Fálkinn


Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 19.10.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN *|^ETTA var lítil verslun með m 1 járnrimum fyrir gluggun- §~^ um. Hún lét lítið yfir sér, en bak við rykfallnar rúðurnar var hægt að grilla í þúsundir af gimsteinum. Mann verkjaði bein- línis í augun af að horfa á þessi glitrandi armbönd og hálsfestar, hringi og úrin, sem .allt var úr silfri, gulli og hvítagulli. Sumir af þessum skartgripum voru hreinir og beinir fjársjóðir, hugs- aði Dave Hanson lögregluþjónn með sér er hann þrammaði fram og aftur um götuna þarna fyrir utan. Aðeins einn af þessum grip- um nægði til þess að afla pen- inganna, sem hann þurfti. Pen- ingana, sem það kostaði að senda Mary á heilsuhælið, svo að hún fengi heilsuna aftur. Góðleg augun urðu eins og mjó strik er hann var að hugsa um þetta. Engin lögregla hafði vörð þarna í götunni eftir klukkan sex í dag, og Solly gamli lokaði ekki búðinni fyrr en klukkan átta. Hann mundi hafa meira en nógan tíma. Meira en nógan til þess að fara heim og hafa fataskipti og heimsækja Solly á eftir. Það var annað mál ef Solly hefði verið viðfelldinn og vinsæll maður. En hann var illgjarn maurapúki með jarpt, úfið parr- uk og fitubletti á vestinu. Ágjarn og safnaði auði — en konan hans veslaðist upp af veikindum. — Þú verður að reyna að koma henni á heilsuhæli undir eins og þú getur, Dave, hafði læknirinn sagt við hann um morguninn. — Ef það verður ekki gert, get ég ekki sagt hvernig henni reiðir af. Vitanlega varð hún að lifa. Og hún skyldi lifa, jafnvel þótt Dave stæði engin leið opin nema sú, að ræna Solly. Tíminn var lengi að líða á verðinum hjá Solly, en hann var síhugsandi um hvernig hann ætti að framkvæma það, sem hann bjó yfir. „Pabbi mundi snúa sér í gröfinni ef hann vissi hvað mér er í hug núna, Dave Hanson — sonur og sonarsonur lögreglumanns". En samt var það að yfirlögðu ráði, sem hann fór inn til að ræna verslunina, sem hann var settur til að gæta. KLUKKAN var sjö er hann gekk niður götuna. Hann var hár maður, grannur og rennilegur, í regnkápu og með trilbyhatt. Um hálsinn hafði hann trefil, sem hann gat dregið upp að augum til að fela andlitið, og í vasa hans var skammbyssa. Vitanlega var hún ekki hlaðin. Dave hafði ver- ið nógu lengi í lögregluliðinu til að vita að vopn er vopn, hvort sem það er hlaðið eða ekki. Solly var að afgreiða viðskipta- vin, þegar Dave kom að búðinni. Hann færði sig inn í krók, þar Hennftr vegnn Það eina sem hann gat gert til að bjarga lífi konunnar sinnar, var glæp- samlegt. Hann afréð samt að láta mannlegar tilfinningar ganga fyrir embættisskyldunni. En svo ... sem skugga bar á, og beið þar lengi. Við og við renndi hann augunum eftir götunni og létti er hann sá hvergi mann á ferð. Hann gat séð að Solly beygði sig fram yfir borðið, með eitthvað glitr- andi í stórum krumlunum. Við- skiptavinurinn mundi líklega vera einhver frú af heldra taginu úr því að Solly gaf sér svona góðan tima til að afgreiða hana. Allir þekktu þessa verslun, og ef Solly hefði haft meira vit í kollinum mundi hann hafa flutt sig í ríkis- mannahverfið fyrir löngu. Dave brosti. Kannske mundi óþægilega reynslan, sem Solly yrði fyrir bráðum, koma því til leiðar að hann skipti um skoðun og breytti um stað. Loks fór konan út og Dave sá úr felustaðnum að Solly Iét dýr- gripina hverfa niður, fyrir innan búðarborðið. Hann hristi höfuð- ið þegar hann sá græna upplitaða tjaldið fyrir dyrunum. Solly var að koma dýrgripunum fyrir í gamla peningaskápsræksninu. Þetta var einmitt augnablikið, sem Dave hafði verið að bíða eft- ir. Dave dró tjaldið hægt til hlið- ar. Solly var bograndi fyrir fram- an skápinn. Spegillinn hékk yfir dyrunum, svo að Solly gat séð hver inn kom, þó að hann sneri bakinu að dyr- unum. Dave hafði dregið trefil- inn fyrir andlitið og var að hugsa um, hvort Solly hef ði komið auga á hann. Þetta var gamall refur, og oft hafði reynst svo, að hann heyrði ekki eins illa og hann þótt- ist gera. Dave andvarpaði og stakk hendinni ofan í vasann. ALLT í einu heyrði hann bifreið mmmm'mmm nema staðar fyrir utan. Hann færði sig inn í skúmaskotið og sá tvo menn koma út úr stóra græna vagninum. Þeir voru kornungir og mjög vel til fara. Eitthvað við þá minnti hann á hermenn þó að þeir væru ekki í einkennisbún- ingi. Þeir gengu beint inn í búð- ina. Annar þeirra barði í glerið í borðinu og að vörmu spori var tjaldið dregið frá dyrunum og Solly kom fram. Hann pírði litl- um nærsýnum augunum bak við gleraugun og hneigði sig og brosti, svo að skein í gular tenn- ur., Sá hærri gekk fram til hans að borðinu og sá yngri elti hann. — Þetta er árás, sagði foring- inn þyrrkingslega. — Come on, Solly. Opnaðu peningaskápinn en vertu fljótur, ef þú vilt halda lífinu! Solly deplaði augunum nokkr- um sinnum, en hreyfði sig ekki. Eitthvað blágrátt blikaði í hend- inni á ræningjunum, sem báðir voru með hanska. — Heyrðirðu hvað ég sagði? spurði annar þeirra í skipunar- tón. — Opnaðu skápinn! Við höf- um engan tíma til að hanga hérna í alla nótt. Dave tók andköf. Hann sá kippina í óþjálfuðu vöðvunum á gamla manninum. Solly var að því kominn að ráðast á gestina, en þeir voru á verði líka og mið- uðu nú á hann skammbyssunum. Þetta var allt honum að kenna. Þessir náungar voru einmitt af þeirri tegund, sem ekki vílar fyr- ir sér að drepa. Honum varð hugsað til Mary ... ef eitthvað kæmi fyrir hann ... Báðir þorpararnir snerust á hæli er Dave kom vaðandi að þeim. Þeir skutu tveimur skotum og hann fann svíðandi sársauka í annari öxlinni. Og sársaukinn ágerðist svo að hann gat ekki um annað hugsað. Og nú réðust þeir að honum og létu höggin dynja á honum. En samt hélt hann um úlnliðinn á þeim til að verjast þess að þeir gætu miðað skamm- byssunum. Vanmáttarkenndin greip hann og svo kom lamandi þreyta. Hann vissi að nú var öll von úti, og sársaukinn í öxlinni var slæmur f yrirboði. En allt í einu fann hann, að mennirnir tveir voru þrifnir af honum og hann sá rautt and- lit og bláan einkennisbúning. — Vel af sér vikið, Hanson! sagði lögregluþjónninn af varð- stöðinni fyrir handan. — Þér hækkið í tigninni fyrir þetta! Hrukkótt andlitið á Solly varð eitt bros. — Þér eruð svei mér lögreglumaður sem segir sex, sagði hann og kinkaði kolli til Dave. — Þessir náungar hafa haft augastað á búðinni minni lengi, og þér komið á alveg rétta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.