Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN Framhaldsgrein 9. Fyrir dst honungsins MARTROÐ I KJORBUÐINNI. Fyrst vorti það nú samgöngutækin. — Aidrei að leigja bíl nema það sé óhjákvæmilegt, sagði Pétur. — En það er alltaf óhjákvæmilegt hér i New York, stundi ég. — Neðanjarðarbrautirnar gera sama gagn, og strætisvagnarnir eru mesta þing, sagði Pétur. En'það kom ekki að haldi. Ég gat ekki haf t gagn af þeim. Ég haf ði aldrei á ævinni ekið í strætisvagni, og ég hafði aldrei verið ein míns liðs i neð- anjarðarbraut. Eg varð lafhrædd er ég hugsaði til þess að aka undir jörð- inni. Ég fór gangandi. .SÞað hreif ekki á mig þó að Pétur væri, að segja mér hve vel sér gengi að kornast á skrifstofuna á tuttugu mínútum fyrir aðeins fimmtíu aura. Ég hélt áffeam að fara gangandi. Eg hætti ekkiá að nota önnur samgöngu- tækfen fæturna. Péíur reyndi að gera mig djarfari á að fara í erindi sjálf. — Farðu i næstu kjorbúð, sagði hann. — Þar selja þeir allt i umbúðum, þú velur bögglana sjálf og borgar um Ieið og þú ferð út. Með þvi móti þarftu ekki að tala við nokkurn mann. Ég gerði mér ljóst að það væri flónska af fullorðnum kvenmanni að þora ekki inn í búð, og ég vissi að ég komst ekki hjá að gera það. Ég tók tíu dollara og hélt af stað i næstu kjörbúð. Ég fann hana. Eg stóð og horfði á hinar konurnar, sem gengu um og tindu saman það sem þær þurftu að kaupa. Svo fór ég að reyna að herma eftir þeim. Mér fannst ég vera eins og þjófur, en þó tíndi ég saman tals- vert af niðursuðudósum og grænmeti. Ég var með fangið fullt af þessu — ég hafði gleymt að taka poka til að leggja vörurnar í. Þá pikkaði einhver i öxlina á mér. Ég vissi að fólkið mundi halda að ég væri þjófur. Og í sömu svifum missti ég alla bögglana á gólfið og tók til fótanna. Ég hljóp eins og ég gat og komst út á götuna og þóttist viss um að heyra hrópað og kallað: „Stöðvið þjófinn!" Loks hægði ég á mér. Aldrei skyldi ég fara inn í svona hræðilega búð framar! sagði ég við sjálfa mig. Held- ur svelti ég í hel heldur en að koma þangað framar. Ég fór inn i svolitla mjólkurbúð, sem var þarna skammt frá. Það var eina búðin, sem mér fannst ég vera eins og heima hjá mér i. Maðurinn sem átti verslunina kallaði mig „vænu", og það þótti mér skritið, en hann vissi alltaf hvað ég ætlaði að kaupa. Því að ég bað alltaf um það sama: Tvær steiktar kótelettur og einn pakka af frystum aspargus. Það var það eina sem ég gat keypt, þvi að það var það eina, sem ég gat gert að mat. En svo fór mér smátt og smátt að fara fram. Ég gat steikt kjöt án þess að brenna það — framreitt egg á fjóra mismunandi vegu — og búið til góðan súkkulaðibúðing. VIÐ LIFUM UM EFNI FRAM. Eina vikuna, er Pétur þurfti að vera i Washington, stakk hann upp á þvi að ég tæki mér hvild. Og ég fékk hvild — og tíma til að hugsa. Mér þótti skrítið, að nú kunni ég vel við mig i gistihúsinu — í fyrsta skipti á ævinni. Áður hafði það verið svo venjulegt og hversdagslegt að láta snúast kringum sig. Nú var það lúxus. Eitt kvöldið spurði ég Pétur hvort ég gæti keypt mér nýja skó. — Já, það er alveg sjálfsagt, sagði hann. Daginn eftir fór ég inn i búð sem mér leist vel á og valdi skó, og bað um að senda mér þá ásamt reikn- ingnum. Mér skildist ekki fyrr en síðar að ég hafði verið i einni dýrustu búðinni í New York. Þegar sendillinn kom með skóna átti hann að fá sextíu og þrjá dollara. Það fór hrollur um mig þegar ég taldi fram peningana og sá að ég hafði ekki nema tíu cent eftir í skúffunni, sem Pétur lagði mánaðarpeningana í. Því að enn voru tvær vikur eftir af mánuðinum. Nú átti ég ágæta skó, sem ég gat gengið á í búðirnar, en ekki nokkurn eyri til þess að kaupa mat fyrir i búðunum. S'ú staðreynd að við vorum „hátign- ir" var létt á metunum þegar við vor- um auralaus. Það var einfaldur sann- leikur, sem mér fór loksins að skilj- ast — sannleikur sem allir vissu, er fengið höfðu venjulegt og vituiiegt uppeldi. Heimurinn sem við Pétur höfðum alist upp i var gerviheimur. Við höfð- um lært að meta fólk eftir minkakáp- um, bilum, kampavíni, demöntum og titlum. Og nú höfðum við týnt aðgöngu- miðanum að lúxusveröldinni. Pétur vann til að hafa ofan í okkur að éta, og ég var að læra að verða húsmóðir. En hversu auðveldara hefði þetta ekki orðið, ef við hefðum ekki verið af konungakyni? Ég vissi að skoðun mín var glæp- samleg. Pétur mundi aldrei sleppa til- kalli til rikisins sins. En samt gat ég ekki stilt mig um að útmála fyj-ir mér, hve miklu ham- ingjusamari við mundum verða ef við hættum að vera táknmyndir kon- ungdæmis sem var i skýjunum, og gætum lifað eins og venjulegar mann- eskjur, án alls titlatogs. Við gátum eignast nýja vini, fengið ný áhugamál, sett okkur ný markmið og gefið drengnum okkar nýja veröld, sem hann gat alist upp i sem Alexand- er „Boudouni" — undir nafninu, sem við höfðum gefið okkur i gamni — og orðið annað hvort verkfræðingur eða flugmaður, en það starf mundi Pétur hafa kosið sér ef hann hefði ekki ver- ið konungur. Eins og nú var ástatt lifðum við undir því sifellda fargi, að þurfa að reyna að halda á okkur hefðargljá- anum út á við. Við reyndum að hafa efni á að kaupa okkur dýr föt og láta Alexander ganga á dýra skóla og vera með „fínu" fólki. Afleiðirig þessa varð sú, að fjárhag- urinn fór siversnandi. Ég hafði ekki ennþá fengið að vita um allar skuld- irnar, sem við höfðum stofnað. Okkur hafði ekki tekist að komast á fastan grundvöli og sniða útgjöldin eftir tekjunum. Þegar Pétur hafði lokið starfinu sem hann hafði haft og kaupið var þrotið, vorum við á enn verra flæði- skeri 'en við höfðum nokkurn tima verið áður. — Við verðum að komast til Parísar aftur, sagði Pétur. — Ég á rétt fyrir farinu. Undir eins og við vorum komin Fjölskyldan í Ameríku að eyða síðustu aurunum sínum. Gróðavonir Pét- urs brugðust alltaf. aftur í góðu, gömlu borgina og höfð- um hitt kunningjana, varð ég heimsku- Icga bjartsýn aftur. Pétur mundi von bráðar fá nýja stöðu og við mundum geta eignast hús og átt góða daga, sagði ég við sjálfa mig. En Pétur slugsaði af því að stim- arið fór í hönd og hann varð að fara á ýmsa staði i Evrópu. Og mamma bauð okkur að koma til sin og verða hjá sér í Venezia. Það var talandi tákn um hringl- andaskapinn í okkur að við tókum þessu boði og fórum til Venezia. Við fengum fóstru handa Alexander og sendum hann upp i Alpafjöll meðan heitast var. Og svo lifðum við i leti allt sumarið. Pétur liafði hugsað sér að skrifa endurminningar sínar og skrifaði hjá sér minnisgreinar, sem hann ætlaði að nota i bók. Við fórum aftur til Parisar þegar haustaði. Nú var okkur meiri þörf á húsi en nokkurn tima áður, þvi að ég átti barn í vonum. — Og i þetta skipti skal barnið mitt fæðast á mínu eigin heimili en ekki i gistihúsi, sagði ég við Pétur. Hann var á sama máli. Við vorum hamingjusöm þá. En áður en við gát- um byrjað að svipast um eftir húsi, fékk ég veikindakast i nýrun — ég hafði fengið nýrnaveiki áður. Og eftir þrjá mánuði leysti ég höfn. Ég tók þetta ákaflega nærri mér, og Pétur stakk upp á að við skyldum ekki hugsa neitt um húsið fyrr en ég væri orðin hress aftur. En þegar þar að kom var hann kominn á kaf i stjórnmálabollaleggingar og hafði cngan áhuga á að verða okkur úti um heimili. NÝ MISKLÍÐ. Ég var hrædd við þessa stjórnmála- menn. Ég sárkveið fyrir hinum dag- legu heimsóknum þeirra og löngu samtölunum á Péturs eigin máli — tungu, sem ég hafði aldrei getað lært að tala. En nú ætlaði ég mér ekki að þegja við þessu. Ég ætlaði að tala við Pétur og trúa honum fyrir því, að hjóna- band okkar væri komið í hættu, enn einu sinni. — Slittu þessa menn af þér, sagði cg biðjandi. — Þegar þú varst kon- ungur, manstu að þeir reyndu að stía okkur i sundur. Sérðu ekki hættuna, sem vofir yfir núna? Þú ert alveg 'eins og barn! álpaðist út úr mér. — Eins og strákur sem hefir lagt út i a;vintýr, sem honum finnst girnilegt og spennandi. En það er það ekki. Það er hættulegt. Það getur kostað þig lífið. — Það kann að vera að þú hafir rétt fyrir þér, sagði Pétur. —¦ En þú skilur ekki mín vandamál, Sandra. Og þú mátt ekki sletta þér fram í þau. — Ég verð að gera það, svaraði ég ástriðufull. — Það er okkar lif, sem þeir eru að eyðileggja, cn ekki ein- göngu þitt. Ég átti engan að, sem ég gat leitað hjálpar og ráða hjá. Eg varð að heyja þessa baráttu ein. Eftir stutta dvöl í Cannes fórum við aftur til Parisar, og nú byrjuðu erfiðleikarnir i alvöru. Gistihúsið sem við höfðum dvalið í áður neitaði okkur um húsnæði. Ég komst að þvi að Pétur hafði ekki getað borgað reikninginn fyrir síðasta mán- uðinn sem við vorum þar, og að við skulduðum stóra fúlgu. Ég fór í annað gistihús, sem kann-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.