar og töluðum saman í ákafa, svo héldum við dá- lítinn spöl áfram og stönsuðum aftur, uns við lentum fyrir utan opinn glugga i veitingasalnum. — Og svo eru það varnir hafnar- innar hérna, Rusty, sagði ég án þess að lækka róminn. — Ég hefi sagt forsætisróðherranum, að C4 sé alveg örugg. En ég vil að flotinn sé reiðu- búinn, þannig að hægt sé að skipa öllum 'gögnum út alveg tafarlaust. — Jú, ég skil það, svaraði land- stjórinn. — Ef verkfræðingarnir byrja þarna hægra megin á nesinu, hélt ég ófram og benti út á höfnina — þá er það í góðu samræmi við nr. 333. Líttu á, Rusty, þú sérð staðinn héðan. Láttu Digby byrja undir eins, við megum engan tíma missa. Skilurðu? Ég hefi nefnilega sent Eisenhower skeyti og beðið hann um að liefja framkvæmdir samkvæmt áætlun nr. 333. Við megum ekki láta neitt mis- takast í þetta sinn. Ég man ekki fleira af öllu þessu bulli, sein ég lét út úr mér, en ég get hugsað mér að Hitlerssnuðrar- arnir hafi klórað sér í hnakkann er þeir voru að reyna að finna einlivern botn í því, og ég get líka hugsað mér að Hitler ’hafi geisað er þeir urðu að gefast upp við það. Við héldum áfram og allt í einu kom ég auga á Spánverjana tvo, sem við höfðuni hitt árdegis. Ég vildi ekki láta þetta tækifæri ónotað og linippti í sir Ralph og við gengum svo nærri Spánverjunum sem ég þorði, án þess að vekja grun. Svo sagði ég, svo hátt að þeir gætu lieyrt það: — Þetta segi ég þér ein- um, Rusty! Afríkuströnd hentar ágætlega fyrir þetta áform, og þú veist að stjórnin fellst á það í alla staði. Franska andstöðuhreyfingin þekkir öll atriði málsins. Flotinn not- ar dulmálslykil 3 og 4, en flugherinn hedur sig að 35 A og B. Þetta leyndar- mól geymir þú handa sjálfum þér. Við liéldum áfram rabbandi, þang- að til við komum að flugvélinni. — Vertu sæll, Rusty, sagði ég. — Það var gaman að sjá þig afutr. — Ég segi sama, Monty, svaraði landstjórinn og deplaði augunum. Við tókumst innilega í hendur, her- liðið lyftu byssunum og nokkrum mínútum síðar renndi vélin til fiugs. Það seinasta sem ég sá af landstjór- anum var hár maður, sem veifaði brosandi. Heywood hershöfðingi settist hjá mér og klappaði á handlegginn á mér. — Jæja, hvernig líður yður? spurði hann. — Ég er þreyttur, þetta var mesta púl. Eg er að reyna að muna hvort ég hafi gert nokkrar skyssur. — Ekki held ég það. Eftir þvi sem mér virtist tókst þetta ljómandi vel. Við getum ekki búist við árangrinum strax, en ég þori að veðja um að þeir fá hausverk i Berlín i nótt. Ég var verulega þreyttur og teygði vel úr mér í stólnum til að livíla mig, en það var enginn hægðarleikur að hvila 'hugann þvi að alltaf kom eitt- hvað nýtt og nýtt til að glíma við. Heywood hershöfðingi ónáðaði mig ekki Janga stund, þvi að nægur tími var til stefnu. Loksins sagði liann: — Við búumst við að verða komnir til Alzír um miðj- an dag á morgun, og þar fá allir ó- vinanjósnararnir nóg að gera. Þeir eru margir, sumir koma fram sem franskir ættjarðarvinir og aðrir sem ítalskir vinir okkar. Leyniþjónustan hefir þegar undirbúið akurinn, svo að allir vita að Monty er á leiðinni

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.