Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN aðist vel við okkur, og spurði eftir herbergjum fyrir niðursett verð. Þeir féllust á það. Við fluttum þangað með það af dótinu okkar, sem hitt gisti- húsið hafði ekki lagt hald á sem tryggingu. Nú vorum við á heljarþröminni og ég gat ekki leynt kvíða mínum og beiskju. Hvernig mundi þetta fara, ef Pétur héldi áfram að hugsa um kór- ónuna sína? Við bárum sakir hvort á annað á víxl. Ég áfelldist hann fyrir að hann eyddi peningum í stjórnmálastarf- semi og héldi áfram aS leika konung, þó að ekkert væri hásætið, og reyndi að halda hefðjargljáanum við á sér. Hann vítti mig fyrir að ég keypti dýr- an fatnað og léti greiða mér á dýrustu hárgreiðslustofum og keypti dýra skó. — Það ert þú sem heimtar að ég líti út eins og drottning, sagði ég. — Það er kominn tími til að við hættum þessum grímudansleik. — Nú tókstu munninn of fullan, sagði Pétur. Svo fór hann og ég sá hann ekki lengi. Hann hélt áfram flakkinu milli ýmissa Evrópuborga eins og áSur. PÉTUR GERIR UPPREISN. Þann 25. mars 1953 varð ég þrjátíu og tveggja ára. Ég hafSi hugsað mér áð verða með Pétri þann dag, og reyna að toga upp úr honum hvað hann hefði fyrir stafni. - Ég var hikandi þegar ég fór að tala um sambúðina okkar. — Ég veit að ég reyndist engin fyrirmyndar húsmóðir i Ameriku, sagði ég. — En nú fer ég að venjast að hafa úr litlu að spila, og það er auðveldara að lifa við þröngan kost hérna i Evrópu. ViJtu ekki reyna aftur? Við gætum reynt að spara svolítið til að komast út úr þessari flækju. Pétur hló þurrahlátur. — Þú hefir ekki einu sinni hugmynd um hver „þessi flækja" er. Á hverju heldirðu að við höfum lifað siðasta árið? — Ég veit það ekki, sagði ég angur- vær. — Þú segir mér aldrei neitt. Hann hélt áfram og sótti i sig veðr- ið: — Allir eru önnum kafnir við að ráðleggjá mér hvað ég eigi að gera, og þegar ég geri eitthvað þá er það alltaf nrisráðið. Bara að ég liefði fengið að taka ákvarðanir mínar sjálf- ráður! Ef ég hefði fengið að fara til Jugöslavíu þegar ég sjálfur vildi — til lands míns og þjóðar — hefði ekk- ert af þessu komið fyrir. En það var ekki við^það komandil Maður átti aS vera forsjáll og varfærinn! Hann skirpti orðunum út úr sér. — Og nú sérðu hvernig komið er: Ég hefi orðið að hlusta á annarra manna ráð alla mina'ævi. Nú er ég orðinn gáttaður á þvi. Héðan í frá lilusta ég aðeins á þá, sem ég vil hlusta á, og geri ná- kvæmlega það sem ég sjálfur vil! Svo þagnaði hann en hélt svo ró legur áfram: — Ég skulda mörg þús- und pund, Sandra. Og nú verð ég að finna úrræSi til aS borga' skuldirnar. Og ég skal finna það. Ég sel allt sem hægt er að selja — ég skrifa endur- minningar mínar. Lofðu ¦mé.r bara að vera i friði. Og svo fór hann.' Fyrst til Sviss og svo til Spánar. Ég vissi ekki hvað ég átti að taka til bragðs. Eg vildi ekki biðja mömmu aS hjálpa mér. Hún hafSi Alexander hjá sér i Venezia. Ég átti góða vinkonu í París. Mað- urinn iiennar átti tvö af úrvals gisti- húsunum í borg- inni. Hún gat komið því i kring að ég fékk aS vera í öSru þeirra. Þar fann Pétur mig þegar hann kom aftur frá Spáni. Hann var eins og úti á þekju og óvingjarnlegur, al- veg eins og ó- kunnugur maSur. En ég elskaSi hann enn. Daginn sem Pét- ur fór til Spánar aftur fór ég út og borðaði hádegis- verð með nokkr- um vinum min- um. Þegar ég kom i gistihúsið aftur, kom herbergis- þernan á móti mér með öndina !i hálsinum. — YSar hátign, hróp- aSi hún. — Þeir ihafa lagt löghald á öll fötin ySar — öll! Tveir menn höfðu komið og spurt eftir mér. Pétur var orðinn svo vaf- inn skuldum, aS lánardrottnarnir höfðu fengið leyfi til að gera lögtak í öllu sem við áttum. Mér fannst ég auSmýkt og litilsvirt er ég sat þarna i herberginu minu og gat ekki einu sinni skipt um kjól. Ég sá fram á að ég yrði þegar i stað að leita til málaflutningsmanns og mundi nú eftir gömlum kunningja mínum, René de Ohambrun. ÁSur en ég komst til að hringja til hans varS ég aS taka á móti gestum, sem heimsóttu mig með óborgaða reikninga. Það lá viS aS ég fengi æSis- kast er ég sá allar þessar stóru upp- hæSir. Þarna voru veitingahúsa- og gistihúsareikningar, fatareikningar, bílaviðgerSir og gifurlegir símareikn- ingar fyrir samtöl viSs vegar um Evrópu. Ég tók simann og hringdi til Renés. —Fyrir alla muni — hjálpiS þér mér, sagði ég. — Ég held að ég sé að missá vitið. Hvað á ég að gera? René reyndi að hugga mig eins vel og hann gat. — En umsóknin verður að ieggjast fram í réttinum, Sandra, sagði hann. — Það verður ekki hjá því komist. ÞaS þýddi aS blöSin mundu básúna hneysu mína og örvænting. Nú fengi allur heimurinn aS vita hve bláfátæk viS værum, og aS Pétur væri farinn frá mér. Þá kom mamma frá Venezia. Hún var hrygg en sýndi mér dásamlega nærgætni, og hjálpaSi mér betur en nokkur önnur manneskja hefði getað gert. Og fötin mín voru „gefin frjáls". HJÓNASKILNAÐUR. ViS mamma ráSguSumst um málið, og ég baS 'hana um að lofa mér aS koma til Venezia, sem var sá staSur sem mér þótti vænst um. Við urðum samferSa þangaS. Ég átti úrslitasamtal viS Pétur i sima. Það var dýrt. Mamma varð ergileg þegar hún borgaði þennan reikning siðar. — Þú mátt ekki halda þessu áfram, sagði hún. — ÞaS er eins gott aS þú fáir að Alexandra fyrir rétti í hjónaskilnaðarmálinu í París. vita það versta, sagði ég og rétti henni vélritað bréf, meS undirskrift Péturs. Hann hafði skrfað og farið fram á skilnað við mig. Mamma las bréfið þegjandi. Svo rétti hún mér það. Tár mín fengu ekkert á hana, og hún sagði: — Þú skalt aldrei ganga að skilnaSi. Kon- ungar og drottningar skilja ekki. Ég rak upp ofsahlátur. ¦— Konung- ar og drottningar! sagði ég fyrirlit- lega. — Jafnvel þú trúir á þessa helgi- sögn um konunga og drottningar. Pét- ur gerir það því miður líka. Hvers vegna heldur þú að viS séum öðru vísi en annaS fólk? Ætli viS séum nema manneskjur — og þessi maSur er orSinn leiður á konunni sinni, og ég get ckki hætt að elska hann — ég get það ekki! Mamma hvítnaði af reiði. — Láttu ekki eins og óþægur krakki, sagSi hún. — Hann hefir hagað sér svona af því að 'hann er konungur — af því að hann hefir átt auð og völd, en aldrei lært að láta sér haldast á því. Ef þú lætur hann halda áfram að imynda sér að hann geti fengið skilnað, þá tekst hon- um væntaniega að fá hann að lokum, og á eftir iðrist þið bæði eftir flanið og getið ekki bætt úr því. Þú átt að neita að gefa eftir skilnað. Hver veit nema að þú eignist eitthvað af fyrri metorðum þinum aftur, og kannske fer iiann að bera virðingu fyrir þér aftur. Það lá við að ég hataði hana fyrir að tala svona við mig. En ég vissi aS hún hafði rétt fyrir sér. Nú lét ég líða og biða án þess að reyna að ná sambandi við Pétur. En ég var svo veik á sálinni að ég gat ekki verið þögul lengi i einu. — Það dugar ekki að tala um þaS, sagði ég við mömmu. — Þegar Pétur er annars vegar hefi ég engan sjálfs- metnaS. Og nú hefi ég ekkert frétt af honum svo lengi að ég er viss um að hann hefir hljótt um sig vegna þess aS hann er peningalaus. Mamma leit forviSa á mig. — HvaS ertu aS hugsa um? sagSi hún. — Ég á smaragSana ennþá, sagSi ég hægt. — Pétur sagði að ég yrði að halda í þá þó að á'llt annað færi forgörðum. Nú er allt annað farið forgörðum. Ég ætla að gefa honum smaragðana. Og svo baS ég mömmu um það, sem mér fannst alveg óhugsandi: — Ég vil að þú færir honum smaragðana frá mér, sagði ég. Og mamma féllst á að fijúga til Madrid með smaragðana. Niðurlag í næsta blaði. * jSbrítlur * við strákgreyið? spyr vinkonan. — Nei, mér dettur það ekki i hug. Hann Porri segir, að allir sem eru með rautt band á handleggnum séu fjölskylduframfærendur. Absalonsen er enginn bindindis- maður. Hann er á neytendafélags- fundi og tekur til máls. Og það er klappað fyrir honum er hann lýkur ræSunni með þessum orðum: — Ja, þetta er nú min og allra fullra meining ... — Verið þið sælir — og1 þökk fyrir skemmtunina. — Er hann McPherson það sem maSur kallar „sannur Skoti". — Já, það veit sá sem allt veit. Hann hefir geymt öll leikföngin sin til að hafa þau til taks þegar 'hann fer að ganga í barndómi. Það var dansað i skemmtigarðinum. Ameriskur dáti kemur og hneigir sig fyrir Guddu Sveins, en hún vindur upp á ásjónuna á sér og snýr sér iindan. — Var þetta ekki dásamlegur — Hvers vegna viltu ekki dansa timi, ha?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.