Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Qupperneq 5

Fálkinn - 19.10.1956, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 til Afríku. Jafnframt hefir það verið látið kvisast, að Monty eigi að skipu- leggja ensk-amerískan lier i Alzir, og að hann eigi að gera innrás í Suður- Frakkland i samvinnu við frönsku andstöðuhreyfinguna. Þessum fregn- um hefir verið dreift með óvarlega orðuðum símskeytum og hvíslingum i Arabahverfunum í Alzír. Nú kemur til yðar kasta að sannfæra njósnar- ana um að þessar fregnir séu sannar, því að allt verður lapið i upplýsinga- stofnunina i Berlín. Vitanlega hefðu óvinirnir orðið tortryggnir ef heimsókn Montgomerys liefð iverið opinbert leyndarmál. Þess vegna var fréttaburðinum hagað þannig, að enginn vissi hvaðan hann kom. ANNAR ÞÁTTUR — ALZÍR. Lester ofursti hafði hugsað fyrir öllu. Rétt áður en við lentum laumaði Heywood að mér tveimur ljósmynd- um af Monty, sem hafði sjálfur skrif- að nafnið sitt á þær. Enginn vissi í hverju ég kynni að lenda, og ég gat ekki tekið að mér að stæla rithönd yfirhersliöfðingjans. í Alzír voru margar ameriskar konur, og það gat hugsast að þær bæðu Montgomery um rithöndina hans. Nokkrum mínútum síðar flugum við i stórum hringum yfir flugvell- inum og lentum svo vel rétt fyrir framan flugstöðina. Dyrnar voru opnaðar og ég gekk hægt út og niður landganginn. Ég játa að ég bjóst við ýmsu misjöfnu. Og ég get ekki heldur neitað þvi, að ég kveið fyrir, því að við liöfðum ckki haft neina „loka-æfingu“ á öðr- um þætti. Móttakan var enn hátíðlegri þarna en í Gibraltar. Á aðra hlið stóð ensk og amerísk heiðursfylking, og hinu megin tvöföld röð af frönskum, ensk- um og amerískum fyrirliðum. Bak við hana var fjöldi af fallegum ame- riskum bifreiðum og amerísk lier- lögregla á mótorhjólum. Og svo skip- aði áliöfnin úr flugvélinni sér í röð líka. Og nú byrjaði atliöfnin, en ég hafði þegar fengið svo góða æfingu, að ég gat lokið henni á stuttum tima. Ég kannaði liðið og heilsaði foringj- unum. Þarna voru menn úr foringja- ráði Wilsons hershöfðingja, sem kynnti mig og hjálpaði mér á allan hátt. Wilson hershöfðingi var hæst- ráðandi breska hersins í Alzír. Og svo héldum við áfram inn í borgina. Meðfram veginum var alls staðar fólk sem vildi sjá framan i mig, en ég var alveg óhræddur, því að ég vissi að okkar menn liöfðu gát á öll- um forvitnum og ágengum. Ég sat í griðarstórum amerískum bil og bílstjórinn var lagleg amerisk stúlka í fallegum einkennisbúningi. Ég þóttist undir eins skilja að þarna væri rithandarsníkir, enda spurði luin líka um leið og liún opnaði bílinn fyrir mér: Afsakið þér, hersliöfðingi, gæti ég fengið nafnið yðar. Ég hrosti og rétti henni aðra mynd- ina af Monty og sagði kuldalega: — Ég vona að þér gerið yður ánægða með þetta. Við ókum á fleygiferð, því að fylgd- arsveitinni hafði verið gert aðvart um, að hugsanlegt væri að reynt yrði að sýna mér banatilræði. Þess vegna þutum við áfram eins og okkur væri skotið úr byssu, og von bráðar vorum við komnir inn i borgina og námum staðar við hvítt steinhús. Þar var aðalstöð Wilsons hershöfðingja. Þegar ég gekk inn til hersliöfðingj- ans og hurðinni hafði verið lokað eftir mér, var fyrsta atriði annars þáttar þessa merkilega leiks lokið. Ég settist og kastaði mæðinni. Ég sat einn á tali við hershöfð- ingjann i marga klukkutíma. Hann var mjög ánægður og hrifinn af hvernig mér hefði tekist, og nú at- liuguðum við dagskrána fyrir næstu daga. Það var ekkert smáræði, sem ég átti að gera! „MONTY“ ALLAN SÓLARHRIN GINN. Ég minnist næstu daganna eins og mig hefði verið að dreyma, svo óvirkilegir eru þeir. Ég flaug stað úr stað, skoðaði lierbúðir, setulið, virki og varnir, heiðursfylkingar heilsuðu mér og ég tók þátt í opinberum mót- tökum og hlustaði á ræður og enda- laust hlaður um liina æðri hernaðar- list. Sem betur fór liafði Wilson liag- að því þannig, að ég slapp við að halda ræður eða ræða um hernað, hann var alltaf á höttunum til að líta eftir að ég gerði ekki skyssur eða vekti grun. Alls staðar brá mér fyrir í bifreið og snuðrarar óvinanna sáu um, að allar mínar hreyfingar voru tíund- aðar í Berlín. Hermenn heilsuðu og hrópuðu húrra og ég brosti og veif- aði á móti. Þetta voru erfiðir dagar. Heywood hershöfðingi og Moore höfuðsmaður fylgdu mér á ferðalag- inu og sáu um að allt gengi sem lið- ugast og að ég yrði ekki fyrir aðsúg ágengra og forvitinna manna. En það man ég að í einum bænum kom Hey- wood til mín með gamlan mann með geithafursskegg. Hann var í gauðslitn- um, svörtum fötum og með stóran stráhatt, og virtist hafa séð bietri daga fyrrum. — Afsakið mig, sagði Heywood. — HEFIItÐU HEYRT — að Rauði Krossinn liafð ium síðustu áramót 105 milljón meðlimi í 74 löndum alls. að Braathens SAFE flutti 31.000 far- þega á innanlandsflugleiðum sín- um i Noregi á síðasta ári. Það er 30% meira en árið áður. að i Stokkliólmi var stolið 3324 bil- um árið sem leið. Það er nýtt met. að það sem eftir verður af tágum i sykurrófunum, eftir að safinn hef- ir verið pressaður úr þeim, er not- að til að búa til úr því einangrun- arþynnur. að Bing Crosby sendi samtals 22.000 jólakort í ýmsar áttir fyrir sið- ustu jól. að aluminíumbræðsla í Bandaríkjun- um hefir reist 30 liæða liús sem eingöngu er úr aluminium? að Eiffelturninn er enn hæsti út- sýnisturn í heimi, og gefur af sér 2Yi milljón krónur á ári i inn- gangseyri? að mesta olíuvinnsla i heimi er i Bandaríkjunum, en næst kemur Venezuela. Alls er olía unnin í 46 löndum. Prófessor Salvatore Cerrini biður um að fá að heilsa yður. Hann er frægur fornfræðingur og þjóðhollur ítali. Ég skildi ekki hvers vegna ég átti að eyða tímanum í fornfræðagrúsk- ara, en vissi hins vegar að Heywood gerði ekkert nema ástæða væri til þess, og tók eftir að hann deplaði augunum, svo að ég einn sá. Þess vegan lieilsaði ég prófessornum og talaði nokkur orð við liann, og þegar liann yfirgaf okkur hélt ég áfram að tala við Heywood og sagði svo liátt að prófessorinn gat heyrt: — Ég hefi tilkynnt herforingjaráðinu það sem ég hefi afráðið, og stjórnin hefir fall- ist á það. Við byrjum framkvæmdina á „Operation Skjaldbakan" undir eins. Á eftir sagði Heywood mér að Cerr- ini væri óvinanjósnari, sem enginn hafði haft grun á i fyrstu, vegna þess að hann var frægur vísindamaður. Með hverjum deginum varð ég ör- uggari í hlutverkinu. Ég var orðinn svo samdauna því að stundum fannst mér ég vera Montgomery hersliöfð- ingi. Ég talaði eins og hann, stældi hverja einustu hreyfingu hans, not- aði sömu orðatiltækin. Jafnvel þó að ég væri einn með Heywood liélt ég mér við hlutverkið. Einn daginn, í þvi að við vorum að lenda i flugvél, settist liann hjá mér og spurði: — Eruð þér tilbúinn, James? Og hvernig eru taugarnar? Ég svaraði ósjálfrátt eins og ég væri Monty: — Taugarnar, Heywood? Verið þér ekki að bulla! — Afsakið, sir, sagði liann án þess að brosa. Þá skildist mér hve ókurteis ég hefði verið og bætti við: — Þetta er mjög einkennilegt, hershöfðingi, því að i leikhúsinu er leikarinn laus úr hlutverkinu undir eins og tjaldið fellur, en þetta er allt annað. Ég kemst ekki út úr hlutverkinu. Eg er ekki ég sjálfur nema þegar ég sef, en jafnvel þá dreymir mig um Monty. — Ég skil yður mjög vel, svaraði hann. — Og þetla er alveg rétt hjá yður, því að maður getur aldrei farið of varlega. Maður veit aldrei nema gát sé höfð á manni. Niðurlag í næsta blaði. EINN ER OF LÍTILL, ANNAR OF STÓR. — Hér sjást stytsta og lengsta manneskjan í breska hernum. Hann heitir Geoffrey Newson og er kall- aður „siglutréð" og er 206 sentimetr- ar. Stúlkan er í hjúkrunarsveitinni og heitir Audrey Green. Hún er 145 cm. FORSETI FER FRÁ. — Syngman Rhee, forseti Suður-Kóreu er nú orð- inn 81 árs og hefir tilkynnt að hann hætti stjórnmálastarfsemi og vilji ekki láta bjóða sig fram við næstu for- setakosningar. Ilann segist vera orð- inn þreyttur. — Syngman Rhee hefir reynt margt um dagana. Hann hefir alls verið 33 ár í útlegð og sjö ár í fangelsi. Þegar hann átti að taka þátt í fyrsta fundi stjórnarinnar eftir stríð- ið, var honum smyglað í líkkistu. Undanfarið hafa 120 af 210 alls í þinginu, verið í andstöðu við hann. Napoleonsslriðin tilheyra sögunni, en Jegor Korosev, sem á heima í þorpi einu í Georgiu, segir að herferð Napoleons til Moskva sé ein af bernskuminningunum sinum. Hann kveðst vera 154 ára og liafa barist gegn her Napoleons þegar hann var krakki, en síðan liafi hann komist vestur í lönd sem matsveinn. Jegor er kvæntur konu, sem er aðeins 115 ára. Franska fjármálaráðuneytið liefir komist að raun um að ríkið tapar á hundaskattinum. Samkvæmt síðasta yfirliti hefir skatturinn gefið af sér 313 milljón franka á árinu sem leið, en kostnaðurinn við eftirlit og inn- heimtu skattsins var 438 milljónir. Kletturinn í Gibraltar er sund- urgrafinn af jarðgöngum og hellum, eins og maðksmogið reka- tré. Þar eru allar birgðir hersins.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.